Dagur - 29.01.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1994
POPP
MACNUS GEIR 6UÐMUNDSSON
TIL HEIÐURS HETJUM
- ALBERT KIN6, JIMI HENDRIXOCi STEVIE RAY VAUOHAN
ú fleyga en jafnframt
kaldhæðnislega speki,
að hetjur deyi ungar,
hefur ekki hvað síst átt
við um stjörnur tónlist-
arheimsins í gegnum tíðina.
Þau eru nefnilega ófá stór-
mennin sem fallið hafa frá í
tónlistinni og þá kannski sér-
staklega í rokkinu, langt fyrir
aidur fram og oftar en ekki af
ófögrum ástæðum. Hægt væri
að telja nær endalausan nafna-
lista þessu til staðfestingar, en
það nægir aó nefna sem dæmi
Jimi Hendrix, Janis Joplin og
Jim Morrison söngvara Doors,
sem öll urðu eiturfíkninni aó
bráð (reyndar kom þaó fram í
fregnum fyrir áramótin, að enn
væru uppi efasendir um hvern-
ig dauða hans bar aó garði. Á
ný rannsókn að hafa verið fyrir-
huguð, en ekkert hefur heyrst
frekar af henni) og Stevie Ray
Vaughan og Buddy Holly, sem
fórust í hörmulegum flugslys-
um. Þeir tónlistarmenn eru svo
auðvitað líka til, sem verða
allra karla og kvenna elst, þótt
þeir hefðu e.t.v. átt að vera
fallnir fyrir löngu vegna slæms
lífernis. Er gamla blúsbrýnið
áhrifamikla, John Lee Hooker,
ágætt dæmi, en hann er kom-
inn vel á áttræðisaldurinn, en
gefur ekkert eftir. En hvað sem
því líður hvenær hetjurnar
deyja, ungar eða gamlar, þá
lifa verkin þeirra áfram um
langa frarrrtíð, öðrum til yndis
og eftirbreytni.
Gítarhetjur af þremur
kynslóöum
Eins og fyrr sagði voru þeir
Jimi Hendrix og Stevie Ray
Vaughan gítarhetjur sem dóu
fyrir aldur fram, en hetjur
rokksins frá upphafi hafa ein-
mitt að stórum hluta verið slík-
ar og/eða söngvarar. Tilheyrði
Jimi Hendrix þeirri kynslóð sem
segja má að hafi verið sú önn-
ur í röð rafgítarleikara, en
Stevie Ray var hins vegar af
þeirri þriðju, sem ekki hvaö síst
varð fyrir áhrifum frá Hendrix
og stíl hans. Hendrix, fæddur
1942, var einungis 28 ára þeg-
ar hann lést af völdum of stórs
skammts af einhverju lyfjasulli
á hótelherbergi í London.
Stevie Ray, sem fæddist 1956,
var 34 ára þegar hann fórst í
þyrluslysi eftir tónleika með Er-
ic Clapton. Af fyrstu kynslóó
rafgítarleikara voru svo m.a.
Muddy Waters, T-bone Walker
og Albert King, sem höfðu á
svipaðan hátt áhrif á Hendrix,
eins og hann hafði áhrif á
Stevie Ray og hans kynslóð og
Stevie Ray hefur svo haft á
ungar gítarhetjur dagsins í dag.
Þeir urðu reyndar ekki heldur
háaldraðir, en þó allir mun eldri
en yngri mennirnir tveir og það
sem kaldhæðnara er, Albert
King lifði þá báða. Fæddist
hann árið 1924, en lést síðast-
lióinn vetur á sextugasta og ní-
unda aldursári. Það sem King
á hins vegar sameiginlegt með
Hendrix og Stevie Ray, auk
þess auðvitað að hafa verió
gítarhetja á blúsnótum eins og
þeir, er að fyrir áramótin komu
út plötur meó frægðarverkum
þeirra þriggja, þeim til heiðurs,
í flutningi valinkunnra tónlistar-
manna.
Heldur líkur hljómur
Plöturnar til heiðurs Albert King
og Stevie Ray Vaughan, eru
samstarfsverkefni hóps þekktra
sem minna þekktra gítarleikara
og kallast það L.A. blues au-
thority. Nefnast plöturnar, sem
eru númer þrjú og fjögur í L.A.
bluesröðinni, Fit for A. King og
Hats off to Stevie Ray. Meðal
þessara gítarkappa eru Leslie
West úr Mountain sálugu, Rick
Derringer, sem unnió hefur
með mörgum þekktum tónlist-
armönnum, þykir góóur upp-
tökustjóri og margt fleira, Ricky
Medlocke, sem gerði garðinn
Tónleikar
verða í Akureyrarkirkju sunnudag 30. janúar kl. 20.30.
Flutt veróa verk eftir B. Britten og Dave Brubeck.
Flytjendur: Passíukórinn ásamt hljómsveit,
Signý Sæmundsdóttir sópran, Þorgeir Andrésson tenór,
Michael Jón Clarke bariton, Steinþór Þráinsson bassi,
Richard Simm píanó.
Miðaverð 1200 kr. skólafólk 600 kr.
FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ
Á AKUREYRI
Tilkynning
frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
í dag, laugardag, verður aóalinngangur sjúkra-
hússins, þar sem til staðar er innritun sjúklinga,
símavarsla og upplýsingar, fluttur í inngang B.
(Vestari inngangur aö norðan.)
Athygli er vakin á því, að bráðamóttaka slysa-
deildar veróur áfram á sama staö.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Hetjur af þremur kynslóðum. Albert
King, Jimi Hendrix og Stevie Ray
Vaughan.
frægan í Blackfoot, Frank Mar-
ino og Pat Travers. Er óhætt
aó segja að þessir ágætu
menn ásamt fleirum, fari vel
með lög meistaranna, sem
þeim hefur verið úthlutað til
túlkunar, einu á mann. Má þar
sérstaklega nefna frammistöóu
þeirra tveggja síóastnefndu, en
hún er tilþrifamikil á báðum
plötunum. Lagavalið hjá þeim
og reyndar fleirum kemur þó
nokkuð spánskt fyrir sjónir, sér-
lega á Stevie Ray plötunni, því
þó hann hafi vissulega flutt
þau, þá eru þetta ekki lög eftir
hann. T.d. taka þeir Marino og
Travers sitt hvort Elmore Jam-
es lagið, Marino The things
(what) I used to do á Stevie
Ray grip, en Travers The Sky
is crying á Kings. Þetta er þó
atriði sem skiptir ekki svo
miklu. Það er hins vegar hljóm-
urinn sem er helst til of líkur á
milli flytjenda. Er hann ekki
slæmur, en lögin vilja renna
óþarflega saman vegna hans.
Samt sem áður er um góóa
heióursgjörð að ræða, sem allir
gítarpælarar kunna eflaust vel
aó meta.
Hrærigrautur
Á plötunni til heióurs Hendrix,
sem kallast Stone free, eftir
einu af hans frægu lögum, var
sú leið farin, sem nú er einmitt
svo vinsæl, aó hóa í alls kyns
tónlistarmenn til aó túlka verk
hans. Vel aó merkja var jú tón-
listin sem meistarinn framdi og
flutti meó sínum gítar og radd-
böndum fjölbreytt, blúsuð,
rokkuó, hugljúf og hörð. Er
þarna á feróinni hver stór-
stjarnan á eftir annarri og því
ekkert sparaö til aó gera
plötuna sem veglegasta og eft-
irsótta. Meóal annarra, Cure
meó Purple haze, Eric Clapton
meó Stone free, Jeff Beck
ásamt söngvaranum Seal með
Manic depression, Buddy Guy
með Red house og (áannig
mætti áfram telja. Aó auki eru
svo yngri nöfn, en þó engu
minna fræg núoróið eins og
lce-T/Body count með Hey Joe
og Living coulor meó Cross-
town traffic. Allt er þetta því
fljótt á litið hió kræsilegasta, en
raunin er sú aó fjölbreytnin er
einum of mikil, þannig að um
helst til mikinn hrærigraut er aó
ræða. Body count, Beck og
Seal og M.A.C.C., sérstaklega,
sem er fyrirbæri samansett af
þessu til efni til að flytja lagið
Hey baby (Land of the new ris-
ing sun) af meólimum úr Se-
attlesveitunum Pearl Jam og
Soundgarden, skila sínu að
vísu viðunandi, en fleirum er
vart hægt að hrósa.
Hafa t.d. Clapton og Guy oft
gert betur á svipuðum vett-
vangi en hér. Er Stone free því
ekki besta heióursverkið
Hendrix til handa sem maður
gat hugsaó sér, þótt vissulega
sé þaó ekki alslæmt né beinlín-
is illa unnió. Er því eiginlega
besti viróingarvotturinn við
minningu gítarhetjunnar sá, að
láta hann sjálfan hljóma sem
mest, hæst og lengst.
olden globe verð-
launin, sem að lang
mestu leyti snúast
um kvikmyndir og
hafa verið einhvers konar
undanfari Oscarsverðlaun-
anna, voru um daginn veitt í
Los Angeles. Auk hefðbund-
inna kvikmyndaverðlauna
voru veitt þar verðlaun fyrir
besta lag í mynd. Hlaut Bruce
Spríngsteen þau að þessu
sinni fyrir lagið Streets of
Philadelphia úr myndinni
Philadelphia, en leikstjóri
hennar er Jonathan Dunn, er
gerði Lömbin þagna...
■ Á síðustu tveimur mánuð-
um hafa þrír merkir tónlistar-
menn kvatt tilveru þessa
heims. Voru þetta þeir Albert
Coilins, blúsgoóið mikla, sem
lést úr krabbameini í lok nóv-
ember, 61 árs. Oft nefndur
„konungur Telcastergítarsins",
Michael Clarke, fyrrum
trommari The Byrds, sem lést
skömmu fyrir jólin úr nýrna-
sjúkdómi, 49 ára gamall og
svo nú fyrir hálfum mánuði dó
söngvarinn og lagasmiðurinn
Harry Nilsson í svefni, 52 ára
að aldri...
■ Nú hefur endanlega verið
staðfest að Blaze Bayley, fyrr-
um söngvari einnar efnileg-
ustu þungarokkssveitar Bret-
lands, Wolfsbane, leysir
Bruce Dickinson af hólmi í
stórsveitinni Iron Maiden. Hef-
ur þetta reyndar nokkuð lengi
legið í loftinu, en hefur ekki
fengist staófest endanlega
fyrren nú...
■ Donningtonrokkhátíðin í
Englandi, sem margir íslend-
ingar hafa verið fastagestir á,
en sem féll niður á síðasta ári,
er nú aftur komin á dagskrá.
Er gert ráð fyrir að hún verði
haldin í júní í sumar og er
Aerosmith talin líkleg til að
leika þar aðalhlutverk...
■ Rokkhljómsveitin maka-
lausa frá N-írlandi, Therapy?,
sem sendi frá sér gæóaverkið
Nurse árið 1991, er nú rétt í
þann mund aó koma með
nýja plötu sem ber heitið
Troublegun (vandræðagikk-
ur). Er beðið með nokkrum
spenningi eftir henni í kjölfar
velgengni Nurse...
Therapy? með nýtt „afkvæmi" í burðarliðnum.