Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 1
Amorgun, laugardag, verður opnuð athyglisverð barna- bókasýning í Deiglunni á Akur- eyri. A sýningunni cr lögó áhersla á myndskreytingar í barnabókum og mikilvægi þess aó hinn sjónræni þáttur barnabókmennta sé vandað- ur. Sýndar verða valdar barnabæk- ur og frumteikningar nokkurra listamanna og veróur reynt að varpa ljósi á ferlið frá teikniborói listamannsins að fullunninni bók. A veggjutn Deiglunnar verða m.a. sýndar frummyndir eftir myndlist- armcnnina Olgu Bergmann og Halldór Baldursson. Ekki ósvipuó sýning var sett upp á síðasta ári í Slunkaríki á Isa- firði en nú hafa nokkrir lelagar í Gilfélaginu ráðist í að koma slíkri barnabókasýningu upp í Deigl- unni. Barnabækurnar eru fengnar frá allmörgum forlögum í landinu en Amtsbókasafnið á Akureyri hefur lánaó þær sýningarbækur sem eru ófáanlegar hjá forlögunum. Einnig nýtur sýningin stuónings bóka- verslunarinnar Bókvals. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18. I gær þegar blaðamaður leit inn í Deigluna var verið að koma bók- unum fyrir og sögðust aðstand- endur sýningarinnar vonast til þess að hún höfðaði til barna, í það minnsta hefði hugntyndin ver- ið að setja upp sýningu fyrir börn- in. Þess má síðan geta að þegar líóa tekur á desember mun Café Karólína bjóóa upp á upplcstur fyrir unga sýningargesti og verður tímasetning fyrirlestranna kynnt nánar síðar. óþh Hætt við fyrirhugaða söluferð Skafta SK vegna aflatregðu og hráefnisskorts í landi: Missti trollið í vitlausu veðri og þurfti í land - eftir nýjum hlerum Þegar blaðamaður Ieit inn í Dcigluna í gær var þessi fimm ára hnáta að skoða barnabækurnar. Hún heitir Sigríður Regína Sigurþórsdóttir. Eins og sjá má hafa veggir Deiglunnar öðlast nýtt Iíf. Mynd: óþh Barnabókasýning í Deigiunni Fyrirhugað var að togarinn Skafti SK-3 frá Sauðárkróki seldi erlendis sl. miðvikudag en ekki varð af því og er togarinn að afla hráefnis fyrir frystihús Fiskiðju Sauðárkróks hf. Krist- ján Helgason skipstjóri segist halda að það sé fyrst og fremst skortur á Rússafíski sem valdi hráefnisskortinum, reiknað hafi verið með fleiri löndunum á frystum Barentshafsþorski af rússneskum togurum. „Við höfum verið að fiska fyrir húsið, þannig aó vió höfum verið að landa þorski og ýsu, en þctta hefur verið niikió streð með til- hcyrandi kostnaði, við höfum m.a. misst troll og hlcra vcgna veðurs. Við verðurn aö sætta okkur við að lá ekki siglingu nú og mér skilst að Hegranesið, sem selja átti þann 7. desember, ntuni jafnvcl ekki heldur sigla. En þetta ræðst auð- vitað cinnig al' aflabrögðunum,“ segir Kristján Helgason, skip- stjóri. Skafti SK var í höfn á Iaugar- daginn en togarinn missti trollið og þurlti aó sækja nýja hlera. Að- eins var búið aö veióa nokkur tonn af grálúðu á Strandagrunni er óhappið varó. Togarinn var á fimmtudag á Halamiðum að Ieita aó ýsu cn Kristján segir að það gangi illa, meira sé af þorski og svo sé stöðug ótíð, jafnvel vitlaust veður. „Þorskurinn er búinn að fá svo Loðskinn hf. slltur sameiningarviðræðum við Skinnaiðnað hf: Eru okkur mikil vonbrigði - segir Ásgeir Magnússon, stjórnarformaður Loðskinns Stjórn Loðskinns hf. á Sauðár- króki hefur slitið sameining- arviðræðum við Skinnaiðnað hf. á Akureyri. Fyrr í haust sendi stjórn Skinnaiðnaðar Loðskinns- mönnum tilboð sem var hafnað. Mánaberg OF hlaut gæðaviðurkenningu Sæberg hf. í Ólafsfirði, sem gerir út frystitogarann Mána- berg ÓF-42, hefur selt sjófrystar afurðir togarans gegnum ís- lensku umboðssöluna til X-SEA- LNT International Corp. í Willi- amsville í New York sl. tvö ár. Nýlega veitti fyrirtækið Mána- bergi OF æðstu gæðaviðurkenn- ingu sem það veitir (The presidents award), og var hún veitt fyrir árió 1994. I viðurkenningarskjali sem afhent var Birni Kjartanssyni skip- stjóra 11. nóvember sl. segir að verðlaunin séu veitt fyrir að viðhalda mesta gæðastaðli á ís- lenskunt sjávarafuróum sern fyrir- tækið kaupi (For having the high- est quality standard of Icelandic seafood products). Mánaberg ÓF landar í dag um hundrað tonnurn af frystum afurð- um, aðallega karfa og ýsu, og er aflaverðmæti 28 milljónir króna. Togarinn fer út nk. ntánudag og fer einn túr fyrir jól. Múlaberg ÓF-32 er fyrir austan land og er aö veiða karl'a í sigl- ingu ef allabrögð verða sæmilcg. Aætlaður söludagur er 14. dcsem- ber nk. Sólberg ÓF-12 landaði sl. ntánudag 81 tonni af ísfiski til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar; 48 tonnum af þorski, 22 tonnum af ýsu og 11 tonnum af blönduðum afla, aðallega ufsa og karfa. GG Síðan hafa nokkrar viðræður átt sér stað, en nú hefur stjórn Loð- skinns sem sagt slitið þeim. Þetta urðu stjórn Skinnaiðnaðar mikil vonbrigði, að sögn Ásgeirs Magnússonar, stjórnarformanns. „Eg á enga möguleika á aö skilja þessa afstöóu, því að mínu mati eru augljósir hagsmunir í því fyrir Sauðkrækinga að ganga til þessarar sanrvinnu. Hagræðingin gæti oröió umtalsverð og eins stendur þetta fyrirtæki á Sauóár- króki afskaplega veikt. Við buð- um aó okkar mati mjög sanngjarnt verð fyrir eignirnar en hins ber að gæta að meðan eiginfjárstaða okk- ar fyrirtækis er jákvæó í dag upp á 160-170 milljónir og hagnaður á þessu ári góður, þá var eiginfjár- staóa Loðskinns neikvæð í árs- byrjun upp á um 70 milljónir og hefur síðan versnað. Aðalatriðið af okkar hálfu er, að vió buðum upp á að santa vinna yrði á Sauðárkróki eins og hingað til. Þetta kallaði l'ram- kvæmdastjóri Loðskinns yfirtöku. Vió hugsuðum þetta þannig að þaó eru ákveðnir þættir sem hægt er að gera betur á Sauðárkróki en við erum að gera hér og öfugt. Þetta vildum við nýta og sameina yfirstjórnir, en á móti yrði jafnvel einhver tilllutningur á störfum á Krókinn. Þessi niöurstaða er auðvitað mikil vonbrigói. Að vísu þurfum við engar áhyggjur aó hafa af nán- ustu framtíó, en hinu skulu nrenn ekki gleyma að þessi atvinnugrein bindur mikið fjármagn og góð eiginfjárstaða því nauðsynleg. Eins eru gríöarlegar svcillur í þessari grein, cins og sagan sýnir, og þannig veróur það áfram. Til að mæta því, þarf að nýta alla ntögu- leika til hagræðingar," sagói As- geir og bjóst ekki vió aó Skinna- iónaóur hf. myndi hafa frumkvæði aö frekari viðræóum á næstunni. Þess má geta aö Skinnaiðnaður hl'. eignaóist um 20% hlut í Loó- skinni hf. fyrr í haust og Ásgeir sagði engar hugntyndir uppi um að selja hann eða eitthvað slíkt. Hins vegar ætli rnenn að nýta sér þau áhrif sent þessi eignarhlutur gefur, sem væntanlega hefur það í för með sér að Skinnaiðnaður hf. fær mann í stjórn Loðskinns hf. við næsta stjórnarkjör. HA mikinn frið að þaó er eðlilegt að hans verði víða vart nú, en þaö eru allntargir á þorskveiðum og þeir detta niður á góða veiói með einhverju millibili. Þeir hafa verið að fá um 4 tonn í holi, svo það hefur tckið tvo daga að fá þessi 30 til 40 tonn scm þeir hafa mátt vciöa í túrnum." Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Skagfirðings hf., segir að ástæða þess að Skafti SK fór ekki í siglingu sé fyrst og fremst sú að afli hafi ekki verið mikill og eins það að alla þurfi hráefnis fyrir frystihúsið. Odýrara sé að landa í gánta í Vestmannaeyjum og scnda karfann þannig á markað í Þýska- landi í stað þess að sigla ntcð til- tölulega lítinn afla. Verð séu hins vcgar hækkandi í Þýskalandi eftir nokkra lægð vegna mikils frani- boós en brcyting er að verða á því. Því nregi búast við góðu verði á Þýskalandsmarkaði í næstu viku. GG Vilhjálmur Egilsson: Næsta ríkisstjórn mun sækja um aðild að ESB Meðal ræðumanna á ráð- stefnunni Norðlenskt at- vinnulíf og Evrópusambandið, var Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Hann sagði brýnt að l'ara að huga aó því hvort aðild að ESB samræmist okkar hagsmununt, því jafnvel cftir aö búió cr að ákveða að sækja um tekur lerlið einhver ár. „Eg hef haldið því fram aó hvcr einasti maður sem ber ein- hverja ábyrgð á hagsmunum landsins og þjóðarinnar, geti ekki vikið sér undan því að hugsa um þessi mál. Ég hef haldió því fram að það sé í rauninni alveg sama hver þaö verður sem heldur um stjórnvölinn á Islandi á næstu ár- um, að næsta ríkisstjórn mun senda inn untsókn um aðild aó Evrópusambandinu." HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.