Dagur - 06.08.1994, Side 5
MANNLIF
Laugardagur 6. ágúst 1994 - DAGUR - 5
Einn af hápunktum veislunnar var þegar flutningabíll renndi í hlað með tilheyrandi brölti og setti þennan sérkenni-
lega „afmælispakka“ við bílskúrsdyrnar. Útlit pakkans gaf sannarlega tilefni til að ætla að þarna ætti að hrckkja af-
mælisbarnið umtalsvert en þegar Kolbcinn hafði opnað kassann komu í Ijós ýmsir nytsamir hlutir, svo sem til lax-
veiða, sem afmælisbarnið hefur unun af.
I þrítugsafmaeli
hjá Kolbeini
Kolbeinn Gíslason,
framkvæmdastjóri
* Sjallans á Akureyri,
hélt á dögunum upp á
þrítugsafmæli sitt. Vin-
ir og ættingjar mættu til
veislunnar eins og vera
ber og var glatt á hjalla.
Robyn Redman, ljós-
myndari, leit inn og
festi afmælisbamiö og
veislugesti á filmu.
Jón Egill, bróðir Kolbcins, brcgður á Icik cn við hlið hans cr Margrét, amma
þcirra, og Erla.
Eins og vera ber skal lagið tckið í
afmælisvcislum og það vantaði ekki
þetta kvöldið. Frá vinstri: Tommi,
Gunna, Jón EgiII, Logi, Rannvcig,
Soffía, Ingibjörg og Sigríður.
Hjúkrunarfræðingar
Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, vantar
hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðardeildar-
stjóra.
Um er aó ræóa 60-100% stöðu ásamt bakvöktum.
Á Dalbæ eru íbúar 44, þar af 20 á hjúkrunardeild. í
tengslum við heimilið er einnig rekin dagvistun fyrir
aldraða.
Starfshlutfall og ráðningartími er eftir samkomulagi.
Húsnæði á staðnum.
Þeim sem hafa áhuga fá nánari upplýsingar hjá hjúkr-
unarforstjóra og/eða forstöðumanni í síma 96- 61379.
Innheimtustjóri
Fjármáladeildar KEA
Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir starf innheimtu-
stjóra Fjármáladeildar félagsins laust til umsóknar.
Innheimtustjóri hefur með höndum eftirlit með öllum út-
lánum félagsins og sér um og fylgist með innheimtu
þeirra. Starf innheimtustjóra heyrir undir Fjármálastjóra
vélagsins.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um-
sóknir er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfs-
reynslu þurfa að berast aðalfulltrúa félagsins fyrir 15.
ágúst næstkomandi.
Kaupfélag Eyfiröinga.
Sjúkrahúsið
í Húsavík sf.
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða í eftirtalin störf:
Stöður hjúkrunarfræðinga á legudeildum.
Stöðu hjúkrunarfræðings á skurð- og skiptistofu 80%.
Viðbótarstarf á deildum ef óskað er.
í sjúkrahúsinu er rúm fyrir 62 sjúklinga.
Á Húsavík eru rúmlega 2500 íbúar. Þar er grurmskóli, fram-
haldsskóli og tónlistarskóli. Gód aðstaða er til útivistar,
íþrótta og heilsuræktar. Góðar samgöngur við suðvestur-
hornið. Frá Húsavík er stutt til margra af fegurstu náttúruperl-
um iandsins.
Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunar-
forstjóri, í símum 96-40500 og 96-40542.
Utibússtjóri
Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir stöðu útibús-
stjóra á Dalvík lausa til umsóknar.
Leitað er eftir starfsmanni sem hefur reynslu af at-
vinnurekstri. Viðskipta- eóa rekstrarmenntun er æski-
leg.
Starf útibússtjóra heyrir undir kaupfélagsstjóra. Útibús-
stjóri hefur umsjón meó rekstri félagsins á Dalvík, eftir
nánari ákvörðun kaupfélagsstjóra, sér um skrifstofu fé-
lagsins þar og hefur meö að gera útlána- og inn-
heimtumál útibúsins.
Viðkomandi þarf að geta hafió störf sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfs-
reynslu þurfa að berast aðalfulltrúa félagsins fyrir 10.
ágúst.
Kaupfélag Eyfirðinga.