Dagur - 09.09.1994, Síða 12
Bjooum upp á hinn vinsæla
#11 *
Akureyri, föstudagur 9. september 1994
Langþráðar vegabætur
norðan Mývatns
- ný brú á Laxá á áætlun næsta sumar
Nú standa yfir iangþráðar
vegabætur á veginum norð-
an Mývatns. Um er að ræða
kaflann frá Laxá við Arnarvatn
og að Geirastöðum. Á næsta ári
er síðan á áætlun ný brú á Laxá.
Framkvæmdir við veginn hóf-
ust í byrjun ágúst, nokkuð seinna
en áætlað var en verklok eiga að
vera 15. október. Með sanni má
segja að þessar bætur á veginum
séu langþráóar enda gamli vegur-
inn snjóþungur og nánast ekkert
Siglufjöröur:
Hjúkrunar-
fræðinga
vantar sárlega
Ibyijun ágúst augiýsti
hjúkrunarforstjóri Sjúkra-
hússins á Siglufirði, Guðný
Helgadóttir, eftir hjúkrunar-
fræðingum til starfa. Því mið-
ur tókst ekki að fá neinn
hjúkrunarfræðing í kjölfar
þeirrar auglýsingar. Nú hefur
verði auglýst á ný eftir hjúkr-
unarfræðingum og einnig eft-
ir sjúkraþjálfara við sjúkra-
húsið. Á Sjúkrahúsinu á
Siglufirði eru 43 rúm og vant-
ar nú þegar hjúkrunarfræð-
inga í tvær stöður.
Aó sögn Guðnýjar hafa ver-
ið miklar starfsmannabreyting-
ar á sjúkrahúsinu á undanfömu
ári og hefur reynst erfitt að
manna stöður sem losna. Hún
sagói að sömu sögu væri að
segja af sjúkrahúsum víða 1 ná-
grenninu. KLJ
verið gert við hann til fjölda ára.
Vegarstæðið er fært til og allur
vegurinn byggður upp. Klæóning
verður þó ekki lögð í þessum
áfanga. Góðverk sf. í Mývatns-
sveit annast framkvæmdir.
Að þessu sinni verður aðeins
farið meö veginn að Laxá en
næsta sumar er fyrirhuguð ný brú
á ána sem leysir af hólmi tvær
brýr sem nokkuð eru komnar til
ára sinna, eru bæði þröngar og
með vonda aðkomu. Eins og öll
slík mannvirki þarf aó senda
brúna í umhverfismat til Skipulgs
ríkisins en þar fengust þær upplýs-
ingar aö gögn um brúna hefðu
ekki enn borist frá Vegagerðinni.
HA
Næsta sumar er fyrirhuguð ný brú á Laxá milli Hclluvaðs og Arnarvatns í Mývatnssveit. Búið er að leggja vegstubb
að fyrirhuguðu brúarstæði sem cr við brotið í ánni fyrir miðri mynd. Nýja brúin leysir af hólmi tvær gamlar brýr
scm sjást ofar á myndinni. Mynd: Halidór
Er loðdýraræktin loks aö rétta úr kútnum?
Léttara yfir refabændum
- segir Arvid Kro, loðdýraræktarráðunautur og starfsmaður SÍL
árinu tók verð refa-
á uppboði mikinn
Fyrr á
skinna
kipp. Við það vöknuðu vonir um
að nú væru betri tímar framund-
an í loðdýraræktinni enda segir
Arvid Kro, Ioðdýraræktarráðu-
nautur Búnaðarsambandsins og
starfsmaður Sambads ísl. loð-
dýraræktenda, að léttara sé nú
yfir refabændum en fjölmörg
unanfarin ár. Menn gera sér
vonir um að verð refaskinna
haldist svipað áfram og verð
minkaskinna fari heldur upp á
við. Mestu erfiðleikarnir eru hjá
þeim sem eingöngu eru með stór
minkabú. Síðan er það að sjálf-
Dalvíkurbær hlaut
styrk til atvinnu-
skapandi verkefha
- sáralítið atvinnuleysi
Dalvíkurbær sótti í sumar
um styrk til atvinnuskap-
andi verkefna, þ.e. í svokölluð
átaksverkefni. Sótt var um
þrenns konar verkefni, þ.e. við-
haldsverkefni á fþróttasvæði,
verkefnið Vörn fyrir börn, sem
VEÐRIÐ
Yfir Bretlandseyjum er víðáttu-
mikil og vaxandi lægð en yfir
Grænlandshafi 1025 mb. hæð.
Hiti beytist lítið næsta sólar-
hring en síðan fer að kólna. Á
Norðurlandi gerir Veðurstofan
ráð fyrir norðaustan kalda í
dag, víðast þurru veðri í inn-
sveitum en annars dálítilli þoku-
súld. Um helgina syrtir verulega
í álinn norðanlands. Þá er spáð
norðaustanátt og kólnandi veðri
með skúrum eða slydduéljum.
er átaksverkefni vegna öryggis á
hcimilum og starfsfólk á gæslu-
völl á vegum Dalvíkurbæjar, en
í verkefninu felst einnig Iagfær-
ing á leiktækjum, málningar-
vinna, torfhleðsla og planta út
plöntum.
Skilyrði fyrir afgreióslu um-
sókna er að tilgreint sé til hvaða
verkefna styrkurinn sé ætlaður en
hann er bundinn við fólk sem er á
atvinnuleysisskrá. Bæjarfélagið
greiðir síðan þann kostnað sem er
umfram atvinnuleysisbætur, legg-
ur til efni o.fl. Uthlutuninn er
3x12 vikur í hvert verkefni og
hófst vinnan í gær er fjórir aðilar
hófu vinnu.
Aðeins 17 manns eru á at-
vinnuleysisskrá á Dalvík og í
Svarfaðardal, en margir þeirra eru
sjúklingar sem ekki geta stundað
vinnu og því er raunverulegt at-
vinnuleysi sáralítið. GG
sögðu skuldirnar sem segja til
um hversu vel eða illa menn
standa.
Veró refaskinna tók mikinn
kipp fyrr á árinu og fór meðal-
verðið úr 1.500 kr. fyrir skinn í
6.700 kr. „Menn eiga ekki von á
meiri hækkun en gera ráð fyrir
6.000- 6.500 kr. á næstu árum,
sem er glimrandi verð. Hins vegar
getur enginn sagt til um hvað
[retta verð endist lengi,“ segir
Arvid Kro sem nýkontinn er úr
yfirreið um landið meö dönskum
loðdýraræktarráðunauti.
„Minkabændur vantar 500-600
kr. hækkun á skinnaverði til að
vera ánægðir en meðalverð síð-
ustu uppboóa var um um 145
danskar kr. (um 1.600 ísl. kr.).
Menn eiga ekki von á að verð
minkaskinna á næsta tímabili nái
2.000 ísl. kr., þ.e. skinn sem selj-
ast á tímabilinu desember 1994 til
september 1995. Næsta tímabil
þar á eftir er reiknað með unt
2.000 kr. meðalverði fyrir hvert
skinn. Vegna hærri framleiðslu-
kostnaðar þurfa íslenskir minka-
bændur að fá um 2.200 kr. fyrir
skinnið meöan dönskum bændum
duga 2.000 ísl. kr.“
Að sögn Arvids hefur nokkuó
borið á því að undanfömu að
menn væru aó byrja aftur, bæði
meó mink og ref. Honum sýndist
að þar gæti verið um aó ræða 6-10
bændur, bæði menn sem væru að
koma inn aftur og eins nýir. Hann
bjóst þó ekki við verulegri fjölgun
í greininni, til þess hefóu menn
fengió of stóran skell og umræðan
í þjóðfélaginu hefði endanlega
gert út af við áhuga ungs fólks til
að byrja í loðdýrarækt. Um síð-
ustu áramót voru 75 loðdýrabænd-
ur á landinu þar af 36 á svæðinu
frá Húnavatnssýslum og austur á
Hérað og á þessu svæói er meiri-
hluti refsins. Tæplega 120 þúsund
minkahvolpar komust á legg að
þessu sinni og um 24 þúsund refa-
hvolpar af öllum afbrigðum.
Um 10. nóvember byrja menn
að pelsa dýrin og fara fyrstu
skinnin á uppboð um miðjan des-
cmber. Síðasta uppboð þessa
tímabil er 4.-7. októbcr og þar
eiga Islendingar urn 40 þús. skinn,
nær eingöngu minkaskinn cn
mjög lítið er eftir af refaskinnum á
markaði. Á þessu uppboði ættu
menn að fá einhverja vísbendingu
um hvort skinnaveró er á uppleið
eða niðurleið og sagði Árvid
mcnn vonast til aö fá einhverja
hækkun. Um miðjan desember
verða síðan fyrstu uppboð á nýj-
um skinnum. HÁ
Náttúrugarður í Krossanesborgum norðan
Akureyrar:
Paradís um aldamót
- segir Árni Steinar Jóhannsson,
garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar
5 árum síðan fékk
afhent frá
Fyrir um
Akureyrarbær
ríkinu Ytra-Krossanesland en
þar eru svokallaðar Krossanes-
borgir, land sem býður upp á
óteljandi möguleika til útivistar
og náttúruskoðunar. Byrja
þurfti á að friða landið og
hreinsa, koma út af því beitinni
o.fl. í framhaldinu er á dagskrá
að laga aðkomu að svæðinu, út-
búa bflastæði og göngustígagerð.
„Fólk er farið að nota svæðið
þó nokkuð og það hefur gróið
mikið upp. Þetta er mjög spenn-
andi land, sem býður upp á ýmsa
möguleika. Þarna er fjara, fallegar
klappir, gróðurfarslega er svæöið
mjög spennandi en þó er kannski
fulglalífið hvað áhugaverðast,“
sagði Ámi Steinar Jóhannsson,
garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar.
Gert er ráð fyrir að svæðið verði
náttúrugarður, þ.e. fái að njóta sín
eins og það er. Því er ekki fyrir-
hugað að fara út í gróðursetningu
eða þess háttar.
„Þaó var alltaf meiningin aó
leyfa svæóinu að jafna sig áður en
fólk færi að sækja þangað í ntiklu
mæli en við höfum unnið heilmik-
ið þama, hreinsað burtu girðingar
og tilfallandi rusl. Þetta verður allt
fá að hafa sinn tíma en svæðið
verður orðin paradís á Akureyri
og mikið aödráttarafl fyrir ferða-
menn um aldamót, ígildi lysti-
garðs fyrirþá sem heintsækja okk-
ur,“ sagði Árni.
Á teikniborðinu er innkoma á
svæðið og gerð bílastæða og
reiknað er með að hafist verði
handa vió þær framkvæmdir á
næsta ári. Þá er að sögn Árna
Steinars verið að hanna merkingar
eða upplýsingaskilti fyrir náttúru-
svæði bæjarins, Kjarnaskóg,
Nausta- /Hamraborgir og Eyrar-
landsháls, óshólma Eyjafjarðarár
og Krossanesborgir. HA
Frystikistur
m**
Verð frá kr. 28.830
□
KAUPLAND HF.
Kaupangi v/Mýrarveg, stmi 23565