Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 11
I Hafíð á Þórshöfii Leikfélag Þórshafnar frumsýndi föstudaginn 25. nóvember leikrit- ið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leikstjóri sýningarinnar er Steinunn Jóhannesdóttir og hann- aði hún einnig sviðsmynd. Hafið er dramatískt verk, þar sem höfundur fléttar saman þátt- um, sem eru efni. harmleikja, skoplegum brag og rómantík. Ur verður þétt flétta, sem gerir veru- legar kröfur til leikenda og leik- stjóra, eigi vel aó takast. Það er talsvert metnaðarfullt af litlu leik- félagi, eins og Leikfélagi Þórs- hafnar, að leggja til atlögu við verk af þessu tagi. Þaö er því ánægjulegra að geta sagt, að vel hafi tekist á sem næst allan veg. Þar er án efa mikið að þakka vel unnu starfi leikstjórans, Steinunn- ar Jóhannesdóttur, sem virðist hafa haft auga sem næst á hverjum fingri og gætt þess af kostgæfni, að samfella persóna héldist, að sviðshreyfmgar gengju upp, að hópsenur yrðu sem sann- ferðugastar og að fjöldi annarra atriða félli aó þeirri heildarmynd, sem verkið krefst. Einungis í örlá skipti hefur ekki tekist svo vel sem skyldi og ferlið verður ólipurt eóa ósannferðugt. Sem dæmi má ncfna heldur viðbragóalítið atriói, þegar Þórður birtir ætlun sína með fyrirtækið og nokkuð óþægilega og líflitla uppstillingu við píanóið í samsöngsatriðum. Einnig er rómantískt atriði Maríu og Agúst- ar stirðlcgt, svo enn eitt dæmi sé nefnt af fáum, sem enn mætti til tína. Sviðsmynd Steinunnar Jóhann- esdóttur er vel hönnuó og lýsing, sem er í höndum Kristjáns Her- mannssonar, vel unnin. Hið sama cr um sviðshljóð; brimrót og veð- urhljóð, sent hefðu þó á stundum mátt fylgja örlítið lengur framrás verksins í samræmi við texta þess. Þórður Haraldsson, útgerðar- maður, er leikinn af Steinari Harð- arsyni. Steinar hefur í flestum til- fellum góö tök á persónunni og víöa vel yfir það. Lcikur hans er gjarnan sterkur og ákveðinn, þannig að enginn efast um það, að hann er maður, sem vill láta sinn vilja ráða. Góður hápunktur túlk- unar Steinars á Þórði er, þegar hann er lciddur út dauðvona eftir átökin við Jón, son sinn. Kristín, sambýliskona Þórðar, er leikin af Dagnýju Haraldsdótt- ur. Þetta hlutverk er vandasamt MINNINO vegna þess hve hljóðlátt það er. Dagnýju tekst langoftast vel að gæða þessa hlédrægu og undir- gefnu manneskju sannferðugleika LEIKLIST HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR og er víða áhrifamikil í leik sín- um. Katrín, móðir Þórðar, er leikin af Sölva Hólmgeirssyni. Sölvi er víða mjög góður í þessu hlutverki. Hann kemur með beittar athuga- semdir sínar, í viðeigandi raddblæ og með fasi, sem fellur vel að hinni gömlu ömmu og móður, sem séð hefur alla fjölskylduna vaxa úr grasi og þekkir hvern meðlim hennar í grunn. Son Þóróar, Harald, leikur Haf- steinn Óskarsson. Haraldur er gunga og tekst Hafsteini allvel að túlka þann þátt í fari hans. Þó skortir of víða neista í leik Haf- steins. Best tekst honum í lok 2. þáttar. Konu Haraldar, Aslaugu, leikur Hildur Vala Þorbergsdóttir. Hún vex í leik sínum er á líður verkið og nær orðið talsvert góðum tök- um í mótleik við Harald í 3. þætti. Ragnheiði, kvikmyndaleik- stjórann, leikur Heiðrún Ólafs- dóttir. Hún á stórgóða spretti og nær vel að draga fram grófa þætti þessarar heimskonu ekki síst í samleik vió Guðmund, eiginmann sinn, sem leikinn er af Oddi Skúlasyni. Hann byrjar heldur dauflega, en vex stórlega er á líður í túlkun sinni á þessum hálfkúg- aða kvikmyndaklippara. Jón ílugmann, son Þórðar, leik- ur Ólafur Stefánsson. Persónan er verulega áberandi í verkinu frá hendi höfundar og tekst Ólafi vissulega að gera hana það. Beitt- ar og iðulega beiskar setningar Jóns komast vel til skila og fasið er almcnnt vel við hæfi persón- unnar, svo að úr verður vel heild- stæó túlkun. Lagskonu Jóns, Lóu, leikur Þórdís Marín Þorbergsdóttir. Hlut- verkið gerir ekki miklar kröfur til dramatísks leiks, en Þórdísi tekst vel að draga fram ýmsa eðlisþætti lagskonunnar, svo að úr verður sannferóug persóna. Hjördís, dóttir Þórðar, er leikin af Dagbjörtu Aradóttur. Þessi hægláta kona, dreymin og ljóð- elsk, kemur vel til skila hógværó sinni í túlkun Dagbjartar. Berg, uppeldisson Þórðar og augastein, leikur Guðbjörn Ólafs- son. Bergi tekst sæmilega að túlka þennan sjóara og fiskimann, sem hefur fiskablóó í æðum, en því miður ekki meira en það. I túlkun- ina skortir brag þess, sem treystir á sjálfs síns styrk og getu og hefur reynt, að hann getur það. Agúst, son Þóróar, leikur Gísli Örn Bjarnhéóinsson. Hlutverkió er ekki átakamikió, en Gísli er ör- lítið vandræðalegur í túlkun sinni og virðist ekki meira en svo kom- ast í samband við það. María, dóttir Kristínar, er leikin af Stefaníu Malen Stefánsdóttur. Persónan er lífsglöð unglings- stúlka, sem skapar andstöðu við aðrar persónur leiksins; fersklegan andblæ í staðnaó umhverfi, þar sem átök eiga sér þó stað jafnt undir yfirborði sem ofan þess. Stefaníu Malen tekst vel að ná þessum blæ. Hún er létt og leik- andi í túlkun sinni og skapar skemmtilega persónu. I heild er uppfærsla Leikfélags Þórshafnar á Hafinu aöstandend- um öllum til sóma. Með henni hefur félagið sýnt, að það getur tekist á við erfið verkefni og skil- að þeim vel. Baldur Eiríksson Ul Fæddur 23. desember 1910 - Dáinn 16. nóvember 1994 Kveðja frá barnabörnum Minningar okkar um afa á Akur- eyri eru allar einstaklega ljúfar og góðar. Það er margs að minnast og margt að þakka frá samverustund- um okkar hjá afa og ömmu á Ak- ureyri og heimsóknum þeirra suð- ur til okkar. Þau eru ófá sporin sem afi gekk með okkur lítil í fanginu og þegar eitt stækkaði og fór að síga í, kom annað yngra í staðinn. Þolinmóður og kíminn á svip umbar hann læt- in í okkur, en ólund og óþekkt sýndum við afa aldrei, það var ekki hægt. Afi var alltaf svo góður og ró- legur, sat mikið og las í bókunum sínum eða sat viö skrifborðið sitt og grúskaöi í ættfræði og afi tók því ekkcrt illa þó hann væri ónáð- aður, hann opnaói gjarnan skrif- borðsskúffuna og tók upp súkku- laði, sem hann átti alltaf þar og gaf okkur. Já, aft las mikið og okkur þótti hann fróður. Hann hafði áhuga á svo mörgu og kunni svör við ólíklegustu spurningum. Afi var listrænn í sér. Hann málaði og skar út og var gott skáld. Við viljum þakka afa allar vísurnar og kvæðin, sem hann orti og sendi okkur, það eru dýrgripir sem við munurn geyma vel. Síóustu árin var afi ekki heill heilsu. Veikindin drógu smátt og smátt úr andlegu og líkamlegu þreki hans. Hann dvaldi á Seli, þar sem vel var um hann hugsað og þangaö heimsótti amma hann eins oft og hún gat. Hógværðin og ljúf- mennskan fylgdu honum alla tíð og þannig munum við minnast hans. Elsku ömmu vottum við samúð okkar í sorg hennar, en við vitum að allar góðu minningarnar um afa eru besta huggun hennar. Föstudagur 2. desember 1994 - DAGUR - 11 J ólafundur Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður haldinn laugardaginn 3. desember 1994 í Húsi aldraðra, Lundargötu 7 frá kl. 15.00-18.00. Félagar fjölmennið. Takið með ykkur gesti, 1 köku og góða skapið. Stjórnin. ALÞJÓÐLEGUR DAGUR FATLAÐRA 3. DESEMBER 1994 Styrktarfélag vangefinna og Foreldrafélag barna með sérþarfir halda daginn hátíðlegan með opnu husi á Fiðlaranum, 4. hæð, kL 15.00- 17.00, laugardaginn 3. desember. Kaffiveitingar, tónlist og veiting viðurkenninga fyrir vel unnin störf í þágu fatlaðra. KomiÖ og gleðjist með okkur á degi fatlaðra! G j ileymið ekki )ð gefa smáfuglunum. Jólokveðjur - Jólablað auglýsingadeild sími 24222 Áætlað er að jólablað Dags komi út þriðju- daginn 20. des- ember. Þeir aðilar sem vilja senda kveðjur til starfsfólks, viðskiptavina eða annarra, vinsamlegast haf- ið samband við auglýsingadeild Dags sem fyrst og eigi síðar en fimmtudaginn 8. desember nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.