Dagur - 29.10.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 29.10.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 29. október 1994 IÞROTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Óskilahross í Skriðuhreppi er í óskilum brún hryssa ca. 3 vetra, ómörkuð. Réttur eigandi gefi sig fram innan 3 vikna og greiði áfaliinn kostnað. Að þeim tíma liónum verður hryssan boðin upp. Hreppstjórinn í Skriðuhreppi, Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum. Ka ffihl aðb o r ð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440 Umsóknir um styrki frá Vestur-norrænu samstarfsnefnd- inni (Vest Norden samarbejdet) Vestur-norræna samstarfsnefndin, sem starfar á veg- um Noróurlandaráðs, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 1995. Nefndin veitir styrki til samstarfs- verkefna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á hin- um vestlægu Norðurlöndum, þ.e. á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Flestir þeirra styrkja sem nefndin hefur veitt á undanförnum árum, hafa runnið til hagnýtra rannsókna og atvinnuþróunarverkefna þótt styrkirnir einskorðist ekki vió slík verkefni. Styrkir eru eingöngu veittir á verkefnagrundvelli. Skil- yrði fyrir veitingu þeirra er að verkefnið feli í sér sam- starf aðila frá a.m.k. tveimur hinna vestlægu Norður- landa, aö gildi þeirra sé ekki bundið vió ákveðið land ellegar aó verkefnin geti á annan hátt stuðlað aö fram- þróun og auknu samstarfi innan svæðisins. í umsóknum skal tilgreina samstarfsaðila á Færeyjum eða á Grænlandi, en einnig skal fylgja umsóknum greinargóð lýsing á verkefninu, áætlun um framkvæmd þess, kostnaðaráætlun og upplýsingar um hvernig kosta beri verkefnið. Umsóknum skal skila á íslensku. Umsóknir sendist til: Byggðastofnunar - þróunarsviðs, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1994. Héraðssamband Suður Þingeyinga 80 ára - afmælisfagnaður í Breiðumýri í kvöld Héraðssamband Suður-Þingey- inga (HSÞ) á 80 ára afmæli 31. október næstkomandi. Félags- menn ætia að halda upp á þenn- an merka áfanga í kvöld í fé- lagsheimilinu Breiðumýri, þar sem brugðið verður á leik með ýmsum skemmtiatriðum. Héraðssambandið og ung- mennafélögin sem starfa innan vé- banda þess hafa skipað stórt hlut- verk í æskulýðsmálum Suóur- Þingeyinga þau áttatíu ár sem það hefur verið starfrækt. A vegum HSÞ hefur verið unnið að ýmsum framfara- og uppbyggingarmálum á svæðinu og rnargir góðir menn hafa verið aldir upp innan héraós- sambandsins og látið að sér kveða þar og annars staðar. Höfuðstöðv- arnar eru á Laugunt þar sem HSÞ er með skrifstofu en virkir félagar eru um 1500. Héraðssambandið stóð á sínum tíma aó uppbyggingu Laugaskóla og átti sinn þátt í byggingu íþróttahússins á Laug- um. Helsta starf Héraðssambands- ins í dag er að sjá um íþróttaþjálf- un og allt mótahald innan héraðs. „I meginatriðum má segja að þetta sé sameiningarvettvangur ung- mennafélaganna hér í héraóinu og það sem við erum helst að fást viö er að skipta þeim tekjum sem koma inn, t.d. úr Lottóinu og get- raunum. Síðan útvegum við félög- unum þjálfara og sinnum þeirra málum út á við. Minna hefur aftur á móti farið fyrir félagslega starf- inu á síðustu árum. A sumrin hef- ur þetta að mestu gengið út á íþróttir og starf tengt þeim. A íþróttamótum utan héraðs samein- ast fólk úr allri Suður-Þingeyjar- sýslu undir merkjum HSÞ þó það sé hvert í sínu félaginu,“ sagði Körfuknattleikur: Leiörétting I blaóinu í gær var sagt frá leik b- liðs Þórs og liðs Dalvíkinga í 2. deildinni í körfuknattleik. Leikur- inn fer fram í íþróttahúsinu á Þela- mörk en ekki í Iþróttaskemmunni á Akureyri eins og sagt var í blað- inu. Leikurinn hefst kl. 14.00 og aðgangur er ókeypis. Beðist er velviróingar á þessum mistökum. Ketill Tryggvason, formaður HSÞ. Ketill Tryggvason, formaður HSÞ, í samtali við Dag á þessum tímamótum. I sumar var unnið gott starf hjá Héraðssambandinu en mestur krafturinn fór í Landsmót UMFI á Laugarvatni, þar sem HSÞ náði þeini frábæra árangri að verða í 3. sæti. Ketill lítur björtum augum til Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson eru efstir í Akureyr- armótinu í tvímenningi í bridds, þegar spilaðar hafa verið 11 um- ferðir. Þeir félagar hafa hlotið 280 stig. Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson eru í öðru sæti með 164 stig, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson í þriöja sæti með 131 stig, Magnús Magnússon og Stefán Ragnarsson í fjórða sæti með 127 stig og Hermann Tómas- son og Asgeir Stefánsson í fimmta sæti rneð 106 stig. Fimm umferðir voru spilaðar í Hamri sl. þriójudag og urðu Pétur framtíðarinnar en sagði enn ntikið starf óunnið. „Meðal framtíöar- markmiða er að koma af stað ein- hverri félagsmálafræðslu. Þaó er hlutur sem hefur verið vanræktur í starfinu að efla félagsmenn í einhverju öóru en íþróttum. And- lega fræðslan er ekki síður mikil- væg en sú líkamlega, enda er kjör- orð HSÞ „Ræktun lýðs og lands.“ Eins og áður sagði ætla Suður- Þingeyingar að halda upp á af- mælið í Breiðumýri í kvöld og sagði Ketill að þar yrði mikið fjör. „Við ákváóum að hafa ekki neina söguúttekt á þessum 80 árum, frekar að hafa þetta á léttu nótun- um. Dagskráin verður aó mestu byggð upp á skemmtiatriðum heimamanna. Þar verður t.d. söng- hópur frá Húsavík og hagyrðingar innan héraðs sem leiða saman hesta sína. Þá veróa einnig heiðr- aðir þrír gamlir velunnarar félags- ins, sem hafa starfað í áratugi og sýnt óeigingjarnt starf í þágu Hér- aðssambandsins. Það var gert fyrir tíu árum líka og er sióur sem hald- ið er við að heiðra gamla höfð- ingja. Síóan er dans á eftir,“ sagði Ketill, sent tók við stafi formanns í apríl í fyrra. og Anton efstir með 95 stig. Reynir og Sigurbjörn hlutu 91 stig, Hörður og Grettir 79 stig, Magnús og Stefán 59 stig og Her- mann og Asgeir 35 stig. Núverandi bikarmeistarar Norðurlands í sveitakeppni í bridds, Magnús Magnússon og fé- lagar, hófu titilvörnina í vikunni, með því að leggja sveit Ormars Snæbjörnssonar, nokkuð örugg- lega að velli. Atta pör mættu í Sunnuhlíðina sl. sunnudag og uróu Una Sveins- dóttir og Kristján Guðjónsson efst með 99 stig en Orn Einarsson og Sigurbjöm Þorgeirsson hlutu 92 stig. KK Akureyrarmótið í tvímenningi í bridds: Reynir og Sigur- björn í forystu Hinn 25. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin íris Jóhannsdóttir og Jóhann Sig- urbjörn Baldursson. Heimili þeirra er Vestur- síða 32, Akureyri. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrimur. 16. júlí voru gefin saman í hjónaband í Stærri- Arskógskirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúð- hjónin Ásdís Gunnlaugsdóttir og Jónas Þór Jónasson. Heimili þeirra er Ás, Árskógsströnd. Ljósm. Noröurmynd - Ásgrímur. 2. júlí vom gefin saman í hjónaband í Grenjaðar- staðarkirkju af séra Magnúsi Gamalíel Gunnars- syni brúóhjónin Helga Sæunn Sveinbjörnsdótt- ir og Þórir Schiöth. Heimili þeirra er Dalskógar 5 b, Egilsstöðum. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur. 23. júlí vom gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin Halla Jensdóttir og Gísli Óiafsson. Heimili þeirra er Þórunnarstræti 112 Akureyri. Ljósm. Norðurmynd - Ásgrímur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.