Dagur - 29.06.1994, Síða 2

Dagur - 29.06.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 29. júní 1994 FRÉTTIR Ráðstefna Norrænna byggingamanna á Akureyri: Atvinnumálin stærsti vandinn - auknar árásir á vinnuréttinn, segir Anita Normark, framkvæmdstjóri Atvinnumál byggingarmanna eru eitt helsta viðfangsefni á ráðstefnu sem Norræna bygg- inga- og tréiðnaðarsambandið stendur fyrir á Akureyri þessa dagana. Fundarhöldin hófust með stjórnarfundi samtakanna á mánudag en sjálf ráðstefnan hófst í gær og stendur í tvo daga. Á morgun fara ráðstefnu- gestir í dagsferð til Mývatns- sveitar en heimsókn þeirra til Norðurlands lýkur á föstudag. Um 130 þátttakendur sitja sjálfa ráðstefnuna en um 200 manns komu til Akureyrar í tengslum við hana. Bendt Jensen, fráfarandi for- maður Norræna bygginga- og tré- iðnaðarsambandsins og Anita Nor- mark, framkvæmdastjóri þess, sögðu í samtali við Dag að megin viófangsefni ráðstefnunnar væri að fjalla um á hvern hátt tryggja megi byggingamönnum á Norðurlönd- um atvinnu á komandi tímum en verulegt atvinnuleysi hefur ein- kennt byggingaiðnaðinn þar að undanförnu eins og hér á landi. Verslunin Metró á Akureyri hcfur kcypt húsgrunninn að Hvannavöllum 14, milli Lindu og Metró. Umsvif vcrslunarinnar hafa aukist jafnt og þctt og nú nýlcga hófst sala á gagnvörðu timbri í sólpalla og skjólgirðingar. Með kaup- um á húsgrunninum stækkar athafnasvæði Mctró og bílastæðum fjölgar. Ekki hefur enn verið ákvcðið hvernig svæðið verður nýtt að öðru leyti en því fylgir byggingaréttur og því cru ýmsir mögulcikar í myndinni. Mynd: kk Bendt Jensen frá Danmörku, fráfarandi formaður Norræna bygg- inga- og tréiðnaöarsambandsins og Anita Normark frá Svíþjóð, framkvæmdastjóri þess. Mynd: þi Anita Normark sagði að meðal annars yrði fjallaó um á hvern hátt unnt væri aó vemda vinnurétt byggingamanna en hann yrói nú fyrir miklum árásum þegar fram- kvæmdir drægust saman og at- vinnu skorti fyrir fjölda manna. Leitaó væri leiöa til að verja þenn- an rétt og væri það eitt af við- fangsefnum ráðstefnunnar aó fjalla um á hvern hátt unnið yrði aó því markmiði en allar greinar bygg- ingaiðnaðar og skógarhöggs heyra undir Norræna bygginga- og tré- iðnaðarsambandió. Bendt Jenssen sagði að Norðurlöndin ættu þarna sameiginlegra hagsmuna að gæta þar sem sambærilegar reglur giltu um réttindamálum í þessum lönd- um. Hvað tengsl Norðurlandanna viö Evrópusambandið varðar sagði Bent Jensen að Danir heföu góða reynslu af Evrópusamstarfinu á sviði byggingamála en þeir hefðu einnig áhyggjur af því ef hin Noróurlöndin kæmu ekki til þessa samstarfs. Samstíga gætu Noröur- löndin haft veruleg áhrif innan Evrópusambandsins á þessu sviöi og aó Norðurlöndin stæöu að mörgu leyti framar í þessum mál- um en sumar Evrópuþjóöir. Auk erlendra fyrirlesara fluttu fulltrúar íslenskra byggingamanna erindi á ráðstefnunni og má í því sambandi nefna þá Benedikt Davíósson, forseta Alþýðusam- bands Islands og Guómund Omar Guðmundsson, forseta Alþýðu- sambands Norðurlands en þeir koma báðir úr röóum byggingar- manna. ÞI Samkeppnisráð synjar um undanþágu frá samkeppnislögum: Gjaldskrár tannlækna óheimilar - verölagningarreglur verkfræðinga einnig óheimilar Samkeppnisráð hefur synjað tannlæknum og verkfræðingum um undanþágu til að gefa út verðlagningarreglur og gjald- skrár. Samvinna fyrirtækja sem starfa á sama sölustigi er óheim- il samkvæmt samkeppnislögum. I fréttatilkynningu frá Sam- keppnisstofnun kemur fram að samkeppnisráð telji að undan- þága til útgáfu samræmdra verðlagningarreglna og gjald- skrár geti dregið úr samkcppni. beiðni Tannlæknafélags Islands um undanþágu til að gefa út og nota Iciðbeinandi gjaldskrá vegna þeirra sjúklinga sem ekki eru tryggðir samkvæmt lögum um al- mannatryggingar vegna tann- læknaþjónustu. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. júlí 1994 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 550,80 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.101,60 " " 100.000,-kr. " = kr.11.016,00 Hinn 10. júlí 1994 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.923,80 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1994 til 10. júlí 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 11. júlí 1994. Reykjavík, 29. júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS Samkeppnisráð telur tannlækna og verkfræðinga ekki uppfylla skilyrði til að fá undanþágu frá samkeppnislögum en þau eru m.a. að samkeppni aukist, jákvæð áhrif vegi þyngra en neikvæð eða sér- stakar ástæóur séu fyrir hendi er varða almannaheill. Ráðið telur ekki sýnt fram á aó undanþágur leiöi til aukinnar verndar neyt- enda, lægra verðs eða bættrar þjónustu. Á fundi sínum föstudaginn 24. júní sl. hafnaói samkeppnisráð Sama dag hafnaði samkeppnis- ráð beiðni frá Félagi ráðgjafar- verkfræðinga um undanþágu frá samkeppnislögum. Samkvæmt því er verkfræðingum óheimilt að gefa út Skilmála um verkfræðiráð- gjöf sem fjalia m.a. um verðlagn- ingu og verðmyndun á verkfræði- ráðgjöf. Afrýjunarnefnd samkeppnis- mála staðfesti fyrir réttri viku synjun samkeppnisráðs á beióni Lögmannafélags Islands um und- anþágu til aó gefa út gjaldskrá.GT þar sem geisladískar eru gersemi Hafnarstræti 98 • Ó00 Akureyri • Sími 12241

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.