Dagur - 22.01.1994, Side 10

Dagur - 22.01.1994, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 22. janúar 1994 MATARKRÓKUR Kjötbaka, mexíkóskar maíspönnukökur og pistasíu-terta Þaö er Ingibjörg Ringsted sem er í Matarkrók að þessu sinni, en hún tók áskorun Olafar Matthías- dóttur, og kemur meö gómsætar uppskriftir í byrjun þorra. Upp- skriftirnar tengjast þó ekki aö neinu leyti þeim árstíma. Eigin- maöur Ingibjargar, Valmundur Arnason, er læróur í matargcrðar- listinni og sér um að seöja hung- ur starfsmanna Slippstöóvarinnar Odda hf., og segir Ingibjörg að hann sé mjög liðtækur í matar- gerðinni á heimilinu. T.d. sjái hann algjörlega um matseldina þegar naustasteik sé á boðstólum. En lítum nánar á þá rétti sem ugglaust eiga eftir að kitla bragð- lauka margra á næstunni. Kjötbaka í réttinn þarf: 6-700 g (nauta)hakk 2-4 msk. matarolíu 1 lauk, 2-3 hvítlauksrif 1 grœna papriku 6-8 sveppi salt og pipar 'á-1 tsk. grœnmetis- eða kjöt- kraft 1 dl sœtt sinnep 1 dl tómatsósu 1 stóra dós kotasœlu með ana- naskurli (eða án, eftir smekk). Laukur, hvítlaukur, paprika og sveppir saxað smátt og brúnaó í olíunni á pönnu ásamt hakkinu við góðan hita. Saltaó og piprað. (Má bæta ítölsku kryddi út í eftir smekk). Krafturinn leystur upp í 1 dl af vatni og hellt yfír hakkiö ásamt sinnepinu og tómatsós- unni. Tekið af eldavélinni og kotasælunni bætt út í, öllu bland- aó vel saman og hellt í eldfast mót. Bökunardeig: 3/ dl hveiti 1 dl matarolía 'A dl vatn. Allt sett í skál og hnoðað sam- an. Auðveldast að sníða 2 arkir af bökunarpappír eftir eldfasta mót- inu og breiða út deigið milli pappírslaga. Deiglokið svo sett yfir kjötmaukið í mótinu. Penslað meö samanslegnu eggi og örlitlu af grófu salti og stráð yfir. Bakað í 20-25 mínútur við 200 til 220 gráður. Soðin hrísgrjón og ferskt salat er ómissandi meðlæti meó bökunni. Mexíkóskar maíspönnukök ur með kjúklingafyllingu Maís-pönnukökur: 3'á dl hveiti 3'á dl maísmjöl (fœst í heilsubúð- um) 2 tsk. salt ca. 4 dl vatn 1'á dl pilsner. Þurrefnin sett í skál og vatnið hrært saman við. Pilsnerinn settur smátt og smátt saman við og hrært vel þar til deigið er kekkja- laust. Bakist á pönnukökupönnu við frekar vægan hita. (Nást u.þ.b. 10-12 kökur úr deiginu). Kjúklingafylling: 1-2 laukar 4 msk. matarolía 1 kjúklingur (soðinn eða steiktur) 1 -2 dl tónmtpuré 4 msk. smátt saxaðar ólífur 1-2 tsk. chili-pipar salt. Ólílurnar hitaóar á pönnu og smátt saxaóur laukurinn látinn krauma þar í nokkrar mínútur. Kjúklingurinn skorinn í litla bita og settur á pönnuna ásamt tóm- atpuré og ólífum. Kryddað með chili-pipar og salti, Þetta er svo látió malla í nokkrar mínútur. Skiptið fyllingunni á pönnukök- urnar og rúlhð þeim upp. Pönnu- kökurnar eru svo ristaðar á vel heitri, ólífusmurðri pönnu áður en þær eru bornar fram. Meó þeim er svo gott að bera fram hrísgrjón og maísbaunir (blandað saman) og ferskt salat og avók- ado. Sósa með öllu saman: Blandið saman chili-sósu (Heinz) og sýröum rjóma; bragð- styrkur er smekksatriði. Pistasíu-terta 4 eggjahvítur 2 dl sykur, hrœrt saman. Bætið svo varlega saman við: 1 bolli saxaðar pistasíuhnetur rifinn börkur afeinni appel- sínu 100 g saxað Mónu bragð auka-súkkulaði. (Eina súkku- laðitegundin með appelsínu- keim) 2 botnar, bakist við 100 gráð- ur í 1 klukkustund. Botnarnir lagðir saman með 'A lítra af þeytt- um rjóma. Kjúklingur í sparibúningi (á auðveldan hátt), fyrir sælkera! / kjúklingur olía til penslunar kjúklingakrydd 1 stór dós maltöl 1 bolli vatn. Kjúklingurinn pcnslaður nreó olíu og nuddaður með kjúklinga- kryddi. Settur í ofnskúffu og steiktur í ofni (180-200 gráður. Þegar hann er farinn að brúnast cr maltölinu og vatninu hellt yfir. Ausið yilr kjúklinginn 3-4 sinn- um meðan á steikingu stendur. Notið soðið í sósuna. Þykkið með smjörbollu og bragðbætið með krafti cf með þarf. Berið kjúklinginn fram meö sósunni (ágætt aó setja þeyttan rjóma á sósuna) og pönnusteiktum kart- öllum, léttsoðnu blómkáli og gul- rótum. Rúsínan í pylsuendanum er svo eftirfarandi salat sem cr ómissandi meðlæti: Vj lítri þeyttur rjóini / dós cocktail-ávextir 100 g saxað suðusúkkulaði. Nú er bara aö pról'a þcssa gómsætu rétti sem allra fyrst. Ingibjörg hefur skorað á systur sína, Guóbjörgu Ringsted á Dal- vík, og hún mætir með eitthvað gómsætt í Matarkrók að háifum mánuói liðnum. GG CUÐRÚN VALSDÓTTIR Við kiinnimi ekkí að vera atvmnulaus Eyjafjarðarsvæðið hefur ekki farið varhluta af atvinnuleysi frekar en aörir landshlutar og hefur atvinnu- leysið verið mest síðastliðin tvö ár. Menn hafa þó ekki setið auðum höndum, heldur reynt að að takast á við vandann og ýms verkefni farið í gang undir heitinu „Atvinnuupp- bygging í atvinnuleysi.“ Iðnþróunarfélag Eyjafjaróar hf. er meðal þeirra aðila sem hafa sett á fót atvinnuskapandi verkefni. Fé- lagið var stofnað 1982 og er hluta- félag í eigu sveitarfélaganna. Auk þess eiga verkalýðsfélögin hlut í því, kaupmannasamtökin á Akur- eyri og KEA. Markmið félagsins er að efla iðnað á Eyjafjarðarsvæðinu. A fyrstu árum félagsins var ekki um að ræóa neitt teljandi atvinnu- leysi og var nýsköpun þá alls ráð- andi. Nú þegar atvinnuleysi er orð- ið algengt og viðvarandi í mörgum starfsgreinum, hefur starfsemin fremur beinst að varnarbaráttu en nýsköpun. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdarstjóri Iðnþróunarfélagsins, undirstrikar aó það sé ekki í verka- hring Iðnþróunarfélagsins að út- vega fólki vinnu, heldur sé aðal markmiðið að setja í gang starfsemi sem skili hagnaði og menn geti byggt afkomu sína á. Iðnþróunarfé- lagið hefur aöallega beitt sér fyrir uppbyggingu í iðnaði og þá hefur stóriðnaður veriö aðalviðfangsefn- ið. Félagið hefur þó einnig sett í gang starfsemi sem tengist einstak- lingum, sem vilja vinna sjálfstætt og setja á stofn eigið fyrirtæki. Fé- lagið hefur boóið fólki upp á nám- skeið í stofnun og rekstri fyrirtækja og í sumum tilfellum lagt til hluta- fé. Þessi starfsemi hefur reynst vel og því kviknaði sú hugmynd að nýta þessa reynslu og bjóða fólki á atvinnuleysisskrá einnig upp á slík námskeið. Var eitt slíkt haldið sl. vor og voru þátttakendur tíu talsins. Þessi námskeið eru styrkt af Akur- eyrabæ, Atvinnuleysistrygginga- sjóði og Iðnþróunarfélaginu. Þátt- takendur héldu fullum bótaréttind- um meðan á námskeiðinu stóð og í sex mánuði eftir að þeir hófu rekst- ur fyrirtækis. Nokkur fyrirtæki eru farin í gang sem starfa m.a. innan ferðaþjónustu, í listmunagerð og tölvuvinnslu. Reynslan af þessum verkefnum er góð og þau mælst vel fyrir hjá þátttakendum. Gildi vinnunnar Ásgeir telur að þó aö margt hafi áunnist í atvinnuuppbyggingu og aðgeröum gegn atvinnuleysi, séu mörg verkefni óleyst. Brýnt sé aó samhæfa aðgeróir þeirra aðila sem séu aó takast á við atvinnuleysið. Að vera atvinnulaus er rnjög sár Ásgeir Magnússon. upplifun og menn sjá það oft sem höfnun. Þetta ástand er vegna erfið- leika í þjóðfélaginu en ekki vegna vankanta einstaklinganna, sem lenda í þessu. „Það er þó ekki undarlegt að menn upplifi þetta sem persónulega höfnun,“ segir Ásgeir. „Við erum ekki vön aö takast á við þennan vanda.“ Aðalatriðið er aö leita ekki handahófskenndra lausna og verk- efna einungis til að menn hafi eitt- hvað að gera. Markmiðið er að fólk byggi sig upp og haldi sjálfsvirð- ingu sinni og samfélagið samþykki það sem slíkt. Jón Gauti Jónsson. Jón Gauti Jónsson, atvinnumála- fulltrúi Akureyrar, Ieggur einnig ríka áherslu á að atvinnuleysi sé mjög erfið upplifun fyrir fólk og sé beinlínis skaðieg fyrir ljkamlega og andlega heilsu manna. I Skandinav- íu hafa rannsóknir sýnt að atvinnu- leysi skerðir starfsorku fólks veru- lega og það getur átt mjög erfitt með að komast út í atvinnulífið aft- ur. Vegna þessarar vitneskju hefur verið ráðist í ýms átaksverkefni. Fólki er boóið upp á tímabundna ráðningu á vegum bæjarfélagsins og cinnig hafa einstaklingar og fyr- irtæki ráðið fólk í vinnu. Auk þessa er fólki boðinn stuðningur við stofnun fyrirtækis þar sem það heldur fullum atvinnuleysisbótum í sex mánuði. Viókomandi starfs- maður tekur með sér bótaréttinn en atvinnurckandinn greiðir það sem á vantar í full laun. Með þessu vonast menn til þess að ný störf verði sköpuð og fólk fái störf til fram- búðar og hverfi af skrá. „Unnið hefur verið að verkum sem hafa verið látin reka á reiðun- um,“ segir Jón Gauti. „Það eru þó takmörk fyrir því hvað hægt er að búa til af verkefnum. Við viljum ckki að þetta verði atvinnubóta- vinna heldur að menn finni að þeir séu að gera gagn. Einnig viljum við að þessi vinna stuóli að því að fólk haldi starfsþreki sínu þrátt fyrir tímabundið atvinnuleysi. Það er ekki svo auðvelt að sitja heima og góna út í loftið. Atvinnuleysi er mcira en aðgerðaleysi. Það hcfur víðtæk áhrif. Menn sem hafa verið atvinnulausir í hálft eða eitt ár hafa mjög skerta starfsorku og menn geta endað sem öryrkjar,“ segir Jón Gauti Jónsson ennfremur. „Þessi verkefni skapa því vonandi ný at- vinnutækifæri og stuðla að því að atvinnuleysið skcrði ekki heilsu manna.“ Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiólun vió Há- skóla Islands.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.