Dagur - 16.12.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 16.12.1994, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Kr»n f- *aT ► ... .4- í~i f~ t • "> <• <*» * » Föstudagur 16. desember 1994 - DAGUR - 15 SÆVAR HREIÐARSSON Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Konráð hetja Þórsara - skoraði sigurkorfuna á lokasekúndunum gegn Snæfelli Þórsarar unnu frækilegan sigur á botnliði Snæfells í gærkvöld. Konráð Óskarsson skoraði sigur- körfuna á þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka, 85:84, eftir að Þórsarar höfðu verið 19 stigum undir í hálfleik. „Eg hefði ekki komið heim hefðum við tapað þessum leik. Við höfum ekki leikið svona illa síðan ég tók við liðinu og það þurfti tutt- ugu stiga mun þar til við rönkuðum við okkur,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, eftir leikinn. í byrjun var jafnræði en með KÖRFUKNATTLEIKUR: Úrvalsdeild: Grindavík-Tindastóll 103:70 Snæfell Þór 84:85 Haukar-Skallagrímur 68:81 ÍA-Njarðvík 96:121 ÍR-KR 99:94 Valur-Keflavík 82:76 Staðan: A-riMlI: Njarðvík 19 18 1 1936:1518 36 Skallagrímur 1911 8 1485:1466 22 Þór 18 10 8 1613:1592 20 Iiaukar 19 6 131490:1607 12 Akranes 19 6 13 1606:1758 12 Snæfell 18 0 18 1380:1870 0 B-riðlll: Grindavík 19 16 31896:1539 32 ÍR 1914 5 1618:1602 28 Kcfluvík 19 12 7 1850:1700 24 KR 19 9 101580:1572 18 Valur 19 6 13 1537:168912 Tindastóll 19 5 14 1535:1657 10 stifum og grófum varnarleik náðu heimamenn að brjóta Þórsara niður en sluppu ótrúlega við villur. Sandy Anderson meiddist illa í baki í fyrri hálfleik og þurfti að hvíla i rúmlega hálfan hálfleikinn og munar um minna fyrir Þórsara. Staðan í hálfleik var 55:36 fyrir heimamönnum. Konráð tók til sinna ráða eftir hlé og raðaði niður stigunum og Þórsarar söxuðu jafnt og þétt á for- skotið. Þegar 25 sekúndur voru eft- ir fékk Birgir Birgisson gott færi en tókst ekki að skora og heimamenn nýttu sér það og skoruðu, 84:83. Þórsarar höfðu 14 sekúndur til að vinna leikinn og eftir þófkennda sókn náði Konráð góðu skoti og tryggði sigurinn, 85:85. Það er engin spuming að Kon- ráð Óskarsson var maður leiksins og hann dreif sína menn áfram eftir hörmungar fyrri hálfleiks. Kristinn Friðriksson var tekinn úr umferö allan tímann og gekk það svo langt að hann var kýldur í gólfið í hita leiksins. Stig Snæfells: Ray Hardin 29, Tómas Hermannsson 16, Karl Jónssort 15, Atli Sigurþórsson 6, Eisteinn Skarphéðinsson 5, Daði Sigurþórsson 5, Hjörleifur Sigur- þórsson 4, Veigur Sveinsson 4. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 35, Kristinn Frióriksson 22, Sandy Anderson 15, Einar Valbergsson 8, Örvar Erlends- son 2, John Cariglia 2, Bjöm Sveinsson 2. Dómarar: Aðalsteinn Kjartansson og Einar Einarsson. Voru slakir og leyfóu allt of mikla hörku. Blak: Fjör hjá KA - KA-Þróttur Nes. í kvöld í kvöld leikur blakfólk í KA síð- ustu leiki sína fyrir jólafrí þegar Þróttarar frá Neskaupstað koma í heimsókn. Karlarnir ríða á vaðið kl. 19.30 og í kjölfarið er Ieikur kvennaliðanna og byrjar hann kl. 21.00. Þessi lið hafa mæst tvívegis í vetur og í bæði skiptin hafa KA- liðin farió meó sigur af hólmi. Þetta ætti því að vera tilvalið tæki- færi fyrir blaklið KA að koma sér aftur í toppbaráttuna með góðum sigrum og má búast vió miklu fjöri í KA-heimilinu. KA-menn eru enn þjálfaralausir en búist er við aó rússneskur þjálfari, Alex- ander Vladimirovitch Komecv, komi til liðsins um eöa eftir ára- mót og leiki auk þess með liðinu. Körfuknattleikur: Síðustu leikir - fyrir norðan á þessu ári A sunnudagskvöld fer fram heil umferð í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik og fá þá norðlenskir körfuboltaunnendur loka- skammtinn af íslenskum körfu- bolta á þessu ári. Þórsarar fá Iþróttir HANDKNATTLEIKUR: 1. deild karla: Laugardagur: HK-KA kl. 16.30 2. deild karla: Föstudagur: Fylkir-Þór kl. 20.00 Laugardagur: ÍBK-Þór kl. 14.00 KÖRFUKNATTLEIKUR: Úrvalsdeild: Sunnudagur: Þór-Skallagrímur Tindastóll-Keflavík BLAK: Föstudagur: 1. deild karla: KA-Þróttur N. kl. 19.30 1. deild kvenna: KA-Þróttur N. kl. 21.00 Sandy um. Andcrson meiddist í leikn- Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Dómaramistök í Grindavík Tindastólsmenn töpuðu í Grindavík í gærkvöldi, 103:70, í slökum leik þar sem alvarleg dómaramistök gerðu út um vonir gestanna. Staðan í leikhlci var 51:41 en eftir hlé var sigur heimamanna aldrei f hættu. Lítið var pústra langt frani- an af og eftir 13 mínútna leik voru aðeins komnar 6 villur. Grindvíkingar komust í 17 ítiga forskot en með góðum leikkafla tókst Stólunum þó aó minnka muninn niður í sjö stig. Hasar var kominn í lcikinn og í kjölfarið fylgdi mjög umdeilt atvik. Nökkvi Már Jónsson og Torrey John rákust saman og fengu báðir brottvtsun að laun- um. Þetta var mjög harður og undarlegur dómur þar sem at- vikið gaf engan vegin tilefni til refsingarinnar. Eftir þetta réói Grindavík öllu á vellinum og Marel Guðlaugsson fór á kost- um. Hann skoraði 24 stig í síð- ari hálfleik þrátt fyrir að hann léki ekki allan hálfleikinn. Torrey John hafði hafði gert 17 stig á 17 mínútum áður cn hann fékk reisupassann. Ómar Sigmarsson sýndi einnig nokk- um lit og átti góðar rispur. EG Stig Grindavíkur: Marel Guð- laugsson 36, Franek Booker 18, Guð- jón Skúlason 16, Guðmundur Braga- son 14, Pétur Guðmundsson 8, Stein- þór Helgason 4, Unndór Sigurðsson 2, Nökkvi Már Jónsson 2, Ingi Karl Ing- ólfsson 2, Bcrgur Hinriksson I. Stig Tindastóls: Torrey John 17, Ómar Sigmarsson 16, Hinrik Gunn- arsson 15, Sigurvin Pálsson 9, Halldór Halldórsson 6, Amar Kárason 4, Atli Þorbjömsson 2, Stcfán Hreinsson 1. Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugs- son og Georg Þorsteinsson. Vom af- spymu slakir og gerðu alvarleg mis- tök. Handknattleikur - 6. flokkur: Frábær árangur Ungir handboltapiltar og stúlk- ur frá Akureyri stóðu í ströngu um síðustu helgi. Strákarnir kepptu á Akranesi í einu af þremur svokölluðum risamótum fyrir 6. flokk. Úrslitakeppni verður síðan haldin á Akureyri í mars á næsta ári þar sem átta efstu liðin í hverjum flokki (a, b og c) eftir samanlagðan árangur í þessum þremur mótum munu leiða saman hesta sína. Stúlk- urnar léku í Reykjavík í sams- konar keppni í 6. flokki kvenna. KA-menn sendu fimm lið til keppni, a-, b- og þrjú c-lið, í strákaflokknum. A-liðið spilaði til úrslita í mótinu, gegn HK, og eftir framlengdan leik var staðan 9:9 og þá kom upp úr kafinu að hlut- kesti réð úrslitum í leiknum. Þar voru það HK-piltar sem höfðu heppnina með sér og hrepptu gull- verðlaun á meðan KA-piltar fóru heim með silfrið. B-liöið vann vann örugglega í sínum flokki og fékk gullið eftir að hafa unniö ÍR í úrslitaleik, 7:5.1 flokki c-liða spil- aði KA c2 til úrslita á móti Hauk- um og töpuðu eftir framlengingu. KA cl lenti í 5. sæti og c3 í 11. sæti. Þórsarar sendu þrjú lið til keppni og í hópi a-liða lentu þeir í 11. sæti. Þeir standa þó ágætlega að vígi fyrir úrslitakeppnina og eiga góða möguleika á að komast áfram þar sem þeir náðu mjög góðum árangri á fyrsta risamótinu og lentu þar í 4. sæti á hlutkesti. B-lióið lenti einnig í 11. sæti á Akranesi og c-liðið í 10. sæti. Þórsarar sendu tvö lið í 6. flokki kvenna á mót í Reykjavík og sýndu stelpurnar mikla framför frá því á síðasta ári og eru nú fam- ar að blanda sér í baráttuna af al- vöru en A-liðið varð í 7. sæti. Skallagrímsmenn í heimsókn og Tindastóll á heimaleik gegn Keflvíkingum. Þórsurum hefur gengið vel með Borgnesinga í vetur og unnið báð- ar viðureignimar gegn þeim. Unt miðjan október léku Þórsarar stór- góðan bolta og unnu Skallagrím, 91:70, á Akureyri og fyrir skömmu mættust liðin í Borgar- nesi þar sem Þórsarar sigruðu einnig, 78:74. Þá vantaði Rússann Alexander Ermolinskij í lið heimamanna en hann ætti að vera með liðinu um helgina. Óhætt er að segja að Stólarnir eiga erfiða leiki þessa dagana en í gærkvöld mættu þeir Grindvíking- um og Keflvíkingar korna í heim- sókn á Krókinn á sunnudag. í síð- ustu viku kepptu þessi lið tvíveg- is, bæði í deild og bikar, og unnu Keflvíkingar nauman sigur í bæði skiptin. Ef heimamenn ná toppleik eiga þeir góðan möguleika á sigri. Norðlendingar eru hvattir til að láta sjá sig á leikjum helgarinnar því liðin þurfa allan þann stuðning sem mögulegur er til að standa sig í deildinni. A-lið KA varð í 2. sæti á hlutkesti eftir jafntefli við HK. Mynd: Þórir. Hálsbólga Leeds á í erfiðleikum með aó manna lið sitt fyrir leikinn gcgn Arsenal á morgun. Fimnt lcikmenn aóalliðsins, Carlton Palmer, Gordon Strachan, Noel Whelan, Phil Masinga og Luc- as Radebe, eru með sýkingu í hálsi og nokkrir unglingaliðs- mcnn hafa einnig fundið fyrir sárindunt. Þá er knattspymu- stjórinn, Howard Wilkinson, einnig veikur. Rauðu djöflarnir Aðdáendur Manchester United á Akureyri, Rauðu djöflamir, æda aó hittast á veitingastaðn- um Dropanum á morgun og horfa saman á leik Manchester United og Nottinghant Forest, sent sýndur vcróur í beinni hjá Bjama Fel. Allir aödácndur United eru hvattir til að mæta á Dropann og taka þátt í gleð- inni. Koma aftur Margir United-leikmcnn hafa vcrið meiddir að undanfömu cn miklar líkur cru á að Ryan Giggs komi aftur í liöið, þar sem hann er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsl. Þá hefur Chels- ea endurheimt framherjann Mark Stcin, sem ökklabrotnaði í suntar, og leikur hann með gegn Liverpool. Það var frísklegur hópur ungra Þórsara sem hélt á mót fyrir sunnan um síð- ustu helgi. Mynd: KK. Félagsvist verður spiluð sunnu- daginn 18. desember kl. 20 aó Hamri, fé- lagsheimili Þórs. Veglegir vinningar. Allir velkomnir!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.