Dagur - 23.12.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 23. desember 1993
ÍÞRÓTTIR
Edda Hermannsdóttir flyst búferlum til Wales:
Líf mitt er helgað almemimgsíþróttum
Eftir að hafa starfað að íþrótta-
málum bæði á Akureyri og
landsvísu í hartnær einn og
hálfan áratug er Edda Her-
mannsdótir íþróttakennari að
flytjast af landi brott. E.t.v. er
þó réttara að segja að hún hafl
starfað að íþróttamálum allt sitt
líf meira og minna því hún er
dóttir Hermanns Sigtryggsson-
ar, þess mikla íþróttafrömuðar
á Akureyri. bekktust hefur
Edda verið fyrir starf sitt að
heilsuræktarmálum meðal ak-
ureyrska kvenna en hún hefur í
12 ár staðið fyrir kvennaleik-
fimi. í viðtalinu hér á eftir er
stiklað á stóru yfir þann tíma
sem Edda hefur starfað á Akur-
eyri.
Hún vióurkennir fúslega að því
sem nú er að gerast hafi hana
aldrei óraó fyrir, enda þurfti ástina
til að draga hana frá íslandi og
Akureyri. „Ég hefði aldrei trúað
því að til væri svona sterkt afl og
þaó skiptir ekki máli hvcrt ég
hefði þurft að fara. Ég hefói farió
á heimsenda ef því væri að skipta.
Ég finn það núna þegar ég er að
fara að fólk er mjög þakklátt. Ég
sagði um daginn viö fólk sem ég
var að kveðja að ég hefði haldið
að ég væri eins og Akureyrar-
kirkja. Hún var reist hér á Akur-
eyri og hún skal þjóna sínu fólki
þar til yfir lýkur. En nú er komiö
að kveðjustund. Hins vegar er
fullt af fólki sem mun starfa við
þetta áfram. Sigurður og Halla í
Vaxtarræktinni taka við leikfim-
inni. Þau ætla að halda þessu í
svipuóum dúr og verið hefur því
þau eru fyrir með gjörólíkan hóp.
Mínir kennarar halda áfram hjá
þeim og það verður því vonandi
svipaður andi ríkjandi áfram. Það
er ánægjulegt aó þetta mannvirki
sem Iþróttahöllin er skuli hýsa alla
þessa ólíku starfsemi sem' þar er.
Byggingin er því fyrir alla.
Kvennaleikfímin
Ég er búin að vera í íþróttahöllinni
síðan 1987. Þar áður var ég í KA-
húsinu og þar áður í Iþróttahúsinu
í Laugargötu en þar byrjaði ég
með þessa starfsemi árió 1981.
Þetta eru því orðin 12 ár.“ Aó
sögn Eddu hafa viðskiptavinir
hennar verið mjög tryggir og
nokkrar konur hafa veriö meó allt
frá byrjun. „Aó sjálfsögðu fjölgaði
mjög eftir aö ég fór upp í Höll því
þá batnaði aðstaðan mjög. Það má
segja að um 1986-1987 hafi verið
hægt að kalla þetta umsvif og þá
hætti ég að kenna í Gagnfræóa-
skólanum. Fyrstu 6 árin eftir að ég
útskrifaðist kenndi ég í Gagn-
fræðaskólanum og var með fim-
leika á kvöldin með systur minni
en eftir að umsvifin fóru að aukast
varð ég að hætta öllu öðru. Ég var
ein af þeim fyrstu sem bauó uppá
eitthvað fyrir aldurshópinn 20 ára
og yfir.“
A þessum tíma hefur hún orðió
vitni að miklum breytingum. „Ég
cr búin að upplifa breytingarnar
frá því að þetta var tískubylgja
sem kom og enginn hélt að mundi
endast og var kannski ekki svo
mjög vandað og vel að því staðið
og síðan núna eru komnar ákveðn-
ar kröfur og gæði sem hafa þróast
í gegnum árin.
Auðvitað var oft mjög erfitt að
vera menntaður íþróttakennari í
þessu fagi og horfa upp á allt það
fúsk sem fram fór, því þaó vantaði
svo mikinn bakgrunn. Hins vegar
er greinileg breyting til batnaðar
upp á síðkastið, sérstaklega
síðsutu 3-4 árin. Þaö er aó stórum
hluta afleiðing mikilla rannsókna í
Bandaríkjunum. Við sem í þessu
erum getum síðan farió á nám-
skeið og aflaó okkur þekkingar
um hvað er aó gerast.
Einnig hefur orðið hugarfars-
breyting hjá almenningi og þetta
er auövitað bara ein grein af
mörgurn sem almenningur er far-
inn að stunda. Sú leikfimi sem ég
hef verió með er fyrst og fremst
kvennagrein. Aður var ekkert í
boði fyrir þessar konur því þær
fóru ekki í hinar hefðbundnu
íþróttir. Öll skipulögð starfsemi af
þessum toga miðaðist við ung-
linga eða karlmenn. Þegar síðan
tækifærið bauðst gripu þær það
fegins hendi og hertóku þessa
grein. Þörfin kom berlega í ljós
þegar ég byrjaði því fljótlega voru
komnar 100 konur á biðlista.
Ég hef hins vegar ekki misst
viðskiptavini þó fleiri staöir hafi
verið opnaöir í bænum því þeir
hafa kannski ekki verið á sömu
línu. Ég hef gert út á ákveðinn
stöðugleika og veriö með jafnan
og góðan hóp þó auóvitaó sé alltaf
einhver hreyfing. Síðan hef ég
líka verið með ýmislegt annað
meö, s.s. fyrirlestra og fræðsluefni
sem ég hef notað til að fara dýpra
í þessa hluti.
Starfað á landsvísu
Edda hefur frá upphafi verió einn
af forsvarsmönnum samtakanna
íþróttir fyrir alla sem starfa innan
ÍSÍ. „Fyrst var ég í trimmnefnd
ISI í 2 ár, en nefndin hefur starfað
síðan 1972. Síðan var ákeðió að
stofna þessi samtök og ég fór inn í
þá stjórn strax. Meóal þess sem
við höfum beitt okkur fyrir er al-
þjóðlegur göngudagur fyrir rúmu
ári síðan og síðan Hversdagsleik-
arnir sl. sumar. Að auki höfum við
verið með ýmsa útgáfustarfsemi.“
Hún segir vissulega vera mikla
eftirsjá í að þurfa nú að draga sig
út úr þessu starfi. „Ég er auðvitað
alin upp í þessum íþróttaanda og
það sem ég hef tekið mér fyrir
hendur oft á tíðum uppbyggingar-
starf. Ég hef verið snemma á ferð-
inni í því sem ég er að gera. Ég
reyni því að hugsa sem svo aó nú
sé mál til komið að aórir taki við.
Nýtt fólk sem komið er meó
ákveðna reynslu.“
Hvað stendur upp úr?
Aó lokum var Edda beðin að
nefna hvað stæði helst upp úr í
minningunni frá þeim árum sem
hún hefur starfað á Akureyri. „Þaó
er kannski einkum tvennt. Fyrst
og fremst er það hiö gífurlega
skemmtilega starf sem ég hef haft
við aó vinna með öllum þessum
Skíðaganga:
Opið í Kjamaskógi
Vert er að minna fólk á aóstöó- I eru troðnar brautir fyrir göngu-
una í Kjamaskógi, sem upplagt skíðafólk og upplýstar þegar
er að notfæra sér um jólin. Þar I skyggja tekur.
•4 SI. fostudag hélt Edda kveðju-
tíma fyrir alla viðskiptavini sína og
þá dugði ckkert minna cn stóri sal-
urinn í íþróttahöllinni. Þar var glatt
á hjalla þó vissulega bærðust
blendnar tilfinnigar í brjósti Eddu
Hermannsdóttur er hún rak enda-
punktinn á 12 ára starfsemi.
Mynd: Robyn.
konum. Þetta hefur verið mjög
gefandi og gaman. Þegar litió er
til baka er gaman að hugsa sem
svo aó maóur hafi kannski haft
þau áhrif að einhver hafi breytt
um lífsstíl, farið að hugsa um lík-
amann og hugað betur að hcils-
unni. Því eins og ég segi gjarnan
við konurnar: Þið eigið bara þenn-
an eina líkama og honum skiptið
þið ekki út.
Hitt varóar svo þctta almenn-
ingsíþróttastarf sem þá hefur verið
meira á landsvísu og starf mitt
með pabba sem verió hefur mikill
frumkvöðull í almenningsíþrótt-
um. Mitt hjartans mál hefur verið
að halda því áfram og ég veit aö
þó að ég fari verða aðrir til að
halda áfram.“ Hún mun þó ckki
sitja auóum höndum og varla líður
á löngu þar til almenningur í Wa-
lcs verður farinn að njóta krafta
Eddu Hermannsdóttur. Afram
segist hún ætla að starfa að
íþróttamálum enda sá sem dregur
hana til Wales aðstoðarfram-
kvæmdastjóri íþróttasambandsins
þar í landi en hann heitir Andree
Kcrr. „Ævi mín er helguð almenn-
ingsíþróttum, að virkja fólk al-
mennt í stað þess að leggja
áhersju á árangur einstaklinganna.
I því ætla ég að halda áfram og
hef engar áhyggjur af aö ekki sé
þörf fyrir mig einhversstaðar.“
Frjálsar íþróttir:
Desembermót HSÞ
Desembermót HSÞ í frjálsum
íþróttum innanhúss var haldið
að Laugum í Reykjadal um síð-
ustu helgi. Mótið fór hið besta
fram en keppendur voru fremur
fáir þar sem veðurhorfur og
færð settu strik í rcikninginn.
Desembermótið markar lok árs-
ins hjá HSÞ því fleiri mót verða
ekki á vegum sambandsins.
Unnar Vilhjálmsson var yfir-
dómari mótsins en Guðrún Sig-
urðardóttir mótsstjóri.
Mývetningurinn Skarphéðinn
Fr. Ingason sóð sig mjög vel og
vann allar greinar í sínum ald-
ursflokki, sveinaflokki. Hann setti
m.a. héraósmet í hástökki án at-
rennu, 1,55 m. I karlaflokki bar
mest á Sverri Guðmundssyni,
íþróttafélagi Laugaskóla, en hann
vann allar greinar nema kúluvarp,
þar sem Steingrímur Stefánsson,
Geisla, varð hlutskarpastur en
Sverrir annar. í drengjaflokki var
bara keppt í 30 m hlaupi þar sem
Karl Ingólfsson, Eflingu, sigraöi.
I meyjaflokki skiptu Valgerður
Jónsdóttir, Völsungi, og Hrönn
Sigurðardóttir, Bjarma, meó sér
gullverðlaununum. Hrönn vann
300 m hlaup, hástökk með og án
atrennu og kúluvarp en Hrönn
langstökk og þrístökk án atrennu.
Gunnhildur Hinriksdóttir, Eilífi,
yann allar greinar í kvennallokki
nema kúluvarp, þar sem Frcydís
Anna Arngrímsdóttir, Ellingu,
sigraði en Gunnhildur varð í öðru
sæti.
Einnig var keppt í öld-
ungaflokki (30 ára og eldri). Þar
sigraði Sigríður Karlsdóttir,
Bjarma, í 30 m hlaupi, langstökki
án atrennu og þrístökki án atrennu
en Freyja Ingólfsdóttir, Völsungi,
í kúluvarpi.
íþróttamaður
Norðurlands 1993
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
r
2.
3.
4.
5.
Nafn: Sími:
Heimilisfang:
Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1993
B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri
Skilafrestur er til 7. janúar 1994