Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. júlí 1994 - DAGUR - 11 Vaka Jónsdóttir segist vonast til að gestir á sýninguna komi víða að en fyrst og frcmst sé horft til Norðurlands og Austurlands. Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit: Umfangsmikil landbúnaðar sýníng Kefst eftir mánuð Eftir réttan mánuð hefst á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit landbúnað- arsýning sem standa mun í heila viku. Aö sýningunni stendur hlutafélag heimamanna, Lifandi land hf., og hefur undirbúningur staóið frá því um síðustu áramót. Vaka Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Lifandi lands hf., segir ljóst að sýnendur á sýningunni skipti nokkrum tugum en í tengslum við sýninguna verða fjölmargar uppá- komur á sýningarsvæðimi. I raun verður um fjölskylduhátíð að ræða í heila viku, jafnt fyrir þá scm búa í dreifbýlinu og tengjast landbún- aði sem og fyrir þá sem búa í þétt- býlinu. Nokkrir tugir sýnenda „Það stefnir allt í að sýningin veröi umfangsmikil. Þátttakendur skipta nokkrum tugum og enn er að bætast við,“ segir Vaka að- spurð um þátttakendafjöldann. Hún segir að umgjörð sýningar- innar hafi tekið nokkrum breyt- inguin frá því byrjað var að undir- búa hana og að fjölbreytnin hafi aukist. „Upphaflega var sýningin fyrst og fremst hugsuð sem sýning á landbúnaðarafurðum en síðan hafa bæst við aðilar scm sýna aðföng til landbúnaðar. Þessu til viðbótar eru nýir liðir sem tengjast listum og menningu. Þarna verður til dæmis sýnt gamalt og nýtt hand- verk, myndlist og fleira,“ segir Vaka. Sýnt á inni- og útisvæðum Sýningin hefst laugardaginn 20. ágúst og henni lýkur réttri viku síðar, laugardaginn 27. ágúst. Að- al sýningarsvæðið verður íþrótta- húsið á Hrafnagili þar sem vcrður aó finna fjölbreytta sýningu á landbúnaðarafuróum en á úti- svæöum verður m.a. sýning á vél- um og tækjum, gömlum og nýjum bílum, sýnireitum með grænfóð- urs- og korntcgundum og margt fleira. Sýnendur koma víöa að þó flestir þeirra séu af Reykjavíkur- og Akureyrarsvæðunum. Þó fyrst og fremst sé horft til þess að áhorfendur komi af Norður- og Austurlandi segist Vaka vonast til þcss að áhorfcndur komi einnig af Reykjavíkursvæðinu. En hvers er vænst hvað varðar áhorf- endatjölda? „I raun horfum við til bænda- fólks alls staðar að af landinu en auðvitaó væntum við þess cinnig að njóta góðs af nábýlinu við Ak- urcyri. En vió horfum jú fyrst og fremst til norðausturhorns lands- ins þar sem íbúar telja um 40 þús- und manns. Með áhorf- endafjöldann rennum við algcr- lcga blint í sjóinn en búast má við eins og með margt annað hér á landi, að þá spili vcórið stórt hlut- verk um það. Við erum þó búin aö gera samninga við veðurguðina um aö þeir hafi sig hæga þessa vikuna og væntum þess að þeir standi við það,“ segir Vaka. Menningarviðburðir, dagur aldraðra og jeppaleikur I undirbúningi sýningarinnar hefur vcrió miðað við að þcir gestir sem koma langt að geti dvalist á sýn- ingarsvæóinu í nokkra daga og notið þess að skoða sýninguna á lengri tíma og fylgst með þeim viðburðum sem tengjast munu henni. Fyrirkomulag miðasölu verður með þeini hætti að hver miði gildir allan sýningartímann. Eins og áóur segir munu rnenn- ingarvióburðir koma við sögu á sýningartímanum. Nokkur söngat- riði verða, bæði við setningu og á kvöldvökum í tengslum við veit- ingasölu. Þá má nefna aó ætlunin er að cinn dagur verði hclgaður öldruðum og mun þá eldra fólk sjá urn fjölbreytt dagskráratriði á kvöldvöku. Einnig má nefna af- þreyingu fyrir börn og þeir sem áhuga hafa á jeppum geta tekió þátt í léttum jeppalcik Jeppa- klúbbsins 4x4 og Bílabúðar Bcnna. Þcssu til viðbótar má svo nefna að cinn sýningardaginn vcróur haldin ráöstefna um land- búnaó og feróaþjónustu, einn dag- inn verður útimarkaður, annar dagur helgaður börnum, enn annar harmóníkuunnendum o.s.frv. Vaka segir aö á þcim mánuöi sem til stcfnu cr fram aö sýningu verði lokaundirbúningur sýningarinnar en óneitanlega sé mikið starf nú þegar að baki cnda þurfi rnikinn undirbúning að sýningu sem þess- ari. JÓH Sýningarsvœðið Á þcssu svæði verður mikið uni að vcra síðustu vikuna í ágúst þcgar landbúnaðarsýning vcrður haldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.