Dagur - 06.08.1994, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 6. ágúst 1994
Svalandi grasöl
að bárðdælsk-
umsið
í Báróardal hefur alla tíð við-
haldist sá siður að nýta jurtir til
ölgerðar. Grasöl er svalandi og
hressandi drykkur sem er soð-
inn úr aðalbláberjalyngi, hrúta-
berjalyngi, blágresi og nokkr-
um stráum af reyr.
Jurtasöfhun í
Fnjóskadal
Á Hallgils-
stöóum í
Fnjóskadal
hafa hjónin
Tryggvi og
Kristín tínt,
þurrkaó og
selt jurtir.
Þau tína
birkilauf,
blóðberg,
fjallagrös,
vallhumal og
maríustakk.
Að sögn
Kristínar er
aukin eftir-
spurn eftir íslensku birkilaufi en
jurtirnar eru seldar í Heilsuhominu
á Akureyri. Jurtimar eru að sögn
starfsmanna Heilsuhomsins eink-
um nýttar í te og sem krydd.
Xe úr birkilaufi
og elftingu
Álfhildur Jónsdóttir sem býr í
Víóifelli í Fnjóskadal hefur tínt
jurtir í te og selt það í mark-
aðshúsi Handverkskvenna
milii heiða sem er við Goða-
foss.
Álfhildur segir uppistöðuna
í sínu tei vera birkilauf og elft-
ingu en auk þess sé í blöndunni
mjaðjurt og vallhumall. Álf-
hildur benti einnig á gamla
uppskrift af fimmtegundatei en
í þaö var notað blóðberg,
smári, rjúpnalauf, ljónslappi og
vallhumall. Állhildur sagðist
ekki geta ímyndað scr annað
en að te úr íslenskum jurtum
væru mun hollari en te unnin
erlendis. Hún sagði það um-
hugsunarefni að fluttar væru
inn margar tegundir jurta ætl-
aóar til heilsubóta sem yxu
víða hér á landi.
íslenskar jurtir
sem krydd
Sífellt fleiri veröa sér úti um
íslenskar jurtir til að nýta sem
krydd. I Kryddbókinni eftir
Harald Teitsson er fjallaó um
fjölda kryddjurta. Þar segir um
birkilauf að það gefi gott bragð
í grillsteikina hvort sem um er
að ræöa kjöt eða fisk. Blóó-
berg, sem er systurplanta
kryddjurtarinnar timian, er
mjög mikilvæg kryddjurt sem
má nota til dæmis í fiskrétti,
pottrétti og villibráð og fjölda
annarra rétta. Auk þess eru
ýmsar íslenskar jurtir sem ekki
hafa verið á borðum lands-
manna farnar að rata á matseó-
ilinn, til dæmis hundasúrur og
njóli.
„Að nýta það sem náttúran gefúr“
Hefur þú velt því fyrir þér þegar þú gengur um íslenskt
óræktað land, móa, mýrar, holt og hæðir, að plönturnar
sem þú stígur á séu ef til vill til margra hluta nytsamlegar,
að hægt sé að vinna úr þeim ljúffenga drykki eða græðandi
smyrsl? Á síðustu árum hefur íslenskum jurtum verið gef-
inn æ meiri gaumur og nú er margt áhugafólk að þreifa sig
áfram með nýtingu íslenskra jurta og hefja framleiðslu á
vörum sem unnar eru úr þeim.
íslensk jurtasmyrsl frá
Gígju á Fossbrekku
I Fossbrekku á Svalbarósströnd
býr Gígja Kjartansdóttir til húð-
smyrsl og krem úr íslenskum jurt-
um. Smyrslin eru sérlega græð-
andi og algjörlega án aukaefna.
Þau hafa reynst fólki sem þjáist af
psoriasis og exemi sérstaklega vel.
- Gígja, hvenær byrjaðir þú að
útbúa smyrsl úr jurtum?
„Það eru um það bil tvö ár síð-
an ég fór að gera smyrsl. Fyrst
reyndi ég gamlar uppskriftir en
síðan fór ég að endurbæta þær og
útbúa ný smyrsl, sú þróun tók um
það bil ár. Ymsir reyndu þessi
smyrsl og það kom í íjós aó þau
hjálpuðu fólki sem á við exem og
psoriasis aó stríða. Þeir sem
reyndu smyrslin hvöttu mig til að
halda ál'ram framleiðslunni og
hefja sölu á þeim. I þeim eru eng-
in aukaefni cða rotvarnarefni
heldur eingöngu náttúruefni, unn-
in úr því sem guðsgræn náttúran
gefur.“
- Hvar selur þú smyrslin?
„Ég sel þetta bara sjálf. Ymist
hér heima eða á útimörkuðum. Ég
hef ekkert þurft að auglýsa þessa
vöru. Þeir sem kynnast smyrslun-
um leita til mín aftur og aftur og
vísa öðrum á mig, þannig spyrst
þetta út.“
- Eru það fyrst og fremst þeir
sem berjast við húðsjúkdóma sem
eru viðskiptavinir þínir?
„Já, það má segja það. Þeir sem
hafa fengió krem hjá mér til aö
bera á exem og psoriasis koma
aftur og aftur til að fá krem og
þannig tekst þeim að halda útbrot-
unum niðri. Þeim hentar best
smyrsl úr vallhumli og kamillu.
Vallhumallinn er þekktur fyrir
aó vera græðandi jurt og er talinn
ein af bestu lækningajurtunum hér
á Islandi. Kamillan er hins vegar
erlend, hún vex ekki hér en passar
mjög vel meó vallhumlinum. Ég
kynntist henni þegar ég bjó í
Þýskalandi, hún er mjög góð sem
bólgueyðandi jurt.
Fíflahunang frá
Rögnu á Kálfsá
Ragna Björgvinsdóttir sem býr
á Kálfsá í Ólafsfiröi hefur
fengist við geró hunangs úr ís-
lenskum túnfíflum.
Ragna segist hafa fengist
vió hunangsgerðina í fimm
sumur. Hún tínir fillana, þvær
og sýður gulu blómin, sem
flcstir reyna að losna vió úr
blettinum sínum, og cftir
nokkra vinnslu er gómsætt
fiflahunang komið í krukkurn-
ar. Ragna segir hunangið vin-
sælt bæói sern viðbit meó kexi
og brauði og ekki síður út í
hcita drykki til bragðbætis og
heilsubótar.
Ragna hefur einkum gert
tvær gerðir hunangs, annars
vegar úr fíflum eingöngu og
hins vegar úr fiflum og blóó-
bergi. Hún hefur cingöngu selt
hunangið á útimörkuðum og
frá heimili sínu.
Þegar slæmar kvefpestir
herja á nágranna hennar eykst
aðsóknin í fíflahunangió enda
túnfífillinn, samkvæmt bókinni
íslenskar lækningajurtir, senni-
lega sú jurt sem nú er mest
notuö til lækninga.
Ragna segir algjörlega
nauðsynlegt að tína fifiana
fjarri ntcngun og óltreinindum
og í Ólafsfiröi cr hún vel í
sveit sett hvaó það varöar. KLJ
En það leitar líka til mín fólk
sem á við ýmis önnur húðvanda-
mál að stríða, svo sem of þurra
húð, þurrkubletti, húðsprungur og
unglingabólur. Svo vilja margir
nota kremið aóallega vegna þess
að það er algjörlega náttúrulegt og
án aukaefna.“
- Ertu með fleiri tegundir al'
smyrslum?
„Ég er með tvær aðrar, önnur
er úr njóla og rauðsmára en þær
jurtir vaxa báðar hér. Rauðsmár-
inn eru talin góð lækningajurt fyr-
ir barnaexem og njólinn er mýkj-
andi og græðandi fyrir húóina.
Þetta krem hentar öllum til að
mýkja upp harða húð, sprungur og
þess háttar.
Hin tegundin er meira krem en
smyrsl. Kremið er ekki eins virkt,
virkar ekki eins sterkt á húðina,
enda ætlað öllum húótegundum
hvar sent er í andlit, á líkamann,
hendurnar eða fæturna. Kremið er
létt og ekki eins feitt eins og
smyrslin. Þaó er unnið úr vall-
hurnli og kamillu eins og annað
smyrslið en er unnið á allt annan
hátt."
- Hefur þú útbúið smyrsl úr
fieiri íslenskum jurtum?
„Ég hef reynt margar jurtir en
ég enda alltaf aftur á vallhumli og
nota kamilluna alltaf með öllum
íslensku jurtunum. Þessar tvær,
kamillan og vallhumallinn eru
mjög góðar og ég hef fengið
mikla reynslu í að vinna þær.“
- Hvar tínir þú jurtirnar?
„Ég reyni að finna góóa staði.
Þeir verða að vera fjarri öllum
átroðningi, staðir þar sem jurtin
vex í algjörlega náttúrulegu og
ómenguðu umhverfi. Það þarf að
gæta þess sérstaklega að tína ekki
jurtir þar sem borin hefur verið á
tilbúinn áburður."
- Fólki er þá óhætt að leita til
þín ef það hefur áhuga á að prófa
smyrslin?
„Já, en ég vil taka það fram aö
ég gef mig alls ekki út fyrir að
vera neins konar grasalæknir, ég
er bara áhugamanneskja um þessa
hluti. En ég er alsæl þegar við-
skiptavinir mínir hafa samband
við mig og segja mér frá því hvað
smyrslin hafa getaó hjálpað
þeim,“ sagði Gígja Kjartansdóttir í
Matur úr móum og skógum
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sem starfar hjá Náttúrufræði-
stofnun gaf okkur upplýsingar
unt íslenska matsveppi. Að sögn
Guðríöar eru einkum þrjár teg-
undir sveppa, sem vaxa hér og
auðvelt er að safna miklu af á
skömmum tíma. Sveppirnir vaxa
á rótum trjáa og því er þeirra
helst að leita þar.
Kúalubbi vex í skjóli birki-
trjáa og hann er að sögn Guðríð-
ar svo góóur að fiugurnar éta
hann um leió og hann sprettur
og því er erfitt að finna
óskemmda kúalubba. Hjá furu-
trjám vex furusveppurinn og við
hlið lerkitrjánna sprettur lerki-
sveppurinn upp. Þeir eru báðir
mjög góðir og auðveldir í tínslu.
Þegar búið er að tína sveppina
þarf að hreinsa þá og matreióa
eða ganga frá þeim til geymslu.
Guðríður sýóur sína sveppi í ör-
litlu vatni í nokkrar mínútur og
geymir þá í frysti til vetrarins.
Guðríður segir vaxandi áhuga á
sveppatínslu og nýtingu íslensks
gróðurs á tjölbreyttan hátt.
011 þekkjum við berin, blá-
ber, aóalbláber, krækiber og
hrútaber. Flest haust getum við
tínt þau, fryst, hleypt, sultaö og
búió til saft og notið þess að
borða berjaskyr, það kunnum
við öll.
Ekki má gleyma íslensku
fjallagrösunum en þau eru notuð
í te, fjallagrasamjólk og ysting.
Það er alveg sérstök stemmning
aó fara í grasaheiði. KLJ
Fossbrekku.
Gígja sagóist vilja benda
áhugafólki um íslenskar jurtir á
bókina Islenskar lækningajurtir
eftir Arnbjörgu Lindu Jóhanns-
dóttur. Hún sagði aó sú bók væri
mjög fróðleg og aðgengileg.
Til gamans má geta þess að
Gígja útbýr teið sitt úr mjaðjurt,
bragðbætir það með blóðbergi eða
kcrvill og notar fjallagrös í matar-
brauðin sín. KLJ
Ljúfengt te úr
móum Aðaldals
Hjónin á Sandi II í Aðaldal,
Hólmfríður Bjartmarsdóttir og
Siguróur Ólafsson liafa á síó-
ustu árum tínt íslenskar jurtir í
tc og selja nú þrjár mismun-
andi tegundiraf jurtatei.
Aö sögn Hólmfríðar hefur
eftirspum eftir jurtatei aukist
jafnt og þétt en þau selja teið í
Heilsuhorninu á Akureyri og
heilsubúðum á höfuðborgar-
svæðinu. Þau hjónin hafa sett á
markað þrjár mismunandi jurta-
tesblöndur, blóðbergsblöndu,
fjallagrasablöndu og vallhum-
alsblöndu auk þess sem þau
selja hrcint blóðbcrg.
í blóóbergsblöndunni eru
auk blóðbergs birkilauf, aðai-
bláberjalyng og einir. í fjalla-
grasablöndunni er auk fjalla-
grasa birkilauf, sortulyng, einir
og bcitilyng. í vallhumals-
blöndunni er auk vallhumals
birkilauf, aðalbláberjalyng og
ætihvönn. Þessar jurtir eru aó
sögn Hólmfríðar allt virkar
lækningajurtir og hún vill
benda þeim á sem hyggjast
tína sér jurtir í te aö kynna sér
jurtimar áður en þeirra er
neytt.
Hólmfríður segir best að
sctja tció í vatn, láta suðuna
koma upp, bíóa í 5 mínútur og
neyta síðan ljúffengs jurtates
úr íslenskum móum. KLJ