Dagur - 12.11.1994, Page 13

Dagur - 12.11.1994, Page 13
Laugardagur 12. nóvember 1994 - DAGUR - 13 POPP MAúNÚS CEIR CUÐMUNPSSON R€AA ofram á sigurbraut Þeir sem fylgjast vel með íþróttum, t.d. knattspyrnu, þekkja gjörla þaó ástand sem getur skapast þegar einu liói gengur mjög vel í langan tíma, viróist geta leikió nær enda- iaust án þess að tapa, unnið titla á hverju ári o.s.frv. Þegar svo ber undir spá menn al- mennt og spekúlera hversu lengi viókomandi lið haldist á toppnum og geta þá andstæö- ingar þess ekki beóió eftir aó því fari að förlast. í tónlistar- heiminum á þetta aó mörgu leyti viö líka. Það er t.a.m. á hreinu aö margir eru farnir að spyrja hvort velgengni REM ætli engan endi aö taka, en fer- ill Michael Stipe og félaga hef- ur verið nær samfelld sig- urganga frá upphafi. Svarið við því í dag er einfaldlega NEI, REM stiga ekki feilspor með riýju plötunni Monster. því þrátt fyrir nokkra áherslu- breytingu á nýju plötunni Monster, frá tveimur síóustu plötunum, Out of time og Auto- Stelpurnor og strákomir Á þessu lýðveldisafmælisári hafa plötuútgefendur verið duglegir aó votta því viróingu sína, ef svo má segja og eru enn að, nú þegar það er senn að renna sitt skeið. Nú síðast komu út fyrir skömmu frá Spor hf. tvær plötur sem skírskota beint til þessara tímamóta, Strák- arnir okkar og Stelpurnar okkar, þar sem 25 söngvarar og söng- Ellý Vilhjálms er ein söngkvennanna 25 á „Stelpunum okkaE. konur flytja vinsæl lög frá fyrstu 25 árum lýóveldisins á sitt hvorri plötunni. Reyndar strangt til tekió frá fyrstu 25 árunum, þar sem sum laganna eru eldri og höfóu heyrst fyrr, en í megindráttum eru lögin og upptökurnar frá þessum fyrsta aldarfjórðungi lýðveldisins. Má segja að þessar plötur séu nokkuð góður þverskurður af dægurtónlist þessara ára, en á þeim er að finna allt frá rútubílasöngvum til sígildra dægurperla. Söngvararnir eru síð- an flestir ef ekki allir þeir ást- og vinsælustu frá þessum árum. Söngkonurnar eru m.a. Erla Þor- steins (Hvers vegna?), Ellý Vil- hjálms (Brúðkaupið), Ingibjörg Smith (Nú liggur vel á mér), Guð- rún Á. Símonar (Siboney) og Hall- björg Bjarnadóttir (Björt mey og hrein), svo örfáar séu nefndar, en meóal karlsöngvaranna eru Alfreð Clausen (Æskuminning), Bjarki Tryggvason (í hjónasæng), Óðinn Valdimarsson (Einsi kaldi úr Eyj- unum), Rúnar Gunnarsson (Sigl- ing) og Haukur Morthens (í land- helginni). Donsinn dunor Nýjasta afurðin í dansútgáfunni, sem áfram heldur sínu striki, er safnplatan Transdans 3 frá Skíf- unni. Er þar um að ræða 18 laga plötu með mestmegnis erlendum dansstykkjum sem gert hafa það gott að undanförnu, en líka með þremur íslenskum lögum. Tvö eru með hinni vaxandi danssveit Scope, Svölu Björgvinsdóttur (Hall- dórssonar) og félögum, sem slógu vel í gegn í sumar með laginu Was that all it was, en eitt með nýrri danssveit, Dancin’ mania. Nefnast lög Scope Hot shot og In the arms of love, en lag Dancin’ mania ber heitið I believe in you. Af erlendu lögunum sem athyglisverð teljast má nefna hið þýska Eins, zwei, polizei meó Mo-Do, Eighteen strings með Tin man, Can you feel it með Real II real og síðast en ekki síst hió gríðarvinsæla Everybody gonfi fon með Two cowboys, sem hreinlega hefur tröllriðið danshús- um hér á landi og víóar í sumar. matic for the people, fatast þessari einni vinsælustu hljóm- sveit heims ennþá ekki flugió. Heldur rokkaðra yfirbragó sem minnir nokkuó á það sem hljómsveitin gerði í upphafi, hefur ekki aftraó því að platan rynni út og færi á toppinn bæói austan hafs og vestan. Það á hún líka fyllilega skilió, því í heild er um bráðgott rokkverk að ræða, sem sómir sér vel innan um önnur glæsiverk REM. Lög eins og Star 69, Bang and blame, What’s the frequency, Kenneth, Strange currencies og Crush with eye- liner, eru hreinasta afbragð og gera það að verkum að Monst- er er tvímælalaust ein af þeim plötum sem koma til greina sem sú besta á árinu þegar upp verður staöió. Sýrurokkarinn Rocky Ericson, sem frægur varó á sjöunda ára- tugnum meó hljómsveit sinni 13th floor elevators og reynst hefur býsna áhrifamikill á seinni t(ma rokkara, er nú eftir nær tíu ára hlé aó senda frá sér nýja smáskffu. Nefnist aðallag hennar We are never talking og er for- smekkur af nýrri plötu, All that may do my rhyme, sem koma á út ( byrjun næsta árs. Bók með text- um kappans, sem þótt hafa merkilegir, kemur einnig út á svipuðum tíma og platan. Eftir þó nokkuó miklar tafir m.a. vegna lagaþófs útgáfufyrir- tækisins, American rec- ordings, er nú þriója plata hinnar sigursælu rokk- sveitar Black crowes loks- ins að sjá dagsins Ijós. Nefnist gripurinn engu minna en America og má fastlega búast viö að hún verói farsæl sem fyrri plöturnar. Plasma shaft er heitið á plötu meó hinni vin- sælu sveit Red hot chili peppers, sem að und- anförnu hefur aðeins verið fáanleg í Ástralíu. Er þar um að ræða sérstaka út- gáfu þar sem síðasta plata sveitarinnar Blood, sugar, sex majik er alla að finna auk átta annarra laga. Eru þau blanda af eldri lögum í endurunnum búningi, áður óútgefnum og tónleikaupp- tökum. Er þessi plata nú komin út ( Evrópu og ætti að vera fáanleg einnig hér á landi nú. Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri umsóknir koma að- eins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök um- sóknareyðublöð sent fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til aó umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjón- ustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustu- þætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1993 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostn- aðaryfirliti yfir fyrstu níu mánuói ársins 1994. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðsstjórn- in sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Þrotabú Vélsmibjunnar hf., VSA, auglýsir: Til sölu er húsnæði þrotabús VSA ab Gránufélagsgötu 47 Húsnæöið er þrískipt: 1 85 m2, 135 m2, 230 m2, samtals 550 m2 og selst hvort heldur sem er í fyrrnefndum einingum eöa einni heild. Tilboð sendist til: Þorsteins Hjaltasonar hdl. skiptastjóra Pósthólr 32, 602 Akureyri. Nauðungaruppboð Að kröfu ýmissa lögmanna verða eftirtaldar vélar og tæki í eigu Brauðhússins hf., boðin upp að Langanes- vegi 28, Þórshöfn, mánudaginn 21. nóvember 1994 kl. 16.: Björn 60/30 hrærivél, Diosna spiraleltikar, WP Rotamat deigdeilir, Rondo útrúllningsvél, Lillnord frystihefsskápur, Dahlen 9020 stikkofn ásamt stikk- um, vatnsblandari B47 og Rondex S uppverkari. Greiðsla fari fram við hamarshögg og veróa ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshald- ara. SÝSLUMAÐURINN HÚSAVÍK 9. nóvember 1994. FLUGMÁLASTJÓRN Framkvæmdarstjóri fjármála Staða framkvæmdastjóra fjármáladeildar Flug- málastjórnar er laust til umsóknar. Framkvæmdastjóri fjármála heyrir undir flugmálastjóra. Verk- svið fjármáladeildar er m.a. yfirstjórn fjármála, gerð áætlana og fjárlagatillagna, bókhald og eftirlit með fjárhagslegum þáttum í rekstri og framkvæmdum, tengsl við Alþjóðaflug- málastofnunina, starfsmannahald og almenn stjórnsýsla stofnunarinnar. Háskólapróf í viðskipafræði eða sambærileg menntun er áskilin, sem og mjög góð enskukunnátta. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum er snerta fjármálastjórn, bókhald, áætlanagerð og starfsmannahald. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir Einar Kristinn Jónsson, fjármálaráð- gjafi Flugmálastjóra, í síma 694125, virka dag kl. 10-11. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 25. nóvember 1994. Með upplýsingar um umsóknir verður farið skv. ákvæðum laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberrra starfs- manna og stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.