Dagur - 01.09.1994, Side 2

Dagur - 01.09.1994, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 1. september 1994 Nú er hann loksins kominn Lúxus jeppinn frá ISUZU, sem hlotið hefur geysilegt lof gagnrýnenda beggja vegna Atlantsála! Bíllinn sem sameinar svo vel kosti jeppa og fólksbíls. Til sýnis og reynsluaksturs næstu daga. Opið frá kl. 10-18 virka daga og 13-17 laugardaga. BSV v____/ Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 12960 - Akureyri <^Hrísalundi Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00 Léttreyhtur lambahryggur kr. 698 kg Hafra-samlokubrauð ^^Hrísalundi FRÉTTIR Urbótarmenn á Akureyri: Kynning að hefjast á orlofshúsabyggðinni Úrbótarmenn á Akureyri eru nú að heíja kynningu á orlofshúsa- byggð þeirri sem fyrirhugað er að reisa norðan Kjarnalundar. Arki- tektar og verkfræðingar hafa komið til samvinnu við Úrbótar- menn og unnið skipulag af svæð- inu sem hlotið hefur samþykki bæjaryfírvalda á Akureyri og staðfestingu Skipulags ríkisins. Gert er ráð fyrir að orlofshúsa- byggðinni verði skipt í tvö svæði, annað meó 23-27 húsurn og hitt með Í0 húsum. Húsin verða öll eins, 55 fermetrar meö þremur svefnherbergjum, baðherbergi, stofu, eldhúsi og inngangi með forstofu. Fyrir liggur samþykktur skipulagsuppdráttur þar sem kveðió er á um gatnakerfi, stíga, opin svæói, bindandi byggingar- línur, bílastæói, staðsetningu sorp- gáma og fyrirhugaóa staósetningu rotþróar. Það eru Arkitektastofan í Grófargili og Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen sem slegist hafa í lið með Úrbótarmönnum og hannað hús og svæði, sem kemur væntanlega til með að kallast Kjarnabyggð. Búið er aó útbúa bækling með teikningum af svæðinu, húsunum og ýmsum öörum upplýsingum. Hann veróur sendur til verkalýðs- og starfsmannafélaga víðs vegar um land og framhaldið kemur til meó að ráðast nokkuð af við- brögðum þeirra. Sveinn Heiðar Jónsson, einn Úrbótarmanna, seg- ir að þegar hafi verið rætt viö nokkra aðila og hafí þeir sýnt mál- inu mikinn áhuga. Til stendur að stofna hlutafélag um framkvæmd- irnar sem síðan yrði breytt í rekstrarfélag þegar framkvæmd- um væri lokið. Úrbótarmenn eru þrír áhuga- mcnn um atvinnuuppbyggingu á Akureyri, Sveinn Hciðar, sem er framkvæmdastjóri Trésmíðaverk- stæðis Sveins Heiðars, Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, og Hólm- steinn Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri Malar og sands. Fyrir þeirra tilstilli hafa komist á laggirnar fyrirtæki eins og Úr- vinnslan hf. og Hlutabréfasjóður Norðurlands. JHB ORLOFSHUSASVÆÓIÐ Orlofshúsabyggðin norðan Kjarnalundar, eins og Úrbótarmenn sjá hana fyrir sér. „Látum ekki í minni pok- ann fyrir vímuefnunú - átak gegn vímuefnaneyslu unglinga hefst formlega í dag í dag, fímmtudaginn 1. septem- ber, fer af stað átak undir slag- orðinu; „Látum ekki í minni pokann fyrir vímuefnum!“ Krossgötur, sem er meðferðar- og forvarnaraðili, stendur að þessu átaki en Krossgötur hafa með góðum árangri rekið áfangaheimili sl. átta ár fyrir unga menn sem ánetjast hafa fíkniefnum og áfengi. En hjálparstarf er ckki nóg, segir m.a. í fréttatilkynningu frá Krossgötum og ætla Krossgötur því í haust í alla grunnskóla lands- ins með fræðsluefni handa ncm- endum og fræðslukver sem ber nafniö; „Unglingar í neyslusamfé- lagi 20. aldar“, sem dreifa á til foreldra og kennara. Við saman- tekt þessa fræósluefnis hafa Krossgötur leitað til Forvarna- deildar Fíkniefnalögreglunnar, Landlækniscmbættisins, Ung- lingaheimilis ríkisins, Áfengis- varnaráðs og fleiri aðila. Ein mesta vá okkar samfélags eru vímuefnin, scgir ennfremur í fréttatilkynningunni. Vofir vofa vímuefna yfir þinni fjölskyldu, barni eóa unglingi? Það er í raun ekki langt síðan að ncysla áfengis á meðal unglinga var nánast óþekkt en með breyttu þjóðfélags- mynstri hefur neysla unglinga á áfengi stóraukist. Allflcstir unglingar byrja neysluferil sinn með áfengis- neyslu cn síóan þróast neysla margra og sífellt fleiri í að reykja hass, sem leiöir síðan að neyslu amfetamíns og jafnvel sterkari efna eins kókaíns, LSD, alsælu, krakks, heróíns og fleiri eiturlyfja, með hörmulegum alleiðingum. Plastverksmiðjan Plastos hefur tekið höndum saman við Kross- götur og styrkt verkefniö með því að gefa stórt upplag af fjölnota plastpokum scm vcrða til sölu í flestum matvöruverslunum á land- inu og kosta kr. 250.-. Allur ágóði af sölu pokanna og átakinu í heild mun renna til þessa verkefnis Krossgatna. KK Akureyri: Rafmagnslaust í klukkustund - spennar brunnu yfir Rafmagnslaust varð í um eina klukkustund á Akureyri í fyrra- kvöld. Mælaspennar í aðveitu- stöð við Þingvallastræti brunnu yfir um kl. 19.15 og varð alveg ragmagnslaust í bænum sunnan Glerár. Þorparar sluppu hins vegar að þessu sinni. Það tók starfsmenn Rafveitu Akureyrar um eina klst. að taka ónýtu spennana úr umferð og koma rafmagni á að nýju. Að sögn Jóhannesar Ofeigssonar, hjá Raf- veitunni, þarf að panta nýja spenna og verður þcim komió fyr- ir við fyrsta tækifæri. Það gerist ekki oft að raf- magnslaust verði í bænum en þcg- ar þaó gerist, veróa alltaf cinhverj- ir lyrir ónæði. Ekki urðu þó telj- andi vandræði aó þessu sinni. KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.