Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 23.07.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 23. júlí 1944 MANNLÍF Feðgar á léttu nótunum. Gunnar laumaði einhvcrju gullkorni að föður sínum og honum varð orðfall, aldrei þessu Afmælisbarnið tók sér stutta hvíld frá vcrtsstörfum til að gantast við mág- vant. konu sína Líney Gunnarsdóttur frá Húsavík ,sem kom með öllum börnum sínum og mökum þeirra ásamt nokkrum barnabörnum. í afmæli hjá Níelsi Hjónin Níels Halldórsson og Birna Gunnarsdóttir á afmælisdaginn. Hinn kunni KA-maóur og verðlagseftirlitsmaóur á Ak- ureyri, Níels Halldórsson, hélt upp á sjötugsafmæli sitt á dögunum og heiðruðu margir hann á afmælisdaginn, bæói ættingjar, vinir og samferöa- menn hjá KA. Líkt og fyrri daginn þegar Níels er nær- staddur var lífsgleóin í fyrir- rúmi og glatt á hjalla. Ljósmyndari Dags, Robyn Ann Redman, heimsótti Níels og fjölskyldu hans í Kringlu- mýrina þegar veislan stóó sem hæst og festi mannlífið á filmu. Nokkrir gcstanna spjalla saman. Frá vinstri: Baldvin Valdimarsson, bróð- ursonur Níelsar, og Magnea Steingrímsdóttir kona hans. í sófa fyrir miðri mynd sitja systurnar Asrún Asgrímsdóttir (með dóttur sína Höllu) og Guð- rún Ásgrímsdóttir sem situr með Iítinn frænda. Þá koma Páll Valdimarsson og Bjarnfríður Rafnsdóttir, kona hans. Feðgarnir Halldór Ásgeirsson og Ásgeir Halldórsson samfögnuðu Níelsi á afmælisdaginn en Ásgeir er elsti bróðir Níclsar. Flovin Thor var langt að kominn, alla Icið frá Færcyjum. Hann hcfur verið pcnnavinur Níelsar ailt frá því hann fluttist frá Akureyri til Færeyja en kunningsskapur tókst með því í gcgnum félags- starfið hjá KA. Að sjálfsögðu urðu fagnaðarfundir. Bræðurnir Ingólfur og Bragi komu beint af æfingu hjá KA, að sjálfsögðu í fullum skrúða. Þeir eru hér með móður sinni, Ingu Ragnarsdóttur, nuddara í KA-húsinu. Vel fór á með þeim Hjördísi Elíasdóttur, fyrrverandi samstarfsmanni Níels- ar hjá Verðlagscftirlitinu, og Soffíu Halldórsdóttur, systur Níclsar sem bú- sett er í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.