Dagur - 06.08.1994, Page 12

Dagur - 06.08.1994, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 6. ágúst 1994 FRAMHALDSSAÚA UAA VÍÐAN VÖLL Hvar er myndin '0861 £>! J? jbiub§uiuso)(C]3Sjo) juXj uXojnsiv v. luununuaðjsejipjcji i jnuopnSoquuy jBSipSjy^ BuunuisSuiupnjs jpunj uinuusuiiofj jbjb b ujVs) Jba puXui issacj Streita Streita er einn af algengari menningarsjúkdómum nú- tímans og álitió er aö allt aö 60% heimsókna til lækn- is tengist streitu beint. Streita getur haft margvíslegar afleiöingar í för meö sér. Til dæmis getur hún hækkað blóðþrýsting og þaö eitt eykur líkur á hjartaáfalli. Langvarandi streita getur líka veikt ónæmiskerfið og marga kvilla í meltingarvegi má rekja til streitu, t.d. magabólgur, magasár, þarma- og ristilbólgur. tekin? ^ ^ wC8v|C8 IMO w 48. kafli: Frá Sigríði Jörundur hét maður, sonur llluga smiðs á Drumboddsstöðum, sem orðlagður var fyrir hagleik, forspá og ófyrirleitni í orðum. Jörundur bjó á Laug, það er hjáleiga frá Haukadal. Hann átti tvo sonu, Þorstein, bónda í Brunavallakoti, sem Gottsvin yngri skar á úlnlið, sem segir frá í Kamb- ránssögu og Þórð, sem tók við búi á Laug eftir föður sinn. Þá bjó í Haukadal Guð- mundur Eiríksson hinn sauðglöggi, sem sagt er að þekkti hverja sauðkind sína, hvar sem hann sá hana tilsýndar með öðru fé. Hann hafði áður búið á Fossi í Ytrahreppi. Þá kvað Magnús Andrésson, er síðar varð alþingismaður, bændavísur um Ytra- hreppsbændur og er þessi vísa um Guð- mund: „Býr á Fossi bóndi og smalinn burinn Eiriks Guðmundur. Fjarðarblossa Freyr er talinn llestum meira sauðglöggur.“ Kona Guðmundar var Guðbjörg Jónsdótt- ir. Var Jón, faðir hennar, bróðir Kristínar („Gottsvinskonu") Guðbjörg var góð kona og dugandi. Eitt af börnum þeirra var Kristín, sem var á aldur við Þórð á Laug og honum snemma gefin - i umtali. Var og kært með þeim, en ekki voru þau trú- lofuð. Þá er Sigríður, dóttir Rósu, var á Torfastöðum hjá Birni presti, dó Jörundur á Laug og Þórður tók þar við búi. Séra Björn vildi Sigríði vel og hugði henni heillaráð að eiga Þórð, er var vel að sér þjóðhagi og að öllu efnismaður. Fýsti hann Þórð að fá hennar og hvarf hann að því ráði. Giftust þau 11. okt. 1841 og var orðlagt hve brúðkaupið var glæsilegt. En brátt sást, að þau voru óskaplík. Hann var búsýslumaður, en hún var meira hneigð til bóka en bústarfa. Kólnaði skjótt milli þeirra og því meir sem lengur leið. Var og grunað, að sumir aðrir bættu eigi milii þeirra. Svo var þá kveðið í Ijóðabréfi: „Það er sagt um Þórð á Laug og Þrúði frænings-veggja að sé slakt á ekta-taug orðið milli beggja." Þá sendi Sigríður móður sinni Ijóðabréf og tjáði henni ógæfu sína. Þar er í þessi vísa: „Yfir dynur ama skúr, yndis kæfir neistann. Forlaganna fjötrum úr fær sig enginn leystan.“ Rósa brá þegar við og reið sjálf austur í Biskupstungur til að sækja dóttur sína. Lét Þórður sér það eigi vera móti skapi að Sigriður færi. Hafði Rósa hana með sér vestur. Skildu þau síðan að lögum. Um þetta var kveðið í Ijóðabréfi: „Unir Þórður einn við ból, afbragðs-smiður rikur: hans er borða- horfin -sól heim til Ólafsvíkur.“ Eftir þetta fékk Þórður Kristínar. Féll vel á með þeim og áttu börn saman. En þau koma ekki við þesa sögu. Það var sumarið 1943 að Rósa sótti Sigriði. í þeirri ferð hefir Rósa séð Heklu, en hvorki áður né síðan. Mun hún þá hafa kveðið vísuna: „Öldruð Hekia er að sjá ísa hökli búin. Þekkir eklu’ei þoku á þrifieg jökla frúin." Raunar er ekki vissa fyrir því, að vísan sé eftir Rósu: Sumir eigna hana Pálínu eða Sigríði, dætrum hennar, sumir Jóni bónda Halldórssyni á Efra-Seli í Ytri-hrepp, sem var vel skáldmæltur og orti iðulega. Sjálf er vísan ekki ólíkleg þess, að tveir hafi kveðið hana, annar byrjað, hinn botnað, eins og þá var títt að hagyrðingar reyndu sig á. Einna almennast mun þó að eigna Rósu vísuna. Sigríður dvaldi eftir þetta í Ólafsvík hjá móður sinni og stjúpu. Og er hún var laus allra mála við Þórð, komst hún í ást- arsamband við ungan mann, er Brandur hét. Hann var efnilegur maður og af góðu fólki kominn. Áttu þau son saman, er hét Óli Líbertín. Var áform Brands að fá Sig- ríðar. En áður en svo langt kæmist and- aðist hann. Foreldrar hans tóku sveininn til sín. Ólst hann upp hjá þeim og ættfólki þeirra. Varð hann efnilegur maður og réðst í siglingar er hann var vaxinn. Hans er ekki meira getið í þessari sögu. Nú segir frá því að, Ásgeirsen fór burt úr Ólafsvík 1846, og varð verslunarstjóri í Óiafsvík. Hann hét Anton Peter Wulf, ungur maður og ókvæntur; Hann bjó með danskri bústýru roskinni, er Katrín hét og var vanalega kölluð „jómfrú Katrín". Þau Gísli og Rósa voru þá enn í Ólafsvík og Sigríður með þeim. Wulf fékk ást á henni og þau hvert á öðru. Það líkaði Katrínu illa. Sigríður ól honum son, er hún kenndi Wulf og lét heita nafni hans. „Jómfrú Katr- ín“ var ekki ánægð og taldi Wulf trú um, að ýmsir aðrir væru engu ólíklegri en hann til faðernisins. Gekk hann því eigi við sveininum og lést mundi sverja fyrir hann. Voru þau bæði stefnd á þing á ákveðnum degi. Daginn fyrir þingið gekk Sigríður í búðina til Wulfs með barnið á handleggnum og kvað vísu: „Ó hve heitt ég unni þérl Um það neitt ei tala. Því er breytt, sem betur fer. Bara’ ég þreytt af svikum er.“ Og aðra lét hún fjúka: „Breyti röngu þjóðmála þing, það erlöngun svanna. Geymir slöngu! um hyggju hring hefirðu öngva tilfinning?” Hvort sem vísurnar höfðu áhrif á hann eða ekki, þá leyfði hann henni, er fyrir rétt kom, að sverja faóernið á hann, og gjerði hún það. Tók hann sveininn til sín og annaðist um uppeldi hans. Varð sá sveinn sjómaður, er hann hafði ald- ur til.'Frá Wulf er það að segja að hann var fá ár í Ólafsvík, sigldi síðan til Kaupmannahafnar og Katrín með hon- um. Þá var hann settur verslunarstjóri fyrir Knudtsensverslun í Reykjavík og fór þangað, en Katrín var eftir í Kaup- mannahöfn. Skömmu síðar tók hann að versla nyrðra. Þar fórst hann í skip- reika. DA65KRA FJOLMIÐLA SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 09.00 Morgunsjónvarp bamanna Sumarbáturinn. Hvar er Krist- ján? Hvar er Valli? Valli í landi hinna fljúgandi teppa. Múmínálf- arnir. Bernskuminningar sækja á Múminpabba. Dagbókin hans Dodda. Doddi tekur lokapróf. 10.30 »« 16.30 Íþróttahomló Endursýndur þáttur frá fimmtu- degi. Umsjón: Samuel Örn Er- lingsson. 17.00 Landsmótlð I golfl Yfiiht um mótiö sem haldið var á Akureyri í fyrri viku. 18.00 íþróttaþátturlnn Umsjón: Fjalar Sigurðarson. 18.20 Táknmálifréttlr 18.30 Völundur (Widget) Bandariskur teikni- myndaflokkur. 18.55 Fréttaskeytl 19.00 Gelmstöðin (Star Trek: Deep Space Nine) Bandarískur ævintýramynda- flokkur sem gerist í niðurniddri geimstöð i útjaðri vetrarbrautar- innar i upphafi 24. aldar. Aðal- hlutverk: Avery Brooks, Rene Au- berjonois, Siddig E1 Fadil, Teriy Fairell, Cinoc Lofton, Colm Me- aney, Armin Shimerman og Nana Visitor. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.40 Kóngur i riki sinu (The Brittas Empire) Breskur gamanmyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Chiis Barrie, Phihppa Hay- ward og Michael Burns. 21.10 Á brautarstöðinnl (The Railway Station Man) Bresk ástarsaga frá 1992. Hér segii frá ekkju sem flytur i friðsælt sjávar- þorp á írlandi. Þar kynnist hún bandariskum einsetumanni og með þeim takast ástir en leynd- armál úr íortíðinni ógnar ham- ingju þeúra. Aðalhlutverk leika Juhe Christie, Donald Suther- land, Mark Tandy, Frank McCu- sker og John Lynch. 22.55 Dauðlnn riður ljósum bestl (Pale Rider) Dularfullur maður kemur i htinn námubæ i villta vestrinu. Bæjarbúar eiga í örðug- leikum með að henda reiður á riddaranum þögla sem Chnt Eastwood leikur. í öðrum hlut- verkum eru Carrie Snodgress, Michael Moriarty og Richard Dys- art. 00.25 Útvarpsfréttlr f dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Kynnii er Rannveig Jóhannsdótt- ir. Perrine Perrine hittir góða vini. Málið okkar. Handrit: Helga Stef- fensen. Vísur: Óskar Ingiraars- son. Nilli Hólmgeirsson. Nilli reynir að bjarga Matta gæsar- stegg. Maja býfluga. Þegar Alex- ander mús þarf á hjálp að halda liggur enginn á hði sínu. 10.25 Hlé 17.50 Hvítatjaldið Endursýndur þáttur frá þriðju- degi. Urasjón: Valgerður Matthí- asdóttir. 18.20 Táknmálsfréttlr 18.30 Okkar á rnlUi (Ada badar: Oss karlar emellan) Sæskur bamaþáttur. 18.40 ÓU (OLA) Norsk barnamynd um tvo gutta sem lenda i ýrasu saman. Þegar sá þriðji kemur til sögu hleypur snurða á þráðinn. 18.55 Fréttaskeytl 19.00 Úr rikl náttúnmnar: Skuggi hérani (Wildlife on One: Shadow of the Hare) Bresk heimildarmynd um héra og þjóðtrú sem þeim er tengd. 19.30 Fólklð í Foraælu (Evening Shade) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í léttum dúr með Burt Reynolds og Marilu Henner í aðalhlutverkum. 20.00 Fréttlr og íþróttlr 20.40 Veður 20.45 LíílðoglliUn Hahdór Haraldsson pianóleikari í viðtah við Þórarin Stefánsson. Hann ræðir m.a. um grundvahar- lífsviðhorf og heimspeki sem hef- ur hjálpað honum að vinna gegn álagi og kvíða sem hstamaður. Dagskrárgerð: Tage Ammendrup 21.20 Ég er köUuð Liva (Kald mig Liva) Danskui ham- haldsmyndaflokkur eftir Sven Holm í fjórum þáttum um lífs- hlaup dægurlaga- og revíusöng- konunnar Oliviu Olsen sem betur var þekkt undir nafninu Liva. Tíð- arandi og tónhst milhstríðsár- anna er áberandi i þáttunum. 22.45 Upp á Uí og dauða (Fighting for Gemma) Bresk sjón- varpsmynd sem byggir a sann- sögulegum atburðum sem tengj- ast kjarnorkustöðinni í Sellafield, en í nágrenni stöðvarinnar er hvitblæði mjög algengt í börnum. Leikstjóri er Juhan Jarrold. Aðal- hlutverk: David ThrelfaU, Jenni- fer Kate Wilson, Lorraine Ashbo- urne og Gary Mavers. 00.15 Útvarpsfréttlr i dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 18.15 Táknmál8fréttir 18.25 Töfraglugginn 19.00 Hvutti (Woof VI) Breskur myndaflokkur um dreng sem á það til að breyt- ast í hund þegar minnst varir. 19.25 Undir Afríkuhimni (African Skies) Myndaflokkur um háttsetta konu hjá fjölþjóðlegu stórfyrirtæki sem flyst til Afríku ásamt syni sínum. Þar kynnast þau lífi og menningu innfæddra og lenda í margvíslegum ævintýr- um. Aðalhlutverk: Robert Mitch- um, Catherine Bach, Simon James og Raimund Harmstorf. 20.00 Fréttír og íþróttir 20.35 Veður 20.40 Gangur lífsins (Life Goes On II) Bandarískur myndaflokkur um daglegt amstur Thatcher-fjölskyldunnar. 21.30 Sækja8t sér um líkir (Birds of a Feather) Breskur gamanmyndaflokkur um systurn- ar Sharon og Tracy. Aðalhlut- verk: Pauline Quirke, Linda Rob- son og Lesley Joseph. 22.00 Kynleg kaupmennska (Sex Sells) Þessi þáttur lýsir því hvernig mannslíkaminn er not- aður með kynferðislegum vísun- umvið auglýsingagerð. Þýðandi er Ömólfur Ámason. 23.00 EUefufréttlr 23.15 Evrópusamband póiitíkusa Ingimar Ingimarsson fréttamaður ræðir við Jacques Santer for- sætisráðherra Lúxemborgar og tilvonandi forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Viðtalið var áður sýnt þriðjudag- inn 2. ágúst sl. 23.40 Dagskrárlok STÖÐ2 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 09:00 Morgunitund 10:00 Dennl dæmalauil 10:30 Baldur búálfur 10:55 Jarðarvinlr 11:15 Simml og Sammi 11:35 Eyjaklikan 12:00 Skólalif í ölpunum 12:55 Gott á grlllið 13:25 Heimur horfins tima (The Lost World) Ævintýramynd um leiðangur sem er farinn í myrkviði Afríku til að kanna sögusagnir um að þar sé að finna lífverur frá forsögulegum tíma. 15:00 Löður (Soapdish) Lífleg og skemmtileg gamanmynd þar sem sögusviðið er kvikmyndaver þar sem fram- leidd er vinsæl sápuópera. Aðal- hlutverk: Sally Field, Kevin Kline ogWhoopi Goldberg. 16:30 Skúrkurinn (The Super) Bráðskemmtileg gamanmynd um óþolandi leigu- sala sem er dæmdur til aðsæta stofufangelsi í einni af íbúðarhol- um sínum þar til úrbætur hafa verið gerðar. 17:55 EvrópBki vinsældalistinn 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:00 Falin myndavél (Candid Camera) 20:25 Mæðgur (Room for Two) 20:55 Fjarvistar8Önnun (Her Alibi) Tom Selleck leikur höfund sakamálasagna sem er í baklás eftir að eiginkonan yfirgaf hann. Karlinn blaðar í réttarskjöl- um í leit að hugmyndum og rekst þar á mál Ninu Ionescu sem er sökuð um morð. Hann telur að hún hljóti að vera saklaus og ákveður því að útvega henni fjar- vistarsönnun - en það hefði hann betur látið ógert. 22:30 Hægri hönd McCarthys (Citizen Cohn) Mögnuð sjón- varpsmynd um lögmanninn Roy Cohn sem var einn helsti ráðgjafi Josephs McCarthy á sjötta ára- tugnum þegar vammlausir ein- staklingar voru ásakaðir um land- ráð og þjóðhættulega starfsemi. James Woods fer á kostum í titil- hlutverkinu. Stranglega bönnuð bömum. 00:25 Rauðu skómir (The Red Shoe Diaries) Erótískur stuttmyndaflokkur. Bannaður bömum. 00:55 Váboðinn (Something Wicked This Way Comes) Dularfullur tívolíhópur slær upp tjöldum sínum í úthverfi blómlegs smábæjar og býður íbú- unum úrvalsskemmtun - gegn einum of háu gjaldi. Tívolíið vek- ur áhuga ungra drengja sem sniglast í kringum tjöldin og verða margs vísari. Stranglega bönnuð bömum. 02:30 Bannsvæðlð (Off-Limits) Buck McGriff og Albaby Perkins eru í glæparann- sóknardeild hersins. Þeir eru sendir til Saigon þegar Víetnam- stríðið stendur sem hæst til að rannsaka hrottaleg morð sem þar hafa verið framin á sex vændis- konum. Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Gregory Hines og Am- anda Pays. Stranglega bönnuð bömum. 04:15 Dagskrárlok STÖÐ2 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 09:00 Bangiar og bananar 09:05 Dýraiögur 09:15 Tannmýtlumar 09:20 Kiia UUa 09:45 Þútund og eln nótt 10:10 Seiam opnlit þú 10:40 Ómar 11:00 Aftur UI framtíðar 11:30 Krakkamlr vlð flóann 12:00 íþróttlr á tunnudegi ■ lógó 13:00 Sönn áit (True Love) Vel gerð, bragðmikil og frískandi kvikmynd um ungt, ítalskt par sem ætlar að gifta sig. Brúðguminn, Michael, er dálitið barnalegur en brúðurin, Donna, heldur um stjómtaumana og læt- ur engan komast upp með neitt múður. 14:40 AUtíbeita lagl (Stanno Tutti Bene) Hugljúf og skemmtileg mynd um gamlan mann sem hefur það markmið að láta gamlan draum rætast, gerast ferðamaður og heimsækja börnin sin um geivalla Ítalíu. Við fylgj- umst síðan með þeim gamla á ferð hans en hans bíða margar óvæntar uppákomur. 16:40 Lognið á undan storminum (Baby, the Rain Must Fall) Henry hefur setið inni fyrir að leggja í ölæði til manns með hnífi. Nú er hann laus og hittir eiginkonu sina og dóttur á ný. Harrn dreym- ir um að verða söngvari og á knæpunum lendir hann fljótlega aftur í gamla farinu. 18:15 Gerð myndarinnar Ma- verick 18:45 SJónvarpsmarkaðurinn 19:1919:19 20:00 Hjá Jack (Jack's Place) 20:55 VUIurvega (Finding the Way Home) Áleitin mynd um miðaldra og ráðvilltan verslunareiganda sem missir minnið en sér aftur ljósið í myrkr- inu þegar hann kynnist hópi suð- ur-amerískra innflytjenda. Mað- urinn á bágt með að horfast í augu við breytta tima en finnur styrk í því að mega hjálpa þessu ókunnuga fólki. 22:25 60 mínútur 23:15 GlattáhjaUa (The Happiest Millionaire) Söngva- og dansamynd sem lýsir á gamansaman hátt heimihshald- inu hjá miljónamæringnum Ant- hony J. Drexel Biddle. 01:35 Dagskrárlok STÖÐ2 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 17:05 Nágrannar 17:30 Spékoppar 17:50 Andinn í flöskunni 18:15 Táningarnir í Hæðagarði 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:1919:19 20:15 Neyðarlínan (Rescue 911) 21:05 Gott á grillið 21:40 Seinfeld 22:05 Hver var Lee Harvey Oswald? (Who was Lee Harvey Oswald?) Bandarísk heimildarmynd í tveim hlutum sem gerð var í tilefni þess að í nóvember á síðasta ári voru þrjátíu ár liðin síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dallas. 23:00 Útíbláinn (Delerious) Þessi geggjaða gam- anmynd fjallar um handritshöf- undinn Jack Gable sem hrekkur úr sambandi þegar álagið er að sliga hann og smellur inn í draumaheim sápuóperunnar. Að- alhlutverk: John Candy, Mariel Hemingway og Emma Samms. 00:35 Dagskrárlok RÁSl LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 6.45 Veðurfregnlr 6.50 Bæn Snemma á laugardagsmorgni 7.30 Veðurfregnlr Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.00 Fréttir 8.07 Snemma á laugardagi- morgnl • heldur áfram. 8.55 Fréttir á eniku 9.00 Fréttb 9.03 Lönd og lelðlr Þáttur um ferðalög og áfanga- staði. 10.00 Fréttir 10.03 Með morgunkaffinu 10.45 Veðurfregnlr 11.00 í vlkulokin 12.00 Útvarpidagbókln og dag- ikrá laugardagsini 12.20 HádegisfrétUr 12.45 Veðurfregnlr og auglýs- ingar 13.00 Fréttaauki á laugardegl 14.00 Ég hef nú aldrel... Þegar Útvarpið kom þjóðinni í uppnám. Fyrsti þáttur af þremur. 15.00 Tónvakinn 1994 Tónlistarverðlaun Ríkisútvarps- ins. Þriðji keppandi af sjö: Guð- rún María Finnbogadóttir, sópr- an. 16.00 FrétUr 16.05 Tónlelkar 16.30 Veðurfregnlr 16.35 Hádeglslelkrit Uðlnnar vfku: Sveitasæla eftir Kristlaugu Sig- urðardóttur. Fyrri hluti. 18.00 Djassþáttur 18.48 Dánarfregnir og auglýi- ingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veður- fregnir 19.35 Óperuipjall Rætt við Heiðar Jónsson, snyrti,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.