Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 22. nóvember 1994 KVIKMYNPIR VINNIN LAUG/ (j) (a GSTÖLUR RDAGINN 19.11.1994 2)@ (23) VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 a( 5 0 4.445.453 2.piú,5C 89.819 3. 4af 5 105 7.378 4. 3af 5 3.851 469 Heildarvinningsupphæö: 7.475.357 m i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR The Specialist hin ágætasta afþreying: Býóur upp á hefhd, svik, morð, ofurhetju og ástir Tvær af stærstu kvikmyndastjörn- um nútímans, Sharon Stone og Sylvester Stallone, leika saman í magnaóri spennumynd, Sérfrœð- ingnum cóa The Specialist sem býóur upp á allt sem nútíma spennumynd getur prýtt, þ.e. hefnd, ntorð, svik, ástaratriði og ekki síst hraóa atburðarás. Stall- one bregst ekki stórum aðdáenda- hópi sínurn í þessari rnynd sem holdgervingur hasarhetjunnar og sérfræðingsins í manndrápum, en er um leið ljúfmennió sem tekur TOKUM AFENGIÐ ERÐ ílJStf*** MFERÐAR RAÐ að sér flækingskött og jafnar um hóp rustilmenna í strætó „cm ekki standa upp fyrir ófrískri konu. Alla myndina í gegn undirstrik- ar klæðnaður (eða klæðaleysi) Stone það að hún er hasarkroppur og bregst því ekki ímyndinni og væntingum kvikmyndahúsgesta. Myndin fjallar um það að May Munroe (Stone) ræóur Ray Quick (Stallone) til aö hefna morðs for- eldra sinna sem undirhcimaforingi í Miami lét myrða fyrir framan augun á hcnni er hún var barn að aldri. Undir lokin liggja leiðir þeirra sarnan og auövitað fclla þau NÝJAR PLÖTUR hugi saman í umtöluðu ástaratriöi í sturtuklefa. Myndin er afbragós afþreying en þaó er hins vegar ekki leikur þeirra Stone og Stallone sem vek- ur athygli, heldur leikur James Woods sem Ieikur Ned Trent sem er á launaskrá mafíósanna og höf- uðandstæðingur Rays og Rod Steiger sem leikur kúbverska mafíósann Don Carleone. Þýóandi ntyndarinnar fær hins vegar engin vcrðlaun og má m.a. benda honum á aó enska orðið bank þýðir ekki alltaf banki held- ur einnig árbakki cða svæði. GG - diskurinn er helgáður minningu Björns Einarssonar, fvrrum bónda á Bessastöðum Ferðamálafulltrúi fyrir Þingeyjarsýslu Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. með aðsetur á Húsavík óskar eftir að ráða ferðamálafulltrúa til starfa í 2ja ára verkefni er hefur að markmiði að vinna að framgangi ferðaþjónustunnar sem starfs- greinar í Þingeyjarsýslu. Hlutverk ferðamálafulltrúa verður að skilgreina þá möguleika sem bjóóast í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu og stuóla að uppbyggingu og framgangi feróaþjónustu með sérstakri áherslu á markaðs- og gæðamál. Leitað er eftir einstaklingi er hefur góða innsýn í ferða- þjónustu, á auðvelt með samskipti við fólk og getur sýnt frumkvæði. Æskilegur ráóningartími er frá 1. janúar 1995. Umsóknarfrestur er til 3. desember og skal senda um- sóknir til: Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf., Garðarsbraut 5, 640 Húsavík. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélagsins í síma 96-42070. Þann 14. nóvember sl. kom út geisladiskurinn „Gömul spor“ með söng Karlakórsins Lóuþrælar í Vestur-Húnavatnssýslu, en sá dag- ur er fæðingardagur Björns Einars- sonar fyrrum bónda á Bessastöð- unt, en diskurinn er helgaður minningu hans. Bjöm, sent lést fyrir tveimur árum, var einn af 15 stofnfélögum kórsins sem stofnað- ur var í febrúar 1985 og verður því 10 ára á næsta ári. Stjómandi kórs- ins hefur frá upphafi verið Olöf Pálsdóttir á Bessastöðum. A diskinunt syngur Ingveldur Hjaltested einsöng í þremur lög- unt, en þau eru: Ökuljóð, rúss- neskt þjóðlag, Ijóð þýtt af Frey- steini Gunnarssyni, Borgin helga, lag Stephen Adams, Ijóðaþýðing Pétur Sigurðsson og Ave Maria, lag Sigvaldi Kaldalóns við ljóð Indriða Einarssonar. Einsöngvari úr hópi kórfélaga er Guðmundur Þorbergsson á Neðra Núpi, en hann syngur rúss- neskt þjóðlag, „Göntul klausturs- saga“ (Ræningjarnir, texti þýddur af Þorsteini Gíslasyni). Alls eru á diskinunt 20 lög og er lagavalið mjög fjölbreytt. Und- irleikarar meó kórnunt eru Elin- borg Sigurgeirsdóttir á píanó, Páll Sigurður Björnsson á bassa, Þor- valdur Pálsson á harmoniku og Einar F. Björnsson á harmoniku. Upptaka, sem var í höndunt Sig- urðar Rúnars Jónssonar, fór fram í Félagshcintilinu á Hvammstanga. Héraðsnefnd Vestur-Húnvetninga styrkti kórinn til þessa verks. Dreifingu annast kórfélagar sjálfir og er pöntunarsími 95- 12912. Á höfuðborgarsvæðinu fæst diskurinn í verslununt Japis. Bókmenntakvöld í Deiglunni annað kvöld Bókaforlögin Mál og menning og Forlagió efna til bókmenntakvölds í samvinnu við Bókval og Café Karólínu annað kvöld, miðviku- daginn 23. nóvember, í Deiglunni á Akureyri og hefst það kl. 20.30. Fimm höfundar lesa úr verkunt sínum: Guðbergur Bergsson les úr bókinni Ævinlega, Gerður Kristný les úr Isfrétt, Pétur Gunnarsson úr Efstu dagar, Helgi Ingólfsson úr Letrað í vindinn og Páll Pálsson les úr bók sinni Vesturfarinn. Einnig verður lesið úr síðustu bók Jakobínu Siguróardóttur, „I barn- dómi“. Aðgangur er ókeypis. Ákveðniþjálfun fyrir foreldra: Fyrirlestrar í Gagnfræðaskóla Akureyrar og á Hótel KEA Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræó- ingur sækir Akureyringa heint nú í vikunni til að flytja fyrirlestra sem Við leggjum nú aukna áherslu á ferskt kjöt og nýja ferska rétti í neytendaumbúðum undir merkinu í matvöruverslunum KEA Af þessu tilefni gefum við út afsláttarmiðann hér til hliðar Nýtið ykkur afsláttinn gegn framvísun miðans í einhverri af matvöruverslunum KEA /S01 kjötiðnaðarstöð Afsláttarmiði Sælkerapanna afsláttur kr. 45,- Gegn framvísun þessa miða Gildir einungis í Matvöruverslunum KEA Afsláttarmiðinn gildir til 27. nóvember nefnast, ákveöniþjálfun fyrir for- eldra. Jóhann Ingi hefur haldið helgarnámskeið í ákveðniþjálfun fyrir foreldra á vegum Vímulausr- ar æsku og hafa þau vakið athygli. Annað kvöld, mióvikudags- kvöld, mun Jóhann Ingi flytja fyr- irlestur um þctta efni á sal Gagn- fræðaskóla Akureyrar og eru for- eldrar hvattir til að fjölntenna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30. Á fimmtudagskvöldió klukkan níu flytur Jóhann Ingi þennan sama fyrirlestur á aðalfundi Barnaheilla á Hótel KEA og er fyrirlesturinn öllum opinn. KLJ Atskákmót Akureyrar 1994 l 5 690600 999689 Atskákmót Akureyrar 1994 fór frant dagana 17. og 20. nóvember. Tefldar voru 30 mínútna skákir. Þetta er í þriðja sinn sent mótið cr haldið en atskákir verða sífellt vinsælli. Sextán skákmenn mættu til leiks og tclldar voru 7 umferðir eftir monradkerfi. Þcgar sex umfcrðum var lokið höfðu 4 keppcndur möguleika á sigri, Rúnar Sigurpálsson og Þór Valtýsson voru nteð 5 vinninga og Gylll Þórhallsson og Þórleifur Karlsson voru með 4,5 vinn. Rún- ar og Þór tefldu saman í síðustu uml’erö og lauk skákinni með sigri Rúnars. Hann er því Atskákmeist- ari Akureyrar 1994. Röö efstu manna: 1. Rúnar Sigurpálsson, 6 vinningar. 2. Þórleifur K. Karlsson, 5,5 vinningar (23 stig) 3. Gylfi Þórhallsson, 5,5 vinningar (22,5 stig) 4. Þór Valtýsson, 5 vinningar. 5. Guómundur Daðason, 4 vinningar. Albert Sigurðsson var skák- stjóri. Næsta mót verður næstkom- andi fimmtudagskvöld þegar efnt veróur til 10 mínútna móts fyrir 45 ára og eldri. Mótiö hefst kl. 21. Þá hcldur Skákfélagið 15 mín- útnamót á sunnudag og hel'st það kl. 14.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.