Dagur - 23.12.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. desember 1993 - DAGUR -7
BÆKUR
í fararbroddi II
Ut er koniin bókin „I fararbroddi"
og ber hún undirtitilinn „með hest-
inn í öndyegi“.
I kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „A síðasta ári kom út fyrsta
bindið af í fararbroddi. Þar birtust
frásagnir 10 landskunnra hesta-
manna sem var svo vel tekið að
ákveðið var að halda áfram á sömu
braut. Hér eru birt viðtöl við 9
hestamenn úr öllum landsfjórðung-
um. Þetta er skemmtileg blanda úr
flóru hestamennskunnar sem ætti að
geta gefið góða mynd af því mann-
lífi sem þrífst í tengslum við ís-
lenska hestinn."
Höfundur bókarinnar „I farar-
broddi“ er Hjalti Jón Sveinsson.
Bókin er 208 blaðsíður og kostar
3.495 kr.
Utgefandi er Skjaldborg hf.
Drekatár
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent
frá sér spennusöguna „Drekatár",
eftir Dean Koontz.
I kynningu á bókarkápu segir
m.a.: „Gesturinn þreif í beltið á
stúlkunni, rykkti henni til sjn og
náði góðu taki á blússunni. Arásin
var svo óvænt og skyndileg og
hreyfingamar svo eldsnöggar að
hún var komin á loft áður en hún gat
byrjað að öskra. Rétt eins og hún
væri fis, kastaði hann henni á gest-
ina við eitt af borðunum.
„Helvítið á honum!“ Conny
spyrnti sér upp frá borðinu, stakk
hendinni undir jakkann og sótti
skammbyssuna úr slíðri við mjóbak-
ið.
Harry spratt líka á fætur með
byssuna í hendinni. „Lögregla!“...“
Bókin er 361 blaðsíða og kostar
l. 995 kr.
Járnkarlinn
Ut er komin bókin „Járnkarlinn". I
bókinni ræðir alþingismaðurinn
Matthías Bjarnason líf sitt og við-
horf.
I kynningu frá útgefanda segir
m. a.: „Matthías Bjarnason er harður
sem Jámkarlinn þcgar hann telur
það nauðsynlegt. Hann er mildur og
gamansamur þegar þaó á við. Matt-
hías er mikilvirkasti málsvari fólks-
ins í hinum dreifðu byggðum lands-
ins til sjávar og sveita. Hann hefur
verið í eldlínu íslenskra stjómmála í
fimmtíu ár og það hefur blásið í
kringum hann allan tímann. Hann
lætur ekki síður skoðanir sínar í ljós
innan Sjálfstæðisllokksins en utan
og cr einn höfuðandstæðingur frjáls-
hyggjunnar.
Matthías Bjarnason hefur gegnt
ráðherrastöðu og var rn.a. sjávarút-
vegsráðherra í þorskastríðinu. Hann
er frægur fyrir gamansemi og hisp-
urslcysi, segir l'rá uppvexti sínum á
ísafirði og stjórnmálastappi á
heimaslóðum í samtölum við Omólf
Arnason, höfund bókarinnar Á slóð
kolkrabbans,,.
Bókin er 300 blaðsíður og kostar
3.495 kr.
Utgefandi er Skjaldborg hf.
í viðjuin vímu
og vændis
Ut er komin bókin „I viðjum vímu
og vændis“, en hún hcfur að geyma
lífsreynslusögu Matthildar Jónsdótt-
ur Campell.
I kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „Hér er sagt frá ótrúlegri lífs-
rcynslu ungrar íslenskrar konu,
Matthildar Jónsdóttur Campell.
Tuttugu og eins árs yfirgaf hún ís-
land og ætlaði aó höndla hamingj-
una með manninum sem hún elsk-
aði. En örlögin urðu önnur. Hún
leiddist út í eiturlyfjaneyslu og
vændi. Hún hefur gengið í gegnum
vítisloga í mörg ár og meðal annars
vaknað í líkhúsi þar sem hún hafói
verið úrskurðuð látin.
Hún var tilbúin að gera allt fyrir
heróínið. Af óskýranlegum ástæðum
tók hún sjálf þá ákvöróun einn dag-
inn aó reyna að hætta. Það var ekki
auðvelt og hún segir frá öllum mar-
tröðunum sem hún gekk í gegnum
og fær jafnvel enn í dag. Henni
tókst smátt og smátt að vinna sig út
úr brjálæðinu. Nú starfar Matthildur
í undirheimum Chicagoborgar og
aðstoðar þá sem eru djúpt sokknir í
eiturlyf.“
Hafdís Pétursdóttir skráði bók-
ina, sem er 220 blaðsíður að stærð
og kostar 2.995 kr.
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Vínin í Ríkinu
Mál og menning hefur sent frá sér
handbókina Vínin í Ríkinu eftir Ein-
ar Thoroddsen.
„I bókinni finna íslenskir vín-
áhugamenn flest það sem þeir vilja
vita um vínrækt, vínberjategundir
og meðferð víns. I bókinni er einnig
kennt hvemig á að lesa vínmióa,
smakka vín og hvemig bragði
þeima, eðli og gæðum er best lýst.
I bókinni er einnig að finna um-
sagnir um öll þau vín og styrkt vín
sem fást í Ríkinu, uppruna þeirra,
bragð og hitastig sem best er áð
drekka þau vió. Vínunum er gefin
einkunn, veittar em ráóleggingar
um góð kaup og ráðleggingar um
hvaða matur eigi best við hvert ein-
stakt vín. Þá er í bókinni sérstakur
viðauki um bjór og aóra áfenga
drykki, svo þama er komin ítarleg-
asta handbók þessa efnis sem sarnin
hefur verið á íslensku “ segir í frétt
frá útgefanda.
Vínin í Ríkinu er 288 bls. Hún er
„bók mánaðarins“ í desember á
30% afslætti og kostar því 2.440 kr.
fram að áramótum en 3.480 krónur
eftir þaó.
Örlagadansinn
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent
frá sér ástar- og spennusöguna „Ör-
lagadansinn“, eftir Birgittu H. Hall-
dórsdóttur.
I kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „I þessari magnþrungnu
spennusögu, sem gerist í Reykjavík,
fáuni við að kynnast íslensku
glæpafélagi, sem lögreglan stendur
ráðþrota yfir. Eiturlyf steyma til
landsins og morð eru framin án þess
að hægt sé að rekja eitt eða neitt.
„Örninn", forsprakkinn, er harð-
svíraður náungi sem vílar ckkert
fyrir sér. Hann er útsmoginn og
tekst að villa á sér heimildir...“
Örlagadansinn er ellefta skáld-
saga Birgittu, sem hefur áunnið sér
traustan sess sem spennubókahöf-
undur.
Bókin er 168 blaðsíður og kostar
l. 995 kr.
Aðalbjörg og
Sigurður
Út cr komin bókin „Aðalbjörg og
Sigurður". Undirtitill bókarinnar er
„Vígslubiskupshjónin frú Aðalbjörg
Halldórsdóttir og séra Sigurður
Guðmundsson frá Grenjaðarstað
segja frá“.
I kynningu frá útgefanda segir
m. a.: „Hér greinir frá æsku og upp-
vexti þeirra Aðalbjargar og Sigurð-
ar, skólagöngu, prestsskap og hús-
móðurhlutverki, skólahaldi og öðr-
um félagsstörfum. Sögur eru sagðar
af fjölmörgu samferðafóltí um leið
og litið er yfir farinn veg. í bókinni
eru allmargir vitnisburðir valin-
kunnra cinstaklinga um störf þeirra
hjóna.
Fullyrða má að lesandinn verður
ekki svikinn af fallegri og ríkulega
myndskreyttri bók sem hefur mik-
inn fróðleik að geyma.“
Bragi Guómundsson mennta-
skólakennari skráði bókina, sem er
320 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda
mynda. Bókin kostar 2.995 kr.
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Afbestulyst
Matreiðslubókin, „Afbestu lyst“, er
um margt mjög nýstárleg bók. Um
útgáfu hennar sameinast fjórir aðil-
ar; Manneldisráð, Krabbameinsfé-
lagið, Hjartavernd og Vaka-Helga-
fell og er það nýlunda að þessir aðil-
ar vinni saman að viðlíka verkefni.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Markmiðið með útgáfunni er að
opna augu almennings fyrir þeirri
staðreynd að hollur matur getur
jafnframt verið gómsœtur og girni-
legur.
I bókinni eru vandaðar litmyndir
af öllum réttum auk þess sern upp-
skriftimar eru settar upp á einfaldan
og aðgengilegan hátt. Hvcrri þeirra
fylgja upplýsingar um hitaein-
ingafjölda, auk upplýsinga um
magn mettaðrar og ómettaðrar fitu.
Þá er tíundaður sá tími sem fer í
matargerðina, þ.e. undirbúning og
eldunartíma, gefnar eru ráðlegging-
ar varðandi meðlæti og fleira mætti
nefna.“
Auk uppskrifta er í bókinni „Af
bestu lyst" að finna mikinn fróðleik
um mat og mataræði, næringargildi
fjölmargra fæðutegunda, hentuga
samsetningu vió framreiðslu, út-
skýringar á ýmsum hugtökum í nær-
ingarfræði og fleira. Bókin kostar
1.680 krónur.
Frank og Jói:
Týndu félagarnir
Út er komin bama- og unglingabók-
in „Týndu félagarnir“, í bókaflokkn-
um um spæjarasynina þekktu, Frank
og Jóa.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Þetta er fjórða bókin unt þá bræður
Frank og Jóa. Þeir eru synir frægs
leynilögreglumanns og ákveónir í
að l'eta í fótspor fööur síns. Þcir
vilja samt vinna sjálfstætt og án
hans hjálpar. Og verkcfnin cru á
hverju strái...“
Bókin er 131 blaðsíða og kostar
994 kr.
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Óskum landsmönnum
gleðilegra
l'ola
og farsældar á nýju ári
L-
Hafnarstræti 96 • Akureyri
r m\U Sími 27744
LeikfangamArkaburinn
öþjR'111
. c/ioe/ifufaoe/ss/i(/i L fhslcuji/i/iu
.2/ • c iir/i/ //<S‘4/'
Ösluun okluwJjölmöiHju uiSs/uþta-
oi/uim o(j lanclsmön/mm öllum
jjlecUleaiHijjólw
qcj jzuwæ/c/ai* a nýju ári
cV/</ /////1 e/t/t,
////////(} y/jc/fáAo/*//// o/Aczs1
Síðasti
móhíkaninn
Út er komin bama- og unglingabók-
in „Síðasti ntóhíkaninn", eftir James
Fenimore Cooper.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Þessi heimsfræga saga Jamcs Feni-
rnorc Coopers er ógleymanleg frá-
sögn af frumbyggjum Amcríku.
Sagan segir frá samskiptum tveggja
manna, vináttu þeirra og um leið
erfiðleikum vegna ólíks uppruna og
skoðana á lífinu.“
Bók þessi er löngu orðin sígild
og hefur m.a. verið kvikmynduð
oftar en einu sinni.
Bókin er 125 blaðsíður og kostar
994 kr.
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Aladdín
Vaka-Helgafell hefur gefið út hið
aldagamla og víðkunna ævintýri urn
Aladdín úr Þúsund og einni nótt í
óviðjafnanlegum töfrabúningi Disn-
eys. Það er hinn góðkunni þýóandi,
Þrándur Thoroddsen, sem snarað
hefur bókinni yfir á íslensku.
Aladdín er saga full af göldrum,
spennu og rómantík þar sem lesand-
inn slæst í för með Aladdín, fagurri
prinsessu, fljúgandi teppi, gríðar-
stórum bláum anda, apa og talandi
páfagauk í baráttu um töfralampa
sem færir eiganda sínum mikil völd.
Bókin um Aladdín er byggð á
samnefndri Disney-kvikntynd.
Veiðivörur 7
Mikið úrval
Jólagjöf veiðimannsins
10% afsláttur til jóla
Leiruvegi, sími 21440