Dagur - 21.06.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 21.06.1994, Blaðsíða 2
2 t- ÐAGUR - Þriðjudagur 21. júní 1994 FRÉTTIR Aflaverðmæti utankvóta- fisks 5,6 milljarðar kr. - á síðasta ári Þótt veiði úr ölium helstu nytja- stofnum á íslandsmiðum sé kvótabundin, skilar fiskiskipa- flotinn samt umtalsverðum utankvótafiski á land, sem ýmist er veiddur innan eða utan fisk- veiðilögsögunnar. Á síðasta ári nam þessi utankvótafiskur 94.000 tonnum, að verðmæti 5,6 milljarðar króna upp úr sjó en það samsvarar aflaverðmæti allrar rækju sem veidd var við Island í fyrra, samkvæmt frétt í Fiskifréttum. Innan landhelginnar veiddust 63.000 tonn af utankvótafiski aó verómæti tæplega 3,5 milljarðar króna. Verðmætastur var stein- bítsafiinn sem skilaði 649 milljón- um kr. upp úr sjó; lúóa og blá- langa gáfu nálægt 300 milljónum kr. hvor tegund; keila og langa rúmlega 200 milljónir kr. hvor um sig; sandkoli 169 millj. kr.; lang- lúra 144 millj. kr.; búri 119 millj. kr. og skötuselur 113 millj. kr. Islensk skip veiddu 31.500 tonn af fiski fyrir utan landhelgina á síðasta ári, fyrir tæpa 2,2 millj- arða kr. Þar af fengust 9.700 tonn í Barentshafi að verómæti 850 rnillj. kr.; tæp 2.200 af rækju á Flæmska hattinum aö verðmæti 372 millj. kr. og 154 tonn af línu- fiski við A-Grænland fyrir 27 millj. kr. Loks er að nefna úthafs- karfann sem aðallega var veiddur utan landhelginnar en af honum fengust rúm 19.700 tonn að verð- mæti 932 millj. kr. á síðasta ári. Heildarallaverðmæti íslcnska fiskiskipaflotans á síöasta ári inn- an og utan lögsögu, nam tæpum 51 milljarói kr„ þannig að utan- kvótafiskurinn var um 11% af heildinni, miðað við verðmæti upp úr sjó. KK Arný tók fyrstu skóflustunguna Árný Leifsdóttir, nýstúdent og fulltrúi nemenda í skólanefnd MA, tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu MA í Stefánsiundi á þjóðhátíðardaginn. Skömmu áður hafði verið undirritaður verksamningur sem kveður á urn að byggingarfyrirtækið SS-Byggir hf. á Akureyri, scm átti lægsta tiiboðið í verkið, byggir húsið fyrir um 180 milljónir króna. Á stærri myndinni flytur Tryggvi Gísiason, skóiameistari, ávarp við þetta tækifæri. Texii og myndir: óþh Húsaleiga hækkar Lelga fyrir Ibúðarhúsnæöi og at- vinnuhúsnæði, sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breyting- um meöallauna, hækkar um 0,5% frá og meö 1. júlí nk. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í júnf 1994. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuöi, þ.e. í ágúst og sept- ember nk. Óbreytt launavísitala Hagstofan hefur reiknað launa- vísitöiu fyrir júnímánuö 1994 miöað við meðllaun í maí sl. Er vísitalan 132,2 stig eða óbreytt frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við út- reikning greiöslumarks fast- elgnaveðlána, er því einnig óbreytt eða 2.891 stig í júií 1994. Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar Hagstofan hefur reiknaö vísi- tölu byggingarkostnaöar eftir verölagi um miðjan júní 1994. Reyndist hún vera 197,3 stig og hefur hækkaö um 0,5% frá maf sl. Þessi vísitala glldir fyrir júlí. Síðastliðna tólf mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 3,8% og undanfarna þrjá mánuöi um 0,7% sem jafngildir 2,7% verö- bólgu á ári. Jón Birgir skipaður ráðuneytisstjóri Forseti íslands hefur aö tillögu Halldórs Blöndal, samgönguráö- herra, skipað Jón Birgi Jóns- son, ráðuneytisstjóra sam- gönguráöuneytisins en alls sóttu þrír um stöðuna. Jafn- framt hefur Ólafi S. Valdimars- syni, sem gegnt hefur embætti ráðuneytisstjóra f samgöngu- ráöuneytinu frá 1. júlí 1984, veríö veitt lausn frá því embætti aö eigin ósk frá 1. sept. nk. aö teija. Jöfnunaraögeröir gagnvart ríkisstyrktum skipaiðnaði: Ákvarðanir þarf að taka til lengri tíma og setja skýrari reglur - segja Samtök iðnaðarins og Málmur Ríkisstjórn íslands ákvað um miðjan janúar sl. að veita 40 milljónum króna til að jafna þann aðstöðumun sem íslenskur skipaiðnaður hefur þurft að búa við gagnvart ríkisstyrktum skipaiðnaði samkeppnisþjóða. Reynslan af þessum aðgerðum var góð og uróu þær, auk góörar loónuvertíðar, til jícss að verkefni hér innanlands urðu mun meiri en áætlaó hafði verið. Aficiðingarnar uróu þær að fjármunir til jöfnunar- aðgerða voru uppurnir strax í vor og síóan hefur ríkt algcr óvissa um framhaldið. Þctta ástand hefur varað í röska tvo rnánuði, þegar loks liggur fyrir ákvörðun um að verja til þessara mála 20 milljón- um króna til vióbótar en enginn getur sagt fyrir um það með neinni vissu hvort þessir fjármunir nægja til þess aö ná því markmiði að jafna aðstöðumun íslensks skipaiðnaðar til loka þessa árs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að jöfnunaraðgerðir eru til þess ætlaðar að leiðrétta þann aóstöðumun sern lengi hefur tíðk- ast vegna erlendra ríkisstyrkja og undirboða í erlendum skipaiðnaói. Þcnnan aðstööumun ber stjórn- völdum aó jafna og ákvarðanir um það veróur að taka til lengri tíma og setja þar um skýrar reglur. Skipaiðnaóurinn og vióskiptavinir hans veróa að geta séð lengra fram í tímann en nokkrar vikur í senn hvaóa leikreglur gilda. Fengin reynsla sýnir aó um- rædd lagfæring á samkeppnis- stöðu hefur haft veruleg áhrif í þá átt aó fiytja verkefni til innlendra skipaiðnaóarfyrirtækja. Þess vegna er full ástæða til að óttast þá óvissu sem enn mun skapast cf þessir fjármunir ganga fijótt til þurróar og þaö þeim mun frekar að tilkynnt hefur verið að ekki vcrói um frekari fjárveitingar aó ræða á þessu ári. Verði horfið frá þeim jöfnunar- aðgerðum sem ríkisstjórn ákvað í upphafi þessa árs vegna þess að fjárveiting þrýtur, verða stjórn- völd að grípa til annarra tiltækra aðgerða til aó jafna aðstöðumun íslensks skipaiðnaðar, segir m.a. í fréttatilkynningu Samtaka iðnað- arins og Málms, samtaka fyrir- tækja í málm og skipaiðnaði. KK Fjölbreytt dagskrá á Húsavík Fjölbreytt dagskrá var á Húsavík í tilefni 50 ára lýðveldi- safmælisins 17. júní. Fjölmenni var í skrúógöngu, þar sem konur gengu í íslenskum búningi. Á hátíóardagskrá í Iþróttahöllinni, flutti Sigurjón Jóhannesson, hátíóarræóu, Friórikka Baldvinsdóttir, ávarp fjallkonunnar, Karlakórinn Hreimur söng og yngri og eldri tónlistarmenn komu fram - léku og sungu og sýndar voru leikfimiæfingar frá því fyrr á öldinni. Trúðurinn Skralli tók þátt í hátíóarhöldun- um á Húsavík og eignaóist marga aódáendur. Um kvöldió voru haldnir þrír dansleikir. Myndir: im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.