Dagur - 30.05.1994, Blaðsíða 11
IÞROTTIR
Mánudagur 30. maí 1994 - DAGUR - 11
HALLÞÓR ARINBJARNARSON
Knattspyrna, 3. deild karla:
Þjófnaður á Króknum
Reynir Sandgerði er í efsta sæti
3. deildar með fullt hús stiga að
loknuni tveimur umferðum. At-
hyglisverðasti leikurinn í deild-
inni sl. föstudagskvöld fyrir
Norðlendinga var tvímælalaust
leikur Tindastóls og Völsungs á
Sauðárkróki. Þrátt fyrir að gest-
irnir væru mun sterkari aðilinn
gekk þeim ekkert að skora og
markalaust jafntefli því niður-
staðan. Á sama tíma steinlá Dal-
vík á heimavelli fyrir Skalla-
grími, 1:5.
Húsvíkingar naga sig án efa í
handarbökin aö hafa oróið af
tveimur stigum á Suöárkróki.
Heppnin var svo sannarlega meó
heimamönnum sem spiluðu óagað
meðan Völsungar áttu mörg góð
færi, nt.a. tvö sláarskot. Sauð-
krækingar gáfu eftir ntiðjuna og
drógu sig aftur á völlinn. Þar
vöróust þcir af krafti, Gísli Sig-
urðsson varði eins og berserkur og
átti sinn þátt í að halda marki
Tindastóls hreinu. „Þeir voru ein-
faldlega sterkari og kannski má
segja aó þetta hafi verið þjófnað-
ur,“ sagði Ólal'ur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Tindastóls.
Tindastóll hefur nú neyóst til
þess að draga 2. flokk sinn út úr
keppni á Islandmótinu vegna
meiósla tveggja lykilmanna.
„Þetta er afar slæmt mál því við
horfðum björtum augum til þessa
2. flokks starfs og ef ekki er 2.
flokkur þá kemur það alltaf nióur
á meistaraflokki seinna mcir,“
sagöi Olafur.
Dalvíkingar riðu ekki feitum
hesti frá Icik sínum við Skallagrím
þó lokatölur, 1:5, gefi e.t.v. ekki
rétta mynd af gangi mála. Birgir
Össurarson skoraói eina mark
heimamanna en Finnur Thorlacius
og Haraldur Hinriksson skorðu 2
niörk hvor fyrir Skallagrím og
Björn Jónsson 1.
Knattspyrna, 4. deild karla C:
Stórt hjá KS
Siglflrðingar virðast mæta
sterkir til leiks í 4. deildinni að
þessu sinni og hafa unnið stór-
sigra í báðum leikjum sínum. Á
laugardaginn unnu þeir HSÞ-b
8:0 en þá fór 3. umferð C-riðils
fram.
Tveir leikmenn skoruðu þrennu
um helgina. Annar þeirra var
Steingrímur Örn Eiðsson sem
skoraói 3 mörk gegn HSÞ-b. Eitt
mark hver skoruðu Hazeda Miral-
em, Steindór Birgisson, Ragnar
Hauksson, Agnar Sveinsson og
Sigurður Árni Leifsson. Tölurnar
Staðan
2. deild karla:
KA-Víkingur 1:2
HK-Þróttur R 0:4
ÍR-Grindavík 0:5
Sclfoss-Lciftur 3:0
Fylkir-Þróttur N 2:1
Þróttur R 2 2 0 0 7:1 6
Víkingur 2 2 003:16
Grindavík 21 107:2 4
Fylkir 2 1104:34
Leiftur 2 1 0 1 4:2 3
KA 2 1 0 1 3:2 3
Þróttur N 2 1 0 1 3:3 3
HK 2 0 02 0:5 0
Selíoss 20 020:50
ÍIl 20 021:80
3. deild karla:
Dalvík-Skallagrímur 1:5
Haukar-Reynir 0:1
Höttur-BÍ 0:2
Tindastóll-Völsungur 0:0
Víðir-Fjölnir 2:2
Reynir 22 005:3 6
Fjölnir 2 1 10 5:3 4
BÍ 2 11 04:2 4
Skallagr. 2 10 16:43
Víðir 2 0 204:4 2
Tindastóll 2 0 20 2:2 2
Völsungur 2 0 20 2:2 2
Haukar 2 0 1 1 2:3 1
Dalvík 2 0 11 3:7 I
Höttur 2 0 0 2 3:6 0
4. deild C-riðill
Magni-Neisti 5:1
Geislinn-Kormákur 0:0
Þryniur-SM 0:2
KS-HSÞ-b
KS 2 2 0 0 13:0 6
Magni 32 0 1 9:4 6
SM 32 0 1 8:5 6
Hvöt 2200 3:0 6
HSÞb 320 1 8:106
Kormákur 3 111 3:4 4
Gcislinn 3 0125:13 1
Ncisti 2 0 0 2 1:6 0
Þrymur 3003 0:8 0
segja meira en mörg orð um yfir-
burði KS. Staðan í lcikhléi var
3:0.
Geislinn frá Hólmavík fékk sitt
fyrsta stig með markalausu jafn-
tefii við Kormák. Leikmenn Kor-
máks sóttu meira í leiknunt cn
Hólmvíkingar vöróust vcl og hirtu
annað stigið.
Þrymur hefur ekki skoraði í
þeim þremur leikjum scm búnir
eru. Á laugardaginn vann SM
sanngjarnan sigur á Þrymsmönn-
um, 2:0. í lcikhléi var staðan 0:1
eftir mark Sigurðar Skarphéðins-
sonar og í þeim síðari bætti Eirík-
ur Oddsson öðru vió fyrir SM
nteð skoti því sem næst frá miðju.
Magnamenn voru nokkuð lengi
aö komast í gang á Hofsósi þar
sent leikið var við heimamenn í
Neista. Ólafur Þorbergsson og
Sverrir Heimisson höfðu þó kont-
iö Grenvíkingum í 2:0 fyrir hlé og
í síóari hálfieik bættust 4 mörk
við. Sverrir Heimisson skoraði tvö
í viðbót og náói því hinni eftir-
sóttu þrennu. Að auki skoraói
Magnús Helgason fyrir Magna og
Magnús G. Jóhannesson fyrir
Neista. Lokatölurþví 1:5.
KA-maðurinn Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (t.v.) sækir að Víkingsmarkinu en Marteinn Guðgeirsson er við öllu
búinn. Marlcirn og félagar fóru suður yfir heiðar með öll stigin.
Knattspyrna, 2. deild karla:
Víkingar hirtu stigin
KA tókst ekki að fylgja eftir
góðri byrjun í 2. deildinni á
föstudagskvöldið. Eftir sigur á
Selfoss í 1. uniferð máttu Akur-
eyringar játa sig sigraða gegn
Víkingum. Leikurinn einkennd-
ist af baráttu og miðjuþófi en fá
marktækifæri litu dagsins ljós.
Þrátt fyrir að vera betri aðilinn
á vcllinum vantaði allan bodd í
sóknarlotur KA meðan Víking-
ar höfðu heppnina með sér.
Það var rcyndar skammt liöið
af Iciknum þegar boltinn lá í KA-
markinu. Þar var að vcrki Trausti
Ómarsson en markió var dæmt af
og Trausta gefið gult spjald þar
sem hann lagði boltann fyrir sig
með hendinni. Ivar Bjarklind
gerói fyrstu alvöru tilraunina til aö
skora í lciknum er góður skalli
hans fór rctt yfir Víkingsmarkió á
24. mín. Átta mínútum síðar átti
Óskar Óskarsson skot að marki
KA en Eggert Sigmundsson varði
vel.
Fyrsta mark leiksins kom á 34.
mín. og var afar umdeilt.
Vítaspyrna var dæmd á KA sem
þcir mótmæltu ákal't en Svanlaug-
ur Þorsteinsson dómari var viss í
sinni sök. Trausti Ómarsson skor-
aði úr spyrnunni cltir tvær tilraun-
ir. Framkvæmd þeirrar síðari vakti
upp cnn frekari mótmæli í herbúð-
um KA þar sem Trausti lagfærði
boltann með höndunum eftir að
spyrnan hafði verið fiautuð á.
Síóari hálfleikur var tíðindalít-
ill framan af. KA var sterkari aðil-
inn, meira meö boltann og spilaói
betur en náði ekki að skapa sér
færi. Sigþór Júlíusson náði þó að
jafna metin mcð skondnu marki á
80. mín. Hann sendi boltann fyrir
markið og Axel Gomez, mark-
Knattspyrna, 2. deild karla:
Leifturmenn af stað
- lögðu Selfyssinga örugglega fyrir sunnan, 3:0
Leiftursmenn unnu góðan sigur
á Selfyssingum á laugardaginn í
2. deildinni. Leikið var á Selfossi
og var sigur Ólafsfirðinga aldrei
í hættu. Lokatölur urðu 0:3 eftir
að staðan í leikhléi hafði verið
0:2. Þar nieð voru fyrstu stig
Leifturs í höfn.
Fyrri hálfleikur var betri af
Leifturs hálfu en sá síðari. Um 15
mínútur voru liðnar þegar fyrsta
markið kom. Það gerði Páll Guð-
mundsson með hörkuskoti utan
við teig, en hann kom einmitt til
Leifturs frá Selfossi. Leiftur hélt
áfram að sækja og Pétur Björn
Jónsson bætti öóru marki við eftir
sendingu frá Sverri Sverrissyni
áður en flautað var til leikhlés.
I síöari hálfleik datt leikur
Leifturs aðeins niður þó áfram
væri nokkuð um færi. Þegar um
15 mín. voru til leiksloka skoraði
Gunnar Már Másson sannkallað
draumamark, skaut boltanum með
föstu skoti utarlega úr teignum al-
veg upp við vinkilinn. Leifturs-
menn náðu sér nokkuð vel á strik í
leiknum, sérstaklega í fyrri háll'-
leik, cn heimamenn verða aó taka
betur á ætli þeir sér aó hala inn
stig í sumar.
Næstkomandi laugardag er
sannkallaöur stórleikur á Ölafs-
firöi þegar Fylkismenn koma í
heimsókn. Mikil stemmning cr
fyrir leiknum enda sjómannadag-
urinn daginn eltir og skip því í
höfn.
vörðar Víkings, missti hann
klau álega yfir sig.
ö Jcins 5 mín. síðar komust
Vík ígar yllr aftur. Þar var á ferð
Gui nundur G. Marteinsson með
1’yiN a snertingu sinni við boltann í
Icikuum. Má segja aó þetta hafi
vcriö cina marktækifæri Víkings í
síðari hálfieik. KA sótti ákaft þær
mínútur sem cftir voru og tvívegis
skall hurö nærri hælum við mark
Víkings. Inn vildi boltinn ekki og
gestirnir héldu suður með öll stig-
in.
Þrátt fyrir aö leika vel saman út
á vcllinum og ágæta baráttu náði
KA ekki að skapa sér veruleg
márktækifæri megnið af leiknum.
Vörn Víkinga var að vísu sterk en
einnig vantaði nteiri bodd í sókn-
arleik KA. Erfitt er að taka cin-
hvcrn út úr KA-liðinu. „Görnlu"
mcnnirnir, Bjarni Jónsson og
Steingrímur Birgisson, standa þó
alltal' fyrir sínu og gaman er aó
fylgjast meö Bjarka Bragasyni
sem aldrei gefur tommu eftir.
Lið KA: Eggert Sigmuntisson, Jóhann
Aniarson (Þórhallur Hinriksson), Bjarki
Bragason, Ásbjörn Jónsson, Halldór
Kristinsson, Stefan Þórðarson, Bjami
Jónsson, ívar Bjarklind, Þorvaldur M.
Sigbjömsson, Steingrintur Birgisson (Jón
H. Einarsson) og Sigþór Júlíusson.
Q □ □
Knattspyrna, KA:
Æfingar hjá yngri flokkum
í dag hefjast knattspyrnuæfing-
ar utanhúss hjá yngri flokkum
KA og eru tímasetningar sem
hér segir:
7. fl (f. 1986 o.y.) cr kl. 11.00
Þjálf. Stefán Þórðarson.
6. fl. (f. 84-85) kl. 10.30
Þjálf. Árni Stefánsson.
5. fl. (f. 82-83.) kl. 9.30
Þjálf. Einvarður Jóhannsson.
4. fl. (f.80-81) kl. 10.30
Jóhannes Bjarnason
3.og 4. fl. kvenna (f. 80 o.y.)
kl. 16.15
Þjálf. Einvarður Jóhannsson og
Þorvaldur Sigbjörnsson.
Leikja- og sportskóli KA hefst
6. júní en nánar verður Sagt frá
skólanum á morgun.
Sumarbúðir
í Hamri
íþrótta- og leikja-
námskeið fyrir börn
6-13 ára verða
í Hamri í sumar.
Upplýsingar
í síma 12080.