Dagur - 26.03.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. mars 1994 - DAGUR -15
Alþjóðaleikhúsdag-
urinn 27. mars 1994
Sunnudagurinn 27. mars nk. er
alþjóðlegi ieikhúsdagurinn. Sú
hefð hefur skapast að allsherjar-
samtök leikhúslistamanna á ís-
landi, Leiklistarsamband Is-
lands, sem er aðili að ITI (Al-
þjóða leikhússtofnuninni) fær
hverju sinni einhvern leikhús-
listamann til að semja ávarp
sem síðan er flutt í leikhúsum
þann dag, birt í prentmiðlum og
flutt á öldum ljósvakans. Að
þessu sinni féll það í hlut Viðars
Eggertssonar, leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar, að semja
ávarpið og birtist það hér á eftir.
„I leikhúsinu eigum við stefnu-
mót við lífið og listina. I leikhús-
inu cr tekist á við mannleg örlög,
sem virðast ímynduð og persón-
urnar leiksoppar, en leiklist cr þó
ekki innantómur leikur mcð þykj-
ustu líf. Leiklistin er athugun á
cðli. A eóli manneskjunnar. A eóli
lífsins. Á cðli okkar allra í fjöl-
breytileika kringumstæðna og til-
finninga. Leiklistin tjallar nefni-
lega um fólk.
í leikhúsi er hægt að takast á
vió svo ólík fyrirbrigði sem forna
guói Grikkjanna, hetjur íslcnd-
ingasagna, riddara miðalda, sjó-
mcnn á úthafstogurum og fara þó
um þau höndum nútímans og án
þess það verði nokkurntíma sagn-
i'ræði, því líkt og Aristóteles sagði
þá er leiklistin „heimspekilegri og
æðri en öll sagnfræði." Hún er
ævaforn, en samt ávallt síung. Því
lífið heldur áfram og lciklistin cr
alltaf að takast á við nýjan tíma. í
leikhúsi erum við ekki að skoóa
hvað hcfur gerst, hcldur hvaó gæti
gerst.
Daginn langan cru leikarar að
glíma við persónur í margbreyti-
legum kringumstæóum, skoða þær
frá öllum hlióum, velta fyrir sér
viöbrögðum þeirra, skoóa eðli
þeirra, búa þcim lorm. Glíman
veróur oft æriö löng og ströng
eins og lífið sjálft. Að lokum sýna
þeir leikhúsgestum athuganir sín-
ar, sem eru þó aldrei endanlegar.
Því listin er óendanleg. Við - jafnt
leikhúsgestir og leikarar - mátum
okkur vió persónurnar og skoóum
hvernig viö hefðum brugðist vió
þeirra kringumstæðum og það er
ekki bara hægt að leika sania at-
rióið á ótal vegu, það er einnig
hægt að sjá það á ótal vegu. Því
leikhúsið kemur við kvikuna á
mannlegu eðli. Þaö kemur okkur
viö vegna þess að það er við.
Því er gott lcikhús sem gegnir
hlutverki sínu af fullri einurð, fjár-
sjóður sem við eigum öll rétt á að-
gangi að hvar sem viö búum á
þessu landi. Það er hluti af því lífi
sem gerir okkur að mönnum og
færir heini sanninn um að við bú-
um í samfélagi hugsandi vera. Þar
sem við skoðum líf okkar og eðli.
Þaó er hluti af uppbyggingu allrar
landsbyggðar. Þegar syrtir að í
cfnahagslegu tilliti þá grípur
marga þá hugsun að viö höfum
ckki cfni á listum. Að viö höfum
ckki clni á að skoða líf okkar og
meta upp á nýtt. Barátta dagsins er
ekki eingöngu barátta um brauð,
hún er cinnig barátta um það að
vera manneskja í manneskjulegu
samfclagi. Lcikhús á ckki aó vera
forréttindi - heldur mannréttindi."
Viðar Eggertsson.
Sigurbjörn Jónsson sýnir í Listhúsinu Þingi:
Fígúrur í rými
Akureyringurinn Sigurbjörn
Jónsson sýnir ný verk í Listhús-
inu Þingi, Hólabraut 13, um
páskana. Sýningin verður opn-
uð í dag, laugardaginn 26. mars
kl. 16 og þar munu hljóðfæra-
leikararnir Gunnar Gunnars-
son, Jón Rafnsson og Árni Ketill
skemmta gestum. Sýningin í
Þingi verður síðan opin daglega
kl. 14-18 en henni lýkur 4. apríl.
Sigurbjörn Jónsson er fæddur á
Akureyri 1958 en hann hcfur búið
í Reykjavík og crlendis um all-
langt skeiö og tcngslin við hcinia-
hagana því farin að rofna.
„Já, ég er fæddur á Akurcyri og
ólst þar upp cn ég hef ckki búið
þar í ein fimmtán ár svo það er
óvíst hvort ég gcti gert tilkall til
þess að ncfnast Akureyringur,"
sagði myndlistarmaðurinn í sam-
tali við Dag sl. fimmtudag,
skömmu áður cn hann hélt af stað
noröur.
Hann scgir lífshlaup sitt tcngt
myndlist allt frá unglingsárum. Á
Akurcyri sótti hann myndlistar-
námskeið og nam síðan við Mynd-
lista- og handíóaskóla Islands
1978-82 og útskrifaðist úr grafík-
dcild. Síðan dvaldi hann við frarn-
haldsnám í Ncw York um fjögurra
ára skeið, í Parsons School of Dc-
sign 1984-86 og Ncw York Studio
School of Painting, Drawing and
Sculpturc 1986-87.
Aðspuróur sagöi Sigurbjörn að
sýningin í Listhúsinu Þingi væri
fyrsta cinkasýning hans á Akur-
eyri, en áður hafði hann komið ná-
lægt samsýningu í bænuni. Hann
hclur haldið einkasýningar í New
York 1988, Nýhöfn 1990 og 1992,
Gallcrí G15 1991 og Gallerí Borg
1993, þ.c. fyrr í vetur. En hvað
ætlar Sigurbjörn að sýna Akureyr-
ingum og gcstuni þeirra?
„Eg cr með olíumálverk, senni-
lcga um 15 ntyndir, þar af 2-3
stórar. Þetta cr fígúratíft, mikið af
hljómsveitarmyndum. Nei, þctta er
engin tónlistarmyndlist. Fólkið cr
þarna, hljóðfærin líka en tónlistin
er náttúrlcga ckki til staðar. Þetta
cru fígúrur í rými," sagði Sigur-
björn.
Hann sagóist hafa brætt þaö
nteó sér í nokkurn tíma að halda
sýningu á fornunt heimaslóóum og
nú væri stundin runnin upp.
Væntanlcga leikur Akureyringum
forvitni á að sjá hvað Sigurbjörn
hefur vcrið aö aðhafast og sem
fyrr segir vcrður sýningin í Þingi
opin daglega kl. 14-18 fram til 4.
apríl. SS
Páskasöfnun Hjálparstoöiunar kirkjunnar
- vatnið er meginviðfangsefnið
Páskasöfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar stcndur dagana 25.
mars til 15. apríl og verður að
þessu sinni lögð áhersla á vatn-
ið. Allt líf þarfnast vatns og án
vatns þrífast hvorki menn né
dýr og gróður skrælnar. Minnt
er á þessa nauðsyn með nýjum
verkefnum sem Hjálparstofnun
hefur tekið að sér að fjármagna
í Mósambik og Eþíópíu og eru
framkvæmdir þegar hafnar.
Bæklingur með viðfestum gíró-
seðli hefur verið sendur á öll
hcimili landsins og vonast for-
ráðamenn Hjálparstofnunar til
að landsmenn bregðist vel við
ákalli um stuðning við þessi
verkefni.
I Mósambik er vcriö að endur-
byggja brunna og boraðir eru nýir
en öll öfiun neysluvatns og áveitur
eru þar í molum vegna borgara-
stríðs um árabil. Gert er ráð fyrir
að verja til þessa verkefnis, sem
taka mun þrjú ár, um 5 milljónum
króna á þessu ári. Fyrsti hluti fjár-
ins hefur þegar vcrið sendur og
lagði Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands fram þann skerf cn verkefn-
iö veröur aö öðru lcyti kostað með
söfnunarfé.
Svipað verkefni er nýlega farið
í gang í suður-Eþíópíu. Þar er ann-
ars vegar um aó ræóa byggingu
vatnstanks fyrir sjúkrahús í Konsó
sem reist var fyrir 30 árum. Mcó
sívaxandi fjölda sjúklinga sem
leita þangað á ári hvcrju cða nærri
40 þúsund þarf að bæta aðgang að
neysluvatni og hefur Hjálparstofn-
un kirkjunnar tekió að sér að fjár-
magna byggingu vatnstanks við
sjúkrahúsið. Einnig verður kostuð
endurbygging á heimavistarhús-
næði grunnskólanema í suðurhluta
landsins.
Þessi verkcfni eru vandlega
valin eftir athugun lorráðamanna
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
(Fréttatilkynning)
Kf. Þingeyinga -
verslunarstjóri óskast
Staöa verslunarstjóra í útibúi Kaupfélags Þingey-
inga á Fosshóli er iaus til umsóknar.
Skriflegum umsóknum skal skilað á aðalskrifstofu fé-
lagsins í síðasta lagi 6. apríl n.k.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf í lok apríl.
Upplýsingar gefa Þorgeir í síma 96-40400 og Gísli í
vinnutíma 96- 43261, heimasími 96-43366.
Kaupfélag
Þingeyinga.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Matarfræðingur
óskast til starfa
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir Valdemar Valdemarsson, bryti FSA,
sími96-30832.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið
í Húsavík sf.
Ljósmæður
Hjúkrunarfræöingar
Ljósmóðir óskast í 60% starf frá 1. júní, einnig til
sumarafleysinga.
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga og í
fastar stöður.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-40542
og 96-40500.
Óskum að ráða starfskraft í
fullt starf til ræstinga
(yfirþernu)
Áhugi, þjónustulipurð og einhver reynsla áskilin.
Umsóknarfrestur til 5. apríl.
Hótel Harpa, Akureyri, sími 96-11400.
Njóttu ferðarinnar!j^í^>>
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki!vt'
Goöa ferð!
Þingeyingar -
Húsvíkingar!
Skrifstofa Dags á Húsavík er flutt
að Garðarsbraut 7.
Á skrifstofunni er tekið vió greinum, lesenda-
bréfum og öðru efni til birtingar. Þaö er einnig
auglýsingamóttaka og afgreiðsla.
Garðarsbraut 7, Húsavík
Sími: 41585, Símbréf: 42285.
sÚ