Dagur - 21.01.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 21.01.1994, Blaðsíða 11
 §y r á:;,;P w%m W9S&S& mum hni mm imsesi anm Launagreiðendur - I aunþegar Staðgreiðsla af hlunnindum Kostnaður vegna ferða til og frá vinnustað Kostnað launþega við ferðir til og frá vinnustað ber að telja til persónulegra útgjalda. Greiði vinnuveitandi þennan kostnað að öllu leyti eða að hluta skal telja þau persónulegu útgjöld sem þannig sparast launþega til staðgreiðsluskyldra tekna hans. Greiði vinnuveitandi kostnað vegna ferða launamanns til og frá vinnustað ber að standa skil á staðgreiðslu af þeim greiðslum. Ókeypis flutning til og frá vinnustað ber að meta til staðgreiðsluskyldra hlunninda. Á svæðum þar sem almenningsvagnar ganga skal miða hina skattskyldu fjárhæð við vagn- fargjöldin á hverjum tíma (á Stór-Reykjavíkursvæði skal miða við kostnaðarverð mánaðarkorta). m RÍKISSKATTSTJ ÓRI Hver er maðurínn? Höfundur: Anders Palm Þýðandi: Sigurbjöm Kristínsson Hér á eftír verður dregin tipp svipmynd af heimskunnrí per- sónu, íífs eða líóínni, karlí eða konu. Glöggur lesandi á smám saman að geta áttað sig á hvetjum/hverri er verið að lýsa. Til dæmis gæti veríð tilvalið fyrír alla fjölskylduna að spreyta sig á að fínna svaríð sameiginlega. Ef þið gefíst upp, er svaríð að fínna á blaðsíðu 14! Þótt okkar maöur sé af konung- Iegu bergi brotinn ólst hann upp viö hálfgeröa örbirgö. Faöir hans, Henry, var bóndi og haföi barist gegn Þjóöverjum í fyrri heimsstyrjöldinni. Okkar maöur fór snemma aö taka til höndunum viö búskap- inn. Aö ööru leyti sá Henry til aö hann fengi heföbundið uppeldi. Okkar maöur ber mörg nöfn, eitt þeirra er Rolihlahla, en þaö mun vera „óróaseggur" í Iauslegri þýöingu. (S.K.) Þetta nafn bar okkar maöur ekki meö rentu því hann var stilltur og hlýöinn sem barn og gekk mjög vel í skóla. Henry dó þegar Rolihlahla var 12 ára en þá fékk hann meðlim í kóngafjölskyldunni sem forræö- ismann. Aö grunnnámi Ioknu hélt hann í háskólann en þar lenti hann fljótlega upp á kant við kennarana og aö lokum var Rolihlahla rekinn úr skólanum. Okkar maöur sneri heim og þar biöu hans óvænt tíðindi. For- ræöismaöurinn haföi ákveðið aö Rolihlahla skyldi gifta sig og haföi meira aö segja fundiö konuefniö. Okkar manni Ieist ekkí á blikuna. Eiginkonan til- vonandi var aö vísu ung og rík en akfeit og ófrýnileg aö öllu Ieyti. Rolihlahla flúði aö heiman. Leiö hans lá til stórborgarinnar en þar fékk hann vinnu hjá námufyrirtæki sem vaktmaöur. Hann stóö viö hliðið með flautu og lurk og var því dálítið áber- andi. Þess vegna haföi forræðis- maöur hans upp á honum fljót- lega og Rolihlahla lagði aftur á flótta. Næsta starf var ekki eins áberandi - til að byija meö. Hann réöi sig á lögfræöiskrif- stofu og þar gekk honum vel og fljótlega fór hann aö nema Iög- fræöi. í frístundum æföi Rolihla- hla hnefaleika og var býsna góö- ur. Á þessum árum kynntist hann fyrri konu sinni, Evelyn. Hún var mjúk og falleg og minnti ekkert á konuefniö aö heiman. Evelyn hirti vel um Rolihlahla og borgaöi nám hans mestallt. Þau eignuöust þtjú böm. Smátt og smátt fór nafn okkar manns aö veröa þekkt. Hann var mikið að heiman og Évelyn var ein meö bömin. Aö lokum gafst hún upp og þau skildu. Nokkmm ámm síöar hitti Rolihlahla aðra konu. Hún heitir Nomzamo og var 16 ámm yngri en hann. Þau hittust af hreinni tilviljun og það varö ást við fyrstu sýn. Rolihlahla bauö Nomzamo upp á indverskan mat og hún þáöi boðið. Aö vísu gat hún ekkert borðaö af hinni vel krydduðu fæöu en þaö fannst henni allt í lagi. Rolihlahla bað Nomzamo á sérstakan hátt. Hann bauö henni í bíltúr en stöövaöi bílinn fljót- lega fýrir framan hús nokkurt og sagði: „Þama býr saumakona. Á hún að sauma á þig brúöar- kjól?" Nomzamo játaði og þá var mál aö tilkynna fööur hennar tíð- indin. Faöir Nomzamo fékk áfall. Rolihlahla var oröinn heimsfræg- ur maður og átti jafnt aðdáendur sem fjandmenn og aö giftast honum myndi aöeins skapa vandamál. Dóttirin lét sér ekki segjast, brúökaupiö var haldiö í júní 1958. Að gömlum sið greiddi Rolihlahla föðumum fyrir dótturina með kúm. Enn þann dag í dag veit Nomzamo ekki hversu margra kúa virði hún er. Faðir Nomzamo reyndist sannspár; hjónaband þeirra varö ekki meö öllu vandræöalaust. Það voru þó ekki hefðbundnar hjónaerjur sem ollu því, heldur þaö að Rolihlahla eyddi dtjúg- um tíma í fangelsi af pólitískum ástæöum. í dag er okkar maöur áber- andi pólitískur leiötogi í sínu heimalandi. Nomzamo og hann eru skilin aö skiptum þar sem hún flæktist í óhuggulegt morð- mál fýrir nokkrum árum. Hver er maðurinn? Sjá lausn á bls. 14. Föstudagur 21. janúarr 1994 - DAGUR - 11 Þorrablót Þorrablót verður haldiÓ að Melum laugardaginn 29. janúar nk. kl. 21.00 Hollastur er heimafenginn matur. Mætum með trogin. Miðapantanir í símum 22329 (Sveinfríður) og 26761 (Alda) fyrir miðvikudagskvöldið 26. janúar. Nefndin ík Vegna sölu á vélum og öðrum hlutum úr þrota- búi Járntækni hf. verða vélar og tæki til sýnis aó Fjölnisgötu la, laugardaginn 22. janúar og sunnudaginn 23. janú- ar báða dagana frá kl. 10-18. Skilafrestur á tilboðum er mánudaginn 24. janúar og skal tilboóum skilaó á staðnum eða til Ágústar K. Gunnarssonar, Draupnisgötu 3, Akureyri. AKUREYRARBÆR Viötalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 24. janúar 1994 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Sigríður Stefánsdóttir og Kolbrún Þor- móðsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Landsbanki Islands Landsbanki íslands auglýsir eftir tilboðum í eftirtaldar eignir: Dalsbraut 1, Akureyri, áður eign íslensks skinnaiðnaöar. Geymsluhús staðsett á móti afgreiðslu Vífilfells. Jarðhæó alls 814 fm. 92 fm, 512 fm og 210 fm. Fyrsta hæð í gömlu sútunarverksmiðjunni. Alls 2171 fm. 337 fm, 1173 fm, 151 fm og 510 fm. Önnur hæð í sama húsi, áður Skóverksmiðj- an Strikið. Alls 1463 fm. 1194 fm og 269 fm. Nánari upplýsingar gefa Sturla Haraldsson, eignaumsýsla, útlánastýringu, Austurstræti 11, sími 91- 606282, Reykjavík og Sæmundur Hrólfsson, sími 96-27888, Akureyri. J L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.