Dagur - 29.01.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Óþarfar deilur Mörgum er enn í minni söguleg þinglok á síðastliðnu vori þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sleit þingi í miðjum umræðum á næturfundi. Ástæður hinna snöggu þingslita voru fyrst og fremst deilur stjórnarflokkanna um frumvarp til breytinga á búvörulögunum; einkum deilur um hvaða ráðuneyti skyldi hafa með forræði verð- jöfnunargjalda á innfluttar landbúnaðarafurðir að gera. Lögðu alþýðuflokksmenn mikla áherslu á að viðskipta- ráðherra færi með þau mál en sjálfstæðismenn töldu að umræddur málaflokkur ætti fremur að heyra undir ráðu- neyti landbúnaðarmála. Frumvarp stjórnvalda um breyt- ingar á búvörulögum var síðan afgreitt á Alþingi fyrir áramót en vegna nýgengins dóms Hæstaréttar í skinku- máli Hagkaups hefur skapast réttaróvissa hvað innflutn- ingsmál landbúnaðarafurða varðar. Henni hyggjast stjórnvöld nú eyða með annarri breytingu á umræddum lögum. Þrátt fyrir þau fyrirheit hefur ráðherrum ríkisstjórnar- innar ekki tekist að komast að samkomulagi. í því efni hafa ráðherrar Alþýðuflokksins viljað ganga mun skemmra í takmörkunum á innflutningi búvara en ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins. Er það í samræmi við stefnu þeirra því Alþýðuflokkurinn hefur barist harðast allra stjórnmálaafla fyrir innflutningi búvara. Stjórnarflokkarn- ir hafa því ekki náð að leggja fram fyrirhugað frumvarp til breytinga á búvörulögunum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, og því hafa tveir þingmenn Fram- sóknarflokksins; Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Guðni Ágústsson, lagt fram samhljóða frumvarp og landbúnað- arnefnd Alþingis lagði fram varðandi innflutningsmálin á síðasta vori og varð til þess að forsætisráðherra sendi þingið heim um miðja nótt. Mikið átak hefur verið gert til að aðlaga landbúnaðinn nýjum viðhorfum og aðstæðum; meðal annars þeim er felast í tilkomu fyrrgreindra milliríkjasamninga. Sú að- lögun hefur kostað fórnir sem bændur hafa enn ekki náð að bæta sér að fullu. Bændastéttin og landbúnaðurinn í heild er því viðkvæm fyrir mikilli samkeppni við innflutn- ing sem stendur þótt ætla megi að með aukinni hagræð- ingu og ákveðnum markmiðum muni henni takast að bjóða vörur á sambærilegum verðum og greiða þarf fyrir erlenda gæðaframleiðslu. Ráðherrar ættu því ekki að þurfa að eyða dýrmætum tíma til deilna um verðjöfnun- ina svo augljós sem nauðsyn hennar er. ÞI I UPPAHALPI í uppáhaldi hjá Þóreyju Eyþórsdóttur órey Eyþórsdóttir hefur rekió Gallerí AllraHanda í Isjö ár. Upphaf þess má rekja til stofnunar félags- ins Nytjalistar árið 1985 en tveimur árum síóar hóf hún reksturs sjálfstæós gallerís er annast sðlu listmuna. í Gallerí AllraHanda hefur Þórey einkum lagt áherslu á nytjalist en einnig textfl, myndvefn- aö og grafik auk hins hefðbundna málverks. Hún fæst nokkuð við list- sköpun sjálf og hefur haldió eina einkasýningu á verkum sínum. Hún kvaðst einbeita sér að vershin með innlenda listmuni og vcrk. Áhugi ís- lendinga á listmunum fari vaxandi og cinkcnnandi sé að þegar harðnar á dalnum, eins og nú hafi gerst í erf- iðu árferði og atvinnuástandi, þá leiti fólk í auknum mæli eftir listmunum þegar velja þurfi gjafavöru, Fólk og þá sérstaklega yngra fólk viróist átta sig á gildi þcirra vcrka sem lista- menn okkar eru aó skapa og er stolt af íslenskri list. Þá séu innlendir módelsmíóaóir iistmunir boónir á fyllilega sambærilegu verði og fjöldaframleidd gjafavara frá Öðrum löndum. Hvað gerirðu helst (frístundum? „Frístundimar eru ekki margar. Flestar fara í áhugamálin; sem eru fag mitt, listsköpun og rekstur galler- ísins. Ég hef einnig gaman af aó feróast og svo þarf ég tima til að sinna fjölskyldunni. Hvaða matur er (mestu uppáhaldi hjáþér? „íslenska lambakjötið - um þaó er engin spuming.*' Uppáhaldsdrykkur? „Malt og appelsín blandað saman að hætti íslendinga. Þá kann ég vel aó meta rauóvínsglas með góðri steik og Iriscoffee í eftirrétt.** Ertu hamhleypa tU allra verka á heimilinu? „Nei - en ég er skorpumanneskja og tek stundum til hendinni. En fjöl- skyldan er samhent hvaó heimilis- haldió varðar.“ Er heUsusamlegt líjemi ofarlega á baugi hjá þér? „Nei - ég get ekki sagt það. En ég er alltaf á leiðinni að taka mig taki í því efni.“ Hvaða blöð og tínmrít kaupir þú? „Fiberarts og flciri fagtímarit. Bónd- inn sér um Moggann.“ Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? „Eva Luna cftir ísabellu Alliande - ég ætla cinnig að sjá verkið í Borg- arleikhúsinu.-* Hvaða hljömsveUltónlistannaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Norski fióluleikarinn Arve Tcllef- sen og síðan Kristján Jóhannsson." Uppáhaldsíþróttamaður? „Æi - ég er svo lítið fyrir sportió - ég fylgist ekkert með þeim heimi.“ Hvað hoifirðu mest á í sjónvarpinu? „Fréttir og einstaka létta þætti - helst þegar ég er þreyu.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? .Jóhönnu Sigurðardóttur og Gro Harlem Bmntland.*’ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahagana? „Ég er alin upp á Vesturgötunni í Reykjavík. Ég hcld ég vildi helst búa í gamla Vesturbænum en ég gæti einnig hugsað mér að búa í Noregi.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest tU að eignast um þessar mundir? „Vió réóumst ásamt systkinum mín- um og fjölskyldum þeirra í að kaupa gamalt hús á Hjalteyri í fyrra. Næsta skref cr því aó halda áfram aó gera þaó upp.“ Hvernig myndir þú verja þríggja vikna vetrarleyfi? „Þetta er erfió spuming - mig myndi langa til að gera svo margt. Eg gæti hugsað mér aó dvelja í Bandaríkjun- um til dæmis vió nám og cinnig aó þræða listasöfn og sýningar.1* Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Eyjólfur Einarsson, listmálari, opn- ar málverkasýningu í Gallerí Allra- Handa á laugardaginn þannig að fyrri hluti helgarinnar fer í undir- búning og opnun sýningarinnar. Sunnudaginn ætla ég að taka rólega og hafa lambakjöt á borðum.“ VISNAÞATTUR ARNI JONSSON Sveinbjörn heitinn Beinteinsson átti bróðurpart síðasta þáttar, og finnst mér fara vel, aó hann gefi tóninn í jjessum þætti. Einn af fá- um, kunni Sveinbjörn þá list, að kveóa undir breytilegum rímna- háttum. Því má oftlega greina nokkurn kveðanda í vísum hans: Efúr hönduni erfiðs Dags einni stund ég nœði, inn á fornar brautir brags bcina skyldi kvœði. En ef að Dagur engin grið œtlar niér að sinni, bið ég Nótt að bjarga við bragariðju niinni. Eftir Baldvin Jónsson skálda eru næstu vísur, og eiga það sam- merkt, að vera frekar nöpur ádeila til samtíðarinnar: Firrtur skrauti ferðast má förunautur kífsins, ég sem stauta staflaus á steindum brautum lífsins. Eg er á vöndum villustig veikist önd af trega. Hefur í böndum mæða mig mikið höndulega. En svo breytir um tón: Straumur reynir sterkan niátt, stíflum einatt ryður. Lækur hreini kvakar kátt kaldan steininn viður. Um ótímabæran dauða Antoníus- ar Antoníusarsonar orti Baldvin: Þegar í æsku fellur frá frægðarniaður borni, er sem hnígi í svalan sjá sól á björtum morgni. Æri-Tobbi var eit.t sinn beðinn að segja ókunnugum til vegar, og gerói það á þessa leið: Smátt vill ganga sniíðið á í smiðjunni þó ég glamri. - Þið skuluð stefna Eldborg á undan Þórishamri. Og margur hefur víst heyrt og lært þessa vísu, er Æri-Tobbi var spuröur um vaóið. Talið var, að fáleikar væru með Tobba og ferðamanni, og því voru andsvör- in loóin: Veit ég vel hvar vaðið er vil þó ekki segja þér -. Skammt frá eyraroddanunt undan svarta bakkanum. Næstu þrjár vísur cru eftir Pál 01- afsson, en hann var mikilvirkur í vísnageró þess tíma: Við mér hlóu hlíð og grund, livellan spóar sungu. Enn var þó til yndisstund í henni Hróarstungu. Skuldirnar mig þungar þjá en það er bót í máli, að kútinn láta allir á orðalaust hjá Páli. Satt og logið sitt er hvað, sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það þegarflestir Ijúga? Við úthlutum listamannalauna ár- ið 1960, orti Auðunn Bragi Sveinsson: Fimm með þúsund flestir vóru Jyrir nettu kvæðin sín. Þeir fá meira þessir stóru: Þórbergur og Hagalín. Eins og flestir þekkja, þá er Auð- unn Bragi sonur Svcins frá Eli- vogum. Sveinn átti afar létt meó yrkingar, eins og næstu fimm vís- ur sanna. Vísurnar nefnir Svcinn palladóma um nokkrar stéttir, og birtust í „Nýjum andstæðum** 1935. Sú hin fyrsta er um lækna, og sýnist fremur „kretin“ sé mið- að við ástand heilbrigóismála í dag: Ljót er gáfa læknanna, limiflá og afskera. Taxtann háa tvöfalda til að ná í peninga. Og prestar fengu sinn skerl' í palladómun þcim: Prestar klifa í kirkjunni, kristniþrifum eyðandi. Sífellt klifci um siðfræði, sjálfir lifa ci hrœsninni. Þingmennirnir fcngu þetta: Þingmenn heyja þræturnar, þunnar teygja ræðurnar. Sóma fieygja í sölurnar sér til eigin framdráttar. Um bændur og bílstjóra þcssar tvær: Bændur líða blíðurán - bognir stríða gleði án. Þeirra bíður þreföld smán þræla, skríða og biðja um lán. Vegi bæla bílstjóarar, bænda fæla trunturnar. Bensínsvælusafnarar, svartra þræla jafningjar. Sunnudagskvöldió 23. janúar síö- astliðinn var í Ríkissjónvarpinu þáttur um landbúnaðarmál, þar sem mcstu gæfumcnn bænda voru í lorsvari. Vísan kom því af sjálfu sér, enda sjálfgcrð: Eru í stríði Amundar cngu lilýða vilja þar. Bcvði fríð og blómleg var bændaprýðin ásjónar. Nú yfir í allt aðra sálma. Sigur- björn K. Stcfánsson frá Gerðum í Oslandshlíó yrkir um lausláta konu: Lífi spillir, grennir grið, gleymir snilli vona. Seiðir, tryllir, sálgar frið siðlaus villikona. Sigurbjörn lcst l'yrir aldur fram, rúmlega fimmtugur. Hann gaf út cina ljóðabók og ncl'ndi Skóhljóð, og cr hún sérstæð fyrir þær sakir, að hún cr handskrifuð að öllu. Síðustu vísuna í þættinum á Sig- urbjörn, cf til vill sjáandi að hvcrju dró: Þcir segja fátt og frétta smátt viðfeigðargátt scm hínia. Ég kveð vísl brátt með kurt og sátt það kemur að háttatíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.