Dagur - 06.08.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 06.08.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. ágúst 1994 - DAGUR - 7 Þaö eru hitar um alla Akureyri og menn aó ræóa fornsögur eöa leika sér við leikhús, kannski einhver sé aó mála mynd og ef ekki þá kannski bara að berja saman vísu. Vikan er löngu byrjuð. Ekki komum vió að tómum kofanum hjá bakaranum ef vió heimsækjum hann og líklega veröur okkur boðið inn fyrir hjá mörgu góóu fólki, bönk- um við upp á hjá því. Og gangi maður svo þetta sem leiðin liggur úr herbergjum mannsins í hús listamannsins þá stendur manni alveg nákvæmlega á sama hver elgurinn er svo fremi sem hægt er að yrkja fallega heima hjá honum. Heimsóknir er hægt að stunda á Akureyri eins og hverja aðra listgrein, og ekki látum vió deigan síga í seinni tíð. Jón Laxdal opnar sýningu í dag. Og heldur tvær en eina. í eitt ár var hann bæjarlistamað- ur og sýningarnar eru til vitnis um að hann slóraði ekki í vinnutímanum. Það er óþarft aó kynna listamanninn Jón fyrir þeim sem fylgst hafa með listflórunni á Akureyri undanfarin ár. Hann hefur sýnt hér áóur og jafnan gerður góður rómur að framtaki hans. Af einkasýning- um skal telja Rauða húsið, Nýlistasafnið og Gamla Lund. Hann hefur tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum hérlendis sem og í útlönd- um. Eftir hann liggja margar bækur. Það var auósótt verk aó fá hann til að svara mörgum spurningum og fara svörin hér á eftir. - Hvaó ætlar þú að sýna? Iiyrnd keila og köflóttar áttir „Ég hef setið og límt niður tvöhundruð fern- inga. Sumir þeirra eru með blárri slikju og aðrir með grænni og þó má vera aó allir séu þeir rauóir, hafi þeir þá einhvern lit. Ekki hef ég enn komist að því og veit ekki né gæti ég unn- ið mér það til lífs aö skilgreina ferning. Má vera að ástæöan sé sú aó af öllum þessum ferningum mínum, tvöhundruð eða hvaó þeir eru, eru ferningarnir eitthvaó annað en fern- ingar. Eins geta menn auðveldlega lifað við lit- blindu og lagleysi. Vissulega þarf tækni og þó skiptir hún engu máli þegar myndlistin er ann- ars vegar. Hún ræóur aldrei úrslitum um það hvort eitthvað sé gott. En glæsilegri hugsun kemur þú ekki til skila nema með ein- hverri tækni. Hún er alltaf í öóru sæti á eftir hugsuninni sem hún þjónar. Það sem listamanninum liggur á hjarta er það sem hann finnur í daglegri leit sinni um hugar- fylgsni sín. Vió tökum ofan fyrir handalausum myndlistamanni, því hann nær árangri þótt ekki verði það sagt um þann höfuðlausa." Litir gufunnar „Litblindan kemur ekki kúnstinni vió. Og tæplega trúi ég því að lagleysió hrjái tón- skáldin vini mína. Þau spyrja um takt. Sjálfur vinn ég aldrei með lit í þessum venju- lega skilningi, sjatteringu af rauðu á móti drapplituðu, ég vinn með hlutinn þegar hann hefur einu sinni verið til. Og allir hlutir held ég að hafi lit, vatnið er á litinn eins og gufan og steinninn og mitt verk er að setja þessa liti saman. Þó eru takmörk. Ekki hef ég ennþá getað notað glanspappírinn af þeirri einföldu ástæðu að ég veit aldrei hvernig hann er á litinn. Fáist ég við þá tegund af paþpír þá stilli ég honum með öðr- um en blindan gerir það aö verkum að litafletirnir renna saman í svart og verður Ijótt, af því aó glanspappír er að mínum dómi einfaldlega Ijótur. En það hlýtur að vera hægt að vinna meó þessa liti ef hægt er að halda þeim í takti. Hugsun málarans er upptekin af litum, hann er hinn mikli þekjari. Vektorar verksins eiga til að hverfa jafn- skjótt og stundum nokkru áður en myndin er búin. Og þarna er hún, lag eftir lag af lit. Aldrei sé ég Ijósa mynd. Hver veit, kannski það svarta sé brúnt.“ Leiösögumaðurinn vaknar „Og þessi munur á brúnu og svörtu, er greinanlegur í ööru. Eða hver ætli sé munur- inn á mynd og Ijóði og hvernig náum við aó greina hann í smæstu einingu sinni? Ég get ekki verið viss um að á því sé ýkjamikill munur, að sitja og yrkja eða aó sitja og líma. Setan sjálf er ekki það sem maður er að hugsa um. í byrjun veit ég aö óskil- greindur heimur óx í hugarfylgsnum mínum og við hann mátti ég til meó að eiga, hafði ég ekki áður glímt vió þann óskilgreinda heim sem skáldskapurinn er? Og þarna sat ég en límdi og lærðist það að ekki er það löstur á mynd aó vera Ijóðræn og ekki lýtir þaó kvæðió þetta myndræna sem í því er. Smám saman lærir maóur kennileiti í þessum heimi og kemur sér upp einhverjum tilveruhætti, nýju göngulagi og heldur sína leió. Listamaður í einni grein þarf ekki aó standa skilningslaus og ráðvilltur frammi fyrir annarri. í huga hans er rót og í huga mínum og þínum og þessum þarna líka og enda þótt við allir þrír eða þrjúþúsund séum ekki hinn sami þá er þessi rót okkur öllum sameiginleg. Því held ég að á þessu sé ekki munur. Þaö er í mesta lagi svo að þetta er svolítið mismunandi í laginu. Tæplega held ég að hægt sé aó segja að þetta séu ólík form, form er oróió sem notað er og við höfum bara ekki annað. Þaó er maður úti í bæ að semja sinn ferning um leið og annar yrkir sinn. Við getum slitið greinarnar í sundur en munurinn á þeim verður þegar upp er staðið kannski eng- inn. Það sama er hægt að tjá á tveimur stöð- um samtímis. Segjum að skáld yrki um Víet- nam stríðið. Það Ijóó verður ekki eins í laginu og sú mynd sem málarinn málar af því sama stríói. Þegar ádeilusöngvarinn semur sitt lag og Ijóð og þaó í einu, er hugur hans aó því sama hvort heldur hann yrkir orðin eða tón- ana. Hugsun hans er ekki ýmist við orðin eða tónana, hugsun hans er sköpun. Það sem atti mér út í myndlist á sínum tíma var kannski fyrst og fremst það að meö því móti losnaði ég alveg við merkinguna sem ég hafði áóur fengist vió í skáldskapnum. Aó vera laus undan merkingu orósins en glíma þess í stað við merkingu merkingarleysunnar. Vissu- lega er auöveldara fyrir mig að skilja eftir þau skilaboó aó ég hafi farió út í búð að kaupa lifr- arpylsu í ritformi heldur en í teikningu, en kannski flinkum teiknara finnist auóveldara aó teikna þau. Hann hlýtur að koma merkingu til skila en á allt annan hátt.“ Farið í hciinsóknir „Ekki leiddist manni vió þaó í gamla daga að láta sér leiðast. En nú eru aðrir tímar. Allt er breytingum háð og þótt tímamótin verði ekki annaó en eitthvaó eins og að fara upp í vitlausan strætó, þá verður þaó ekki til þess að við förum í vitlausar heim- sóknir og verðum þar um alla rest.“ Fluglæsir hundar „Þaö kemur kannski fyrir manninn sem fæst við ferninga, aó hann hefur límt sína tuttugu rauóu og gerir þá skyndilega svartan og Ijósió rennur upp fyrir honum og hann áttar sig á því að hann er ekki ferningur, hann er eitthvaó allt annaó.“ Þegar gesturinn kveður „Hann hefur máski ort fallegasta kvæðið sitt og er því feginn, heldur upp á það og seilist um hurð og finnur annað sem hann reynir að yrkja betur en það fallegasta næst á undan. Hann vill vita hvað það er sem rekur hann áfram. Við munum eftir því að kínverjarnir sátu heima vió og ortu sínar myndir og mál- uðu sín Ijóð, fundu upp púðrió og prentið og fóru lítið út af landareign sinni. Fóru ekki mikið til Ameríku eða í heimsóknir. En þeir fundu þó sitt upp.“ Spurning - Jón, á maóur þá að vera heima hjá sér? „Maóur á ekki, en má. Kínverjarnir vönduðu sig ofboðslega vió þaó aó vera heima hjá sér og skammast sín ekki fyrir þaó. Það skal vera hægt að vera þetta hérna eins og það er hægt að vera það annars staóar." - Hvað? „Listamaður."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.