Dagur - 29.01.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 29.01.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. janúar 1994 Fáar vinnudeilur hérlendis á undan- förnum árum hafa vakið eins mikla at- hygli og kjaradeila sjómanna og útvegs- manna, enda voru deiluaðilar ósparir á stóru orðinframan af. Meðal annars héldu forsvarsmenn Sjómannasambands íslands, Farmanna- ogfiskimannasam- bands íslands og Vélstjórafélags íslands fund í Alþýðuhúsinu 11. nóvember sl. þar sem staða kjaramála var rœdd og ítrekað að sjómenn œtluðu að sameinast um ým- iss atriði í komandi kjarabaráttu. Svokall- að „kvótabrask“ var eins og rauði þráður- inn á þessum fundum og sjómenn sam- mála um að öll kvótaverslun œtti að vera á ábyrgð útgerðarmanna og ekki kæmi til greina að hún kœmi inn á borð sjómanna. Sjómenn voru ífyrsta skipti í áraraðir ein- huga um að standa saman í komandi kjarabaráttu og verkfalli þráttfyrir að þeir ættu aðild að þremur stéttarfélögum sem oft á tíðum hafa ekki getað sameinast um brýnustu hagsmunamál sjómanna. Á Fiskiþingi, sem fram fór sl. haust,fengu sjómenn móraiskan stuðning í tillögu sem þar varsamþykkt. Þar sagði: „Ljóst er að mikil óánægja er meðal sjómanna með kaup og sölu á aflaheimildum og þá sér- staklega hvernig sjómenn eru látnir taka þátt í slíkum kaupum. Þá er einnig talið óeðlilegt að einstaka útgerðirgeti hagnast verulega á sölu aflaheimilda, því í núver- andiframkvæmd ríkir nánast frumskóg- arlögmálið eitt íþeim efnum.“ Verkfall sjómanna stóð hins vegar ekki mjög lengi, því ríkisstjórnin leysti að því er virtist óleysanlegan hnút með bráðabirgðalögum sem gilda til 15. júní nk. Fá verkföll hafa eins víðtæk áhrifog verkföll sjómanna því þau snerta ekki aðeins þá heldur einnig þúsundir flskvinnslufólks, sem á allt sitt undir að sjómenn færi hráefnið að landi. Því varð tala atvinnulausra í byrjun þessa árs sú hœsta sem sést hefur í hálfrar aldrarsögu íslenska lýðveldisins. Þeir sem staóió hafa í fylkingarbrjósti fyrir sjó- menn undanfama mánuði hafa mjög verió í sviðs- ljósinu en hins vegar veit almenningur fremur lítil persónuleg deili á þessum forkólfum sjómanna. Einn þeirra er Konráó Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyfjarðar, og hér á eftir veróur geró tilraun til þess að kynnast manninum eilítið nánar. Konráó er í helgarviótali að þessu sinni. Konráð er fæddur á Akureyri og átti heima í Grænumýri 1 fyrsta æviárió en þá fluttu foreldr- arnir til Reykjavíkur, en bjuggu einnig í Hafnar- firði og Kópavogi. Alfreó, faóir Konráðs, sem er lærður rafvirki, fékk vinnu á Keflavíkurflugvelli. Árió 1958, þegar Konráð var sex ára, flutti fjöl- skyldan aftur norður, en að þessu sinni var áfanga- staðurinn Árskógssandur. Faóir Alfreðs er Konráó Sigurósson, Konráðssonar, fyrrum útgerðamanns á Árskógssandi, og móðirin Valdís Þorsteinsdóttir, Valdimarssonar, lengi hreppstjóra og oddvita í Hrísey, eins konar „altmugligmand“ í Hrísey árum saman. Þaó ár létu faðir og afi Konráós byggja bát fyrir sig hjá Nóa skipasmió á Akureyri, Sólrúnu EA, tólf tonna bát, sem þeir geróu út sameiginlega til ársins 1962 er flutt var til Hríseyjar. í Hrísey ólst Konráð svo upp frá 10 ára aldri en flest sumur dvaldi hann hjá afa og ömmu á Ár- skógssandi. Þaóan var líka í fyrsta skipti farió í róður og það var aó sjálfsögðu á Sólrúnu með pabba og afa og var sótt allt austur að Langanesi, noróur fyrir Grímsey og raunar fyrir öllu Norður- landi. Aflinn var saltaður um borð og gat túrinn staðið í a.m.k. viku. Þegar í land kom var fiskur- inn umsaltaður, metinn og pakkaður og á þeim ár- um var hásetahluturinn eins og fékkst út úr aflan- um eftir aó hann var seldur. Það er sama aðferð og notuð er í dag við uppgjör á frystitogurum, þ.e. aflaverðmætió styóst vió þaó veró sem fæst fyrir aflann erlcndis. Hugurinn stóð til húsasmíða „Þetta voru fyrstu skrefin mín í sjómennskunni en um tíma fór ég aó læra smíóar hjá Björk hf. í Hrís- ey en hugurinn stóó til þess aó verða húsasmiður. Eg lauk því námi ekki, því ég var kominn með konu og tvö böm og dýrt að sækja skóla til Akur- eyrar. Árió 1971 keyptum vió bát í sameiningu; ég, pabbi og mágur minn. Hann var keyptur frá Hofs- ósi af þrotabúi og hét Frosti en var seinna skíróur Þorsteinn Valdimarsson. Sú útgerð stóð í tvö ár og þá var hann seldur þar sem dæmið gekk einfald- I lega ekki upp; það fiskaðist bara ekki nóg. Eftir þaó vann ég um tíma í frystihúsinu í Hrísey; og var einnig á heimabátunum Hafeminum og Eyrúnu auk þess sem við bjuggum í hálft annaó ár á Árskógssandi hjá afa og ömmu en ég sótti sjóinn á Sólrúnu. Áriö 1980 flutti fjölskyldan til Akureyrar og ég hóf vinnu vió innéttingasmíðar hjá Haga hf. Ég gat hins vegar ekki lokið smíðanáminu þar, til þess hefói ég þurft að fara í húsgagnasmíði. Þá var uppgangstími akureyrskrar húsgagnasmíði að líöa undir lok og því ekki mjög aðlaðandi aó helga sig þeim störfum til langframa," segir Konráð. Til Samherja „1. maí 1983 kom fyrsti togari þeirra Samherja- frænda, Guðsteinn, sem hlaut nafnið Akureyrin, til Akureyrar. Togarann höfóu þeir keypt frá Grinda- vík og fóru fram á honum gagngerar breytingar hér í Slippstöðinni. Þá var maður einnig farinn að frétta af þeim tekjum sem sjómenn höföu af því aö vera á þessum frystitogurum, eins og t.d. á Orvari frá Skagaströnd, og svo stóö hugurinn alltaf til þess að fara á sjóinn og stendur raunar enn. Það er alltaf eitthvað sem togar í mann. Ég byrjaði á því að nudda í Steina um það hvort ég fengi ekki pláss en fékk aldrei nein svör auk þess sem hann þekkti marga góða menn og hafði því úr miklu mannvali að spila. 15. desem- ber það sama ár, rétt fyrir klukkan sjö, hringir sím- inn heima og þaó er Steini sem spyr hvort ég geti ekki komió um borð því það hafi einn hætt. Þá voru þeir rétt byrjaóir á fyrsta túr en höfóu komið í land vegna bilaðrar flökunarvélar. Ég stökk auö- vitað til, hringdi í ajlar áttir til þess aó útvega mér galla og það tókst. Ég var á Akureyrinni í fjögur ár og Iíkaói vistin mjög vel hjá Þorsteini Má en Þor- steinn Vilhelmsson, frændi hans, var meó skipið. Árið 1987 lét Úgerðarfélag Akureyringa breyta Sléttbak í frystiskip auk þess sem hann var lengd- ur og fór það fram í Slippstöðinni. Svili minn, Kristján Halldórsson, var skipstjóri á Sléttbak og ég afréð að sækja um pláss hjá honum sem gekk eftir. Þar var ég í rúmt ár. Ástæða þess aö ég ákvað aö breyta til var sú að þama var nánast um nýtt skip að ræða, miklu stærra og aðbúnaóur allur aó miklu leyti betri. Það er ekki aðeins að Slétt- bakur sé eitt eftirsóknarverðasta frystitogarapláss á Akureyri, heldur á landinu öllu.“ Konráð var liðlega eitt ár á Sléttbak en þá var hann beðinn að taka vió formennsku í Sjómanna- Á góðri stund um borð í frystitogaranum Siéttbak.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.