Dagur


Dagur - 12.11.1994, Qupperneq 6

Dagur - 12.11.1994, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 12. nóvember 1994 Landssamtök áhugafólks um flogaveiki 10 ára: Flogaveiki kemur fyrir hjá fólki á öllum aldri - án tillits til greindarfars, kynferðis eða atvinnu Þórey Ólafsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi formaður LAUF, og Guð- laug María Bjarnadóttir, formaður LAUF, voru á Akureyri fyrir skömmu, þar scm þær heimsóttu m.a. fyrirtæki og stofnanir og ræddu við fólk um ýmsa hluti varðandi flogaveiki. Hér sitja þær á milli Sigríðar Guðnadóttur, kennara, og Helga Jóscfssonar, staðgengils skólastjóra Hvammshlíðarskóla. Mynd: Robyn. Samtökin LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, voru stofnuð í Reykjavík árið 1984 og eiga því 10 ára afmæli á þessu ári. A Akureyri er einnig starfandi sjálfstæð deild. LAUF er aðili að Öryrkjabandalagi fs- lands og norrænum flogaveiki- samtökum. Tilgangur samtak- anna er; fræðsla og upplýsinga- miðlun til félagsmanna og al- mennings um flogaveiki. Að bæta félagslega aðstöðu floga- veikra. Að styðja rannsóknir um flogaveiki. I samtökunum eru flogaveikir, velunnarar þeirra og aörir er styðja markmió samtakanna. Flogaveikir og aðstandendur þeirra eru hvattir til að hafa sam- band við félagið. Öllum sem vilja styrkja og starfa meó samtökun- um, er velkomió að gerast félagar. Hvað er flogaveiki? Flogaveiki er tiltölulega algeng og einkcnnist af endurteknum floga- María Hermannsdóttir er 35 ára og hún varð fyrst vör við sinn sjúkdóm þegar hún var 11 eða 12 ára gömul. Henni gekk oft illa að fylgjast með í tímum í skólanum og datt stundum út. Hún fékk jafnframt stór köst fljótlega eftir að sjúkdómurinn uppgötvaðist. „Mig langaði til að læra og ég lagði bara þeim mun meira á mig í skólanum þegar þessi staða kom upp. En ég einangraðist mjög mikið á þessum árum, bæói í bamaskóla og framhaldsskóla. Mig vantaði stuðning en ég vissi ekki alveg hvað það var sem ég þurfti. Ég vissi sjálf ekki mikið um sjúkdóminn og svo var með marga aðra. Flogaveiki hefur ekk- ert með gáfur að gera og þetta get- ur komió fyrir hvern sem er.“ María segir að margir floga- veikir séu mjög óöruggir með sig og eigi því til að einangrast. Hún hefur unniö við ýmislegt síðustu ár en sem stendur er hún atvinnu- laus og sækir því í Menntasmiðju kvenna á Akureyri. „Ég hef unnið María Hermannsdóttir. köstum eða flogum. Oróið floga- veiki er villandi þar sem ekki er um eiginlegan sjúkdóm að ræóa, heldur einkenni sem getur haft margvíslegar orsakir. Flog koma fram þegar eólileg rafboð heilans truflast skyndilega af háspenntum rafbylgjum, sem kvikna ýmist í heilanum öllum (samkveikt flog) eða í hluta hans (sérkveikt flog). I mörgum tilfellum eru orsakir óþekktar en þó er vitað að m.a. höfuðmeiðsl, fæðingaáverkar og ýmsir heilasjúkdómar geta leitt til flogaveiki. Hverjir fá flogaveiki? Margs konar áreiti getur valdið flogi og jafnvel þeir sem ekki eru flogaveikir, geta fengið flog sé áreitið nægilegt, t.d. eftir höfuð- áverka eóa áfengisneyslu. Floga- veiki kemur fyrir hjá fólki á öllum aldri án tillits til greindarfars, kyn- feróis eða atvinnu. Hún byrjar oft- ast í bemsku eða æsku. Um það bil einn af hverjum hundrað ein- í frystihúsi, hjá súkkulaóiverk- smiðjunni Lindu og í átaksverk- efni hjá Foldu, svo eitthvaó sé nefnt. Menntasmiójan, sem er fyr- ir konur sem eru ekki í launaðri vinnu, hentar mér mjög vel og þar er ég ánægð. Við lærum á tölvu, lærum tungumál, gerum ýmsa handavinnu og förum í líkams- rækt.“ Það eru orðin ein 6-7 ár síðan María fékk síðast kast, þannig aö lyfin hafa haldið sjúkdómnum niðri. „Mér líóur vel í dag og ég reyni að gera allt það sem mig langar til án þess þó að ég þekki mín takmörk til fulls. En það er með flogaveika eins og alla aðra, að þaó er hægt að komast langt á viljanum. Ég er að leita mér aó vinnu en ég veit hins vegar ekki hvernig vinna hentar mér best. Það er mín skoðun að flogaveikir þurfi að mæta skilningi og hlýju á sínum vinnustað, án þess þó að verið sé að hampa þeim eitthvað frekar en öðrum starfsmönnum.“ María telur að innan Lands- samtaka áhugafólks um floga- veiki, sé unnið mjög gott starf og að samtökin séu nauðsynleg öllum þeim sem þurfa á aóstoð að halda. Hún segir að mikilvægt sé aó auka þekkingu almennings á sjúkdómn- um, enda sé of mikið um ranghug- myndir og fordóma varðandi hann. Hins vegar sé mikið til af góðu fólki og reyndar sé gott fólk allt í kringum hana en þekking- arskortur hái mörgum þegar eitt- hvað kemur^uppá. María hefur mjög gaman af að ferðast en hún hefur þó aldrei stíg- ió fæti á erlenda grund. „Það er virkilega gaman að ferðast um Is- land enda landið svo breytilegt og skemmtilegt. Ég er hins vegar ákveðin í að fara erlendis áður en langt um líður og þá helst til Ir- lands, ekki til að fara í búðir, held- ur til að skoða mig um.“ KK staklingum hefur flogaveiki af einhverri gerð. Meóferð er oftast í formi lyfja- gjafar en annarri meðferð er beitt í einhverjum mæli. Til eru ýmis áhrifarík flogaveikilyf en velja verður Iyf og lyfjaskammta meó tilliti til þarfa hvers og eins. Flestir flogaveikir geta lifað eðlilegu lífi. Með lyfjagjöf má koma í veg fyrir flog hjá um helmingi flogaveikra og draga verulega úr áhrifum hjá 30% til viðbótar. I vissum tilvikum getur til- hneiging til flogaveiki erfst. Flogaveiki er hins vegar ekki smitandi. Hitakrampar eru algeng- ir meðal barna en teljast venjulega ekki til flogaveiki. Fái barn hita- krampa er rétt aö ráðfæra sig við lækni. Hvernig lýsa flog sér? Flog geta lýst sér á marga mis- munandi vegu en sami einstak- lingurinn fær þó venjulega aóeins eina tegund floga. Algengust eru krampaflog, þar sem rafboð í öll- um heilanum raskast. Við krampa- flog verður viðkomandi skyndi- lega stífur, missir meóvitund, fell- ur til jarðar, blánar, taktfastir kippir eða krampar fara um líkam- ann. „Læknar segja að flogaveiki sé ekki ættgeng en ég er því ekki sammála, enda foreldrar mínir og fleiri nánir ættingjar floga- veikir,“ segir Jónína Guðnadótt- ir, 24 ára húsmóðir og starfs- maður á bókasafni Oddeyrar- skóla. Jónína er flogaveik og sonur hennar, sem nú er fjög- urra og hálfs árs, fékk flogakast þegar hann var 6 vikna. Hann var strax settur á lyf til eins árs aldurs og hefur ekki fengið kast síðan. „Hins vegar segja læknar að þetta geti blossað upp aftur á unglingsaldri,“ segir Jónína. Hún fékk svokölluð störuflog í barnæsku og það kom fyrir að hún Oft sést froða í munnvikum sem stundum er blóðlituð ef tunga eða gómur særist. I byrjun kramp- ans getur heyrst hávært óp sem stafar af því kröftugur vöðvasam- dráttur þrýstir lofti úr lungum. Af sömu ástæðu getur þvagblaðra og ristill tæmst. Krampaflog stendur sjaldan Icngur en 4-5 mín. en flestir sofna í um / klst. á eftir og geta verið syfjaðir og ruglaðir er þeir vakna. Ráðvilluflog er tegund floga sem orsakast af óeðlilegum raf- bylgjum í eða í tengslum við gagnaugalappa heilans. Flogið hefst á áru (,,aura“) eða fyrirboða sem viðkomandi skynjar áður en meðvitund hans raskast. Viðkom- andi verður ekki var við umhverfi sitt eóa skynjar það á draum- kenndan, óraunverulegan hátt. Einkennilegt ósjálfrátt atferli einkennir þessa gerð floga, svo sem aó smjatta, eigra um, fitla við föt sín, umla og tala samhengis- laust. Oft fylgir tómlegt starandi augnaráð og sambandsleysi við umhverfið. Maður í ráðvilluflogi getur virst drukkinn eða undir áhrifum lyfja. Þriöja algenga tegundin er Störuflog. Þessi flog eru algengust hjá börnum á skólaaldri og standa örstutt (oftast 5-30 sek.). Barnið var rekin heim úr skólanum og sagt að hún skyldi sofa betur og glápa minna á sjónvarp. „Ég vissi alltaf að þaó var eitthvað aó mér. Ég var oft utangátta og átti erfitt meó að aðlagast mínum jafnöldr- um.“ Þegar Jónína gekk með son sinn og var kominn sjö mánuói á leið, fékk hún stórt flogakast og svo aftur í sjálfri fæðingunni. „Eftir fæóinguna var ég sett á lyf og kem til mcð að vera á þeim áfram. Ég prófaöi að hætta á lyfj- unum en fékk þá kast. Núna fæ ég stundum væg störuflog en ég von- ast til þess að komast á önnur lyf fljótlega.“ Jónína segir að það fylgi því Hvernig á að bregast við krampaflogi? Skyndihjálp Já - Haltu ró þinni. Þá gerirðu mest gagn. Já - Snúðu viðkomandi í læsta hliðarlegu meó höfuðið til hliðar og hökuna fram. Það hindrar að tungan loki öndun- arvegi. Séu kramparnir mjög öflugir, skaltu bíða þar til dregur úr þeim. Oftast gerist það á innan við 5 mínútum. Nei - Ekki flytja viðkomandi meðan krampinn varir nema þaö sé bráðnauðsynlegt örygg- is hans vegna. Nei - Ekki troöa neinu upp i munn hans. Þú getur brotið í honum tennur. Athugaóu að sá á tungu grær en það gera brotnar tennur ekki. Nei - Ekki halda honum föst- um eða reyna að hindra eóa stöðva krampann. Já - Veittu honum stuðning og aðhlynningu jsegar krampan- um er lokið og skýrðu honum frá því hvað gerðist. Já - Leyfðu honum að hvíla sig eða sofa eftir krampann svo hann nái að jafna sig. Já - Gakktu úr skugga um að hann sé orðinn sjálfbjarga áður en þú skilur við hann. Já - Leitaðu læknishjálpar strax vari krampaflogið lengur en 5 mínútur, endurtaki það sig eða þú telur viðkomandi af öórum ástæðum þurfa læknis- hjálpar við. Athugið: Sé um fyrsta krampaflog aó ræða þarf að leita læknis sem fyrst. Verði breyting á tíðni eóa gerð floga, skal einnig leita læknis. verður skyndilega fjarrænt, („dett- ur út“) og starir fram fyrir sig, án þess að falla til jarðar. Stundum deplar barnið augunum ótt og títt eða kippir sjást í andliti eða útlim- um. Köstin geta komió mörgum sinnum á dag og trufla þá barnið í námi eóa leik. Köstin geta farið fram hjá aöstandendum og kenn- urum og er stundum haldið að um dagdrauma eða visvítandi einbeit- ingarleysi sé að ræða. Oftast eld- ast störuflog af börnum. Meðferó er mikilvæg til að hafa hemil á flogunum og hindra aðrar geröir floga. KK viss óþægindi aó vera flogaveikur. „Það getur t.d. verið varasamt fyr- ir flogaveika að halda á börnum sínum, af augljósum ástæðum. Það getur líka haft áhrif þegar sótt er um vinnu. Fólk er almennt mjög hrætt við þennan sjúkdóm og það stafar fyrst og fremst af vanþckkingu og fordómum. Við erum þó eins og annað fólk og eigum sama rétt og aðrir.“ Jónína hóf fyrir skömmu störf á bókasafni Oddeyrarskóla og hún ákvað í upphafi að láta ekki vita aó hún væri flogaveik. „Ég lét svo vita af því nýlega að ég ætti við þennan sjúkdóm að stríöa og það er ekki laust við að samstarfsfólk Flogaveikir eru óöruggir með sig og eiga til að einangrast - segir María Hermannsdóttir Heimildir: Flogaveiki; bæklingur sem gefinn er út af LAUF. Var rekin heim úr skólan- um og sagt að sofa betur - segir Jónína Guðnadóttir, sem fékk svokölluð störuflog í barnæsku

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.