Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 7
NÝJAR BÆKUR FRÁ SKJALDB0R6 Að sjálfsögðu Svanur Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Að sjálfsögðu Svanur eftir Anders Jacobsson og Sören OIs- son í þýðingu Jóns Daníelssonar. Þetta er þriðja bókin um Svan. I þessari bók lýkur Svanur öðrum bekk, en er ekki viss um að hann vilji fara í þann þriðja. Hann er nefnilega búinn aó læra flest sem hann þarf að kunna og í þriðja bekk cr sennilega bara upp- rifjun. Þessi bók kitlar hláturtaugarnar ekki síður en hinar fyrri en bækurnar um grallarann Svan eru eftir sama höf- und og metsölubækurnar um Bert. Bókin er 134 bls. Verð kr. 1280. Maggi mörgæs lætur sér aldrei leiðast Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina „Maggi mörgces lœtur sér aldrei leiðast". Höfundar eru Tony Wolf og Sibylle von Flue en Gissur O. Erlingsson hefur þýtt. Bækurnar um Magga mörgæs eru orðnar fimm. Aðdáendum Magga fjölgar stöðugt enda er Maggi skemmtilegur og lætur sér aldrei leið- ast. Hér Iendir hann í margvíslegum ævintýrum. Bókin er 44 bls. Verð kr. 1190. Enn fleiri athuganir Berts Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina „Enn fleiri atliuganir Berts" eftir Anders Jacobsson og Sör- en Olsson í þýðingu Jóns Daníelsson- ar. Þetta er fjórða bókin um Bert. Fyrstu þrjár urðu metsölubækur og kemur það engum á óvart enda Bert óviójafnanlegur. Nína, Pálína, Emilía.. Eins og venjulega eru það stelpurn- ar sem mest ber á í huga Bcrts og dag- bókinni hans. Annars er ekki svo að skilja að hann hugsi bara um stelpur. Hann hugsar líka um skvísur. Svo prófar hann rúllubretti félaga síns - í stigaganginum. Ef hann bara fengi nú eins og eitt ástarbréf... Það væri vel þegið af cinmana strák, sem er þrettán og hálfs árs. Bókin er 250 bls. Verð kr. 1380. Dularfulla eyðibýlið Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Dularfulla cyðibýlið eft- ir Kristján Jónsson. Var þaö rétt að þeir hefðu næstum staðið séra Sturlaug aö innbroti í vöru- húsið? Af hverju fannst hluti þýfisins heima hjá prestinum? Hvert var sam- band prestsins og foringja Þjófafélags- ins? Var vofan í kirkjugarðinum hluti af skýringunni? A hvern hátt tengdist dularfulla eyðibýlió þjófnaðinum úr vöruhúsinu? Ný bók eftir þennan vin- sæla barnabókahöfund með teikning- um eftir Bjarna Jónsson. Bókin er 125 bls. Verð kr. 1380. Sígaunajörð Agöthu Christie Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina Stgaunajörðina eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jónssonar. Sígaunajörðin segir frá ungum Breta sem kynnist ríkri bandarískri stúlku. Þau verða ástfangin og ákveða að búa á stað sem kallast Sígaunajörð- in. Þetta er dularfullur staður sem sagt er að bölvun hvíli á. Allt bendir til að eitthvað sé í uppsiglingu... jafnvel morð. Hér er á ferðinni mjög sérstök bók eftir Agöthu Christie og endirinn er jafnframt einn sá snjallasti og óvæntasti. Bókin er 170 bls. Verð kr. 2480. kuldaboli er henni erfiður, bítur í litla nefiö, puttana og tærnar. Bókin er 24 bls. Verð kl. 1280. Ný bamabók eftir Jóhönnu A. Steingrímsdóttur Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér barnabókina Allt í sómanum eftir Jóhönnnu Á. Steingrímsdóttur. Hér er á ferðinni rammíslensk barnabók eftir Jóhönnu. Hanna er níu ára gömul stúlka og á heima í íslensk- um torfbæ um 1930. Hún á bráðum að byrja í skóla í fyrsta sinn og spenning- urinn vex. Hér verða bráðlifandi lífs- hættir þegar í raun tók heilt ár að und- irbúa barn í skóla og þegar ungir og gamlir unnu saman að því að breyta „ull í fat og mjólk í mat“. Sagan segir frá horfnum tíma sem kemur aldrci aft- ur nema í ævintýrum. Bókin er 120 bls. Vcrð kr. 1380. Dularfulla sumarhúsið - úr bókaflokknum Nancy-bækurnar Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur gef- ið út bókina Dularfulla sumarhúsið í bókaflokknum Nancy-bækurnar. Höf- undur er Carolyn Keene og þýðandi Gunnar Sigurjónsson. Meginástæðan fyrir vinsældum Nancy-bókanna er spennan sem helst- á hverri síðu allt til loka. Það hafa verió gefnar út 50 bækur um Nancy og þær selst í milljónum eintaka. Sú eða sá sem eignast þessa bók mun án efa halda áfram að safna næstu bókum um Nancy. Bókin er 108 bls. Verð kr. 1280. Dagbók Berts - teiknimyndasaga Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur gef- ið út Dagbók Berts - teiknimyndasaga cftir Andcrs Jacobsson og Sören Ols- son í þýðingu Jóns Daníelssonar. Hvað get ég sagt? Allir þekkja Bert og uppátæki hans. Hér birtist hann í fyrsta sinn í teiknimyndasögu. Með bráðskemmtilegum texta og frábærum myndum verður bókin ljóslifandi les- andanum. Bókin er 32 bls. Kynningarveró kr. 490. Bak við þögla brosið - eftir Birgittu H. Halldórsdóttur Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér bókina „Bak við þögla brosið" eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bak við þögla brosið er ellefta bók Birgittu H. Halldórsdóttur en hún nýt- ur sívaxandi vinsælda sem spennu- sagnahöfundur. Þessi bók er magn- þrungin spennu- og ástarsaga sem ger- ist í nútímanum. Birgiita bregst ekki lesendum sínum nú frekar en endranær og heldur þeim föngnum frá upphafi til enda. Bókin er 160 bls. Verð kr. 2480. Það verður flogið... í tilefni þess að hinn 3. september 1994 voru liðin 75 ár frá því að flugvél lyfti sér til flugs af íslenskri grund t fyrsta sinn, kemur út myndskreytt ágrip flugmálasögu íslands 1919-1994. Titill bókarinnar er „Það verður flogið..." og höfundur er Arngrímur Sigurðsson. í bókinni er getiö mikils fjölda kvenna og karla sem þar hafa komið við sögu. Einnig eru í bókinni teikningar af mörgum tugum flugvéla. Bókin er 144 bls. í stóru broti. Verð kr. 3380. Lísa Dóra súpersterka Bók um Frank og Jóa Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér barnabókina „Lísa Dóra súper- sterka" eftir Þorfinn Sigurgeirsson. Þetta er fyrsta bók Þorfinns Sigur- geirssonar, sem bæði semur texta og teiknar myndir. Lísa Dóra er skemmti- leg stelpa sem bíður óþreyjufull eftir jólunum. I tilhlökkuninni dreymir hana ýmis ævintýri, m.a. að hún sé prins- essa í stórri höll og dansi við fallegan prins. Lísa Dóra býr til snjókarl og Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefúr sent frá sér unglingabókina „Frank og Jói - í leit að földum fjársjóði" eftir Franklin W. Dixon í þýðingu Gísla Ásmundssonar. Sögurnar af þeim bræðrum Frank og Jóa fara sigurför um heiminn. Milljónir barna og unglinga hafa skemmt sér við lestur þessara spennu- bóka í gegnum tíðina. Bókin er 142 bls. Verð kr. 1380. Föstudagur 2. desember 1994 - DAGUR - 7 -------------1 □SQDíb TILBOl) LAUGARDAG OG SUNNUDAG (3. OG 4. DES.) IIKIMILISTILBOD: Dinner Mint 250 gr.....kr. Skafís 2 1.............kr. Voga ídýfa m/kryddblöndu , Flóru bökunarsmjörlíki 500 gr kr, Swiss Miss kakó 120 gr.kr. Svínakótilettur........kr. Lasagna ............. kr. Svikinn héri...........kr. Frönsk smábrauð 500 gr .. . . kr, Mandarínu- og sítrónuostakaka........kr. Camenbert 150 gr.......kr. Lambaframhryggjabitar .... Laufabrauð 20 kökur....kr. Ný sending af rúllukragabolum á alla fjölskylduna....kr. íslensk paprika rauð og græn kr. Blómkál................kr. J^Qleðileg jól. meö smákökum frá Frón kr. 249,- kr. 339,- kr. i ■N O) l^ kr. 1 w\ CD kr. 279,- kr. 879,- kg kr. 397,- kg kr. 397,- kg kr. i m 00 kr. 569,- stk. kr. 165,- kr. o> 00 00 SJI 1 kg kr. 540,- kr. 695,- kr. 66,- kg kr. 84,- kg kr. 84,- kg £ Föstudag 2. des. til sunnudags 4. des. 20% afsláttur við kassa á herrapeysum ! Fimmtudag og föstudag kynnum við * m l Rli 17 FOLILDAKJOT Föstudag: Gefum að smakka á DINNEll MIM Laugardag: IÍYNMXti FUA K.IÖTIDXADAKS1ÖD IÍEA Opið virka daga frá kl. 12.00-18.30 laugardag frá kl. 10.00-18.00 Sunnudag frá kl. 12.00-17.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.