Dagur - 14.09.1994, Side 11

Dagur - 14.09.1994, Side 11
Miðvikudagur 14. september 1994- DAGUR- 11 ÍÞRÓTTIR S/EVAR HREIÐARSSON Golf: Sigurpáll bestur Um helgina fór fram Coca-Cola mótið í golfi á Jaðarsvelli á Ak- ureyri. Leikið var bæði á laugar- dag og sunnudag, alls 36 holur, og keppendur voru fjölmargir þrátt fyrir kuldann um helgina. Sigurpáll Geir Sveinsson lék best allra í karlaflokki, Dóra Kristinsdóttir í kvennaflokki og Jónatan Þór Magnússon í ung- lingaflokki. Sigurpáll sigraði í karlaflokki án forgjafar án teljandi vandræða. Hann var efstur eftir fyrri dag á 72 höggum og átti þrjú högg á næsta mann. Seinni hringinn fór hann á 73 höggum og endaði mótið á 145 höggum samtals. Næsi maður var Viðar Þorsteinsson, GA, sem lék á 75 og 76 höggum eða samtals 151. Orn Arnarson, GA, var þrióji á 154 höggum. Minnstu munaði að Birgir Haraldsson kæmist í hóp einherja þegar teighögg hans á 4 braut hafnaði 41 cm frá holu. Þegar tekið var tillit til forgjaf- ar var Jón Smári Friðriksson, GA, efstur á 138 höggum nettó. Bjami Ásmundsson, GH, kom annar á 139 höggum og Viðar Þorsteins- son, GA, þriðji á 141 höggi. I kvennaflokki var Dóra Krist- insdóttir, GHD, meö fæst högg eóa 193. Oddfríóur Reynisdóttir, GH, kom næst á 199 höggum og Anna Hjaltadóttir GHD á 204 höggum. Dóra og Oddfríður voru jafnar í efsta sæti eftir fyrri daginn á 93 höggum en Oddfríður náöi ekki að leika jafn vel síðari daginn og var sex höggum á eftir Dóru. Meö forgjöf var Anna með besta skor, 148 högg nettó, Dóra kom önnur með 151 högg nettó og Karolína Guómundsdóttir, GA, kom þriðja á 154 höggum nettó. í unglingaflokki var það Jónat- an Þór Magnússon, GA, sem sigr- aði, fór hringina á 164 höggum. Næstur kom Sævar Þór Sævars- son, GA, á 169 höggum og Eggert Már Jóhannsson, GA, á 174 högg- um. Jónatan vann einnig án for- gjafar, með 138 högg nettó, Finn- ur Bessi Sigurðsson, GA, varð annar á 140 höggum nettó og Við- ar Haraldsson, GA, varó þrióji á 147 höggum nettó. Sigurpáll vann tvöfalt í sumar Sigurpáll Geir Sveinsson hefur verið sigursæll í sumar og fyrir skömmu varð ljóst að hann var langstigahæstur á stigamóti til landsliðs. Þar er tekinn saman ár- angur í fimm stigamótum og síðan landsmótinu. Þegar upp var staðið átti Sigurpáll 23 stig á næsta mann, Birgi Leif Hafþórsson, en það samsvarar 23 högga foru'stu. Þetta er sannarlega glæsilegur ár- angur hjá Sigurpáli og má segja að sigur í landsmóti og að vera stigahæstur sé svipað og að vinna tvöfalt í öðrum íþróttagreinum. Sigurpáll hefur tekió miklum framförum frá því síðasta sumar þar sem hann var ekki nálægt því að komast í hóp efstu manna á stigalistanum. Þar var hann ein- hvers staðar á milli 10. og 20. sæt- is en á landsmótinu varð hann í 8. sæti. „Eg æfói kannski ekki neitt Knattspyrna: Fyrsta æfingin Nói Bjömsson stýrði Þórsliðinu í fyrsta sinn á æfingu í fyrradag eft- ir að hafa tekið við þjálfun þess af Sigurði Lárussyni um helgina. Góður andi var í hópnum og ekki annað að sjá en að leikmenn væru tilbúnir að leggja sig alla fram til að tryggja lióinu áframhaldandi sæti í deildinni. Fyrsti leikur Nóa á bekknum verður á laugardag þegar liðió heimsækir KR í Reykjavík. Sigurpáll Geir Sveinsson hefur leik- ið frábært golf í sumar. rosalega mikið meira en ég æfði miklu markvissara. Hugsaði miklu meira hvað ég var að æfa og æfói meira veiku punktana heldur en það sem gekk upp. Svo hefur maður líka skapað sér miklu meiri aga og það skiptir miklu máli,“ segir Sigurpáll um þessar miklu breytingar á gengi sínu. Hann er nú að íhuga hvert stefnan verði tekin í framtíóinni og hefur fengið fregnir af áhuga bandarískra há- skóla á að næla í efnilega golfara. „Eg er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í skóla erlendis eða reyna að komast út meó einhverja styrktaraðila á bak við mig. Mað- ur verður að sjá til en ég á tvö ár eftir í skólanum héma. Eg stefni á að klára þau fyrst,“ segir Sigur- páll. Næst á dagskrá hjá kappanum er heimsmeistaramót áhugamanna í Frakklandi sem fram fer um næstu mánaðamót. Þar mun hann keppa ásamt Birgi Leif, Sigurjóni Amarssyni og Björgvini Sigur- bergssyni. Nói Björnsson sést hér á fyrstu æfingu sinni með Þór í sumar. Með honum á myndinni eru Bjarni Sveinbjörnsson og Örn Viðar Arnarson. Torfæra: Einar sigraði í Norðurlandamótinu Knattspyrna - 3. flokkur karla: KA nældi í bikarinn - sigraði Þór í úrslitaleik norðanlands I vor héldu vaskir torfærukapp- ar frá íslandi til Svíþjóðar til að etja kappi við erlenda torfæru- garpa. I Svíþjóð fóru fram tvær torfærur í keppninni um Norð- urlandameistaratitilinn og Ak- ureyringurinn Einar Gunnlaugs- son bar sigur úr býtum í flokki sérútbúinna torfærubfla í þeim báðum. Um helgina var svo síðasta torfæran í Norðurlandamótinu haldin í Jósepsdal og þar varð Einar í fjórða sæti. Einar var þar meö stigahæstur keppenda í Norö- urlandamótinu, meó 48 stig, og landslið íslands í torfæru bar sigurorð af keppinautum sínum. I öðru sæti var Þórir Schiöth með 36 stig og í þriðja sæti Gísli G. Jónsson meö 33 stig. Sigurvegari í götubílaflokki var Ragnar Skúlason. KLJ Á sunnudag mættust KA og Þór í 3. flokki karla í knattspyrnu á Þórsvellinum. Þar var verið að spila úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ en keppt er á tveimur víg- stöðvum í þessum aldursflokki og fór annar Ieikurinn fram norðan heiða. KA sigraði í leikn- um, 4:3, en KA hafði sigrað í fyrri leik liðanna, 5:1. KA tók snemma forustu í leiknum þegar varnarmaður Þórs var svo ólánssamur aö stýra knett- inum í eigið net. Á 30. mínútu var síðan Herði Flóka Olafssyni í liöi KA vikið af leikvelli og eftir það jafnaðist leikurinn. Janus Valdimarsson jafnaöi fyrir Þórsara áður en Arnar Vilhjálmsson skor- aði tvívegis fyrir KA og kom þeim í 3:1. Bæði mörkin voru mjög svipuð þar sem Arnar slapp í gegnum vörn Þórs. Elmar Hjalta- lín minnkaöi muninn aó nýju fyrir Þórsara en Halldór Sigfússon bætti við marki fyrir KA eftir glæsilegan einleik og breytti stöð- unni í 4:2. Halldór var rekinn útaf skömmu síðar fyrir gróft brot. Þórsarar voru því tveimur fleiri síðustu mínúturnar og nýttu sér þaó til aó minnka muninn og þar var Elmar aftur að verki. Ahugi Arsenal hefur áhuga á aó fá hollcnska kantntanninn Marc Overmars frá Ajax. Overmars þessi þykir einkar snöggur og lipur leikmaður og segist sjálf- ur vilja til Englands. Hann hef- ur ákvæði í santningi sínum vió Ajax sem scgir að hann megi fara ef einhver er Ulbúinn að borga tæpar 400 milljónir. Sigurlið KA með bikarinn. Efsta röð f.v.: Heimir Árnason, Gunnar Níelsson vatnsbcri, Pétur Ólafsson þjálfari og Sigmundur Þórisson formaður KA. Næst efsta röð f.v.: Jóhann Hermannsson, Þorleifur Árnason, Hörður Flóki Ól- afsson og Viðar Vignisson. Næst neðsta röð f.v.: Jóhann Traustason, Hlynur Erlingsson, Örvar Gunnarsson, Jón Kolbeinsson, Gunnþór Jónsson og Arnar Vilhjálmsson. Ncðsta röð f.v.: Þórir Sigmundsson, Sverrir Jónsson, Hall- dór Sigfússon, Þóroddur Ingvarsson, Gunnar Már Sigurðsson og Andri Magnússon. Stúlkur 8-18 ára Skrdning í kvennaflokka í körfubolta fer fram í síma 27687 (Edda). Þar veröa allar ndnari upplýsingar gefnar. r ^ SETTU X VID MIDVIKUDAGINN 2T. SEPTEMBER

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.