Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. júlí 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Golfhátíð á Akureyri Jaðarsvöllur við Akureyri verður þungamiðja golfíþróttarinnar hér á landi næstu vikuna. Á morgun hefst á vellinum 53. Landsmótið í golfi en Landsmót er stærsti viðburður golf- áhugafólks á hverju ári. Hverjum golfklúbbi er það metnaðarmál að halda Landsmót og gera það sem glæsilegast en slíkt mótshald þarfnast mikillar skipulagningar og undir- búnings. Félagar í Golfklúbbi Akureyrar hafa enn á ný tekið þetta mikilsverða hlutverk á herðar sér en þeir búa að dýrmætri reynslu, bæði frá fyrri stórmótum á vellinum á undangengnum árum og frá fyrri landsmótum. Mótið er nú haldið á Jaðarsvelli í fjórða skipti á 10 árum en mótið var haldið á vellinum í fyrsta skipti fyrir 28 árum. Eins og fram kemur í blaðinu í dag stefnir í að slegið verði met í þátttakendafjölda á Landsmóti með mótinu á Jaðarsvelli. Sú staðreynd rennir stoðum undir þá skoðun sem sumir hafa á orði að á Jaðarsvelli takist að skapa meiri stemmningu í kringum Landsmót en víða annars staðar. Hver sem skýring kann að vera á miklum og gleðileg- um áhuga golfara á mótinu á Jaðarsvelli hlýt- ur það að teljast viðurkenning fyrir félaga í GA að svo margir vilji sækja þá og Akureyri heim og taka þátt í Landsmóti. Mikið verk er að baki á Jaðarsvelli í uppbyggingu hans en félagsmenn í GA fá með þessum mikla þátt- takendafjölda sönnun þess að uppbygging vallarins hefur verið réttri leið og að eftir- sóknarvert þykir að spila á vellinum. Ástæða er til að bjóða gesti vegna Lands- móts velkomna til Ákureyrar og óska þeim og félögum í Golfklúbbi Akureyrar góðs gengis og skemmtunar á Landsmóti 1994. TÓNLIST I UPPAHALDI I heyskap um helgína - Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri á Húsavík Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Þorgeir B. Hlöð- versson tók við starfi kaupfélags- stjóra Kaupfélags Þingeyinga í janú- ar sl. Það er í mörgu að snú- ast hjá kaupfélagsstjóranum um þessar mundir. Hann snýr heyinu heima á Björg- um í Ljósavatnshreppi áður en hann mœtir í vinnuna á Húsavík um kl. 8 á morgn- ana. „Já, ég er að reyna að grípa í heyskapinn og gá hvort ég get gert eitthvað að gagni við húskapinn enn.“ sagði Þorgeir. Það er ýmis- legt áhugavert að gerast í kjötsölumálum og Þorgeir fimdar um kjötverkun fyrir tvœr álfur, lambakjöt til Sviss og nautakjöt til Bandaríkj- anna. Nú er einnig háanna- tími fyrirtœkja með verslun og ferðamannaþfónustu. Þorgeir tók því Ijúfmannlega að svara spurningum um uppáhaldið sitt, áður en fundatörnin byrjaði einn morguninn í vikunni. Hvað gerirðu helst ífrístundum? Mest hef ég eytt þeim í sveitinni, horgeir B. Hlöðversson. Uppáhaldsdrykkur? Sana cplasafi; Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? Því miður engin. Ætli slokkni ekki íljótlega á rnanni jregar maður leggst útaf. Hvaða hljámsveitJtónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Jassinn er cfst á baugi cins og cr, en ég sleppi að nefna ákveðna flytjendur. Uppáhaldsíþróttamaður? Rétt eftir HM er það Romario, brasilíski framherjinn. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir, en mjög lítið annað. Á hvaða stjórnmálamanni hefurþú mest álit? Halldóri Ásgrímssyni. Hvar á landinu vildir þú helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferlum nú? Ég lít alltaf svo á að ég búi á Björgum. Ég hef ekki leitt hug- ann að því að búa annars staðar. Hvaða lilut eða fasteign langarþig mesttil að eignast um þessar mund- ir? Efst á baugi er aó fullgera íbúð- ^ . . ., , ... ina okkar, þar vantar t.d. eldhús- Eg veró aó viðurkenna að það er innréttini>u égekki. B Hvernig cetlarþú að verja sumar- Er heilsusamlegt liferni ofarlega á baugi hjá þér? þaó er að segja þeim frístundum Það mætti vera ofar á baugi. sem ég á, en þær eru allt of fáar. . . , . , v Hvaða blbð og tímarit kaupir þu? Hvaða matur er í mestu uppáhaldi Ég kaupi náttúrulega Dag og svo hjáþér? kaupi ég Víkurbiaðið á Húsavík Hvað œtlarþú að gera um helgina? Góð lambakjötssteik, sú hefð- og síðan eitthvað af fagritum, Um helgina ætla ég að vera í bundna. eins og Frjálsri verslun og fleiri. heyskap á Björgum, ef viðrar. Eg ætia í vikuferó í Austur- Skaftáfellssýslu, í Lónsöræftn og í jöklaferð. Gamlir söngvar og nýir Feróamenn á Akureyri hafa lcngst af ekki haft að mörgu að hverfa þegar að kvöldi líður og söfn hafa lokað. Þeir hafa þá mátt kúldrast á hótelherbergjum sínum eóa á gistiheimilum, en litla afþreyingu hefur verið að fá. Mikil breyting hefur á oróið á síðustu árum. Kaffístofur og veitingahús af ýms- um toga, sem bjóða ílest upp á ljúflegt umhverfi, hafa sprottið upp. Þar hefur verið unnt að taka sér hvíld á kvöldgöngu og fylgjast með öðrum gestum og blanda geði við fólk. Þetta er góðra gjalda vert. Þjóðlega afþreyingu hefur þó vantað fram undir þetta. Nú hafa einnig orðið þar umskipti. Alia þriðjudaga og fimmtudaga í sumar er boöió til Söngvöku í Minja- safnskirkjunni, þar sem fiuttir verða gamlir íslenskir söngvar og nýir og þeir skýróir á nokkrum tungumálum, svo að erlendir gest- ir megi njóta. Þaó eru Rósa Kristín Baldurs- dóttir og Þórarinn Hjartarson, sem standa að þessu framtaki í sam- vinnu við Minjasafnið á Akureyri. Fyrsta Söngvakan var þriðjudag- inn 28. júní. Flutt var efnisskrá, sem flytjendur hafa undirbúið fyr- Þórarinn Hjartarson. ir sumarið, en henni fylgir cfnis- skrá með skýringum og sögulcgu efni á íslensku og fleiri tungum. Efnisskráin fellur í tvo hluta. I fyrri hluta eru þjóðlög af ýmsum toga og þeirra á meöal sýnishorn af rímum og íslenskum tvísöng eða fimmundarsöng. I seinni hluta eru hins vegar alþýóleg íslensk lög samin á þessari öld. Rósa Kristín og Þórarinn syngja ýmist hvort um sig eða saman og leika gjaman á gítara undir söng sínum. Fróðleiksmolar fylgja munnlega og úr varó vel hönnuð dagskrá, sem vakti ánægju þeirra, sem sóttu fyrstu Söngvök- una. Á þessu fyrsta söngvökukvöldi gætti nokkurrar spennu. Hún kom fram í raddbeitingu söngvaranna og einnig því, að samhæfing í dú- ettum var ekki svo góð sem æski- Iegt hefði verió. Þetta hvort tveggja, sem og til dæmis lítils háttar ruglingur í því, hvernig skyldi staðið að flutningi einstakra lióa í nokkur skipti, á ugglaust eft- ir að lagast og það innan mjög skamms tíma, þar sem hér eru á ferð góðir kraftar, sem vel eiga aó valda því, sem í er ráðist. Ymislegt á Söngvökunni sýndi þetta ljóslega. Þar má nefna góðan flutning Þórarins Hjartarsonar á rímnalögunum, þar sem hinn rétti blær var ríkjandi og einungis skorti heldur dregnari lokatón í nokkur skipti. Einnig var túlkun hans á lagi Sigvalda Kaldalóns við Rósa Kristín Baldursdóttir. ljóðið Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen skemmtilega blæbrigða- rík og lifandi. Rósa Kristín gerði einnig vel í nokkrum laga sinna. Nefna má söng hennar 5 Vikivaka Valgeirs Guðjónssonar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, og í laginu Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal við ljóð Halldórs Laxness. Tón- hæö íell vel að rödd hcnnar í báð- um þessum lögum, en lítils háttar spennu gætti reyndar í hinu síðara. I nokkrum lögum viróist að æskilegra hefði verið að hafa hlut- verkaskipan aðra en var á þessari fyrstu söngvöku. Rósa Kristín söng til dæmis gjarnan fylgirödd- ina í dúettum. Bctur hefði farið víóa ef hún hefói haft aóalrödd. Þau skipti, þar sem Þórarinn söng fylgiröddina, svo sem í laginu Vikivaka komu yfirleitt betur út. Þá kom fyrir í nokkur skipti, að tónhæó var það lág, að rödd Rósu Kristínar naut sín ekki sem skyldi, svo sem í Lilju. Framtak Rósu Kristínar Bald- ursdóttur og Þórarins Hjartarsonar er afar lofsvert og sannast sagna nokkuð undur, að ekki skuli aórir hafa orðið til einhvers álíka fyrr. Þeir, sem greiða götu ferðamanna á Akureyri, eru eindregið hvattir til þess að bcnda þeim á Söngvök- ur þeirra og einnig er næsta víst, að bæjarbúar sjálfir geta sótt á þær ljúfa afþreyingu og ekki síður tals- verðan fróðleik. Haukur Ágústsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.