Dagur - 16.12.1994, Side 4

Dagur - 16.12.1994, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 16. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI-------------------- Bókalestur barna Af Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda má ráða að fyrir þessi jól er töluvert gefið út af metnað- arfullum barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Bókaútgáfur leggja sem betur fer metnað sinn í að vanda til verka við útgáfu lesefnis fyrir bömin og það er jákvætt skref frá því sem var þegar myndasögu- bækurnar voru raest áberandi á barnabókamarkaðn- um. Málfar þeirra var oft miður gott. Rannsóknir hafa sýnt að bókalestur barna hefur minnkað á undanförnum árum og það á sínar eðli- legu skýringar. Ört vaxandi fjöhniðlun hefur þar mik- ið að segja, ekki síst á öldum ljósvakans, samkeppni um tíma barna hefur aukist ár frá ári og því eru fáar stundir aflögu fyrir lestur bóka. Þetta er hættuleg þróun vegna þess að bækur hafa ótvírætt uppeldis- legu hlutverki að gegna og þvi má heldur ekki gleyma að af vel skrifaðri bók lærir barnið kjamgott íslenskt mál og mun ekki af veita í fjölmiðlakapp- hlaupi nútímans þar sem ambögur vaða uppi. Kristín Aðalsteinsdóttir, kennari við Háskólann á Akureyri, ritaði grein í Dag í gær þar sem hún heldur því fram að bækur séu bömum mikilvægari en nokkm sinni fyrr og vísar hún í því sambandi til hraðans í þjóðfélaginu, eilífs kapphlaups við klukk- una. Orðrétt segir Kristín: „Bækur gefa tækifæri til samveru, þar sem foreldrar og böm njóta öryggis og næðis, rækta dýrmætar tilfinningar. Bækur gefa ekki þessar tilfinningar sjálfkrafa eða einar og sér. Hinn fullorðni þarf að skapa aðstæðurnar eða stuðla að því að bömin fái kyrrð og ró. Lestur gefur okkur tækifæri til að njóta kyrrðar og samveru með börnunum okkar en hann kennir okkur og börnunum einnig að njóta einvem. Samvera er dýrmæt, það er einvera líka." Bókaútgefendur em meðvitaðir um nauðsyn þess að bamabækur séu á góðu íslensku máli. Það er fagnaðarefni. Atlaga er gerð á hverjum degi að ís- lenskunni með offlæði af erlendu sjónvarpsefni og þess vegna er því oft haldið fram að börn og ungling- ar hafi ekki síður erlend tungumál, fyrst og fremst ensku, á valdi sínu en móðurmálið. Lestur barna er mikilvægur liður í því að efla málvitund þeirra. Ástæða er að hvetja fólk til að gefa börnum bækur í jólagjöf. Það er skynsamleg ráðstöfun á ári fjölskyld- unnar. Mannakynni Vilhjálms Æskan hefur sent frá sér bókina Mannakynni eftir Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra. I formála bókarinnar segir höfund- ur: „Þetta kver átti að fjalla um fólk og helst margt fólk og gerir það raunar. Á síðum þess segi ég „mér til hugarhægðar", frá sumu því fólki sem ég hef átt samleið með, lengur eða skemur, frá bam- æsku til efri ára. En ég bið þá er lesa kunna lengst allra orða aö líta hvorki á þaó sem yfirlit eða úrval. Því fer svo fjarri. Hér hefur aðeins verið gripið niður - nærri því af handahófi.“ Hér á eftir birtast nokkur minn- ingabrot úr þessari nýju bók Vil- hjálms Hjálmarssonar. „Eg átti sæti á Alþingi tvö kjör- tímabil í þetta sinn. Þingmenn Framsóknarfiokks urðu þá flestir átján árið 1952. Þegar ég nú, ann- ar af tveimur sem eftir eru hérna megin, renni augum yfir hópinn eins og ég man hann þá er ánægjulegt til þess að hugsa hve góóar minningar ég á um hvern einstakan einn. Sagði ég lítillega frá nokkrum þeirra í „æviferils- skýrslu.“ Þar á meóal Ásgeiri jafnaldra mínum í Ásgarði, Andr- ési í Síðumúla og Rannveigu Þor- steinsdóttur og veróur ekki endur- tekiö hér. En mikið voru þing- menn okkar þá hver öðrum ólíkir! Gísli Guðmundsson fór að öllu með gát, haggaðist lítt þó gustur færi um sali og kvaö fast að orði þegar honum þótti með þurfa, gáf- aður maður og glöggur á aðalat- riði. Kímilegt dæmi um þaó í kaffi eftir útvarpsumræóur: Eysteinn Jónsson hafði skammað Hannibal og líkt honum við kolkrabba sem spýtti bleki og gruggaði umhverf- ið. Nú sátu þeir yfir kaffibolla og Hannibal tók að stríða Eysteini. Kolkrabbi væri kallaður smokkur á Vestfjörðum og víðar og enginn hefði skilið samlíkinguna! Ey- steini kom í stans! Gísli var nær- staddur og segir spaklega: „Ætli það hafi nú samt ekki allir skilið að þetta var eitthvað ekki gott!“ Gísli var um skeið ritstjóri Tímans, ritfær í besta lagi. Á þingi beitti hann sér nijög í byggða- og atvinnumálum. Var annars víða heima og man ég hann átti löng- um sæti í allsherjamefnd Samein- aós þing, en þar kenndi margra grasa eins og kunnugir vita. Gísli Guómundsson hafði átt vió aó stríða alvarleg veikindi fyrr á árum. Hann hafði tamið sér áberandi hægláta framgöngu. „Vér gárungarnir“ litum á klukk- una jregar Gísli kvaddi sér hljóðs og töldum mínúturnar á meðan hann gekk í pontu og hagræddi pappírunum áður en hann hóf mál sitt. Það var gott að vera í návist Gísla Guðmundssonar. Vió geng- um stundum saman neðan frá Austurvelli og vestur í bæ og vor- um lengi á leiðinni. Bernharð Stefánsson Bernharð Stefánsson bjó líka á Borg. Hann var við aldur, sómdi sér vel í forsetastóli, rökfastur í málfiutningi og létt-kíminn þegar því var að skipta, stundum neyð- Halldóra Bjarnadóttir. arlegur. Þegar ég hafði verið tvo, þrjá vetur á þingi kom Margrét kona mín í bæinn. „Þingveisla“ var haldin og vínföng á boróum. Bernharó spurói hina nýkomnu frú hvernig henni litist á aó hafa manninn sinn í þessum selskap og hún oftar en hitt austur á Mjóa- firði. Margrét hélt það mundi blessast. Og Bernharð gaf mér af- dráttarlaust siðferöisvottorð á þessa ieið: „Þú getur verið alveg róleg! Hann hvorki drekkur né drýgir hór!“ Um þessar mundir, og reyndar áratugum saman, bjuggu margir þingmenn utan af landi á Hótel Borg. Hafði hver eitt herbergi en ekki annað athvarf. Undu þó glað- ir við sitt. Eg bjó þarna sex vetur og margir miklu lengur. Gísli Guðmundsson. Bernharð Stefánsson. Eftir á að hyggja þykir mér skrýtið hve lítið maður kynntist félögum sínum þarna á „heima- vistinni.“ Og þá starfsfólkinu! Eft- ir sitja þó, því tengdar, tvær svip- myndir, skýrar en harla ólíkar: Tómas næturvörður horllr frán- eygur eftir bindislausum matar- gestum í köflóttum vinnuskyrtum: „Andskoti er að sjá þetta! Það er gott á meóan þcir koma ekki á náttfötunum hingað inn.“ Starfsstúlka að austan, Jó- hanna, sem lágfieytt vetrarsólin krýndi geislabaugi þegar gullin- hært höfuð hennar bar við suður- glugga á ganginum á þriðju hæð. - Hún var samt ekkert blávatn ef í harðbakka sló og svaraði með gagnárás þegar einn þingmanna hafði hana fyrir rangri sök. Seinna frú fyrir norðan. Halldóra Bjarnadóttir Nú líða nokkrir áratugir og er næst að segja frá beinum - og óvæntum - samskiptum okkar Halldóru Bjarnadóttur. Þau urðu fyrst á útmánuðum 1977. Ég hafði þá verið sleginn til ráóherra menntamála og var fioginn norður á Blönduós í bland með „lista- skáldunum vondu“ að hafa orð fyrir dagskrá þeirra á upplestrar- kvöldi þar í félagsheimilinu. Það sögðu heimamenn að mér væri rétt og skylt að ganga á fund elsta borgarans sem þá hafði þrjú og hálft ár um tírætt. Erfitt var orðið að ræða við Halldóru vegna heyrnardeyfu hennar og þurfti að skrifa á miða. Hún sat á stóli sínum og svipur hennar og mál lýstu vakandi hugs- un. Ég man ég skrifaði henni línur í flugvélinni á leiðinni suður í framhaldi af samtali okkar. Um það bil viku síðar fékk ég bréf frá Halldóru. Þaó var hand- skrifað, stíll og frágangur sami og fyrr á árum og meining klár og kvitt! Hún ræðir um „Vefnaðar- bókina okkar góðu, sem þeir segja nú aó sé uppseld. Getum við látið þaó gott heita að bókin sé eingöngu til athugunar á söfnum? Þurfum viö ekki að fá hana í nýrri útgáfu? Með öllum góðu, dýru myndunum? Ég dáist alltaf aó því hve Menntamálaráð kostaði miklu til. Ég kynnti mér kringumstæður. Vitanlega fór Halldóra Bjarnadótt- ir með rétt mál! Vefnaðarbókin frá 1966 var uppseld hjá forlaginu og fáséð í fornbókaverslunum. Að sjálfsögöu leitaði ég hóf- anna hjá Menningarsjóði. Ekki þótti gerlegt aö ráóast í aðra út- gáfu þegar aóeins voru liðin ellefu ár frá hinni fyrri. Varð ég frá að hverfa og þótti mióur. Situr við svo búió aó þessi merka bók er ófáanleg. Nokkur bréf fóru á milli okkar Halldóru varóandi Vefnaðarbók- ina og var þó vikið að fieiru. Urðu hennar bréf þrjú og er eitt varð- veitt í skjalasafni menntamála- ráðuneytisins. Þegar útgáfubækur Menningar- sjóðs voru seldar „fyrir slikk“ og stofnunin lögó af komu í leitirnar örfá eintök af Vefnaðarbókinni óbundinni - og seldust skjótt. Ég keypti eitt, lét binda og gera slíður á fyrsta blaði fyrir eitt af bréfun- um hennar Halldóru. Bókina - og bréfið - geymi ég til minja og til vitnis um hugarorku og handstyrk Halldóru Bjarnadóttur nokkrum árum eftir aldarafmælið og um úr- ræða- og aðgerðaleysi okkar hinna um þær mundir.“ Vilhjálmur Hjálmarsson í góðra vina hópi. Með honum á myndinni eru Helgi Seljan, Karvel Pálmason og Sigurður Jónsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.