Dagur - 31.12.1993, Síða 5

Dagur - 31.12.1993, Síða 5
SVIPMYNDIK LIDANDI ARS Föstudagur 31. desember 1993 - DAGUR - 5 ems sumar Norólcndingar biðu lengi cftir sumrinu. Og þaö kom aldrci. Skíta- kuldi alit sumarið og margir voru komnir á heljarþröm vonleysis og þunglyndis. Hér er Jón Valdimarsson, Iögreglumaður, að taka hita- stigiö viö Iögreglustööina á Akureyri 12. júlí. Fimbulkuldi þann dag- inn eins og aðra daga sumarsins. Birna Fordstúlka Birna Williardsdóttir, 16 ára yng- ismær frá Dalvík, sigraði í Ford- keppninni 1993 og fékk að laun- um ferð til Bandaríkjanna. Oft er sagt aó eplið falli ekki langt frá ei- kinni og það sannast best á Birnu, því móðir hennar var nefnilega út- nefnd „Ungfrú Eyjafjarðarsýsla" árið 1970. Listasafn opnað Listasafn Akureyrar í Grófargili var formlega opnað við hátíðlega athöfn síðustu helgina í ágúst. A myndinni er Þröstur Asmundsson, formaóur menningarmálancfndar Akureyrarbæjar, að llytja ræöu vió vígsluna. Honurn á hægri hönd er Stekkjalækjargil, málverk Magnúsar A. Arnasonar. Arið 1948 gaf listamaóurinn Akureyr- arbæ verkið með þcirri ósk aö það mætti veröa fyrsti vísir að stofnun listasafns í bænunt. Hafnarfram- kvæmdir á Króknum Umfangsmiklar hafnarfram- kvæmdir voru á Sauóárkróki á ár- inu. Meðal annars var rekið nióur um 160 metra langt stálþil og var Hagvirki-Klettur verktaki vió framkvæmdirnar. Gjaldþrota hótel Hótcl Norðurland á Akureyri var úrskurðað gjaldþrota í október. Af stórum eigendum hótelsins má nefna llugfélögin Flugleiðir og Flugfélag Noróurlands. í desem- ber var síðan gengið frá sölu hótelsins og er kaupandi Jón Ragnarsson, sem cr aðaleigandi Hótels Arkar í Hveragerói auk þess sem hann rekur Hótel Valhöll á Þingvöllum. Réttimar og brjóstbirtan Eftir leiðinda sumar kom þetta líka dásamlega haust með hlýindi upp á ivern dag og blómstrandi blóm. Féð kom vænt af fjalli, mun vænna en í fyrra. Vænleiki fjárins skýrist trúlega af því aö grös voru afar safarík í rigningartíðinni á liðnu sumri og þau sölnuðu mun seinna en í venjulegu árferði. A myndinni eru menn að fagna göngum á vióeigandi hátt í Tungurétt í Svarfaðardal. IH Framtíðar hestakona Islandsmótið í hestaíþróttum, sem fram fór á nýjum velli Léttismanna ofan Akureyrar undir lok júlí, þóttist takast mjög vel, þótt ekki hafí verið hægt að hæla veóurguðunum frekar en fyrri daginn á liðnu sumri. Ein af stjörnum mótsins var þessi unga stúlka, Sigríður Pjetursdóttir frá Hafnar- firði, sem hlaut alls sex gullbikara. Stigahæsti knapi mótsins varð þó eins og oft áður Sigurbjörn Bárðarson. Órói á Halló Akureyri Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti Halló Akureyri, hátíðar um verslunarntannahelgina. Því verð- ur ekki á móti mælt að mikil ölv- un var á hátíðinni og þótti mörg- um nóg um. Ivar Sigmundsson, forstöðumaður tjaldsvæóisins á Akureyri, lét þau orð falla í Degi að framkvæmd hátíóarinnar hafi „gjörsamlega misheppnast" og hún hafi verið bænum „til hábor- innar skammar". Briddsfélag Akureyrar Sveitakeppni B.A. Akureyrarmót hefst þriðjudaginn 4. janúar. Sveitaforingjar eru beðnir að tilkynna þátttöku til Páls Jónssonar í síma 21695 fyrir áramót. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Hafin veröur kennsla í 4. stigi vélstjórnar á vorönn 1994 Upplýsingar og innritun fer fram á skrifstofu skól- ans 3.-7. jan. 1994. Skólameistari. RÍKISÚJVARPIÐ TAKIÐ EFTIR! Norðlenskur annáll 1993 Útvarp Noröurlands rifjar upp atburði ársins á gamlársdagsmorgun milli kl. 10-12 á Rás 2. Ríkisútvarpið á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.