Dagur - 14.09.1994, Page 5
Miðvikudagur 14. september 1994 - DAGUR - 5
Annað kvöld, fímmtudag, verður
íslandsfrumsýning í Borgarbíói
og Sambíóunum í Reykjavík á
spennumyndinni Speed. Þeir sem
séð hafa Speed hafa haft á orði
að í samanburði sé True Lies,
sem nú gengur fyrir fullu húsi
bæði á Akureyri og í Reykjavík,
eins og þáttur af Húsinu á slétt-
unni! Leikstjóri Speed er Jan De
Bont en með helstu hlutverk fara
Keanu Reeves, Dennis Hopper,
Sandra Bullock, Jeff Daniels og
Joe Morton.
Þráðurinn í Speed er í stórum
dráttum þessi: Jack Traven er scr-
sveitarlögreglumaður í Los Ange-
les. Hann er einn af þessum hörðu
„nöglum“, en skyndilega er hann
Speed er ósvikin spennumynd - mynd sem hcfur fengið gífurlega aðsókn
erlendis.
íslandsfrumsýning annað kvöld í Borgarbíói og
Sambíóunum á Speed:
Ósvikin spenna í Borgarbíói
kominn í þá stöóu aó vera inni í
strætisvagni sem má ekki fara und-
ir 90 knt hraða á klukkustund, ella
mun hann springa í loft upp.
Spumingin sent Traven stendur
Kcann Recvcs í hlutverki lögreglumanns í Los Angeles.
Miðpunktur atburðarásarinnar er þessi strætisvagn.
frammi fyrir er hvemig unnt sé að
bjarga öllum farþegunum þegar
rútan má ekki fara undir 90 knt á
klukkustund. Einnig vaknar
spurning um hvernig hægt sé að
aftengja
sprengjuna og
hvernig mögu-
legt sé að halda
þessum hraða
inni í miðri
stórborginni.
Speed cr gíf-
urlega spenn-
andi mynd, hún
er full af
áhættuatriðum
og taugar áhorf-
enda eru þandar
til hins ítrasta.
Sem dæmi er
frábærlega út-
fært atriði í
myndinni þar
sem strætis-
vagninn flýgur yfír 18 metra breitt
gat á þjóðveginum!
Speed hefur fengið afar góða
dóma erlendis, jafnt gagnrýnenda
sem áhorfenda og þaö segir sína
sögu að myndin hefur skilað fram-
leiðandanum vel á annað hundrað
milljónum dollara.
Leikstjórinn Jan De Bont hefur
áður komið við sögu í heimi
spennuntyndanna. Sem dæmi hef-
ur hann stýrt upptökum á ekki
ómerkari myndum en Lethal Wea-
pon 3, Black Rain, Tlie Hunt for
Red October og Die Hard.
Óhætt er að lofa bíógestum
góöri skemmtun, í það minnsta
þeim sent sækjast eftir spennu.
Specd er ósvikin spennumynd.
Eins og áður segir verður Specd
frumsýnd í Borgarbíói á Akurcyri
og Sambíóunum í Reykjavík ann-
að kvöld, fimmtudagskvöld.
Myndin vcrður sýnd bæði kl. 21
og 23 unt helgina. óþh
Tónlistarfélag Akureyrar:
Fyrstu tónleikar starfs-
ársins annað kvðld
Vetrarstarf Tónlistarfélags Akur-
eyrar er að hefjast. Fyrstu tónleik-
ar vetrarins verða annað kvöld,
fímmtudagskvöld, kl. 20.30 í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Frant konta Guðni Franzson, klar-
inettuleikari, og Gerrit Schuil, pí-
anólcikari.
Miðstöð fólks í
atvinnuleit:
Teknar upp
kartöflur
í Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit
verður brugðið út af venju í dag,
miðvikudaginn 14. september.
I stað samveru í Safnaðarheim-
ilinu verður farið til bónda handan
Fjarðarins og teknar upp kartöflur
þar sem hver og einn fær sjálfur
að halda góðum hluta uppsker-
unnar. Þátttakendur eru beðnir að
mæta stundvíslega við kirkjuna kl.
15 og hafa með sér vinnufatnaö,
en fötur og poka fá þeir á staðn-
um.
Hér er kjörið tækifæri til að
drýgja heimilispeningana og cru
allir velkomnir sent cru án laun-
aðrar vinnu. Stefnt cr að heimferð
kl. 19.
Guðni Franzson stundaói klar-
inettunám við Tónlistarskólann í
Reykjavík og síðar í Hollandi.
Hann hefur kornið fram sem ein-
leikari í flestum löndum Evrópu
og frumflutt fjöldann allan af nýj-
um tónverkum eftir íslensk sem
og evrópsk tónskáld. Guðni er
einn af stofnendum Caput-hópsins
og hefur hann komió frarn víða
með hópnum.
Gerrit Schuil er hollenskur pí-
anóleikari, hljómsveitarstjóri og
óperustjóri sem búsettur er viö
Eyjafjörð og hefur tekið þátt í
fjölbreyttu tónlistar- og leiklistar-
lífí þar. Hann hóf tónlistarnám
fimm ára gamall og hélt sína
fyrstu tónleika níu ára. Aö loknu
námi við tónlistarháskólann í
Rotterdam stundaöi hann nám við
Vlado Perlemuter í París og Lond-
on hjá John Lill og varð síðan
einkanemandi Kirill Kondrashin.
Gerrit hefur kornið fram víðsvegar
um hcim, leikið með þekktum
söngvurum og stjórnað virtum
hljómsveitum m.a. hollensku út-
varpshljómsveitinni. Hann mun
stjóma Sinfóníuhljómsveit Islands
í vetur.
A efnisskrá tónleikanna annað
kvöld er Phantaseiestykki op. 78
og Rómönsur op. 94 eftir Robert
Schumann og Sónötur op. 120 nr.
1 og 2 eftir Johannes Brahrns.
Schuntann og Brahms voru
samtímamenn og nánir vinir. Ro-
bert Schuntann var giftur Clöru
Wicck, scm var mikill píanólcik-
ari og tónskáld en jafnframt dóttir
læriföður hans. Johannes Brahnts
var einhleypur en kynni hans af
Schumann hjónunum áttu cftir aó
hafa djúpstæö áhrif á líf hans alla
tíð. Schumann var eldri og virtari,
en það var áhugi hans á verkunt
Brahms og skrif hans sum sem
vöktu athygli umheimsins á verk-
um unglingsins árið 1853.
Að lokum má minna félaga
Tónlistarfélagsins á að aóalfundur
félagsins verður haldinn mánu-
daginn 19. september kl. 20.30 í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
(Urfrétlatilkynningu)
Leiðrétting
I briddsfréttum í Degi í gær, var
sagt frá viðureign sveita Magnús-
ar Magnússonar frá Akureyri og
Tryggingamiðstöðvarinnar úr
Reykjavík í Bikarkeppni BSÍ og
sagt að sveit Magnúsar hafí farið
með sigur af hólmi. Þetta er ekki
rétt og sveit Tryggingamiðstöðv-
arinnar sigraði 103-81. Þetta leið-
réttist hcr meö og eru hlutaðcig-
andi bcðnir velvirðingar á þcssunt
mistökum.
Möguleikhúsið á Norðurlandi:
U mferðarálfur inn
Mókollur
Möguleikhúsið er bama- og
unglingaleikhús, sem hefur
um fjögurra ára skeið ferðast
um landið með lciksýningar
fyrir böm. Möguleikhúsið
leggur áherslu á frumsamið
íslenskt efni og sýnir nú leik-
ritið Umferðarálfurinn Mó-
kollur.
Höfundur verksins er Pétur
Eggerz en lagahöfundur Bjarni
Ingvarsson. Um leikmynd og
búninga sér Hlín Gunnarsdóttir
og leikstjóri er Stefán Sturla
Sigurjónsson.
Umferðarálfurinn Mókollur
er leikrit ætlað krökkunt í leik-
skóluni og bömum í yngstu
bekkjunt grunnskóla. í leikrit-
inu er leitast við að kenna
börnunt að varast þær hættur
sem hclst kunna aó veröa á
vegi þeirra í umferóinni um
leið og þeim gefst kostur á aó
upplifa ævintýraheim leikhúss-
ins.
í vor var leikritið sýnt 90
sinnum og nú eru sýningar
hafnar aó nýju og var 100. sýn-
ingin á Seyðisfirði 11. septem-
ber. Möguleikhúsið er nú á
ferð unt landið ntcð sýninguna
í samvinnu við Landsbanka ís-
lands. Umfcrðarálfurinn Mó-
kollur verður sýndur á Norður-
landi á næstu dögum. Á Húsa-
vík í dag, ntiðvikudag, síðan á
Akureyri, Dalvík, Siglufirði,
Ólafsfirði og Blönduósi cn
þangað verður Mókollur kom-
inn mánudaginn 19. september.
KU
Laust embætti
er forseti íslands veitir
Embætti ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins er
laust til umsóknar og verður veitt frá 1. nóvember nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu eigi síðar
en 30. september 1994.
Landbúnaðarráðuneytið,
2. september 1994.
HOTEL KEA
Páll Óskar og
MILLJÓNAMÆRINGARNIR
á stórdansleik laugardagskvöld
Laugardagstilboð:
Kaldur sjávarréttakokteill íavocado.
Nauta- og grísamedalíur með portvínssósu.
Suðrænir ávextir í sykurkörfu.
Verð aðeins kr. 2.800.
Innifalinn dansleikur
★
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
Miðaverð á dansleik kr. 900.