Dagur - 12.11.1994, Page 15

Dagur - 12.11.1994, Page 15
UTAN LAN P5TEI NANNA Laugardagur 12. nóvember 1994 - DAGUR -15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Vill ekki fá Clint upp f til sín Lola og Aaron Howcll vildu ckki Bóndahjónin AAROM OG LOLA HOWELL voru furöu lostin þegar aó dag einn birtusl prúðbúnir menn á þröskuldinum hjá þeim og buöu tæpar 20 milljónir króna fyrir aö leigja bóndabýli þeirra í Madisonsýslu í Iowa í Bandaríkjunum. Þama voru mættir háttsettir menn hjá Warner kvikmyndafyrirtækinu og vildu þeir taka býlió á leigu í þrjá mánuöi til aö hægt væri aö taka þar upp nýjustu stórmynd Stevens Spielberg, The Bridges of Madison County. Hjónunum fannst boðið höfóinglegt enda um aó ræöa þrefalt söluverö jaró- arinnar auk þess sem þeim var boðió aö dveljast á hóteli í næsta bæ sér að kostnaóarlausu á meöan á tökum stæói. Gömlu hjónin, sem bæöi eru 84 ára, höfnuöu þó strax tilboóinu þegar þau heyrðu hvaö aö- alleikendumir, Clint Eastwood og Meryl Streep, áttu að aóhafast í svefnherbergi þeirra hjóna. í myndinni Ieikur Clint ljósmyndara sem á í stuttu ástarsambandi við húsfreyjuna á staönum á meðan aó eiginmaóur hennar og böm skreppa í burtu. „Þaö hefur aldrei verió drýgt hór í þessu húsi og mun aldrei vera á meðan ég lifi,“ sagöi Aaron þegar hann heyrði af bólförum stjarn- anna. „Eg sagði þeim strax í byrjun að þaö yrói ekkert laumuspil. Eg held þeir hafi talið sig geta breytt skoðun minni en þeir vissu ekki hversu fastur ég stend á mínu,“ bætti gamli maóurinn vió en hann og Lola hafa verið gift í 64 ár og eiga 4 böm, 12 bamaböm og 16 bamabama- i. Lola var einnig lítió hrifin af stjömun- um frá Hollywood. „Vandamálið í kvik- myndum í dag er hversu hryllilegar þær eru. Fólk hittist og fimm mínútum síöar eru þau komin upp í rúm. Ungt fólk sér allt of mikió af slíku og ég vil ekki bæta þar á,“ sagöi Lola. Bóndabýli hjónanna þótti líkjast mjög þeim lýsingum sem komu fram á bóndabýlinu í bókinni en eftir nokkrar tilraunir til að fá Howells- hjónin til aö gefa eftir ákváöu fram- leióendur aö notast vió eyöibýli skammt frá og byggja þaó upp. Búist er viö aó myndin veröi mikið meistarastykki enda fyrirmyndin mjög vinsæl. Samnefnd bók hefur selst í yf- ir fimm milljónum eintaka síóan hún var gefin út fyrir tveimur árum og hefur verió á lista New York Times yfir söluhæstu bæk- ur í 113 vikur. Aar- on og Lola segast ekki búast við aö sjá myndina þegar hún veröur sýnd. „Mig langar til þess en Aaron hefur ekki mikinn áhuga,“ seg- ir Lola. böm Hörkutólið Clint East- wood er ckki dauður úr öllum æðum. ÓxUíMMaSUa, Kynbomban AMMA MICOLE SMITrl, sem hefur helst unnið sér til frægöar aó vera leikfélagi ársins hjá Playboy, hefur vakið mikla athygli fyrir gjöfugan líkamsvöxt. Hún hefur rakað inn milljónunum á því að sýna brjóstin ber og segir stolt að þau séu ekta en ekki eru allir á sama máli. Nú eru komnar fram myndir af henni þegar hún var ung fatafella í Houston þar sem hún er flöt sem pönnukaka og segja „sérfræð- ingar" aö hún hafi aó minnsta kosti þurft þrjár brjóstaaðgerðir til aó ná núverandi stæró. FORELDMR I FfíNGELfl Demi Moore vill forcldra sína hafa. ekkcrt með L Cöfrabrögð í tollínum Körfuknattleikssnilling- urinn MAGIC JOrlM- SOM hefur feróast víóa um heiminn til að fræóa unga leikmenn um leik- inn síðan hann hætti aó leika körfuknattleik eftir aó hafa greinst með eyöni. Fyrir skömmu kom hann til Spánar og í staó þess að taka höfðinglega á móti honum var kappinn handtekinn í tollinum og færöur í yfir- heyrslur. Lögregluyfirvöld í Madrid töldu sig hafa gómaó illræmdan hryójuverkamann, Earvin Johnson, og áttuóu sig ekki á mistökunum fyrr en þeir tóku eftir hæöar- muninum á þeim eftirlýsta og leikmanninum. Þótt Magic kunni ýmist töfrabrögð inni á vellinum þá gat hann engan veginn passaö vió lýsingu á hryðjuverkamanninum sem var aóeins 165 sm á hæð á meóan Magic stendur í rúmlega tveimur metrum. Þegar betur var að gáð kom í ljós aö afbrotamaðurinn var hvítur á hörund og ljóshæröur og passaói það illa viö lýsinguna á Magic Johnson. eikkonan DEMI MOORE er ekki stolt af for- eldrum sínum. Móðir hennar, Virginia Guy- nes, hefur oft reynt aö græða á frægö dóttur- innar og ekki er langt síöan nektarmyndir af henni prýddu síóur amerísks karlablaös. Nú hefur hún bætt um betur og situr í fangelsi í Nýju Mexíkó ákærð um íkveikju. Virginia, sem nú er fimmtug, á yfir höföi sér sjö ára fangelsisdóm ef hún verður fundin sek um aö kveikja í íbúö konu einnar en þær lentu í slagsmálum stuttu áöur en eldur kom upp í íbúö konunnar meö dularfullum hætti. Virginia á ekki glæsta fortíð þar sem hún hefur viöurkennt aö eiga viö drykkju- og eiturlyfjavandamál að stríöa og hefur oft veriö tekin ölvuð á bíl. Pabbi leikkonunn- ar, Charles Harmon, er litlu skárri en hann situr í fangelsi í Houston í Texas fyrir þjófnað og ölvunar- akstur. Demi Moore hefur haft lítiö samneyti vió foreldra sína undanfarin ár og nú vill hún ekkert meira meö þau hafa. Sjálf hefur Demi haft í nógu aö snúast aö undanfömu og hefur nýlokiö vió tökur á nýrri mynd sem kallast Disclosure. Virgina Guynes hcfur vcr- ið duglcg við að komast í fréttirnar. Charles Harmon hefur ckki reynst dótturinni vel.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.