Dagur - 21.01.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 21. janúar 1994
FRÉTTIR
Dalvík:
punktar
■ Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Hagstofu íslands er íbúar-
fjðldi Dalvíkur 1. desember sl.
1534. Samþykktur hefur verið
samningur við Leikfélag Dal-
víkur um rekstur Ungó (Ung-
mennafélagshússins). Frá
landsnefnd um ár fjölskyldunn-
ar hefur borist bréf þar sem
kynnt er undirbúningsstarf
landsnefndarinnar og bæjaryf-
irvöld hvött til að láta málefhi
fjölskyldunnar til sín taka með
sérstökum hætti á yfirstandandi
ári. Bæjarráð samþykkti að Fé-
lagsmálaráð haii forgöngu og
leggi tillögur og/eða hugmynd-
ir fyrir bæjarráó. Bæjarráð hef-
ur jafnframt óskað eftir verk-
áætlun og tímaáætlun um verk-
lok við sundlaug.
■ Bæjarráð hefur samþykkt að
útsvarsprósentan 1994 verði
9,0%; fasteignaskattur af íbúð-
arhúsnæði verði 0,375% og af
atvinnuhúsnæói 1,40% cn á
skrifstolú- og verslunarhús-
næði verði ekki lagður séstakur
skattur. Lóðarleiga af bygging-
arlóðum veróur 2,0%; leiga
fyrir ræktarlönd 4,0%; vatns-
gjald af íbúarhúsnæði 0,18%
og vatnsgjald af atvinnuhús-
næði 0,30%. Afsláttur til elli-
lífeyrisþega verður óbreyttur,
kr. 20.000, og gjalddagar fast-
eignagjalda hinir sömu og ver-
ið hafa.
■ Byggingamefnd hefur borist
bréf frá Sæplasti hf. þar sem
óskað er eftir heimild til að
reisa viðbyggingu við Ránar-
braut 9 sem yrói áföst húsinu.
Fyrir lá yfirlýsing frá eigend-
um að Ránarbraut 7 þar sem
veitt er heimild til Sæplasts hf.
til að byggja inn á lóð fyrirtæk-
isins. í bréfi Sæplasts hf. kem-
ur fram að um bráðabirgða-
lausn er að ræða. Einnig var
rætt um loftræstistokka sem
settir hafa veriö á norðurstafn á
Ránarbraut 5 og byggingarfull-
trúa og slökkviliðsstjóra falió
aó kanna málið.
■ Stjóm Heilsugæslustöðvar-
innar hcfur samþykkt kaup á
spirometer (öndunarmæli).
Oskað hefur verið eftir viðræð-
um vió Guðmund Jónsson,
sjúkraþjálfara, um end-
urskoðun á lcigusamningi við
hann.
Iðnaðarnefnd Alþingis á fundi með fólki í atvinnuleit:
Mitíð spurt um máleM stípaiðnaðarins
- nefndin hefur tekið það mál til umfjöllunar
Fjörugar umræður urðu á fundi
iðnaðarnefndar Alþingis með
þátttakendum í Opnu húsi fyrir
fólk í atvinnuleit í Safnaðar-
hcimili Akureyrarkirkju síðast-
liðinn miðvikudag. Nefndin var
á ferð á Akureyri, meðal annars
til að kynna sér stöðu atvinnu-
mála og svöruðu nefndarmenn
fyrirspurnum frá fólki á fundin-
um. Umræðurnar beindust
einkum að stöðu skipaiðnaðar-
ins en einnig báru vaxtamál auk
almennrar stöðu atvinnuveg-
anna á góma.
Svavar Gestsson, formaöur
iðnaðamefndar, skýrði hlutverk
hennar fyrir fundarmönnum og
sagði nefndina fjalla um öll iónað-
ar- og orkumál er kæmu til kasta
Alþingis. Einnig hefði nefndin
eigið frumkvæði til athugunar á
ákveðnum málafiokkum og heföi
hún nú ákveðiö aö taka ntálefni
skipaiðnaðarins til sérstakrar at-
hugunar. Fundarmenn höfðu mik-
inn áhuga á hvað stjórnvöld
hyggðust gera í málefnum þeirrar
atvinnugreinar og báru meðal ann-
ars nokkrir fyrrum starfsmenn
Slippstöövarinnar, sem nú hafa
misst vinnu sína vegna samdráttar,
fram fyrirspurnir um það efni.
I máli fyrirspyrjenda komu
einnig fram vangaveltur um hvort
þingmenn væru í nægilega góðum
tengslum við þann vanda sem at-
vinnuleysið baki almenningi. Gísli
Einarsson, varaformaður iðnaðar-
nefndar, sagöi mörg mál koma á
borð nefndarmanna er snertu
vanda atvinnulauss fólks og því
gæti sá mikli vandi sent nú steðj-
aöi aö mörgum vart farið fram hjá
þingmönnum. Gísli sagði að hluti
vandans stafaði af því að á meðan
allt hafi leikið í lyndi - allir haft
nóg að starfa þá hafi ekki verið
hugað nægilega vel að framtíð-
inni. Hann svaraði fyrirspurnum
fundarmanna um aukna ntögu-
leika til fullvinnslu matvæla og
kvað þá vera fyrir hendi. Hins
vegar tæki tíma að þróa slíkar
framleiðsluvörur til útfiutnings og
vinna þeim markaði. Nú væru
nokkrar vonir bundnar við lífrænt
ræktaðar landbúnaðarvörur en at-
huganir á möguleikum okkar í því
efni væru á byrjunarstigi.
Tómas Ingi Olrich svaraði
rneðal annars fyrirspurnum varó-
andi Evrópska efnahagssvæðið og
kvað öruggt að með EES-samn-
ingnunt opnuðust auknir rnögu-
leikar til útfiutnings. Þá ntyndi
EES-samningurinn veita okkur
aðild að ýmsum þróunarsjóðunt
innan Evrópubandalagsins.
Vaxtamálin voru einnig til unt-
ræðu á fundinum í Opnu húsi fyrir
fólk í atvinnuleit. Nelndarmenn
voru santmála unt að lækkun
vaxta væri veigamikill liður í aó
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins:
Bjórsalan jókst um 260
þúsund lítra milli ára
Áfengissalan á síðasta ári nam
8.241.176 lítrum sem er 1,35%
aukning frá árinu áður þegar
salan nam 8.131.715 lítrum. Ef
salan er hins vegar skoðuð í
alkóhóllítrum er um 5% sam-
drátt að ræða sem skýrist af því
að sala á sterkum vínum minnk-
aði talsvert meðan bjórsalan
jókst.
Jákvæðustu fréttirnar fyrir
ATVR, út frá viðskiptalegu sjón-
armiði, eru þær aó bjórsalan jókst
um tæpa 260 þúsund lítra frá árinu
1992 og fór úr 5,6 milljónum lítra
í 5,86 milljónir lítra. Aukningin er
4,60% og er það breyting frá und-
anförnum árum þegar samdráttur
var í bjórsölu. Þá jókst sala á bitt-
erum um 3,77% og sala á hvítvíni
um tæp 3%. Sala á öórum tegund-
um minnkaöi milli ára.
Sala á sterkum vínum dróst
umtalsvert saman eins og heildar-
salan í alkóhóllítrum ber með sér.
Á sénever varð 16% minni sala,
14,57% á vodka, 10,39% á
koníaki, 10,2% á gini, 6,96% á
brennivíni og 6,62% á viskíi.
Rommið stóó hins vegar nánast í
staó.
Tóbakssalan dróst saman og á
það nú vió um allar tegundir
tóbaks. Sala á sígarettum rninnk-
aði unt 4,54%, á reyktóbaki um
5,03%, á vindlum um 3,37% og
sala á nef- og munntóbaki ntinnk-
Lítrar
Lítrar á mann
15 ára og eldri
40
30
20 -
10
Æ7|
hR
271
hR\
27I
tfft
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
I I Bjór I...... I Létt vín I. . I Sterk vín
Lýðveldishátíð í Skagafirði:
Iitillega komið til umræðu
Snorri Björn Sigurðson, bæjar-
stjóri á Sauðárkróki, segir að
aðeins sé byrjað að ræða um
hvernig staðið verði að hátíðar-
höldum á Króknum í tilefni af
50 ára afmæli lýðveldisins.
Eins og fram kom í Degi í gær
er undirbúningur hafinn á Akur-
eyri vegna hátíðar í bænum í til-
Einbýlishús til sölu
Til sölu er einbýlishús á einni hæð við Hamragerði.
Húsið er 128,6 fm aó stærð ásamt 28 fm bílskúr.
Afhending getur orðið strax.
FASTEIGNASALA
Skipagötu 16 s. 26441
Akureyri
efni lýðveldisafmælisins. Snorri
Björn Sigurósson segir að svo
langt sé málið ekki komiö á Sauó-
árkróki, menn hafi aðeins rætt það
sín á milli, en engar ákvaróanir
verið teknar. Meðal þess sem
Snorri Björn segist telja að komi
til skoóunar sé að sveitarfélög í
Skagafirði sameinist um hátíðar-
höld. Árið 1974, á ll 00 ára af-
ntæli Islands byggðar, var sá hátt-
ur hafður á og var efnt til mikillar
hátíðar á Hólum í Hjaltadal.
Snorri Björn sagðist varla búast
við að slík hátíð verði endurtekin í
ár. óþh
Spurningakeppni framhaldsskólanna:
MA og VMA í aðra nmferð
í Degi í gær var greint frá því
að Framhaldsskólinn á Laugum
væri kominn í aðra umferð í
Spurningakeppni framhalds-
skólanna. Fleiri framhaldsskól-
ar á Norðurlandi eru komnir í
aðra umferð.
Menntaskólinn á Akureyri sigr-
aði Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi næsta auðveldlega meö
38 stigum gegn 21 og Verk-
menntaskólinn á Akureyri sigraði
Flensborgarskóla í Hafnarfirói
með 35 stigum gegn 25.
Staóa framhaldsskólanna á
Norðurlandi er því góð í Spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna og
ekki ólíklegt að í það minnsta ein-
hverjir skólanna komist í 8 liða
úrslit keppninnar, sem fram fara í
sjónvarpinu. Þess má geta að í
gærkvöld átti Framhaldsskólinn á
Húsavík aó keppa í fyrstu umferð,
en úrslit lágu ekki fyrir þegar
blaðiö fór í vinnslu. óþh
aði um 2,70% niilli ára.
í sölutölum ÁTVR er ekki tck-
ið tillit til þess áfengis eóa tóbaks
sern áhafnir skipa og fiugvéla
flytja inn í landið, eða þess magns
sem ferðamenn taka mcó sér frá
útlöndum eða kaupa í fríhöfn. Þá
eru aó sjálfsögðu cngar tölur um
„heimilisiónað“ og sniygl. SS
byggja atvinnulífið upp aó nýju
og vinna bug á atvinnuleysinu.
Páll Pétursson sagóist hafa verið á
ferð um kjördæmi sitt að undan-
förnu og aldrei hafi verió eins
þungt fyrir fæti og nú. Hann ræddi
meðal annars um hjöönun verð-
bólgu og kvaöst telja ákveðin
tengsl á milli hins lága veróbólg-
ustigs og atvinnuleysis. Hann
sagði að velta mætti fyrir sér hvort
nauðsynlegt væri að halda verð-
bólgunni á bilinu eitt til tvö pró-
sent ef hærra verðbólgustig gæti
örvað atvinnulífið og dregió úr at-
vinnuleysinu. ÞI
Ilúsavík:
■ Bæjarráð fjallaði um starf
bæjarverkstjóra á fundi sínum
nýlcga. Sigmundur Þorgrítns-
son hcfur gegnt starfi bæjar-
verkstjóra án þess að hafa
formlega ráðningarsamning.
Bæjarráö samþykkti að ráóa
Sigmund rneð formlegum hætti
í starfið frá og með 1. febrúar
nk.
■ Á sama fundi kom fram að
Héðinn Helgason hefur sagt
upp starfi sínu sem garðyrkju-
maður hjá bænum og óskar eft-
ir að hætta I. fcbrúar. Bæjarráö
samþykkti að verða viö þcirri
beiðni og jafnframt aö starf
garöyrkjumanns bæjarins veröi
auglýst laust til umsóknar.
■ Bæjarráö samþykkti að
lcggja til við bæjarstjórn að
veitt veröi jákvæð umsögn um
endumýjun leyfis til reksturs
knattborðsstofu og leiktækja-
salar aó Garðarsbraut 54 en
mælt veröi gegn lengingu á
opnunartíma á föstudags- og
laugardagskvöldum. Sam-
þykktin er bundin því skilyrði
að heilbrigðiseftirlit og eld-
vamaeftirlit samþykki þennan
rekstur.
■ Bæjarstjóri kynnti á fundi
bæjarráðs, lista yfir gamlar og
ónothæfar, úreltar skrifstofu-
vélar á bæjarskrifstofu. Bæjar-
ráð var sammála því aó bjóða
Safnahúsinu að þíggja þær að
gjöf sem minjagripi.
■ íþrótta- og æskulýðsnefnd
samþykkti aö veita þrjá styrki á
lúndi sínum nýlcga. Frjáls-
íþróttaráð Völsung fékk kr.
100.000.- til áhaldakaupa í
samráói við Svein Hrcinsson,
Skíðaráð Völsungs kr.
100.000,- vegna Gyðuhnjúks
og Tafifélag Húsavíkur kr.
70.000.-.
■ Stjórn Franikvæmdalána-
sjóðs hcfur borist crindi frá
Hótcl Húsavík hf., þar sem
óskað er eftir veðleyli fyrir allt
aö kr. 5.000.000,- fyrir framan
lán til tryggingar hlutabréfa-
kaupum Björns Hólmgeirss-
sonar og Páls Þórs Jónssonar á
síðasta ári. Stjórn sjóósins
leggur til við bæjarstjóm að
þetta erindi verði samþykkt.
Um er að ræða veðleyfi í fast-
eign hlutafélagsins.