Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 02.12.1994, Blaðsíða 14
 14 - DAGUR - Föstudagur 2. desember 1994 Vinningstölur míðvikudaginn: 30.11.1994 VtNNlNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNJNG H 6 af 6 1 45.100.000 n| 5 af 6 itaB+bónus 0 644.824 RH 5 af 6 4 63.630 EB 4 af 6 182 2.220 n* 3 af 6 Cj+bónus 748 230 - mmm --------------------------- fjjj Uinningur: fór til Svíþjóðar 28 44 47 BÓNUSTÖLUR 8 j (32 ) ( 45) Heildarupphæð þessa viku 46.575.424 á Isl.: 1.475.424 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91-68 16 11 LUKKULlNA 09 10 00 - TEXTAVARP 451 8inr MED FYRIRVARA UM PR6NTVILLUB i I. Líf og fjör Laugardaginn 3. desember verður meiriháttar fjör í Fiðl- aranum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri frá kl. 22-03. Tríó Birgis Mar. spilar gömlu og nýju dansana. Um kl 22.30 kemur Jóhann Már Jóhannsson og syngur nokkur lög við undirleik Sólveigar Einarsdóttur. Fjölmennum og tökum með okkur góða skapið. Stjórnin. IM Aukakjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Hótel Húsavfk laugardaginn 10. desember kl. 13.00. Dagskrá: Kjör sjö efstu manna á framboðslista flokksins í kjör- dæminu tii næstu Alþingiskosninga. Formenn félaga eru beðnir að senda kjörbréf þingfulltrúa sem allra fyrst á skrifstofuna Hafnarstræti 90, Akureyri. Stjórn K.F.N.E. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður, stjúpföður og afa, HAUKS LEIFSSONAR, Hrafnagilsstræti 35, Akureyri, er lést 22. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Erna Árnadóttir, Svandís Hauksdóttir, Haukur Heiðar Leifsson, Baldur Heiðar Hauksson, Sigrún E. Hjaltadóttir, Unnur R. Hauksdóttir, Ragnar I. Maríasson, Guðjón Baldursson og barnabörn. ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna: Lárus Orri í liðinu - frændurnir saman í deildarleik með Stoke Lárus Orri Sigurðsson kom óvænt inn í aðallið Stoke City í fyrrakvöld þegar liðið vann Portsmouth, 1:0, í ensku 1. deildinni. Lárus Orri spilaði þar með við hlið frænda síns, Þor- valdar Örlygssonar, í fyrsta sinn. Hann hefur ekki enn skrifað undir atvinnusamning hjá félag- inu en á viðræður við forráða- menn Stoke í dag. Lou Macari, stjóri Stoke, hefur greinilega mikla trú á stráknum og er óhræddur við að gefa honum tækifæri. „Þetta var fínt en kom mjög óvænt og það var enginn að- dragandi að þessu. Hann tilkynnti liðið rétt fyrir leik og ég var mjög hissa á aó vera þars“ sagði Lárus undir samninga Tvcir leikmanna Þórs skrifuðu undir samninga í vikunni jress efnis að þeir ætli að spila áfram með liðinu næsta sumar. Vamarmaðurinn grimmi, Birg- ir Þór Karlsson, skrifaói undir eins árs samning og Svcinn Pálsson samdi til tvcggja ára. Orri í samtali við Dag í gær. Hann spilaði í mióri vörn Stoke og virk- aði óstyrkur í byrjun en átti skín- andi leik eftir að hann náði sér á strik. „Mér hefur gengið betur. Mér gekk vel í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög erfiður enda góöur leikmaður sem ég spil- aði á móti. Ég var í smá basli með hann í fyrri hálfleik, á meðan ég var enn að átta mig á hlutunum. Það gekk síðan ágætlega í seinni hálfleik," sagði Lárus Orri sem vildi augljóslega ekki gera mikið úr frammistöðunni. Framherjinn sem hann var að kljást við í leikn- um heitir Gerry Creaney og lék áður með Celtic en hann á að baki nokkra A-iandsleiki með skoska landsliðinu. Lárus Orri sagói þó nokkurn mun á knattspyrnunni sem þarna var leikin og þeirri sem hann er vanur hér á Islandi. „Þetta er nátt- úrulega miklu meiri gæói heldur en heima og það tekur smá tíma að komast inn í þetta. Það er von- andi að maður fái tækifæri áfram en ég geri að vísu ekki ráð fyrir Lárus Orri Sigurðsson lék fyrsta deildarleik sinn með Stoke á mið- vikudag. því að vera inni í myndinni fyrir næsta leik. Við vorum að spila á útivelli og Macari bætti við manni í vörnina og spilaði meó þrjá mið- verði. Það er heimaleikur næst gegn Oldham og ég geri ekki ráð fyrir að vera í liðinu þá,“ sagði Lárus Orri að lokum. Handknattleikur: Stjörnustemmning - KA-Stjarnan í kvöld Hafnað Níu leikmenn Newcastle eru á sjúkralista og belgíski vamar- maðurinn Philippe Albert leik- ur ekkert næstu tvær vikur. Ke- vin Keegan, stjóri liðsins, reynir nú að styrkja liðið og bauð 1 milljón punda í lan Woan, vinstri kantmann Nott- ingham Forest, en tilboðinu var hafnað. Tvöfeldni Eftir aó Paul Merson fór í blöðin meó sögur af kókaín- fíkn sinni voru forráðamenn Arsenal fljótir að segjast standa á bak við kappann og tilbúnir að hjáipa honum að yfirvinna vandann. Ekki bcr þó öllum heimildum saman uni þetta því samkvæmt einum leikmanna liðsins, sem ekki vildi vera nafngreindur, þá frétti Gcorge Graham af óreglu stráksins daginn áður og rak hann þá strax heim og sagðisi ekkert vilja heyra frá honuni eða sjá hann fyrr en líf hans væri komið á réttan kjöl. Eftir að fjölmiólar komust í málið var allt annar tónn i Graham. í kvöld verður stórleikur í hand- boltanum á Akureyri þegar Stjörnumenn mæta galvaskir til Akureyrar og ætla sér eflaust suður aftur með bæði stigin eftir leik gegn KA-mönnum. Bæði liðin eru í toppbaráttu og KA þarf nauðsynlega bæði stigin til að mjaka sér upp á við á töfl- unni. KA-menn voru „hátt uppi“ eftir velgengnina undanfarið en tapió gegn Víkingum á miðvikudags- kvöid hefur sennilega lækkaó rostann eitthvað. Prcssan á að halda sigurgöngunni áfram reynd- ist um megn og nú geta þeir farið að einbeita sér að réttum hlutum á ný. I Víkinni gerðu lykilmenn sig seka um kæruleysi og það dugar skammt í baráttunni á toppnum. Stjörnumenn mæta til Akureyrar hástemmdir eftir sex marka sigur, 36:30, á Haukum þar sem Rússinn Dimitri Filippov fór á kostum. Þaó er því alveg ljóst að heima- menn þurfa stjörnuleik í kvöld til að fara með sigur af hólmi. Ef stemmningin veróur svipuð og á Víkingsleiknum um síðustu helgi er óhætt að fullyrða að það er hvergi jafn gaman að eyóa föstudagskvöldi eins og í KA- heimilnu. Nú er ekki lengur dynj- andi trommubarningur allan tím- ann, heldur er kominn þaulæfóur sérfræðingur vió trommuna, sem spilar undir stuðningshrópum áhorfenda. Forráðamenn KA hvetja árs- miðahafa til að mæta tímanlega, þar sem boðið veróur upp á veit- ingar fyrir leik og einn liðsmaður heldur stutta ræðu um verkefni kvöldsins. Valur Arnarson hefur leikið mjög vel í vinstra horninu í vetur og verður gaman að sjá hvernig honum tekst til gcgn Hafsteini Bragasyni, Stjörnu- manni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.