Dagur - 24.11.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyri, flrmnhidagur 24, nóvember 1994 226. tölublað
w Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar MT Afgreiddir samdægurs
^ GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI
1
Guðný Guðmundsdóttir stjórnar Sinfóníuhljómsvcit Norðurlands á tónicikunum um hclgina. Þessi mynd var tckin á
æfingu í Tónlistarskólanum á Akureyri í gær. Mynd: óþh
Æft fyrir aðventutónleika
Glit hf. hefur starfsemi í Olafsfirði
eftir áramót:
Stefnt að aukningu
á hlutafé
- í 11 milljónir króna
Ohætt er að segja að Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands
bjóði upp á eftirtektarverða efn-
isskrá á tónleikum sínum á
Hvammstanga og Akureyri um
helgina. Flutt verður skemmti-
tónlist eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, Einföld hljómkviða eftir
a
Aráðstefnu um fjármál sveit-
arfélaga í gær hélt Jón
Björnsson, félagsmálastjóri á
Akureyri, erindi um Qárhagsað-
stoð sveitarfélaga. Hann sagði
löggjafann hafa á síðustu ára-
tugum mælt fyrir sívaxandi
þjónustu sem borgaranum bæri
frá sveitarfélagi sínu og fram-
kvæmdina hafa gengið misjafn-
lcga eftir. Minnstu sveitarfélögin
hafí dregist æ meira aftur úr,
ætlast væri til meiri þjónustu en
þau gætu mögulega veitt vegna
mannfæðar og vegna þessa
þjónustuleysis flýði fólk á náðir
hinna burðarmeiri bæja.
Jón Björnsson sagöi fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga hafa aukist
mikið að undanförnu, um heil
80% á tveimur árum, og nefndi
þrennt til skýringar: Það fyrsta og
augljósasta sagði hann vera versn-
andi kjör þeirra tekjulægstu í
þjóðfélaginu og aðra skýringuna
vera þá að viðhorfin til tjárhags-
aðstoðar væru að breytast. Víðast
hefði fyrnst yfir brennimarkió sem
fylgdi fátækraframfærslunni. í
þriója lagi nefndi hann að tekju-
Benjamin Britten og Árstíðirnar
eftir Antonio Vivaldi.
Guðný Guðmundsdóttir, kons-
ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar
Islands, stjórnar hljómsveitinni á
tónleikunum auk þess sem hún
verður einleikari á tónleikunum.
Fyrri tónleikarnir verða í Fé-
tryggingarsjónarmióið gengi út á
þaó aö fjárhagsaðstoð sveitarlé-
laga væri tæki til að tryggja aó all-
ir íbúar sveitarfélagsins hefðu
a.m.k. það fé milli handa sem
þyrfti til aó lifa af. Sveitarfélög
væru því ómeðvitað í því hlut-
verki að veita sjálfkrafa uppbót á
atvinnulcysisbætur, almanna-
tryggingabætur, og þaö sem verst
væri, á launataxta, og allt vegna
þess aö ckki væri hægt að lifa af
þessu.
„Hvort sem einhverjum otbýð-
ur það eða ekki, þá verð ég að
segja, að hjá sæmilegri félags-
málastofnun fær fólk núna ein-
faldlega hærri tekjur í fjárhagsað-
stoð hcldur en af margri vinnunni,
átta tíma á dag,“ sagði Jón. Hann
bætti við að væru þessar skýringar
hans réttar niyndi aukningin halda
áfrant og sveitarfélögin sem stæðu
sæmilega að fjárhagsaóstoð sinni
yrðu í nokkuð vondum málum og
íbúar hinna sveitarfélaganna sem
hunsuðu hana í enn verri málum.
Væru þessar skýringar réttar væri
e.t.v. ástæða fyrir sveitarfélögin
að staldra viö og spyrja sig og rík-
isvaldið, eða samfélagið allt, hvort
lagsheimilinu á Hvammstanga á
laugardag kl. 17 og þeir síðari í
Akureyrarkirkju á sunnudag kl.
17. Forsala aógönguntiða fyrir
tónleikana á Akureyri veröur í
Bókabúó Jónasar.
Nánar verður fjallað um tón-
lcikana í blaðinu á morgun. óþh
þctta væri heppileg leið og leiðin
sem við vildum fara. „Verði svars
vant má spyrja frændur okkar í
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað
nýlega að auka úthafsrækju-
kvótann úr 50 þúsund tonnum í
63 þúsund tonn samkvæmt til-
lögum fiskifræðinga Hafrann-
sóknastofnunar. Mikil spenna
hefur ríkt á rækjumarkaðnum,
m.a. hefur verið miklum erfíð-
leikum bundið að fá keyptan
rækjukvóta, jafnvel af útgerðum
sem ekki hafa ætlað að nýta
kvótann sjálfar.
Veró á kvóta og framboð á
markaðnum hefur ekkert breyst og
telja sumir forsvarsmenn í rækju-
iðnaðinum aó aukning kvótans
hefói þurft að vera snöggtum
Nýtt fyrirtæki var formlega
stofnsett í Ólafsfírði sl.
sunnudag en Ólafsfjarðarbær
hefur keypt keramikfyrirtækið
Glit hf. í Reykjavík og er fyrir-
hugað að hefja starfsemi fljót-
lega upp úr næstu áramótum og
er þá fyrst og fremst horft til
þess að hýsa fyrirtækið í syðra
frystihúsinu. Töluverð vinna
hefur verið lögð í markaðssetn-
ingu erlendis og samningar eru í
farvatninu. Nýja fyrirtækið mun
veita 10 til 12 manns vinnu og
auka þar með íjölbreytni í at-
vinnulífi Ólafsfirðinga til muna
og jafnframt draga úr atvinnu-
leysi.
Stofnkostnaður, með lager scm
fylgir mcð, er á bilinu 18 til 20
milljónir króna. Á stofnfundinum
lagði Ólafstjarðarbær fram 6
milljón króna stofnfé en stefnt er
að því að auka hlutafé í 11 millj-
ónir króna.
Á fundinum var skipuð starfs-
stjórn til næstu fjögurra til sex
vikna en hana skipa Hálfdán
Kristjánsson bæjarstjóri og bæjar-
fulltrúarnir Jónína Óskarsdóttir og
Færeyjunt, sem hafa safnaö nokk-
urri reynslu af svipaðri þróun,“
sagði Jón Björnsson. SV
meiri til að þaó hefði umtalsverð
áhrif á verðlag kvóta eða framboó.
„Þaö er hins vegar rökrétt aó
álykta að þessi kvótaaukning hafí
áhrif á vcrð, en staðan í sjávarút-
vegsmálum er hins vegar orðin
ntjög einkennileg. Rækjuveiðin
hefur vaxið alveg gífurlega og svo
bætist við óvissan unt loðnuveió-
ina, en hún hefur engin verið síó-
an unt miðjan septembermánuð.
Það kann að valda því að ntenn
halda að sér höndum með aó selja
rækjukvóta rneðan ekki er sýnt
hversu ntikil loðna veiðist.
Verð á fiskafurðum hefur verið
að hækka, en rétt er að geta þess
að verð á rækju var orðið mjög
Guðbjörn Arngrímsson auk Ara
Eðvaldssonar, húsvarðar Gagn-
fræðaskólans. Nokkuð skiptar
skoðanir hafa verið meðal Ólafs-
fírðinga unt kaup á Gliti hf. og eru
úrtölumenn þá aóallega að benda
á þátttöku Ólafsfjarðarbæjar í
rekstri Fiskntars hf. og Óslax hf.,
en bæði fyrirtækin uróu gjaldþrota
og olli það bæjarsjóði nokkrum
búsifjum. Sveinn Magnússon,
fyrrum sjóntaður, sat stofnfundinn
sl. sunnudag og segist hann fagna
því aó farið skuli út í kaup á þessu
fyrirtæki og fagnar jafnframt
þeirri hugarfarsbreytingu sent
þetta sýnir hjá forráðamönnum
Ólafsfjarðarbæjar.
„Þetta framtak sýnir að það eru
til fleiri atvinnutækifæri en bara
þau sent snúast unt físk og físk-
vinnslu en allt tal um slíkt hefur
verið nánst bannorð hingað til. Nú
eru menn aö átta sig á því að
kvótaskerðingar og minnkandi
sjávarafli kalla á eitthvað annað.
Með kaupum á þessu fyrirtæki tel
ég að við séunt að stíga fyrsta
skrefíð í þá átt og taka á vanda
sem er að verða viövarandi.
I öðru lagi crum við aö fara að
byggja upp atvinnufyrirtæki fyrir
þá sem eru með skerta starfsgetu,
sem vcldur því að þeir hafa ekki
getað sótt út á hinn almenna
vinnumarkað en slíkt fyrirtæki
gæti skapað einhvcrjum þeirra at-
vinnu og þar með nýtt vannýttan
vinnukraft.
Ég tel að þeint peningum sé vcl
varið sem í þctta fyrirtæki fara og
vona að sent flestir Ólafsfirðingar
þjappi sér vcl saman að baki því.
Mig langar að biðja fólk að minn-
ast þess að enginn veit hvenær
hann á jafnvel eftir að standa í
þeim sporurn að geta ekki unnið
hvaða vinnu sem er. Þá kemur
vinnustaður eins og keramikfram-
leiósla sér vel,“ sagði Sveinn
Magnússon. GG
lágt svo hlutfallslega vegur hún
mjög þungt, bæði hvað varðar
magn og verð. Hins vegar kentur
þessi hækkun mér á óvart því
Bandaríkjadollar er að lækka, verð
á afurðum er að lækka, og cins
hefur ríkt ákveðin sölutregða í
Bandaríkjunum. Verð á Evrópu-
markaói hefur hins vegar verið
okkur mjög hagstætt og verö á
loðnuafurðum í Japan hefur verið
mjög gott vegna veiðibrests í Bar-
entshafi og í Kanada. Það eru því
rækjan og loðnan sent virðast hafa
mestu áhrifin til hækkunar á fisk-
afurðum,“ segir Pétur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Félags rækju-
og hörpudiskframleiðenda. GG
Jón Björnsson, félagsmálastjóri, um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga:
Hefur aukist um 80%
tveimur árum
Verð á fiskafurðum landsmanna að hækka:
Verð á rækjukvóta hækkar ekkert
þrátt fyrir aukningu kvóta