Dagur


Dagur - 13.04.1994, Qupperneq 1

Dagur - 13.04.1994, Qupperneq 1
Umræða í bæjarstjórn Akureyrar í gær: Skandia Iifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 12222 77. árg. Akureyri, miðvikudagur 13. apríl 1994 69. tölublað Hafa áhyggjur af áfengisneyslu unglinga Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær vakti Valgerður Hrólfs- dóttir (D) athygli á bókun í fé- lagsmálaráði frá 6. apríl sl. þar sem lýst er áhyggjum yfir áfeng- isneyslu unglinga á grunnskóla- aldri á Akureyri. Á þennan fund félagsmálaráós 6. apríl sl. komu fulltrúar forcldra- ráós Gagnfræðaskóla Akureyrar og geróu félagsmálaráði grein fyr- ir áhyggjum sínum af ástandinu í miðbæ Akureyrar um helgar, áfengisneyslu unglinga á grunn- skólaaldri og hvernig þeir verói sér úti um áfengi. I bókun félags- málaráós um máíió segir aó ráóiö taki hcilshugar undir þessar áhyggjur og muni óska eftir aó fulltrúar lögreglunnar á Akureyri komi á fund félagsmálaráðs til viðræðna um hvernig rnegi bregð- ast vió þessum vttnda. Valgeróur Hrólfsdóttir sagöi á bæjarstjórnarfundi í gær aó for- eldrar verói aö vera meðvitaóir um þennan vanda. „Þetta er mál sem brennur á okkur öllum - aó ég tali ekki um á Ári fjölskyldunnar," sagói Valgeröur. Kolbrún Þormóösdóttir (B) tók undir orð Valgeröar og lagði áherslu á forvarnaþáttinn. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagði aö þessi mál hafi á undanförnum árum oft komið inn á borð bæjaryfirvalda og ljóst væri að menn mættu ekki sofna á verðinum. Sigríður lýsti ánægju með starf foreldrafélaga, en hún sagðist tclja lögreglu of lina við eftirlitsstörf. Gísli Bragi Hjartarson (A) tók undir orð Sig- ríðar varóandi löggæsluna. Hann sagóist stundum hafa á tilfinning- unni að lögreglan væri ekki með- vituð um það sem væri aó gerast í mióbænum um helgar. Gísli Bragi sagói að forvarnastarfið væri afar mikilvægur þáttur og einnig minnti hann á mikilvægt starf íþróttalelaganna. Þórarinn E. Sveinsson (B) sagóist fagna því að þessi mál yrðu skoóuð og mikilvægt væri að forstöðumaður Dynheima og íþrótta- og tómstundafulltrúi kæmu að þeirri umræóu. óþh Vorleikur. Mynd: Robyn. InnQ arðarrækjuveiði að ljúka á Húnaflóa: Góð úthafsrækjuveiði á Skagafjarðar- dýpi og vestur af Grímsey Líkur eru taldar á því að á þessu ári takist í fyrsta skipti til margra ára að veiða það rækju- magn sem leyft er að veiða á yfirstandandi fiskveiðitímabili en samkvæmt tillögum Haf- rannsóknastofununar er leyft að veiða 40 þúsund tonn af úthafs- rækju af öðrum miðum en Do- hrnbanka auk þess sem all- nokkrar veiðiheimildir eru fluttar milli ára. Innfjarðar- rækjuveiði á Húnaflóa er að Ijúka og er langt komin á Skagafirði, Skjálfanda og Öxar- firði en alls er Ieyft að veiða rúm 3.000 tonn á þessum svæðum. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að undanfarin ár hafi rækjuveiði oftast dottið nióur í júnímánuði og því cru lík- ur á því aö veiði þurfi að ganga Leðuriðjan Tera á Grenivík: Hefur gert tilboð í hönnun á mokkafatnaði - stefnt að því að bæta við starfsfólki Leðuriðjan Tera á Grenivík hef- ur gert tilboð í hönnun á mokkafatnaði fyrir Rússlands- markað. Tilboðið er komiö í gegnum fyrirtækið KARIS í Mosfellsbæ sem annast meðal annars útflutning til Rússlands. Katrín Dóra Þorstcinsdóttir hjá Tcru sagði í samtali við Dag að nú væri bcðið eftir svörum vió tilboð- inu en ef því vcrði tekið sé um nokkurra vikna vinnu að ræða fyr- ir leðuriójuna. Hún kvaðst vonast til að fá þetta verkefni því það gefi þeim tækifæri til að fara meira út í hönnun á mokkafatnaði en Tera hel'ur aó mestu unnið í skinn. Nú eru eingöngu frantleidd mokka- skinn í landinu og því sjálfgefið aö hefja framleiðslu á mokkaflík- urn en þær gefa einnig meiri möguleika á fjöldaframleiðslu en skinnin. „Vió höfunt l'yrst og fremst verið að sérsauma flíkur en með tilkomu framleiðslu á mokkafatnaði opnast okkur nýir möguleikar hvað framleiðsluna varðar. Við vinnum hér tvær eins og er en ég geri ráð fyrir því að þriðja manneskjan hefji störf hér bráðlega. Von okkar er hins vegar sú að við getum gert þetta aö fimm manna vinnustað og aukast líkur á því ef okkur tekst að hefja framleiðslu á mokkafatnaði,“ sagði Katrín Dóra. ÞI Katrín Dóra Þorsteinsdóttir og Anna S. Ingólfsdóttir að störfum í leðuriðj- Unni Teru. Mynd: ÞI vcl til þess að það takist aó veiða upp í allar heimildir. Pétur segist óttast að kvótaverð fari upp úr öllu valdi þegar líöa tekur fram á vor því margir selji ekki nú til þess að ciga kvóta til sölu þegar söluverðió er hæst. Hugmyndir um verð á kvóta séu aftur á móti mjög óraunhæfar en nefndar hafa verið tölur allt upp í 17 kr/kg. Rækjubátarnir hafa verið aó fá 80 til 83 kr/kg hjá þeim rækjuverk- smiðjum sem ekki leggja til net eða aóra þjónustu viö bátana, og getur verðlag á kvóta varla orðió hærra ef einhver arður á að verða af veiðunum. Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda veróur haldinn í Reykjavík 29. apríl nk. Hjá Sæunni hf. á Blönduósi er verið að vinna innljarðarrækju úr Húnaflóa cn hún er mjög smá, eða allt að 440 stk/kg en þeir bátar sem leggja upp á Blönduósi eiga eltir innan við 10 tonn og því er innfjarðarrækjuvcióinni alveg að ljúka. Vinnslu cr lokió á Hólma- vík og Drangsnesi og sáralítið eft- ir á Hvammstanga og Skaga- strönd. Þrír bátar eru á úthafs- rækjuvciðum og leggja aflann upp á Blönduósi, en þeir hafa aðallega verið vestur af Grímsey og á Skagafjaróardýpi. Aflinn hefur verið allt upp í 20 tonn eftir 5 daga útivist en nokkur ótíð að undanförnu hefur eitthvað dregió úr aflamagni. GG Bein í trolli Mánabergsins - send til rannsóknar Frystitogarinn Mánaberg OF- 42 landaði á mánudagskvöld í Ólafsfirði og einnig var lögregl- unni á staðnum aíhentur beina- fundur. Beinin komu upp í trollinu 22. mars sl. Talið er að beinin, sem eru hluti hryggjar og rifbein, séu af manni, en þau verða send til rannsóknar hjá rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík. GG Fangelsisdómur vegna Ijársvika Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 21 árs gamla konu á Akureyri í 5 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 3 ár vegna fjársvika. I ákæruskjali er konunni annars vegar gefið að sök að hafa haft 35 þúsund krónur út úr Pósti og síma með því að símsenda pcninga gegn framvísun tveggja inni- stæðulausra tékka. Hins vegar var konan ákærð fyrir að hafa ásamt tveim félögum sínum gist og notið veitinga og annarrar þjónustu en síðan látið sig hverfa af Friendly Hotel Österport í Kaupmanna- höfn. Heildarkrafa hótelsins nam um 15,5 þúsund dönskum krónum (nálægt 160 þúsund ísl. krónum). Umrædd kona hefur áður kom- ið við sögu dómskerfisins og fengið á sig þrjá dórna, tvo árið 1992 og einn árið 1993. Auk fangelsisdóms var konan dæmd til þess að greiða hótelinu í Kaupmannahöfn rífiega 90 þús- und krónur og 20 þúsund krónur í málsvarnarlaun. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.