Dagur - 24.02.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1994, Blaðsíða 1
77, árg. Akureyri, fimmtudagur 24. febrúar 1994 38. tölubiað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ekkert varð af togarakaupum Jökuls hf. í Kanada: Of dýrt að koma skip- inu í viðunandi horf -segír framkvæmdastjóri Jökuls hf. Stjórnendur útgerðarfyrirtækis- ins Jökuls hf. á Raufarhöfn héldu nýlega vestur um haf til Kanada í þeim tilgangi að skoða ísflsktogara, sem fyrirtækinu stóð til boða að kaupa. Þor- steinn OIi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf., segir að verið sé að leita að nýjum togara fyrir útgerðina. Sem kunnugt er var búið að ganga frá kaupum á 700 tonna togara í Noregi en þá settu bankayfir- völd í Noregi þau skilyrði fyrir kaupunum að skipið færi ekki til veiða í Smugunni. Að öðrum kosti myndu öll áhvílandi lán gjaldfalla. Kaupverð skipsins í Kanada, sem er 52 metra langt og 11 nretra breitt, var aðeins um 10 milljónir króna, en viö skoðun á því kom í ljós að skipið var í mjög mikilli niöurníðslu og jafnvel stór- skemmt. „Skipið er í eigu National Sea útgerðarinnar en þar voru 10 önn- ur skip sem voru búin að liggja við bryggju í eitt ár og jafnvcl töluvert lengur og höfðu aðeins hlotið lágmarksumhirðu og tæp- lega það. Vió töldum alltof dýrt að koma togaranum í það horf sem við vildum sjá það í. Það var grcinilegt að viðhald á skipinu haföi ekki verið neitt og tilskilinni skoðun og flokkun hafði ekki ver- ió sinnt. Við munum hins vegar halda áfram að leita eftir nýju skipi en vissulega höfum viö verið að íhuga ýrnsar leióir í málinu þrátt fyrir að þessi kaup hafi hvorki verið talin heppileg né skynsamleg," sagói Þorsteinn Óli Sigurósson, framkvæmdastjóri Jökuls hf. Togarinn Rauðinúpur ÞH-160 er á veiðum fyrir vestan land en nýlega var hann tekinn í slipp á Akureyri vegna þess að leka tók með öxli. Rauðinúpur kemur til löndunar unt næstu helgi en slipptakan trullaði ekki vinnsluna, þ.e. ekki þurfti að senda starfsfólk Fiskióju Raufarhafnar hf. heim vegna hrá- efnisskorts. Afli smábáta á Rauf- arhöfn, sem allir eru á línu, hefur verið þokkalegur að undanförnu og hefur hann tryggt stöðuga vinnslu hjá Fiskiðjunni sem hófst eftir áramót. Aflinn hefur verið allt upp í 7 tonn eftir daginn af átta bátunr, en stærð þeirra er allt frá 6 tonnunr og upp í 17 tonn. Aflann hafa bátarnir fengið inni í Þistiifirði og úti í Brún, en þangað er unr tveggja tíma sigling í norður frá Raufarhöfn. GG Þorskveiðar á þurru landi. Mynd: Robyn Hótel KEA, Harpa og Norðurland: Mjög vel bókað fyrir sumarið - forsvarsmenn hótelanna eru nokkuð bjartsýnir á gott ferðaþjónustusumar „Við erum að sigla inn í aðal- tíma helgarferða og skíða- og leikhúsferða og það hefur tölu- vert verið að koma inn af bók- unum hjá okkur. Það er mikið kynningarátak í gangi, bæði stórt átak sem breiður hópur stendur að með Akureyrarbæ og Flugleiðum og svo afmarkað- ar kynningar, til dæmis pakki með rútu, gistingu og Geir- mundi,“ sagði Gunnar Karls- son, hótelstjóri á Hótel KEA, um útlitið í ferðaþjónustunni. Forsvarsmenn þriggja stærstu hótelanna á Akureyri eru nokk- uð bjartsýnir á gott ár í ferða- þjónustunni. Gunnar Karlsson sagöi aó það hefði verið á brattann aö sækja vegna kreppunnar í þjóðfélaginu en útlitið væri þó mun betra en í fyrra, sem var mjög lélegt ár fyrir marga ferðaþjónustuaðila. Um stööuna í dag sagði hann að veit- ingasalirnir á Hótel KEA væru bókaðir um hvcrja helgi fyrir árs- hátíðir alvcg l'ram í apríl og einnig styttist í fcrmingar með viðeigandi vcisluhöldum. „Sumarið lítur bara vel út. Það eru komnar traustar bókanir og ástandið viróist heldur upp á við á okkar helstu mörkuóum erlendis, nerna cf til vill í Þýskalandi. Síðan er betra útlit mcð ráðstefnur næsta haust cn var í fyrra og mikið bók- að í ágúst og scptember," sagði Gunnar. Arió 1993 var rýrt, vcðurfar óhagstætt, kreppa í cfnahagsmál- um einstaklinga og fyrirtækja og erfióleikar á erlendum mörkuðum. Gunnar sagði margt bcnda til þess að þetta ár yrði mun betra hvaó hótelreksturinn snerti svo og feróaþjónustu almcnnt. Harpa með sumarhótel í Kjarnalundi Guðmundur Arnason, hótelstjóri á Hótel Hörpu, sagði að það hefði verið reytingur af gestum að und- anförnu og útlitið svipaó og í fyrra. Búið væri að bóka allt gisti- rými l'yrir sumarið en síðan ætti eftir aó koma í ljós hvernig ferða- skrifstofum gengi að selja upp í þessar bókanir. Hann sagði efna- hagsástandiö í Þýskalandi því miður vera í lægð en þó mætti merkja uppsveiflu á öðrum mörk- uöum. Hótel Harpa er með Kjarna- lund, stórhýsi Náttúrulækningafé- lags Akureyrar, á leigu. Yllr vet- urinn er þar leigð út veitingaaó- staða o.fi. en í suntar verður sum- arhótel í Kjarnalundi með um 30 herbergjum. „Þetta er ákjósanleg staðsetn- ing fyrir hótel, fjarri skarkala mið- bæjarlífsins en þó nálægt þjónust- unni. Oll herbergin eru með baði og það skiptir orðió mjög miklu máli í dag. Ég efast ekki um að gestirnir eigi eftir að kunna vel við sig í Kjarnalundi og eins og fram hefur komið er stefnt aó því að hafa hótelió reyklítið, þannig að reykingar verði ekki leyfðar á hcrbergjum,“ sagöi Guðmundur og hann kvaðst bjartsýnn meó reksturinn á báðum stöóum. Akureyri höfðar til ferðamanna Jón Ragnarsson, nýr eigandi Hótel Norðurlands, segir nýtinguna hafa verið svipaða og í fyrra og mjög vel bókað sé í surnar. Hann kveðst ekki þekkja vel til markaðarins á Akureyri en segir Ijóst að staður- inn hafi upp á margt að bjóóa og þar eigi ferðaþjónustan að geta dafnað. Hann nefndi átakið sent nú er í gangi, vetrarhátíðina, og einnig að vel virtist ætla að takast til með að lengja ferðamannatím- ann meó ráóstefnuhaldi á haustin. Þá telur Jón víst að uppsveifla á erlendum mörkuóum muni skila sér í auknum ferðamannastraumi til Akureyrar. SS - þrátt fyrir að m Frystitogarínn Arnar HU-1 frá Skagaströnd landaði í gær frystum flÖkum og karfa að aflaverðmætl 45 miiljónir króna. Skipið hefur verið á veiðum aiit í kringuni landið og samanstendur aflinn að mestu af þorski en einnig veiddist ýsa, ufsi og karfi. Guðjón Sigtryggson, skipstjóri á Amari HU, segir aó nóg sé af þorski allt í kringum landið en takmarka verði veiðamar vegna þorskkvótastöðu skipsins, en enn eru óvcidd nokkur hundruð tonn. Guðjón scgir að einnig sé rcynt að takmarka þorskveiðarnar l sé afhonum, segir vegna þess að nú sé mjög lágt verð á þorski og því sé óhag- kvæmt fyrir útgerðina aö veiða þorsk um þcssar mundir. Ekki sc hagkvæmt að auka sóknina aö neinu marki í karfann því verð á honum er líka heldur lélcgt nerna um sé að ræða mjög stóran karfa, en hann er orðinn mjög vand- fúndinn. Aldamótakarfi finnst alls ekki lengur utan einn og einn fiskur sem slæóist með. „Eitt er víst, aó þrátt fyrir allt tal um að lítið sé af þorski á mið- unum kringum landið þá mætti miklu l'rekar bcina sjónum að grálúðunni og karfanum því ég er Guðjón Sigtryggsson, skipstjóri á Arnari HU-1 frá Skagaströnd hræddur um að þar sé ljótt dæmi á ferðinni og stofnstærð þessara tegunda jafnvel í hættu. Auk þess finnst nú nánast ekkert af ufsa sem þó ætti aó vera bæði fyrir austan og vestan land á þessum árstíma og mjög lítið cr af honum við suóurströndina. Hins vegar er alls staðar þorskur. Nú er mok- vciði fyrir vestan cn nicnn keyra bara framhjá góðum þorskgöng- um á Halanum og einnig er mok- veiöi út af Noróausturlandi og fyrir austan land. Öll þessi vitleysa kringum þorskinn gerir það aó vcrkum að samanburóur á þorskveiðum í ákveðnum mánuðuni milli ára er hrein vitleysa því stór hluti fisk- veiðiflotans hcfur verió frá því í haust að foróast það að veiða þorsk vcgna kvótalcysis þrátt fyr- ir að nóg sé af honurn í hafinu nánast allt í kringum landió. Vegna þess hve lítið má veiða er verið að flengjast um allan sjó til þcss að lcita að öðrum tcgundum. Vcióamar verða þá um leið miklu dýrari, minni afkðst, og afkorna útgerðanna verri. Ég reikna með að vió förum í annan skraptúr svipaóan þeim scm vió vorunt aó koma úr, þ.e. vió verðum á rúntinum kringum landið. Örvar HU-21, hinn togari Skagstrendings, er fyrir sunnan land á svipuðu skrapi. Þaó cr all- ur íslenski fiskveióiflotinn á flótta um þcssar mundir,“ sagði Guðjón Sigtryggsson, skipstjóri á AmariHU-1. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.