Dagur - 21.06.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 21.06.1994, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. júní 1994 - DAGUR - 11 Molar úr sögu flugs á Akureyri Við lok fyrstu greinar hafði Flugfélag Islands hið annað í röðinni verið lagt niður og flugvélar þess sendar úr landi, cn eftir stóðu miklar skuldir. Vonir Is- lendinga um innlendan flugrekstur voru að engu orðnar í bili, en erlend flugfé- lög höfóu uppi áform um að millilenda hér á landi á leið yfir Atlantshafiö. Flugfélagsmenn höfðu gert sér miklar vonir í þessu sambandi, en þessar vonir rættust því miður ekki. Mest komu hér við sögu Transamerican Airlines Cor- poration, Pan American Airways og þýska Lufthansa. En nú hefst nýr kafli í flugsögu okk- ar, þegar Agnar Kofoed-Hansen hefur af fádæma hugrekki og harðfylgi flug- nám í skóla danska sjóhersins 23. ágúst 1934. Náminu lauk Agnar síðla árs 1935 og þá komst hann í vinnu hjá DDL, danska ríkisflugfélaginu, fyrst í fiugrekstrardeild cn svo sem fiugmaður í marsmánuði árið 1936. Hjá DDL öðl- aðist Agnar Kofocd-Hansen mikla og dýrmæta reynslu. En þar sem það hafði alla tíð verið óhagganleg ákvörðun Agnars að snúa hcim til Islands og end- urvekja farþegaflug hérlendis, þá hafn- aði Agnar Kofoed-Hansen fastri fiug- mannstöðu hjá DDL og snéri heim til Islands. Agnar var ötull og óþreytandi að vekja athygli á málstað sínum og stuðla að auknum áhuga Islendinga á fiugi hérlendis með eigin flugvélum. Agnar lagói snemma fram þá hug- mynd að stofnað yrði hlutafélag um flugreksturinn. Þar skyldi ríkið leggja fram helming hlutafjár, en einstaklingar hinn hclminginn. Ekki var Agnar Kofo- ed-Hansen heldur í vafa um að hvers konar flugvél skyldi nota. Agnar bendir á, að stofnkostnaður þyrfti ekki að vera meiri en 50 þúsund krónur á þáverði, ef keypt yrði flugvél af Waco gerð, sem Agnar telur henta mjög vel til flugs hér á landi, þar sem hægt var að búa flug- vélina bátum, hjólum eða skíóum, allt eftir því hvaó best hentaði. Agnar segir Waco fiugvélina fara með 230 km hraða á klst. og hún beri tvo farþega auk fiugmanns og pósts. Hér fór sem oft fyrr, áhugi ráða- manna var ekki nógur og Jónas frá Hriflu, þá valdamikill, hafði ekki áhuga á „flugbrölti“ Agnars. (Hugsanleg skýr- ing á litlum áhuga Hriflons, er að þeir Dr. Alexander voru engir vinir.) Ekki lét Agnar Kofoed-Hansen andstreymið draga úr sér kjark. Hann stendur þess í stað að stofnun þriggja félaga, sem stuöla áttu aó vexti og viðgangi flugs á Islandi. Félögin voru Sviffiugfélag Is- lands, Flugmálafélag Islands og Félag fiugmanna- og fiugvélamanna. Mikill áhugi var á þessum félögum og gekk tjöldi manns í tvö þau fyrrncfndu strax, enda áhugi almennings á flugi ávallt mikill. Um svipað leyti skipaði Harald- ur Guðmundsson, samgönguráðherra, Agnar Kofoed-Hansen Flugmálaráðu- naut Ríkisins. Sem fyrr cr sagt var það skoðun Agnars að ríkið ætti að taka þátt í end- urrcisn flugs á Islandi, en hafði ckki er- indi sem erfiði. Þó fékk hann, meó stuðningi ýmissa áhrifamanna, sem gcngið höfðu í Flugmálafélag Islands, Samgöngumálancfnd Alþingis til að samþykkja að hefja tilraunaflug með farþcga og póst. Pcningar fengust ekki í Reykjavík til flugvélakaupa og það var þá scm einhver benti Agnari á að tala viö Vilhjálm Þór, sem skömmu áður hafði tekið við framkvæmdastjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Agnar Kofoed-Hanscn hóf norður- ferö og náði strax tali af Vilhjálmi Þór. A fundi þeirra útlistaði Agnar fyrir Vil- hjálmi áætlun sína. Vilhjálmur Þór tók Agnari vinsantlega, en vildi taka sér umhugsunarfrest. Skemmst er frá því að scgja að Vilhjálmur Þór samþykkti þá áætlun, sem Agnar hafði lagt fyrir hann. Þetta veitti Agnari Kofoed-Han- scn kjark til aó draga aðra og dýrari áætlun upp úr pússi sínu og sýna Vil- hjálmi. Þaó mun hafa hnussað í Vil- hjálmi Þór við þctta, cn hann tók sér umhugsunarfrest að nýju. Þegar Agnar Kofocd-Hansen gekk næst á fund Vil- hjálms Þórs var Vilhjálmur ekki einasta búinn að taka ákvörðun um fiugvéla- kaup, heldur var hann líka búinn aö safna nægu hlutafé. Vilhjálmur Þór fól síðan Agnari að annast kaup á flugvél og útvega á hana hagstæðar tryggingar erlendis. Hið nýja fiugfélag var síðan form- 2. grein Mynd: Gunnur Ásgeirsson. flugmaður, en Gunnar Jónasson flug- vélamaður. Akureyri var í hátíðarbún- ingi í tilefni dagsins og fiugvélin flaug einn hring yfir bæinn og lenti síðan á Akureyrarpolli. Bæjarstjóri og bæjar- stjóm voru í broddi fylkingar mikils mannfjölda. Lítil stúlka færði fiug- mönnunum blómvönd. Margar ræður voru fluttar, og Flugfélagi Akureyrar og starfsemi þess ámað allra heilla. Loks hrópaði mannfjöldinn margfalt húrra. Um kvöldið hélt bæjarstjórn svo boð á Hótel Gullfossi til þcss að fagna þessunt merkisdegi í sögu íslcnskra fiugmála. TF-ORN flaug mikið næstu mánuðina og í lok ársins 1938 hafði fiugvélin fiogið samtals 358 llug og flutt samtals 750 farþcga. Allt gekk þetta ágæta vel og áfallalaust, þó smá- vægileg óhöpp hentu, eins og alltaf ger- ist. Þó undarlcgt sé vom flestar ferðir TF-ARNAR farnar milli Siglufjarðar og Reykjavíkur eða samtals 61 ferð og þó ekki undarlegt í miðju síldarævin- týri. Milli Akureyrar og Reykjavíkur voru farin 60 llug samtals, auk þess voru farin sjúkraflug auk ýmiskonar leigufiugs. Einu ári eftir stofnun Flugfélags Akureyrar sagði Agnar Kofocd-Hansen upp starfi sínu sem fiugmaður hjá flug- félaginu, til þess að taka við starfi lög- reglustjóra í Reykjavík. Ekki lauk þó afskiptum Agnars- Kofoed-Hansen af flugmálum hérlendis við þctta. Hann gcgndi síðan starfi flugmálastjóra Is- lands um árabil. Við starfi Agnars Kofoed-Hansen hjá Flugfélagi Akureyrar tók ungur flugmaður, sem nýlokið hafði atvinnu- mannsprófi í Bandaríkjunum, Orn 0. Johnson. Hann átti ekki síður en Agnar, eftir að hafa rnikil áhrif á þróun fiug- mála á Islandi næstu áratugina. Fyrsti aóalfundur Flugfélags Akur- eyrar var haldinn þann 19. maí árið 1939 og sýndu reikningar félagsins 9.800 króna halla eftir afskriftir. Það kom fram á þessum fyrsta aðalfundi Flugfélags Akureyrar aó alls hefðu ver- ið fluttir 1100 farþegar á fyrsta starfsári Akureyri: Hestasýningar í hverri viku í sumar Hestamannafélagið Léttir á Akur- eyri mun í sumar verða með sýn- ingar á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20 á flötinni fyrir framan Sam- komuhúsið. Fyrsta sýningin verð- ur annað kvöld, miðvikudags- kvöld. Sýningarnar standa yfir í 30-45 mínútur og eru kynntar á íslensku, þýsku, cnsku og sænsku. Hestamcnn í Létti gcra þetta endurgjaldslaust og er ókeypis á sýningarnar. Með þessu framtaki vilja Lcttismenn endurgjalda Ak- ureyrarbæ það sem bærinn hefur látió þeim í té á undanförnum ár- um. Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Léttis í síma 96- 26163. óþh Agnar Kofocd-Hanscn að námi loknu og kominn í skrúða liðsfor- ingja í flugdeild konunglega danska sjóhersins. Þessi mynd birtist í bók- inni Fimmtíu flogin ár og þar kemur fram að Ijósmyndari sé óþekktur. Vilhjálmur Þór, kaupfclagsstjóri á Akureyri, tók málalcitan Agnars Kofocd-Hanscn vel. Mynd: Ur Fimmtíu flogin ár. Ljósmyndari óþekktur. örn Ó. Johnson. Árið 1939 hófust löng afskipti hans af íslcnskum flugmál- um. Mynd: Úr Fimmtíu flogin ár. Ljósmyndari óþekktur. stjóm Kristján Kristjánsson, forstjóri B.S.A., og Guðmundur Karl Pétursson læknir. Frá og með þessari stundu hefur saga farþegafiugs verið samfelld á Ak- ureyri og á landi hér. Nú varð að láta hendur standa fram úr ermum og útvega hentuga flugvél. Agnar Kofoed-Hansen hélt til Noregs í þessum erindum, enda var Evrópuum- boóið fyrir Waco-flugvélaverksmiðj- urnar í Osló og Norðmenn höfðu góóa reynslu af þessari gerð flugvéla. Samn- ingar um kaup á fiugvélinni gengu fljótt og vel. Fest voru kaup á sjóflug- vél af Waco gcró. M.a. gaf norski um- boðsmaðurinn eftir helming umboðs- launa sinna, og munaói um minna. Fyr- ir þetta fé festi Agnar kaup á ýmsum varahlutum og nauðsynlegum tækjum. Sjálfur hélt hann til frekari flugþjálfun- ar til Lufthansa í Þýskalandi, þar scm hann öðlaðist alþjóðlegt flugstjóraskír- teini í desember áriö 1937. Tírna hafði Agnar Kofoed-Hansen líka gefið sér til þess að athuga hentuga lendingarstaði í Eyjafirði, þegar hann beið eftir svörum frá Vilhjálmi Þór forðum. Agnar taldi tvo staði bera af öðrom, þ.e. Melgerðismela í Eyjafirði, sem hann taldi flugvöll af náttúrunnar hendi og tún Jakobs Karlssonar við býli hans Lund ofan við Akureyri. Melgerð- ismclar urðu herfiugvöllur við hernám landsins-árið 1940 og farþegaflugvöllur Akureyringa til ársins 1954 og einnig voru tún Jakobs Karlssonar notuð af einkaflugmönnum. Um svipað leyti var tekin ákvörðun um framtíðarfiugvöll Reykvíkinga og skyldi hann vera í Vatnsmýrinni. TF-ÖRN Ætlað var að Waco sjófiugvél Flugfé- lags Akureyrar kæmi til Islands í febrú- armánuói árið 1938. Nokkur dráttur varð á því aó fiugvélin kæmi, en loks þann 14. apríl árið 1938 sigldi Selfoss, skip Eimskipafélags íslands, inn á Reykjavíkurhöfn með fiugvélina innan- borðs í þremur stórum kössum. Strax var hafist handa við samsctningu fiug- vélarinnar en það verk önnuðust að mestu leyti þeir Bjöm Olsen og Gunnar Jónasson, en þcir höfðu farið til útlanda til þess að kynna sér viðhald Waco flugvéla. Þann 26. apríl árió 1938 var fiugvél- in tilbúin til flugs, en ekki varó af fyrsta fiugi fyrr en þann 29. apríl árið 1938 og þá vitanlega undir stjórn Agn- ars Kofoed-Hansen. Reyndar var fiogið tvisvar þennan dag og allt reyndist í besta lagi. Strax var tekið til við aðalverkefni hins nýstofnaóa Flugfélags Akureyrar, fiugið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Fyrsta feróin var farin þann 2. maí árið 1938. Engir farþegar voru meó en 200 kg af pósti. Agnar Kofoed-Hansen var lega stofnað á Akureyri þann 3. júní ár- ið 1937 og hlaut nafnið Fluglélag Ak- ureyrar. Hluthafar voru ýmsir frammá- menn á Akureyri ásamt Kaffibrennslu Akureyrar h.f. og Utgerðarfélagi KEA á Akureyri. Hlutafé hins nýja Flugfé- lags Akureyrar var kr. 20.000 og fyrstu stjóm þess skipuóu þeir Vilhjálmur Þór, stjórnarformaður, og með honum í TF-Örn í Rcykjavík. félagsins og Waco flugvélin hafði alls flogið um 80 þús. kílómetra. Þrátt fyrir hallarekstur og byrjunarörðugleika horfðu forráðamenn Flugfélags Akur- eyrar björtum augum til framtíóar og hófust þegar handa við útvegun viðbót- ar hlutafjár. Ekki urðu undirtektir eins góðar og þeir áttu von á. Þá kom upp sú hugmynd að leita til Reykjavíkur í von um betri undirtektir og meira hlutafé. Verkefni Flugfélags Akureyrar voru rneð svipuðu sniói árið 1939 og þau höfðu verið árið áður. Undir árslok 1939 hafði TF-ÖRN flogió samtals 1000 feröir innanlands og lent á um þaó bil 50 stöðum. Alls hafði flugvél- inni þá verið flogió samtals í 972 klukkustundir. Mest var fiogið farþega- og póstfiug auk margs konar leigufiugs. Síldarleit var nú líka mikilvægur þáttur í starfscmi fiugfélagsins og þökkuðu útvegsmenn síldarlcitarfluginu að mestu veiðina sumarió 1939. Flugfélag íslands hið þriðja Arið 1940 markar mikil tímamót í Is- landssögunni jafnt í atvinnufluginu, sem og á öðrum sviðum þjóólífsins. Fjárhagsörðugleikar steðja að Flugfé- lagi Akureyrar, erfitt rcyndist að reka TF-ÖRN, hvað þá að auka starfsemina og kaupa fieiri fiugvélar. Þann 3. febrú- ar árið 1940 hlekktist Waco flugvélinni TF-ÖRN á í fiugtaki við Rcykjavík og skemmdist mikið, en ckki urðu slys á mönnum. Ekki kom til greina að leggja árar í bát vió þetta óhapp, heldur var ákveðið aó hraða inntöku Reykvíkinga í lélagið. Samningar höfðu átt sér stað undanfarið og á stjómarfundi í Flugfé- lagi Akureyrar þann 6. febrúar árið 1940 var lagt til að boða til aukahlut- hafafundar og leggja fram tillögu um stofnun nýs flugfélags. Aukahluthafafundurinn var haldinn strax næsta dag þann 7. febrúar árið 1940. Töluveróar umræður urðu um til- löguna og ekki allir henni samþykkir, en loks var hún samþykkt. Smá pex varð um mat á eignum Flugfélags Ak- ureyrar, einkum voru það hinir nýju hluthafar, sem höfðu uppi athugasemd- ir. Eftir smádeilur var þetta mál farsæl- lega til lykta leitt og aðilar voru sáttir við lausnina. Blöðin höfðu líka hvatt til sátta og til kaupa á nýrri fiugvél hið allra fyrsta. Aöalfundur Flugfélags Akureyrar var haldinn þann 13. mars árið 1940 og samþykktir gerðar í samræmi vió það sem áður hefur verið sagt. Jafnframt var samþykkt að brcyta nafni fiugfé- lagsins í Flugfélag Islands h.f. og fiytja heimili þess og varnarþing til Reykja- víkur. Hér með lauk einum merkilegasta þætti flugsögu okkar og líka 2. grein þessara mola. I 3. grein molanna verður fjallað um fiug til Melgeróismela, sjófiugió til Ak- ureyrar og nýjan Akureyrarflugvöll. AKUREYRI rm tMe.itaiúnúUjíZ\ i Mtn&st atftMeiJunui iitii UttHtne'i . HeiÍuo>iluJAiuUfeM im Stutuxei HeiUikm i iatmnei Þessi myndarlegi bæklingur hef'ur verið gefinn út til kynningar á sýn- ingum Léttismanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.