Dagur - 13.04.1994, Page 5
Miðvikudagur 13. apríl 1994 - DAGUR - 5
FÉSÝSLA
drAttarvextir
Mars 14,00%
Apríl 14,00%
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabr. lán mars Alm. skuldabr. lán apríl Verötryggð lán mars Verðtryggð lán apríl 10,20% 10,20% 7,60% 7,60%
LÁNSKJARAVÍSITALA
Mars 3343
Aprll 3346
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS
Tegund K gengi Káv.kr.
91/1D5 1,3866 4,99%
92/1D5 1,2269 4,99%
93/1D5 1,1425 4,99%
93/2D5 1,0791 4,99%
94/1 05 0,9881 4,99%
HÚSBRÉF
Flokkur K gengl K áv.kr.
93/1 1,1575 5,25%
93/2 1,1345 5,19%
93/3 1,0074 5,19%
94/1 0,9681 5,19%
VERÐBREFASJOÐIR
Avðxtun 1. janumfr.
verðbólgu síðustu: (%)
Kaupg. Sölug. 6mán. 12 mán.
FJárlestjngarfélagið Skandia hl.
Kjarabrét 5,130 5,289 10,4 102
Tekjubrét • 1,541 1,589 16,3 15,8
Markbrét 2,765 2,850 10,5 11,0
Skyndibréf 2,073 2,073 4,9 5,3
Fjolþjóðasjódur 1,403 1,446
Kaupþing ht.
Einingabrét 1 7,071 7,200 5,3 4,7
Einingabrét 2 4,115 4,135 15,9 10,4
Einingabréf 3 4,646 4,732 5,3 5,3
Skammtimabréf 2,511 2,511 13,7 9,0
Einingabrét 6 1,223 1,261 23,7 22,7
Verðbréfam. Islandsbanka hf.
Sj. 1 Vaxtarsj. 3,485 3,502 6,3 5,7
Sj.2Tekju$j. 2,026 2,067 14,1 10,9
Sj. 3 Skammt. 2,401
Sj. 4 Langtsj. 1,651
Sj. 5 Eignask.frj. 1,605 1,629 22,0 14,9
Sj. 6 ísland 764 802
Sj. 7 Þýsk hlbr. 1,560
Sj. 10 Evr.hlbr. 1,588
Vaxtarbr. 2,4560 6,3 5,7
Valbr. 2,3021 6,3 5,7
Landsbrét ht.
íslandsbrét 1,539 1,587 8,7 7,9
Fjórðungsbréf 1,172 1,189 9,0 82
Þingbréf 1,813 1,837 30,8 25,7
Öndvegisbréf 1,646 1,668 21,0 15,1
Sýslubréf 1,330 1,348 1,2 -2,3
Reiðubréf 1,501 1,501 7,9 7,4
Launabréf 1,042 1,058 22,3 15,0
Heimsbréf 1,488 1,533 12,7 18,0
HLUTABRÉF
Sðlu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi islands:
Hagsl. tilboð
Lokaverð Kaup Saia
Eimskip 3,80 3,76 3,85
Flugleiðir 1,00 1,03 1,05
Grandi hf. 2,00 1,85 2,10
íslandsbanki hf. 0,82 0,80 0,82
Olís 1,95 1,90 2,00
Útgerðarfélag Ak. 3,10 2,60 3,10
Hiutabréfasj. VÍB 1,10 1,11 1,17
ísl. hlutabréfasj. 1,10 1,09 1,14
Auðlindarbréf 1,03
Jarðboranir hf. 1,87 1,81 1,87
Hampiðjan 1,14 1,15 1,30
Hlutabréfasjóð. 1,01 1,01 1,15
Kaupfélag Eyf. 2,35 2,20 2,35
Marel hf. 2,69 2,50 2,65
Skagstrendingur hl. 1,60 1,62 1,90
Saeplast 2,80 2,40 2,85
Þormóður rammi hl. 1,88 1,88 1,95
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum:
Alm. hlutabr.sj. hf. 0,88 0,88 0,91
Ármannsfell hf. 1,20 0,98
Árnes hf. 1,85 1,85
Bifreiðaskoðun ísl. 2,15 1,95
Eignfél. Alþýðub. 0,85 1,20
Faxamarkaðurinn hf.
Fiskmarkaðurinn
Haförninn 1,00
Haraldur Böðv. 2,60 2,40
Hlutabréfasj. Norðurl. 1,12 1,12 1,17
ísl. útvarpsfél. 2,70
Kógun hf. 4,00
Olíufélagið hf. 4,97 4,75
Samskip hf. 1,12
Samein. verktakar hl. 6,65 6,65 6,90
Síldarvinnslan hl. 3,00 2,50 2,65
Sjóvá-Almennar hl. 5,40 5,00 5,90
Skeljungur hf. 3,90 3,80 3,90
Soltis hl. 6,50 4,00
Tollvörug. hl. 1,10 0,97 1,24
Tryggingarmiðst. hf. 4,80
Tæknival hf. 1,00
Tölvusamskipti hf. 4,00 2,50 4,20
Þróunarfélag íslands hf. 1,30 0,60 1,25
CENCIÐ
Gengisskráning nr. 129
12. apríl 1994
Kaup Sala
Dollari 72,57000 72,79000
Sterlingspund 106,54700 106,87700
Kanadadollar 52,39400 52,63400
Dönsk kr. 10,79990 10,83790
Norsk kr. 9,76440 9,80040
Sænsk kr. 9,18390 9,21790
Finnskt mark 13,14320 13,19320
Franskur franki 12,34840 12,39440
Belg. franki 2,05380 2,06200
Svissneskur franki 50,21450 50,39450
Hollenskt gyllini 37,65350 37,79350
Þýskt mark 42,25720 42,38720
ftölsk líra 0,04428 0,04449
Austurr. sch. 6,00610 6,03010
Port. escudo 0,41480 0,41690
Spá. peseti 0,52270 0,52530
Japanskt yen 0,70214 0,70434
írskt pund 102,88800 103,32800
SDR 101,47750 101,87750
ECU, Evr.mynt 81,81030 82,14030
1001 hraðahiitdruit á þjóðvegi nr. 1
Senn i'er aó líóa aö því aó
samgönguráóhcrra búi sig
uppá til að klippa á boróa í
fánalitunum uppi á Vatnsskarói
eða neðst í Bólstaðarhlíðar-
brekku. Það gerist líkast til í ár
að opnað verður fyrir akstur yfir
þann vegarspotta, sem síðastur er
til malbikunar á veginum milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Veróa það tímamót fyrir vegfar-
endur að fá að aka á bundnu slit-
lagi alla þessa leió og smátt og
smátt mun bylting þessi breiðast
út. Síðast berst hún til dreifðari
sveita eins og lög gera ráð fyrir.
Segir ekki hefðin aó til heiða hafi
menn síðast orðið kristnir og
muni þar af leiðandi síðastir gefa
eftir trú sína þótt íbúar bæja og
borga séu ævinlega ofurseldir
ríkjandi vindátt.
Slétt og fellt á yfirborðinu
Víöa hefur mikil samgöngubót
oróið hér á landi síðustu ár enda
var lcngst af farið varlega í allar
vegabætur. Slitlagið var laust en
oft vel glattað, því fyrrum var
lögð rækt við undirlagið og yfir-
borð veganna heflað reglulega.
Það er eins og það haldist í hend-
ur í samgöngusögu þjóðarinnar
að Vegagerðin fór að bjóða út
verk sín og framkvæmdahraðinn
tók að aukast til muna. Hvarvetna
Ijúka menn lofsorói á þaö frant-
tak að geta hóstalaust ekið um
teppalagða vegi fagurra sveita.
Búsmalinn í vegkantinum er ekki
lengur kaffærður í ryki og
miskunnarlausu steinkasti. Bíl-
stjórar mætast nú óblindaðir hvor
á sinni akrein og allt virðist vera
slétt og fellt á yfirboróinu.
Hæðir og hólar
- lægðir og hvörf
Eitthvað er þó bogið viö það sent
undir þessum framförum stendur.
Það kemur á daginn að jafnvel
nýjustu kaflar á þjóövegi eitt, eru
afar flausturslega unnir og hoppa
vegfarendur þar og skoppa eftir
hæðum og hólum eða lægóum og
hvörfum. Það er eins og að aka
eftir gömlu vegununt aó vori aö
afloknunt áburðarflutningum.
Sjaldgæft er að finna meira en
þriggja til fjögurra km vegar-
spotta eggsléttan eins og hann á
aó vera. Ekki ætla ég í örfáum
órökstudduni orðum að kasta
rýrð á verk allra er að vegagerð
standa hvar sent er á landinu.
Hins vegar er ómögulegt aó líta
framhjá þcirri staðreynd að vega-
bæturnar eru ekki nógu vel unn-
ar. Flestir eru ennþá gapandi af
undrun yfir því að hafa yfirlcitt
fengió bundió slitlag á svolítinn
spöl af þjóðvegum landsins. En
kjammamir cru farnir aó síga
saman og gómur skcllur í góm.
Hrifningin er að dala hvað mig
varðar rétt eins og undirlagið hef-
ur dalað á ntis vió þá kafla sent
hal’a risið upp undir efsta línu-
strikaða slitlaginu. Það er eins og
verktakarnir hafi ekki áttað sig á
því að aðeins var hægt að fara á
veghefii eftir yfirborðinu í eitt
sinn. Nákvæntnisverk þaö er erf-
iðara að vinna aftur og aftur eins
og hægt er nteð ntalarvegina. Það
er líka eins og verktakar hafi ekki
ÞANKAR
Á BLAÐ
KRISTJÁN BJÖRNSSON
HVAMMSTANCA
SKRIFAR
áttað sig á því að undirlagið þarf
að vanda enn meir þegar yfir-
borðið er þakió fastri bindingu til
fjölda ára.
Svekkjandi reynsla
Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar
hal'a einnig brugöist vegfarend-
um í starfi því sem þeim er trúað
l'yrir og slakaö á faglegum kröf-
um. Þeir hal'a sætt sig við vinnu-
brögó sem eru ckki nógu góð.
Utkoman cr ekki ásættanleg en
ég læt hér hjá líða að dæma um
hvar hundurinn liggur nákvænt-
lega grafinn í vegkantinunt.
Nú hef ég átt því láni að fagna
að eiga um árabil góóar bifreiðar
sem hvaóa feróalangur getur ver-
ið stoltur af. Ek ég enda tugi þús-
unda kílómetra ár hvert. Hafa
þrjár síðustu bifreiðar mínar ver-
ið sérstaklega markaðssettar sem
ferðabílar fyrir fjölskylduna.
Reynsla mín af vegunum er því
orðin nokkuð svekkjandi. Þetta er
eins og aö kaupa sér far meö nýj-
ustu dís Flugleiða og lenda í
ókyrru lofti og leiðinduni allt frá
flugtaki til lendingar. Þaó þarf
ekki að vera flugmanninum aö
kenna enda hendir þaö aðeins af
og til. Hitt er verra að aka í
ókyrró sýknt og heilagt og eiga
aldrei von um að svífa eftir slétt-
unt vegi, hversu fínni bifreió sem
manni gefst aó ferðast með eða
aka.
Ein gráglettin skýringin á
þessuni ósléttum getur verið sú
að inni í útboðslýsingu Vega-
geróarinnar hafi slæðst fyrirmæli
frá lögregluyfirvöldum. Þau gætu
verið í þá vegu að í hverjum kíló-
metra vegar skuli útbúa fimm til
tíu hraðahindranir, ýmist í formi
kryppu eða hvarfs. Hið minnsta
skuli þar fyrirfinnast 1001 hraða-
hindrun á leióinni milli höfuð-
borganna nyrðra og syðra.
Greinarkorn þetta rita ég í von
um bctrun og með fullri virðingu
fyrir handverki þeirra er leggja
sig frant og leita eftir fullkomnun
við vinnu sína, því verður er jafn-
an verkamaður launa sinna.
Þau láta ekkí deigan síga
Föstudaginn 8. apríl frum-
sýndi Leikklúbburinn á
Kópaskeri viðamesta verk-
cl'ni, sem hann helur tckió til sýn-
ingar á ferli sínum. Verkið er
Láttu ekki deigan síga, Guðmund-
ur. Sýningar cru í Skúlagarði og
leikstjóri, hönnuður búninga, lcik-
myndar og lýsingar er Margrét
Óskarsdóttir. Ljósameistari er
Hlynur Bragason.
Hölundar leikritsins Láttu ekki
deigan síga, Guðmundur eru Edda
Björgvinsdóttir og Hlín Agnars-
dóttir. I vcrkinu cru margir söngv-
ar og eru textarnir cltir Þórarin
Eldjárn, Anton Helga Jónsson,
Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristján
Jónsson, Eugénc Potticr/Svein-
björn Sigurjónsson og fleiri, en
lögin eftir Jóhann G. Jóhannsson,
Gunnar Enander og fieiri. Tónlist-
arstjóri er Hólmgeir Sturla Þór-
stcinsson, cn um hljóðfæralcik
ásamt honurn sjá Ásgrímur Ang-
antýsson og Gunnar Oddsson.
Þcirn félögum tekst vel að skila
sínunt hlut.
Verkiö er ævisaga ungs manns
frá menntaskólaárum til um það
bil miós aldurs. Sagan hefst á tírn-
um ’68 kynslóðarinnar, þegar
mottó þcirra, sem henni tengdust,
voru frjálsræði í ástum og and-
staða gegn kerfinu. Mót-
mælagöngur voru tíðar, dufiað var
við annarlegar skoðanir og trúar-
brögð og hinir ungu leituðu að
því, sem þeir töldu vera nýjan lífs-
stíl og mæti. Upp úr þessum jarð-
vcgi uxu ýmsir sprotar, svo sem
kvennabaráttan, sem kemur viö
sögu í verkinu ásamt mcð mörgu
öðru, sem á þessum tínia og næst
á eftir gerjaðist með þjóóinni og
hcfur skilið eftir sig greinileg spor
fram á okkar daga. Verkiö er því í
raun veruleg þjóófélagsathugun,
sem hefur sögulegan bakgrunn og
á fullt erindi við samtímann rneóal
annars til þess að færa okkur
nokkurn blæ þessa tímabils í sögu
þjóðarinnar.
Leikstjórinn, Margrét Oskars-
dóttir, hefur unniö mjög gott verk
í uppsetningu sinni. Flutningur
vcrksins berst unt allan áhorfcnda-
salinn í Skúlagarði. Lcikið er í öll-
unt hornum og á sviðinu og
kröfugöngur eru gengnar á milli
borðanna, sem áhorfendur sitja
við. Þeir tcngjast því verkinu svo
að segja bcint og verða sem næst
þátttakendur í því.
Ferli verksins er lipurt og lif-
andi. Flutningur er fjörlegur og
greinilegt, að llytjcndur, sem
margir hverjir cru lítt vanir lcik,
hafa notið góðrar tilsagnar. Afar
lítið er um dauða punkta og mjög
eftirtektarvcrt cr, hvc mikla natni
leikstjóri hefur lagt við það að
draga fram ýmiss smáatriði í fasi,
hreyfingum og framsögn, sem
gefa verkinu brag og dýpt.
Hin stærri atriði ganga cinnig
flest vel upp. Þannig cru
fjöldagöngur mcó aðskiljanleg
kröfuspjöld fjörlcgar. Hróp og
köll cru þróttmikil og hafa raun-
sannan brag og uppsctningar, svo
sem á mótmælafundum, í sambýli
hippanna og víðar vel lukkaðar. I
nokkrum tilfellum feflur þó sam-
fella spennunnar nokkuð. Svo er
t.d. á fundi kvennanna, sem er
nokkuó þungur, og í samkvæminu
á heimili Guðmundar, sem einnig
kemst ckki nógu vcl á skrið. I
heild stendur þó, að leikstjóri
virðist hafa haft augu á sem næst
hverjunt llngri og því tekist aó
móta lítt leikvant lið sitt og skapa
vel heildstæða sýningu.
Guðmund Þór 1984 leikur Ei-
ríkur Jóhannsson og gerir vel.
Hann er afar hóglátur í túlkun
sinni, en það fcllur að brag pcr-
sónunnar og þeint tíma, sem hann
cr staddur á í líll sínu, þar sent
hann er að leitast við að gera upp
l'ortíó sína.
Guðmund Þór á fyrri árurn
leikur Gunnar Oddsson. Hann ger-
ir einnig vel í þeim aðskiljanlegu
kringumstæðum, sem fcrli verks-
ins gefur honurn og skapar víóa
raunsanna og skemmtilega per-
sónu.
Garpur Snær, sonur Guðmund-
ar, cr í höndum Helga Þórs Haró-
arsonar. Hlutverkió er mjög kyrr-
stætt, cn Hclgi hefur lifandi brag í
framsögn sinni og fasi og nær því
að móta pcrsónuna á skcmmtileg-
an og kímilcgan hátt.
LEIKLIST
HAUKUR ÁCÚST5SON
SKRIFAR
Konurnar í lífi Guðmundar eru
Halla, leikin af Arnþrúói Erlu
Jónsdóttur, Inga, leikin af Þórnýju
Barðadóttur, Dröfn, lcikin af Jó-
hönnu Gcirsdóttur, Rós, lcikin af
Berglindu Rós Magnúsdóttur, Sig-
urbjörg, leikin af Sigrúnu Jóns-
dóttur, og Arna, leikin af Dagnýju
Haraldsdóttur.
Þessar konur eru allar hver meó
sínum brag og breytast einnig
sumar hvcrjar í ferli verksins.
Leikkonunum sex tckst almennt
vel að draga fram sérkenni per-
sónanna og gera þeim skil. Þær
varða hvcr um sig ákvcðið tímabil
í ferli höfuðpersónunnar, Guð-
mundar Þórs, hafa áhrif á hann og
eru um lci 5 nokkur birting þróun-
ar hans í leit hans að sjálfum sér.
Þessi atriöi skila sér í flestum til-
fellum vel ljóslega í túlkun leik-
kvennanna.
Vinir Guómundar þrír, þeir
Hólmgcir, Eggert og Skúli, fylgja
honum verkiö á enda. Þeir eru
leiknir al'Birni Guðmundi Björns-
syni, Sigurði Tryggvasyni og Ro-
berti D. Boulter. Allir gera hlut-
verkum sínunt vel viðhlítandi skil.
Þeir ná aó tjá þær breytingar, sem
vcróa á persónununi, þegar árin
færast yfir þær og mætin veróa
önnur. Einnig tekst þeim að draga
allvel l'ram í túlkun sinni þau
nterki, scm lífsreynslan setur á
karlana þrjá.
Uppsctning Leikklúbbsins á
Kópaskeri á Láttu ekki deigan
síga, Guðmundur í vel unninni
lcikstjórn Margrétar Oskarsdóttir,
er áfangi á fcrli klúbbsins. Hann
cr ekki garnall að árum, en með
verulcgum rétti má segja, að hann
hafi slitió barnsskónum með þcss-
ari sýningu. Hún er heildstæð,
þrátt fyrir nokkurt spennufall á fá-
einum stöðum, og ber vott metn-
aöi þeirra, sem ætla sér að gera
góða hluti. I þessari uppfærslu
hefur þaö í langfiestu tilliti tekist
með sóma.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
BARNADEILD
Símatími yfirlæknis Barnadeildar hefur verió
fluttur til og er nú.frá klukkan 12.30-13.00 alla
virka daga.
Vinsamlegast geymið þessa auglýsingu, þar
sem ekki er Ijóst hvort breytingin nær aö
komast inn í símaskrá 1994.