Dagur - 21.10.1994, Blaðsíða 7
HVAÐ ER A£> C E RA5T?
Föstudagur 21. október 1994 - DAGUR - 7
á Hótel KEA
Hljómsveitin Bergmál leikur fyrir
dansi á Hótel KEA á Akureyri annaö
kvöld. Danspar frá Dansskóla Heiðars
Astvaldssonar, Kolbrún og Olafur,
sýna suóræna dansa. Hótel KEA
minnir á tilboð kvöldsins, sem saman-
stendur af púrtvínsbættri melónusúpu,
grísalund, hjúpuó með íslenskum
kryddjurtum, heslihnetu og Amaretto-
sósu og súkkulaðifrauði Grand Mami-
er. Verð kr. 2.600.
Mask í Borgarbíói
Mask hefur slegið rækilega í gegn
eins og kom fram í Degi í gær. Þessi
vinsæla mynd verður sýnd í Borgar-
bíói um helgina kl. 21 og 23. í hinum
salnum kl. 21 veróur The Paper, sem
er mynd í léttum dúr um ævintýraleg-
an sólarhring á stórblaðinu The Sun í
New York. Með aðalhlutverk fara
Glenn Close, Michael Keaton, Robert
Duwall og Marisa Tomei. Klukkan 23
verður sýnd myndin Renaissance Man
með Danny DeVito. A bamasýning-
um á sunnudag kl. 15 verða síðan
sýndar myndimar Baby’s Day Out og
Þumalína (með íslensku tali).
Félagsvist í Hamri
Félagsvist verður spiluð í Hamri, fé-
lagsheimili Þórs á Akureyri, nk.
sunnudagskvöld kl. 20. Góóir vinn-
ingar verða í boði og eru allir vel-
komnir. A síðasta spilakvöld komu
um 40 manns og var mikið fjör.
Bólumarkaðurinn af stað
Á morgun, laugardag, kl. 11-15 verð-
ur Bólumarkaóurinn opnaður að nýju
eftir nokkurt hlé. Markaöurinn verður
starfræktur í tengslum við Punktinn
(miðstöð atvinnulausra) að Gleráreyr-
um (áóur Strikið). Uppl. og pantanir
söluborða í síma 26657 (Kristín).
15 mínútna mót hjá
Skákfélaginu
Skákfélag Akureyrar stendur fyrir 15
mínútna móti í kvöld, föstudag, kl. 20.
Allir eru velkomnir. Að venju verður
teflt í skákheimilinu við Þingvallastræti.
Milli kl. 14 og 17 á morgun (fyrsta
vetrardag) veróur Skíðaráð Akureyrar
með kaffihlaöborö á Skíðastöðum of-
an Akureyrar. Ágóði af hlaóborðinu
verður notaóur til aö styrkja 30 manna
hóp unglinga sem ætlar að fara yfir
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands á Húsavík og Akureyri
Sinfóníuhljómsveit Noröurlands Berios, mezzosópransöngkonunni
hefur 2. starfsár sitt á morgun með Cathy Berberian.
sinfóníettutónleikum og á þeim Það er Anna Sigríður Helga-
dóttir sem syngur lögin með Sin-
fóníuhljómsvcit Noróurlands, en
Anna býr á Sauóárkróki um þessar
mundir þar sem hún kennir söng.
Anna Sigríður er landsmönnum að
góóu kunn sem „Anna Sigga“ úr
sönghópnum „Emil og Anna
Sigga“ en hún haslar sér nú völl
sem klassískur söngvari. Hún hóf
söngnám hjá John Speight, þá var
hún vió Söngskólann í Reykjavík,
en dvaldi nú síðast í þrjú ár á
Ítalíu og nam hjá Rinu Maltrasi.
Verk Milhauds er ballettinn
„Sköpun heimsins" scm er mjög
aðgengilegt, þó að þaö hafi þótt
framúrstefnulegt þegar þaó var
frumflutt 1923. Verk Iberts er
„Divertissment" sem er sannköll-
uð tívolítónlist og ef grannt er
hlustaö má hcyra ýmislegt kunn-
uglegt í öllum gleðilátunum.
Sljómandi á tönleikunmn er
Guómundur Oli Gunnarsson.
Tónleikamir annað kvöld,
laugardag, á sal Tónlistarskólans á
Húsavík hefjast kl. 20.30 og tón-
leikamir í Akureyrarkirkju á
einkaðir þáverandi eiginkonu sunnudag hefjast kl. 17.
verour teiKin tonnst rra íyrrt ntuta
20. aldar. Þaó hcfur lengi blundað
í aóstandendum hljómsveitarinnar
að halda tónleika víðar en á Akur-
eyri og þar sem um er að ræða
litia hljómsveit að þessu sinni var
ákveðið aó fmmflytja fyrstu tón-
leika haustsins í sal Tónlistarskól-
ans á Húsavík en endurflytja þá í
Akureyrarkirkju daginn eftir. Meó
þessu er vonast til að hljómsveitin
ntegi enn frekar kallast hljómsveit
Norðlendinga. Það ntá líka nefna
að stefnt cr að tónleikahaldi fyrir
Húnvetninga í nóvember.
Á efnisskránni unt helgina
verða verk eftir Luciano Berio,
Jacques Ibert og Darius Milhaud.
í tilfelli Berios er að vísu ekki unt
að ræða venjulcga tónsmíði, held-
ur sjö þjóðlög í útsetningu hans,
tvö lög eftir hann sjálfan og loks
ástaróð sem skrifaóur var upp eftir
78 snúninga hljómplötu þjóðlaga-
bands frá Asjerbaijan. Saman
heita lögin einfaldlega „Folk
cíMIöc** vnm á cínnm fíma til_
Kaífihlaðboró til styrktar
skíðakrökkum
Kynningarfundur
umjafnréttisverk-
efhi ogjafhréttis-
stefhu í skólum á
Akureyri
Þaó er orðin hefð hjá jafnfréttis-
nefnd Akureyrarbæjar að standa
fyrir „Opnu húsi“ um jafnrcttismál
á kvcnnaffídaginn 24. október.
Á síðasta ári var kynningar-
fundur um Nordisk Foram og þar
með hófst undirbúningu fyrir
kvennaþingið mikla í Ábo í Finn-
landi scm u.þ.b. 100 konur af Eyja-
fjarðarsvæðinu sóttu í ágúst sl.
í ár er ætlunin að vekja athygli
á jafnréttismálum í skólum og
nokkram jafnréttisverkefnum sem
unnin hafa verið í skólum bæjarins
mcðal annars mcó fjárstuóningi
jafnréttisnefndar. Nefndin veitir ár-
lega styrki til verkefna sem hafa
það aó markmiði að jafna stöóu
kynjanna og hafa sex skólavcrkefni
af öllum skólastigum fengið styrk.
Þau vcrða kynnt á fundinum, cn
auk þess cr ætlunin að hleypa lífi í
umræðuna um jafnréttisstefnu í
skólum, m.a. með pallborðsum-
ræðum og óformlegum hópumræó-
um yfir kaffi.
Kynningarfundur jafnréttis-
nefndar vcrður nk. mánudags-
kvöld, 24. október, kl. 20-23 í Al-
þýðuhúsinu viö Skipagötu og er
hann öllum opinn en foreldrar og
kcnnarar era sérstaklega hvattir til
aö mæta.
Brimkló og Bjöggi
í Sjallamim
í kvöld verður mikið um dýrðir í
Sjallanum. Matreióslumeistarinn
og sjónvarpsstjaman Siguróur L.
Hall býður upp á dýrindis matseðil
í Sjallanum sem samanstendur af
sjávarréttum, kalkúnabringum og
ávaxtaís, matreitt eftir kúnstarinn-
ar reglum. Á eftir stígur svo á
stokk ein vinsælasta hljómsveit á
Islandi fyrr og síðar, Brimkló, með
Björgvin Halldórsson í broddi
fylkingar. Hljómsveitin hefur
fengið liósauka eða Sigríði Bein-
teinsdóttur. í Kjallaranum verða
Rúnar Þór og félagar í kvöld og
annað kvöld. Kristján Jónsson,
Pétur Hallgrímsson og Sigfús Ótt-
arsson leika á Góða dátanum.
Birgir Snæbjörn
opnar sýningu
íÞingi
Á morgun, laugardag, kl. 16 verður
opnuð í Listhúsinu Þingi á Akureyri
sýning á verkum Birgis Snæbjamar
Birgissonar. Birgir fæddist árið
1966 á Akureyri. Hann stundaói
nám vió Myndlistaskólann á Akur-
eyri 1985-1986, Myndlista- og
handíóaskóla íslands 1986-1989 auk
náms í Strasbourg í Frakklandi
1991-1993.
Verk Birgis eru óður til sakleys-
islegrar heimsmyndar bama. Verk
hans lýsa þó miklu sakleysi og al-
vöru í senn, því lífið er nú þannig
gert að á endanum hrynur þessi sak-
leysislega heimsmynd og alvaran
tekur við. I sérhverju verki hefst frá-
sögnin sem áhorfandinn er krafinn
um að klára. Upp koma móralskar
spumingar en svörin við þeim velta
á innræti áhorfandans sjálfs.
Þetta er þriðja einkasýning Birg-
is, en hann hefur einnig tekið þátt í
fjölda samsýninga hér heima og er-
lendis. Birgir er í hópi Listkafar-
anna, hópi myndlistarmanna, sem
m.a. stóðu að sýningum í Djúpinu,
Reykjavík, árin 1990-1991 og nú
síðast að sýningarþrennu í Gallerí
Greip fyrr á þessu ári.
Sýning Birgis stendur til 30.
október og er opin daglega frá kl. 14
til 18.
áramótin í æfingabúðir í Noregi. Þetta
er því tilvalið tækifæri til að styrkja
skíðamennina ungu.
Dömufest á Siglufirði
Annað kvöld, laugardagskvöld, verður
sérstakt dömukvöld í Bíósalnum á
Siglufirói. Húsió verður opnað kl. 20
og þar verður snyrtivörakynning,
tískusýning og fieira. Klukkan 23
gefst karlpeningnum kostur á að mæta
á svæðió. Hljómsveitin Namm leikur
fyrir dansi frameftir nóttu.
Sýning á halogenljósum
Raflampar hf. Óseyri 6 á Akureyri
halda sýningu á halogenljósum í sýn-
ingarsal'sínum að Óseyri 6 á morgun,
laugardag, kl. 10-16 og á sunnudag kl.
13-16. Sýnd veróur eigin hönnun og
framleiðsla á loft- og veggljósum og
ljósakrónum ásamt innfelldum ljósum
og brautum.
Skemmtun hjá öldruðum
Fyrsta skemmtun vctrarins á vegum
Félags aldraðra verður á morgun kl.
15 í Húsi aldraðra. Kynnt verður loka-
verkefni hjúkrunarfræðinga við Há-
skólann á Akureyri, „Ástir á ævi-
kvöldi: Að þora, vilja og geta“ og
sýndur verður dans. Tríó Birgis Mar-
inóssonar ásamt Örvari og Steingrími
leika fyrir dansi. Kaffiveitingar. Að-
gangseyrir kr. 600.
••
Orvar á Setrinu
Vegna fjölda áskorana spilar Örvar
Kristjánsson á Setrinu i Sunnuhlíð í
kvöld og annað kvöld.
Dansleikur nikkara
Félag harmonikuunnenda við Eyja-
fjörð og Harmonikufélag Héraðsbúa
halda sameiginlegan dansleik á Fiðl-
aranum, 4. hæó Alþýðuhússins, annað
kvöld kl. 22. Allir era velkomnir.
Hagar hendur með
sölusýningu
Samstarfshópurinn Hagar hendur
veróur með sölusýningu í Blómaskál-
anum Vín á morgun og sunnudag kl.
12-19 báða dagana og síðan allar
helgar til jóla.
BarPar slær
sýningarmet
Næsta sýning Leikfélags Akur-
eyrar á leikritinu BarPar eftir
Jim Cartwright undir leikstjóm
Hávars Sigurjónssonar verður
annað kvöld, laugardagskvöld,
og er hún sú 59. í röðinni á
þessu vinsæla leikriti og er það
jafnframt sýningarmet, því eng-
in leiksýning hefur verió sýnd
jafn oft hjá LA. Sýningarmetið
átti söngleikurinn Piaf, sem
sýndur var hjá LA árið 1985.
Sunna Borg og Þráinn
Karlsson fara með öll hlutverk-
in í BarPari, 14 að tölu. Það er
óhætt að segja að þessi tveggja
manna kabarett sem framinn er
í fúlstu alvöru, eins og Hávar
Sigurjónsson hefur nefnt sýn-
inguna, hafi slegið í gegn á síð-
asta leikári. LA bryddaði upp á
þeirri nýjung að innrétta lítið
leikhús sérstaklega fyrir þessa
sýningu og kallaði það Þorpið.
Frumsýning var í janúar sl. og
gekk sýningin fyrir fullu húsi
fram í maílok, en þá tók Bar-
Parið sig upp og setti barinn
sinn niður í Rcykjavík á Lista-
hátíð. Þar endurtóku þau leik-
inn frá Akureyri og nutu ntik-
illa vinsælda, enda hafa þau
Sunna og Þráinn hlotið mikið
lof fyrir túlkun sína á Barpar-
inu og gestum þeirra.
Guðrún J. Bachmann þýddi
leikritið. Ingvar Bjömsson
hannaói lýsingu og leikmynd
og búningar eru eftir Helgu I.
Stefánsdóttur.
Sem fyrr segir er 59. sýning
annað kvöld og er þegar orðið
uppselt á hana eins og flestar
sýningar hingað til og er því
óhætt að hvetja þá sem enn
eiga cftir að sjá þessa vinsælu
sýningu að haía hraðan á því
sýningum fer nú óðum fækk-
andi.
Leikfélag Akureyrar sýnir
einnig um helgina hina vinsælu
sýningu Karameliukvömina.
Sýningamar verða á morgun og
sunnudag kl. 14 báða dagana.
VARNER’S
vetrarlínan
kynnt
föstudaginn 20. okt.
Ráðgjafi frá
VARNER’S
verðurtil aðstoðar
Kynningarafsláttur