Dagur - 21.10.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1994, Blaðsíða 1
Akureyri, föstudagur 21. október 1994 200. tölublað Fjárlagafrumvarpiö: Ekki króna í öldrunar- lækningadeild á Kristnesi Ifjárlagafrumvarpi næsta árs er ekki gert ráð fyrir 15-20 milljónum króna til uppbygging- ar öldrunarlækningadeildar á Kristnesi eins og heilbrigðis- ráðuneytið hafði gefið vilyrði um. í fjárlagafrumvarpinu er heldur ekki gert ráð fyrir um- talsverðum útgjöldum vegna kjarasamninga á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á þessu ári og sjúkrahúsinu er gert að afla 10 milljóna króna í viðbót í sértekjur af ferliverkum, sem forráðamenn þess telja vafasamt að sé mögulegt. „Við höfðum vænst þess að inni í fjárlögunum yrði leyfi fyrir öldrunarlækningadeildinni á Kristnesi, sem heilbrigóisráðu- neytið var búið að gefa vilyrði fyrir. En það er hins vegar ekki inni í frumvarpinu. Við munum sækja stíft að fá þessu breytt," sagði Vignir Sveinsson, skrif- stofustjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Vignir sagði að í samningi, sem á sínum tíma var gerður um yfirtöku FSA á rekstri Kristnes- spítala, hafi verió gert ráð fyrir uppbyggingu öldrunarlækninga- deildar á árinu 1994, en sam- kvæmt bréfi frá heilbrigðisráðu- neytinu fyrr á þessu ári hafi verið gefiö vilyrði fyrir fjárveitingum til uppbyggingar deildarinnar á næsta ári. „Við erum þarna að tala um 15 til 20 milljónir króna. Til þess að geta hafið rekstur öldrunar- lækningadeildar þurfum við 6,6 stöðugildi og síðan þarf auðvitað rekstrarfé." Vignir sagði aó í fjárlagafrum- varpinu væri FSA gert að afla 10 milljóna króna í viðbót viö það sem áður hefur verið aflaö af svo- kölluðum ferliverkum. „Ráðu- neytið hefur enn sem komiö er ekki skilgreint nákvæmlega hvemig á að afla þessara viðbótar- tekna, en við teljum ósennilegt að við náum þessari aukningu í sér- tekjum,“ sagói Vignir. Þá sagði Vignir að í frumvarp- inu væri verulega vanáætlaðar upphæðir í launalið vegna kjara- samninga sem gerðir voru á þessu ári, fyrst og fremst kjarasamninga við hjúkrunarfræðinga. „Miðað við frumvarpið vantar þama um- talsverðar upphæðir og svo virðist sem hækkunin hafi verið vantalin verulega. Við fáum samkvæmt frumvarpinu 10 milljónir króna til þess að mæta þessari hækkun, en það þarf aö minnsta kosti að tvö- falda þá upphæð,“ sagði Vignir Sveinsson. óþh Beðið eftir strœtó. Mynd: Robyn Innfjarðarrækjukvóti á Húnaflóa aukinn um 70%: Veiðar á Skjálfanda aðeins leyfðar með seiðaskilju í hluta flóans Hafrannsóknarskipið Dröfn í LRE-35 lauk á þriðjudaginn rannsóknarleiðangri á innfjarð- arrækju fyrir Norðurlandi og á Vopnafirði. í kjölfarið á því var ákveðið að opna alls staðar fyrir rækjuveiði en ákvörðun um breytingu á kvóta á Skagafirði, Skjálfandaflóa og Öxarfirði verður ekki tekin fyrr en í lok næstu viku. Ákveðið hefur verið að auka við bráðabirgðakvótann í Húnaflóa úr 1.000 tonnum í 1.700 tonn en fyrri ákvörðun um bráðabirgðakvóta á Skagafirði, Skjálfandaflóa og Öxarfirði stendur óbreytt. Sem stendur er kvótinn á Skagafirði 350 tonn, 500 tonn á Skjálfanda og 600 tonn á Öxar- firði. „Eins árs árgangurinn í Húna- Sérhæfing í vinnslu frystihússins á Grenivík: Eingöngu unninn þorskur og ýsa - aðrar fisktegundir sendar til vinnslu hjá ÚA á Akureyri Stöðug vinna hefur verið í frystihúsinu á Grenivík síðan 30. júní sl. eftir að fiskvinnsla hófst þar að nýju eftir gjaldþrot Kaldbaks hf. en húsið er rekið sem deild í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. Fimm smábátar sem róa frá Grenivík landa aflanum til vinnslu þar en því magni sem á vantar til að halda uppi fullum afköstum í frystihúsinu er ekið frá fiskmóttöku ÚA á Akureyri. Ásgeir Jónsson, verkstjóri, seg- ir að eingöngu sé unninn þorskur og ýsa í frystihúsinu á Grenivík en ef aðrar tegundir hafa verið í afla smábátanna hefur honum verið ekið til Akureyrar. Yfirleitt er unnió í átta tíma á dag, en fyrstu tvo vinnudaga þessarar viku hófst vinna klukkan sex vegna mikils afla en ekki hefur verið unnið á laugardegi í þessum mánuöi, en einn í september. Ásgeir segir að vinnudagurinn í húsinu á Grenivík sé yfirleitt jafnlangur og í frysti- húsi ÚA á Akureyri og starfs- mannafjöldi svipaóur og var fyrir gjaldþrot, en hins vegar fleiri en voru á sama tíma haustið 1993. Vinnuaflsskortur hefur verið af og til í sumar en svo er ekki eins og er. Atvinnuástand á Grenivík er nú mjög gott, nánast enginn á at- vinnuleysisskrá. GG Sjómannasamband íslands Konráð Alfreðsson í framboð til varaforseta - lýsir yfir stuðningi við forsetaframboð Sævars Gunnarssonar Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarð- ar, hefur tilkynnt framboð til varaforseta Sjómannasambands íslands, en þingið verður haldið á Hótel Sögu 2. til 4. nóvember nk. Jafnframt hefur Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, tilkynnt framboð til forseta, og hafa þeir lýst yfir stuðningi hvor við annan. Sigurður Ólafsson, for- maður Sjómannafélags Isfirðinga, hefur einnig tilkynnt framboð til forseta. Óskar Vigfússon hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í forseta- stól Sjómannasambandsins. GG flóa var mjög sterkur í fyrra og þá var kvótinn skorinn mjög mikið niður en nú er talið eðlilegt að auka hann aftur. I Skjálfanda eru viss vandamál á ferðinni, mikið af eins árs ýsu, og því eru veiðar ekki leyfðar nema í litlum hluta flóans, og þá með seiðaskilju, því þar er sunnan- og austanverður hluti hans lokaður. Rannsóknar- skipiö Dröfn hélt einnig til rækju- rannsókna á Vopnafirói, en þar fannst engin rækja. Aukinn kvóti kallar á aukavakt Vinnsla á innfjarðarrækju hófst hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd í byrjun vikunnar en fyrsti rækju- báturinn landaói á Skagaströnd á föstudag í sl. viku. Þrír bátar, sem leggja upp hjá Hólanesi hf., eru byrjaðir veiðar, þ.e. Ólafur Magn- ússon, Hafrún og Dagrún og einn bætist fljótlega í hópinn, Helga Björg. Fimmti báturinn sem hefur leyfi til innfjaröarrækjuveiði er á kolaveióum sem stendur. Ingólfur Bjarnason, verkstjóri, segir að veiðin hafi byrjað mjög vel, afli bátanna þriggja eftir fyrsta túrinn var 26 tonn. Kvóti þeirra báta sem leggja upp hjá Hólanesi hf. er um 450 tonn, sem er um 25% af heildarkvótanum í Húnaflóa. Ein gjöfulustu rækju- miðin í Húnaflóa eru í Miðfirói og þar út af og hafa bátamir aðallega sótt þangað. Hólanes hf. hefur í vikunni fengiö um 40 tonn af úthafsrækju frá Hafeminum í Hrísey, Höfrungi frá Grindavík og Geiri góða frá Sandgerði og verður eitthvað framhald á því. Geir goói fer á línu þegar tvöföldunin byrjar, eig- endaskipti eru á döfinni á Höfr- ungi en Haföminn verður áfram á úthafsrækju. Vinnsla er einnig hafin í öðrum rækjuverksmiðjum við Húnaflóa, þ.e. hjá Særúnu hf. á Blönduósi, Meleyri hf. á Hvammstanga og hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og Drangsnesi. Rækju- verksmiðjan á Drangsnesi hóf fyrst allra verksmiðjanna aó vinna innfjarðarrækju á vertíóinni, en hafrannsóknarskipið Dröfn land- aði þar 12 tonnum. Hjá rækju- verksmiðjunum á Drangsnesi og Hólmavík starfa 14 til 15 manns á hvorum stað, en í næstu viku verður farió aö vinna á tveimur vöktum og eykst þá starfsmanna- fjöldinn um nálægt helming. Það var ekki mögulegt á síðasta vetri en er kleift nú vegna þess að rækjukvótinn á Húnaflóa hefur aukist um 70%. GG Húnavatnssýsla: Leitað að rjúpnaskyttu Maður sem gekk til rjúpna á Svínadalsfjalli í Húna- vatnssýslu síðastliðinn miðviku- dag skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur. Björgunarsveitir á svæðinu hófu leit að manninum á tólfta tímanum um kvöldið. Þoka og súld var á leitarsvæó- inu og villtist rjúpnaskyttan í þok- unni. Leit stóó yfir til klukkan 14 í gær en þá kom rúpnaskyttan sjálf til byggða. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var maóurinn við hestaheilsu en göngumóóur enda hafði hann farið um langan veg áður en hann kvaddi dyra á bæn- um Stóru-Giljá. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.