Dagur - 16.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 16.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 16. desember 1994 Geðlækningar á Akureyri Læknafélag Akureyrar var stofnað í nóvember árið 1934. Aðaltil- gangurinn hefur aó sjálfsögðu ver- ið sá að efla samstöðu lækna svæðisins til aó veita íbúum betri og betri þjónustu í samræmi við vaxandi þarfir og kröfur nýrra kynslóða, eða m.ö.o. til aó veróa við kalli tímans um markvissari læknisþjónustu eftir því sem allri þekkingu fleygði fram. Síðan eru lióin 60 ár og margt er orðið gjörbreytt, sumt óþekkj- anlegt. Saga félagsins verður ekki sögð í þessum pistli. Hér verður eingöngu fjallað um þróun geð- heilbrigðiþjónustunnar og sjúk- dómaflokkinn „morbi mentales“, geðsjúkdóma í víðri merkingu. Það virðist hrein tilviljun að sumt þaó eftirminnilegasta í þeirri sögu gerist í áföngum og með ára- tugamillibilum, eða því sem næst. Þannig er 1944 frægast fyrir stofn- un íslenska lýðveldisins, en sama ár segir fundargerðabók Læknafé- lags Akureyrar frá einstökum og mjög merkilegum oróaskiptum Iækna um geðsjúklinga eins og síðar verður vikið að. Fyrsta heila starfsár Lyflækningadeildar FSA var 1954 og þá hófst þjónustu- tímabil sem lýst er í ritgeró um þátt L-deildar sérstaklega 1954- 1973. Fyrsta bráóadeild FSA ætl- uð sjúklingum með geðræna sjúk- dóma og kvilla hóf störf 1974. Geðlæknum á Akureyri fjölgaði um 100% árið 1984. Svona mætti halda áfram. Fyrrtir shocdoktorar! Næst verður gripið niður í téöa fundargerðabók og smákafli tek- inn traustataki til birtingar hér með fullri virðingu fyrir þeim sem hlut eiga að máli. „Ár 1944, mánudaginn 5. júní hélt Læknafélag Akureyrar fund í Gildaskála KEA...... I símtali sem formaöur átti ný- lega við Helga Tómasson dr.med. hafói hann (þ.e. doktor Helgi) beó- ið að heilsa collegum hér með til- mælum um að þeir hættu við shocktherapi við manikölsku sjúk- lingana því að þaö gæti verið hættulegt, en batahorfur lítió betri en við konservativa meðferð, therapían væri etv. fljótvirkari, en að því skapi hættulegri. Ut af þessu urðu shockdoktorar vorir nokkuð fyrrtir og sögðu að best væri þá fyrir doktor Helga að hirða þessa vitfirringa sína (leturbreyt- ing undirritaós), en hlaða þeim ekki á aðra og væri von að læknar hér notuðu öll ráö til að koma vit- Brynjólfur Ingvarsson. inu sem fyrst í þessa fáráólinga með hvaöa ráóum sem það svo væri gert, til þess að losna við þá“ (leturbreyting undirritaðs). Almennum lesendum til upp- lýsingar má nefna að raflækninga- meðferð er komin til sögunnar tæpum 10 árum áður en þetta er talaó á fundi Læknafélags Akur- eyrar, en nútímageðlyf koma ekki fyrr en nálægt 10 árum síðar. Mannréttindamissir að veikjast á geði Það þarf því ekki mikil heilabrot til að reikna út hvers vegna læknar á Akureyri freistuðust til að beita þessari aðferð strax fyrir hálfri öld, því að hún er enn í fullu gildi bæði á Akureyri og í Reykjavík og reyndar öllum nágrannalöndum okkar. Að vísu notuð eingöngu gegn djúpri, hættulegri geðlægð (sjúklegu þunglyndi) alls staöar þar sem undirritaður þekkir til. Það er alls ekki útlit fyrir að hún hverfí á næstunni þrátt fyrir vax- andi fjölda lyfjategunda í geð- lyfjaskóginum. Það er líka skiljanlegt að lækn- um mislíki þessi kveðja frá höfuð- staðnum. Hins vegar eru hrollvekjandi þau viðhorf lækna til þessara sjúk- linga sem lýsa sér best í orðalagi fundargerðarinnar og þarfnast ekki nánari skýringar. Að veikjast á geði í þá daga var nánast mann- réttindamissir. Hús yfir utangarðsmenn Stofnun lýðveldis á Islandi 17. júní 1944 var stór stund, en þó voru til þeir Islendingar sem ekki náöu aö samfagna með öðrum. Sumir drógu sig í hlé sjálfír. Öðr- um var ýtt til hliðar. Sjúkrahúsið á Akureyri reisti sérstakt hús yfir nokkra sjúka utangarósmenn á næstu árum. Við höfum heyrt það nefnt Litla-Klepp, Brekkudeild og Sólbrekku og þó oftast Geðdeild FSA við Spítalaveg. Næst verður staldrað við „tíma- bil Lyflækningadeildar“ 1954- 1973. Þá veitti deildin fjölbreytta þjónustu sem ekki var einskorðuð vió hefðbundna Lyfjadeildarsjúk- linga ef svo má að orði komast. Samantekt sýnir að heildarinn- lagningafjöldi á þessu tímabili var 12410. Innlagningar vegna geð- rænna sjúkdóma og kvilla voru 2608 eða 21%. Ein innlagning af hverjum fimm. Sundurliðun sést í meðfylgjandi töflu hér á síðunni. Ef fólk „á besta aldri“ er tekið út úr (20 ára-50 ára) má sjá enn meiri hlutdeild innlagninga vegna geðrænna sjúkdóma eða nálægt 33%. Með öðrum oróum: Ein innlagning af hverjum þremur. Efling þjónustu fyrir geðsjúka Það eru sérstakar skýringar á því hvers vegna Lyflækningadeild FSA veitti þessa þjónustu, og hliðstæóar tölur mátti sjá sums staðar viö rannsóknir í öðrum Iöndum. Samanburðarrannsóknir hafa ekki farið fram hér á landi. Rétt er að geta þess að yfir- læknir L-deildar þennan tíma var í3————P Lœknafélag Akureyrar ÓOára V* ) Ólafur Sigurðsson, og stefna deildarinnar var fljótt tekin í átt til nútímalegri sjónarmiða en verið hafði á Akureyri 1944, ef ályktað er út frá orðalagi fyrrnefndrar fundargerðar. Víkjum nú sögunni til ársins 1973. Undirritaður kom þá til starfa við FSA, fyrst sem ráðgef- andi geðlæknir í hlutastöðu, en frá 1. september 1973 í fullt starf sem sérfræðingur í geðlækningum. Fyrstu 5-6 mánuðina var rekið 4ra rúma deildarkríli á B-deildargangi 3. hæðar FSA. Frá 1. mars 1974 var T-deild starfrækt, fyrst með 8 legurýmum (Álfabyggð 13), síðan 12 og loks aftur 8 (Skólastígur 7) fyrir bráðainnlagnir geðsjúklinga. Deildin var ætluð öllum nema þeim allra erfióustu sem þörfnuð- ust innlagninga á lokaðar deildir í Reykjavík. Deildin hætti störfum 1. september 1983. Árið 1984 tók stjórn FSA tíma- mótaákvörðun um stóreflingu sjúkrahússþjónustu fyrir geðsjúka þessa -landshluta. Fleiri hafa reyndar notió góðs af. Nýr yfir- læknir Sigmundur Sigfússon var ráðinn að stofnuninni í fullt starf. P-deild sett á laggirnar og rekstur hennar hafinn í núverandi hús- næði í mars 1986 með sín 10 legurými. Starfsmannahald stór- efldist. Auk staða sálfræðings og félagsráðgjafa fékkst heil staða aðstoðarlæknis, síðan stöður iðju- þjálfa og sérkennara. Með árunum hafa fleiri merkir áfangasigrar unnist og má nefna sambýlið í Álfabyggð sem dæmi. Þriðja sérfræðingsstaðan í sjónmáli Það er mjög freistandi að skoða og bera saman tvö tuttugu ára tímabil, 1954-1973 annars vegar og 1974 til 1993 hins vegar. Það vill svo skemmtilega til að fyrra tímabilinu voru gerð nokkuð ítar- leg skil í ritgerð (Innlagningar vegna geðrænna sjúkdóma á Lyfjadeild FSA 1954-1972, Læknablaóið. 60. árg. 1.-2. tbl. jan.-febr. 1974) og seinna var ár- inu 1973 bætt við. Tímabilið 1974-1993 bíður rannsóknar. Það má þó geta þess að heildarinn- lagningafjöldi í 20 ár á T-deild og P-deild samanlagt er 2645 inn- lagningar, og er þá 1994 tekið í staðinn fyrir 1984 af þeirri ástæóu fyrst og fremst að FSA rak ekki bráðageðdeild 1984. Og eins og til að staðfesta kenningar um endur- tekningar var aftur starfrækt bráðageðdeildarkríli fyrir 3 sjúk- linga inni á Handlækningadeildar- gangi á 2. hæð FSA í 15 mánuði frá desember 1984. Þriðji geðlæknirinn er nú kom- inn til starfa á svæðinu Páll Tryggvason, sérfræðingur í bama- lækningum og bama- og unglinga- geðlækningum. Þriðja staða sér- fræðings í fullu starfi á P-deild er í sjónmáli en lokasprettinn vantar, þ.e. formlega stöðuheimild til frambúðar frá Heilbrigðisráðuneyti. Margt þokast í rétta átt Því miður hafa sést skref aftur á bak síóustu árin. Sérkennarinn missti stöðuheimildina í fyrra vegna breytinga innan fræðsluum- dæmisins og óljóst hvort úr því veróur bætt. Einnig er útlit fyrir að nýbyggingaframkvæmdir FSA spilli verulega starfsaðstöðu P- deildar, a.m.k. um tíma, og menn fara kannski að taka undir meó Jóni skáldi og prófessor Helgasyni sem bjó lengst af í Kaupmanna- höfn: „Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti o.s.frv.“ Fyrir utan sjúkrahússþjónust- una ber að nefna margt annað sem hefur þokast í rétta átt á Akureyri á síðustu áratugum, svo sem stofu- praxís geðlækna og sálfræðinga, eflingu heilsugæslustöðvar með t.d. fjölskylduráðgjöf, einnig Fé- lagsmálastofnun, sálusorgarastörf presta og djákna, sálfræðideild skóla, Geðverndarfélag Akureyrar og önnur félög. SÁÁ-N hefur stór- eflt þjónustu við áfengissjúka og aðstandendur þeirra á seinustu ár- um. Loks er rétt að minnast á stór- merkileg störf leikmanna, m.a. út- gáfu. Nýjustu dæmin eru átakið „Stöóvum unglingadrykkju“ og bæklingurinn „Geóhvörf ‘ frá Geó- verndarfélaginu. Þeir sem minnst mega sín Að endingu verð ég að fá að fagna mikilvægum skrefum í framfaraátt í fötlunar-þjónustunni. Vangefnir, sem síóar voru endurskírðir þroskaheftir, áttu lengi vel engan rétt á þjónustu frá velferðarkerf- inu. Jafnvel fræðslukerfi reyndi að úthýsa þeim. Svo kom Sólborg til sögunnar, samtök aðstandenda, foreldrasamtök, styrktarfélög, þá lög um fatlaða, svæðisskrifstofur og loks sambýli. Hið almenna skólakerfi hefur verið að opnast þótt hægt gangi. Þjóðfélagið sýn- ist ekki líklegt hér eftir til að gleyma þeim sem minnst mega sín. Og í stað þroskaheftra koma nú þroskasterkir einstaklingar í kjölfarið inn á Sólborgarsvæðið ef rétt er hermt að Háskóli Akureyrar sé að búa sig undir að flytjast þangaó. Brynjólfur Ingvarsson. Höfundur er sérfræóingur í geölækningum viö FSA. Millifyrirsagnir eru blaösins. ' RAUTT LjÓS^RAUTT LjÓSf ||rAðERÐAR jj---------------------------[L JeyurðarsamÁeppm DCorðurfancfs 1995 Tekið er á móti ábendingum í Fegurðarsam- keppni Norðurlands sem fer fram í Sjallanum í febrúar 1995, í síma 22770 og 25266. Stúlkurnar munu taka þátt í vörukynningum, tísku- sýningum og sitja fyrir á auglýsingamyndum auk þess að taka þátt í keppninni Ungfrú Norðurland 1995. 1954-1963 1964-1973 Sturlanir (psykósur) 151 513 Taugaveiklanir (neurósur) 663 674 Aðrar geðrænar orsakir 223 384 Samtals 1037 1571 Alls 2608

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.