Dagur


Dagur - 22.01.1994, Qupperneq 4

Dagur - 22.01.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Umræðan harðnar Á undanförnum vikum hefur þjóðmálaumræðan verið að harðna. Einstakir stjórnmálamenn hafa séð ástæðu til að vekja á sér athygli með hörðum um- mælum um andstæðinga, samherja og jafnvel aðra aðila er ekki tengjast stjórnmálunum. í því efni má minna á þau ummæli Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, í sjónvarpi nýverið að bankastjórar ríkis- bankanna ættu að fara frá ef þeir sæju ekki til þess að vextir lækkuðu. í sömu veru voru ummæli hans um fyrrum viðskiptaráðherra þess efnis að hann hafi lætt lagabreytingum í gegnum Alþingi er opni fyrir innflutning á landbúnaðarvörum. Landbúnað- arráðherra deildi á dóm Hæstaréttar í skinkumáli Hagkaups í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld og svo mætti áfram telja. Stjórnmálamenn senda hvorir öðrum tóninn í auknum mæli og velja oftar en áður vegi fjölmiðlana til að koma skeytum sínum á fram- færi. í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að það andrúmsloft er fylgir kosningaundirbúningi fari að setja nokkurn svip á umræðuna. Sveitarstjórnarkosningar eru inn- an nokkurra mánaða og þessa dagana eru stjórn- málaflokkarnir að velja frambjóðendur á lista sína. Því fylgir jafnan nokkur titringur manna á milli en hann virðist meiri nú en oftast áður. Einnig er meiri taugatitringur áberandi á vettvangi hinnar al- mennu þjóðmálaumræðu en eðlilegt mætti teljast vegna sveitarstjórnarmála. En hvað veldur þessari harðnandi umræðu í þjóð- félaginu? Án nokkurs vafa er orsaka hennar fyrst og fremst að leita í því atvinnuástandi sem ríkt hef- ur hér undanfarin misseri. íslendingar hafa ekki vanist því að búa við 5 til 6% atvinnuleysi og allt að 10% á sumum stöðum eins og var hér á Akureyri í byrjun janúar. Þótt stjórnmálamenn; ráðherrar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn verði vart að öllu leyti sakaðir um ríkjandi atvinnuástand, þá beinast augu al- mennings engu að síður að þeim þegar erfiðleikar steðja að. Þetta skynja ráðmenn þjóðarinnar á þingi og í sveitarstjórnum og í ráðaleysi sínu hvað at- vinnuvandann varðar grípa þeir til harðari umræðu er kemur að því að leita eftir umboði kjósenda að nýju. ÞI I UPPAHALDI - segir útvarsstjórinn Hallbjörn Hjartarson Veitingamaður- inn og útvarps- stjórinn Hall- björn Hjartar- son á Skaga- strönd hefur nú rekið kántríútvarpsstöðina sína á annað ár og segir hann að við- tökurnar hafi verið mjög góðar og fyrir þœr sé hann þakklátur. Sendingar stöðvarihnar nást um stœrstan hluta Húnavatnssýslna og vestur á Strandir. Sent er annars vegar út á tíðninni FM 100,7 og hins vegar FM 96,7. „Til að byrja með sendi ég eingöngu út á FM 100,7, en þegar ég setti upp endurvarp á Blönduósi, þá varð ég að fá aðra sendingartíðni.“ Auk þess að vera útvarpsstjóri hefur Hall- björn veitingastaðinn Kántríbœ opinn um helgar. Hann segir að yfir vetrarmánuðina sé frekar rólegt, en annað slagið sé mikið um að vera. Til dœmis hafi hann fengið KK-band á dans- leik rétt eftir áramótin og þá hafi húsið gjörsamlega troð- fyllst. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég cr alltaf aó vinna og á því cngar frístundir. Hvaða inatur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Léttreykt svínakjöt, ekki spum- ing. Uppáhaldsdrykkur? Kókið. Ég er ekta kókisti. Hallbjörn Hjartarson. Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? Nei, alls ckki. Er heilsusamlegt líferni ofar- lega á baugi hjá þcr? Já, þaó myndi cg scgja. Vcróur ckki aó tclja að reglusemi heyri undir heilsamlegt líferni? Hvaða blöð og tímarit kxtupir þú? Dagblaðió. Hvaða bók er á náttborðinu hjáþér? Engin. Ég Ies bækur helst aldrei. Þaó kemur til af því að þegar ég byrja aö lcsa bók, þá get ég ekki lagt hana frá niér fyrr en ég cr búin með hana. Þá er betra að láta bókalestur alveg vera. Hvaða hljómsveit/tónlistar- maður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Það cr cnginn tónlistarmaóur í sérstöku uppáhaldi. Hér á árum áður hlustaði ég mikið á Johnny Cash, cn ég er satt að segja búinn að fá hundleió á honum. Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn, því er fljótsvarað. Ég hef engan áhuga á íþróttum og lylg- ist því ekki meö þeim. Hvað horfirðu mest á í sjón- varpinu? Ég horfi á fréttir. Annað sjón- varpsefni horfi ég ekki á. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Ég hef ekki áhuga á stjórnmál- um. Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahag- ana? Þetta er snúin spurning. Ætli ég nefni ekki bara Rcykjavík. Þar hel'ég búið og líkaói ágætlega. Hvaða hlut eða fasteign langar þigmesttil að eignast um þessar mundir? Guð minn góður, þaó veit ég ekki. Ég hcld ég geti bara ekki nei'nt neitt sérstakt í því sam- bandi. Hvernig myndir þú verja þriggja vikna vetrarleyfi? Hlusta á kántrítónlist. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Ég verö að snúa plötum og tala til hlustenda. Auk þess verð ég að vinna í Kántríbæ. óþh BAKÞANKAR KRISTINN C. JOHANNSSON Um fjárlagahal(l)ann Nú veróa.daginn eftir þrett- ándann, þeir atburðir í þessu fyrirtæki sem hér greinir frá. Þetta gerðist um lágnættið er vér vorum í síðbúnu uppvaski í tilefni dagsins . Þrátt fyrir að vér værum upp að olnbogum í hreinol vatni og í miklum önn- um er nokkur snúður á frú Guðbjörgu og vill nú til enn frekara hreinlætis opna dyr út í garóinn í súrefnisskyni þrátt fyrir muldur vort og mótmæli enda hefur svoleiðis loft, óstaðið og kalt, aldrei verið uppáhalds fæóa vor. En nú bregóur svo vió að frú Guðbjörg setur á há hljóð og rokur um leió og hún opnar fyrir súrefnið út og veróur oss við vaskinn svo hverft við að djúpur diskur sem vér vorum þá með í höndunum er ekki meir og var sópaóur upp af gólfinu löngu seinna. Þar sem það er ekki vani frú Guðbjarg- ar að vera með óhljóðum þótt hún fái ferskt loft hugkvæmdist oss eftir nokkra umhugsun aó spyrja hana hvaó ylli og sáum enda ekki að uppvask vort gæfi tilefni til slíkra óláta. Þeg- ar hún má mæla segir hún mús hafa fylgt súrefninu í bæ- inn og leiki nú hvorutveggja lausum hala innan dyra. Ekki þorðum vér af þessu tilefni aó segja það sem vér hugsuðum sem var þó eitthvað á þá leið að þetta hefðist upp úr því að glenna upp gáttir að óþörfu. Þaó var ósagt látið enda ekki á bætandi. Hófst nú tveggja sólarhringa veiðiferð fyrir luktum dyrum. Greip frú Guðbjörg þegar til vopna sem er sjaldgæft og var ekki árennileg með kústinn öf- ugan en kastaói í oss, varnar- máladeild fyrirtækisins, druslu- mottu og var herfræói hennar fólgin í því að hún ætlaði að reka að oss músina meó kúst- inum og áttum vér síóan aó kasta yfir hana, þ.e. músina, mottunni og góma þannig. Þetta var býsna skemmtilegt fyrstu nóttina enda vantaói ekki aó músin hrektist til vor en af einhverjum ástæóum skaust hún einatt milli fóta varnarmáladeildar áður en sleppibúnaóur vor lét mottuna falla. Kom þar undir morgun að músin þreyttist á leiknum og lét sig hverfa. Ákváðum vér þá einnig aó hafa frímínútur og safna kröftum til síóari hálf- leiks. Þegar vér vöknum aftur til meðvitundar klæóumst vér háum vaðstígvélum, Nokia, til öryggis og gerum nú mikinn hávaða að hræóa fram óvininn en allt kemur fyrir ekki. Hann nennir greinilega ekki lengur aó leika sér. Þegar hér er komið sögu ákveóur frú Guóbjörg aó leita til hins opinbera um aóstoó svo sem sióur er fyrirtækja sem komin eru á örvæntingar- stig. Vér drögum oss því í hlé varnarmáladeildin á stígvélun- um. Kemur nú opinber starfsmaður í húsió aó ganga á hólm vió músina en allt kemur fyrir ekki enda viróist hún ekki bera skynbragð á embættisvaldió. En frekar en ekki framreiðir þessi góði maóur nú kræsileg- an eiturbakka að skilja eftir ásamt meó músafellu upp- spenntri með osti í. Er nú enn stund milli stríóa. Höfum vér nú hægt um oss um nóttina báðir stríósaðilar en um morg- uninn er músafellan enn upp- spennt en ostur allur étinn og eiturbakkinn hálftómur. Hlakk- ar þá í oss. En sem vér sitjum við skjá stígvélaóir síðla þann dag kemur nú músin að gæóa sér á eitrinu og lætur sem hún sjái oss ekki og gerir þannig margar feróir og sýnist hraust- legri og kvikari aó hverri máltíð lokinni og fegin þessum opin- bera málsverói en hverfur jafn- haróan aftur í vígi sitt án þess vér fáum rönd vió reist. Er oss nú öllum lokió og aðstoó hins opinbera skammgóður vermir eins og einatt vill verða. Herforingi sá er stjórnaði aó- geróum meó kúst aó vopni kallaói nú út heimavarnarlió og björgunarsveit. Ekki þjónar þaó tilgangi vorum að rekja þessa sögu frekar. Þess má þó geta aó óhófleg loftræsting hefur ekki háð oss síðan og hins líka aó þessi mús verður sennilega elst músa vegna hins opinbera vióurværis. Skoplega lítil skepna er músin en meó svona langt skott og undur er erfitt að koma á hana höndum og skottið. Lýkur hér aó segja frá fjárlög- um íslenska ríkisins og þeim hal(l)a sem þau draga á eftir sér af óhóflegri lengd og bar- áttu stjórnvalda hverju sinni að hemja meó tiltækum ráóum og heimavarnarliði. Kr. G. Jóh. h.f.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.