Dagur


Dagur - 16.02.1994, Qupperneq 12

Dagur - 16.02.1994, Qupperneq 12
Innlend neysluvara: MM aukning í sölu Samtök iðnaðarins hafa gert könnun meðal neytendavöru- framleiðenda innan sinna vé- banda. Fimmtíu fyrirtæki voru í úrtakinu og um helmingur þeirra svaraði. Enn einn hrossa- ákeyrslan á Vatnsskarði „Mér liggur við að segja að spurningin sé hvenær verður banaslys af þessu. Þetta er mjög alvariegt mál,“ sagði lögreglu- maður á Blönduósi í gær. Spurt var um sölu á drykkjum, matvöru og hreinlætisvöru í nóv- ember og desember sl. og breyt- ingar bomar saman vió sama tímabil árið áður. Söluaukningin reyndist vera að meðaltali 12% milli áranna 1992 og 1993, 20% söluaukning er algeng og dæmi eru um allt að 40% söluaukningu. Þessi söluaukning á sér stað á sama tíma og almennur samdrátt- ur er í íslensku efnahagslífi. Sem dæmi um ástæðu þessarar aukn- ingar, er í frétt frá Samtökum ión- aðarins, bent á aó mánuðina nóv- ember og desember sl. náði átakið „Islenskt já takk“ hámarki með þátttöku fyrirtækja, atvinnugreina- félaga og launaþegahreyfinga. KK Norskar konur búscttar á Akureyri komu saman á Grcifanum til að fagna glæsilegri byrjun Norðmanna á Vetrar- ólympíuleikunum í Lillchammcr. Hcimamenn hafa verið iðnir við að vinna til verðlauna og Norðmenn um heim all- an hafa ríka ástæðu til að gleðjast. Mynd: Robyn. Þarna var hann að vitna til ákeyrslu á hross á Vatnsskarði í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu kast- aðist bíllinn út af veginum og hrossið drapst. Þetta er hreint ekki í fyrsta skipti sem bifreið lendir á hrossi á Vatnsskarði og að sögn lögreglu er lausaganga hrossa þar mikið vandamál. Hreppsnefnd Bólstaö- arhlíðarhrepps hefur ekki bannaó lausagöngu búfjár og því hefur lögreglan ekki vald til þess að grípa í taumana að öðru leyti en því aó biðja hrossaeigendur góð- fúslega um að sjá til þess að hrossin séu ekki í nálægó við þjóðveginn. óþh Björn Jónsson, fulltrúi í samstarfshópi um sölu á lambakjöti: Framskilyrði að sauðflárbændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur „í opnu viðskiptaumhverfi morgundagsins á kindakjötið litla samkeppnismöguleika nema verulegar breytingar á markaðsaðstæðum komi til. Á markaði þar sem kaupendur eru sterkari en seljendur, þar sem framboð er meira en eftir- Sauðárkrókur: Landbúnaðarráðstefna og sýning í imdirbúningi Raunvísindastofnun Háskólans, Rannsóknarstofnun Iandbúnað- arins, Hóiaskóli og Kaupfélag Skagfirðinga munu efna til ráð- stefnu og sýningar um framtíð íslensks landbúnaðar helgina 10.-12. júní. Ráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki undir yfirskriftinni „Landbúnaður 2000 - þekking, tækni, framfar- ir“. Á ráðstefnunni munu sérfræð- ingar fjalla um margvísleg mál- efni, s.s. gripahús framtíðarinnar, gróðurhús framtíóarinnar, fjar- könnun og beitarstjórn, bættan gróður, hreinni afurðir og gæða- eftirlit, markaðsmál íslensks kjöts, nýjungar í fiskeldistækni, ofur- bleikjuna, tækni og skógrækt. „I tengslum við ráðstefnuna verður landbúnaðarsýning í íþróttahúsinu þar sem ýmsar vörur og tæki verða kynnt og í Hóla- skóla veróur hestasýning og allt sem tengist bleikjueldinu. Þá kem- ur hinn árlegi Skeifudagur á Hól- um inn í þetta,“ sagði Vigfús Vig- VEÐRIÐ Gert er ráð fyrir fremur hægu austlægu veðri um norðanvert landið í dag. Bjart veróur inn til landsins en búast má vió einhverjum éljum á annesjum. Vægt frost verður áfram. fússon, ferðamálafulltrúi á Sauð- árkróki, en hann veitir nánari upp- lýsingar um ráðstefnuna. Sýningarbásar í stöðluóum stærðum verða til ráðstöfunar í Iþróttahúsinu á Sauðárkróki og er gert ráð fyrir að bryddað verði upp á ýmsu til afþreyingar og skemmtunar í tengslum við sýn- inguna. SS spurn, þar sem ekki er lengur hægt að flytja umframbirgðir út af markaðnum, þar sem verð samkeppnisaðila er fljótandi en verð kindakjöts fast, þar sem kostnaður á slátur- og heildsöl- ustigi er hærri en í öðrum kjöt- greinum, þar sem tilhneiging í neyslu er frá vörunni, þá getur hvert hcilvita barn séð að fram- tíðin er ekki björt með blóm í haga,“ sagði Björn Jónsson, fulltrúi úr samstarfshópi um sölu á lambakjöti, á ráðunauta- fundi í Reykjavík á dögunum. I upplýsingum hans kom fram að sölusamdrátturinn á kindakjöti á innanlandsmarkaói hefur verið að meðaltali 2% á ári frá verðlags- árinu 1980/1981. Með sömu þró- un verði sala kindakjöts komin niður fyrir 7000 tonn um næstu aldamót. Raunverðslækkun ann- arra kjöttegunda og tilkoma inn- flutnings landbúnaðarafurða geti þó hert þennan samdrátt enn frek- ar. Björn velti í erindi sínu upp þeim þáttum sem geti skapað kindakjötinu fleiri sóknarfæri í vaxandi samkeppni á innanlands- markaðnum. „Frumskilyrói er að sauðfjár- bændur sitji við sama borð og aðr- ar kjötgreinar og að sömu leik- reglur gildi fyrir þá og aðra. Kindakjöt er undir opinberri fram- leiðslustjórnun og verðlagning er bundin á meðan aðrar kjötgreinar hafa fijótandi verðlagningu sem stjórnast af framboði og eftir- spurn. Nauösynlegt er að ná fram meiri sveigjanleika í verðlagningu kindakjöts því annars verður það alltaf undir í samkeppninni,“ sagði Björn. Kjötneyslu sagði hann að auka mætti með nokkrum aðgerðum. I fyrsta lagi með raunverðslækkun á kindakjöti því buddan telji fyrst og síðast og hún taki oft ákvörðun fyrir neytandann þrátt fyrir vilja hans til að gera annað. I öóru lagi þurfi að vinna vel að upplýsinga- miðlun um gæði og hreinleika vörunnar til að upphefja áhrif nei- kvæðra skilaboða síðustu misser- Baldur EA með 80 tonn úr fyrstu veiðiferð: Skutrennuhliðstj akkar bognuðu og skipt verður um frystitæki Rækjufrystitogarinn Baldur EA-108 á Dalvík er kominn úr fyrstu veiðiferðinni eftir að skipið kom til landsins og var Baldur EA-108 er hið glæsilegasta skip, en það sigldi áður undir grænlcnsk- um fána. Mynd: GG aflinn rúmlega 80 tonn. Snorri Snorrason, útgerðarmaður skipsins og skipstjóri, segir að þessi fyrsti túr hafi gengið stóráfallalaust en því sé ekki að leyna að ýmislegt smávegis þurfi að laga, m.a. flokkara í vinnslu- sal. Skipió er í Slippstöðinni-Odda hf. á Akureyri til viðgerðar en tjakkar í skutrennuhliðinu bogn- uðu og eins verður skipt um frystitæki fyrir blokkarrækju og sctt um boró afkastameira tæki. Viðgerö og breytingum verður væntanlega lokið um næstu helgi og vcrður þá strax haldið á rækju- miðin norður af landinu. GG in. „í þriðja lagi verða kjötgrein- arnar að vinna vel og skipulega saman að sölu og markaðsmálumj vöruþróun og útfiutningsmálum. I fjórða lagi þarf aö styrkja heild- sölukerfið og breyta þannig að það geti á eðlilegum grunni átt viðskipti við kaupmenn og kjöt- vinnslur. Eins og staðan er í dag eru kaupendur sterkari og því með ficst spilin á sinni hendi,“ sagði Björn. JOH Allt fyrir gluggann Rúllugardínur • Z-brautir Gluggakappar Álrimlatjöld, 40 litir Plizzegardínur Strimlagardínur Ömmustangir Kappastangir • Þrýstistangir Plastrimlatjöld, 6 litir Smíðum allt eftir máli Sendum í póstkröfu □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23S65 Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 =5-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.