Dagur - 03.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 03.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 3. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI „Það er sannfæring mín að með aga, menntun og þegna. Og það er alveg full ástæða til að hafa áhyggj- þekkingu, sem eftir yrði tekið víða á byggðu bóli verði ur. Skólakerfið hefur á undanförnum árum búið við okkur allar leiðir færar, við innri styrk íslensks þjóðfé- mikinn niðurslturð og ramminn hefur verið í mörgum lags, því mannauðinn erum við svo lánsöm að eiga.“ tilfellum hættulega þröngur. Stjómmálamenn verða Þannig komst forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, að gera sér grein fyrir aö menntakerfi í fjársvelti geng- að orði í ávarpi sínu á nýársdag. ur ekki til lengdar. Eins og Vigdís Finnbogadóttir Vigdís lagði i ávarpinu áherslu á gildi menntunar bendir réttiiega á er helsta auðlind okkar fólgin í fólk- fyrir íslenska þjóð, hún sagði að mannauðurinn væri inu sjálfu og lykillinn að því að færa þjóðina upp úr sá auður sem yrði að leggja áherslu á að rækta. ís- þeirri kreppu sem hún hefur glímt við að undanförnu lendingar eigi góðar auðlindir og um þær verði að er að hlúa eins vel að menntuninni og hægt er. Þetta ganga af virðingu en því megi ekki gleyma að ekki sé hafa bæði Danir og Hollendingar gert með góðum ár- alltaf samhengi á milli auðlindaeignar og velmegunar. angri. Það er hárrétt sem forseti íslands bendir á að Til marks um það gat Vigdís um Dani og Hollendinga góð menntun er undirstaða framfara. sem hafi náð langt í hagsæld og farsæld án þess að Dagur hefur í leiðara lagst gegn því að enskan geta gengið í hefðbundna auðlindasjóði. verði tekin upp sem fyrsta erlenda tungumálið í skól- Forseti ísland beindi þeirri áskorun til íslenskra um landsins og forseti íslands er á sömu skoðun. í ný- stjórnmálamanna að bera menntunina sérstaklega ársávaipinu sagði forsetinn mikilvægt að enskan verði fyrir brjósti „svo kunnátta okkar um haf og land, um ekki alltof áhrifamikil í íslenskri hugsun og tjáningu. vernd og nýtingu sjávar, um uppgræðslu lands og „í því ljósi," sagði Vigdís, „sýnist brýnt að fyrsta er- ræktun bústofna, og um margbrotið völundarhús lenda málið sem kennt er í íslenskum skólum sé ein- tækninnar, megi verða kunn um allan heim svo til hver önnur tunga, svo sem mál einhverrar bræðra- verði vitnað. “ þjóðar okkar á Norðurlöndum, sem ætíð verður mikil- Þessi hvatningarorö forsetans eru allrar athygli vægt að halda sem nánustum tengslum við. “ verð. Þau bera með sér áhyggjur yfir því að ekki sé Þetta sjónarmið Vigdísa Finnbogadóttur er eftir- nægilega vel staðið að málum í menntun landsíns tektarvert og undir það skal heilshugar tekið. Ástand og horfur í íslenskum íðnaði Á árinu 1994 höfum við loks séð fyrstu batamerkin í iðnaðinum eft- ir óvenju langt og erfitt skeið sam- dráttar og stöðnunar. Nýjustu til- tækar tölur sýna um 8% veltu- aukningu í iðnaðinum fyrstu átta mánuði þessa árs miðaó vió sama tíma í fyrra. Tölur um ört vaxandi útflutning benda einnig til batn- andi stöðu iðnaðarins og nú liggja einnig fyrir nióurstöður úr könnun á afkomu iónfyrirtækja sem Þjóö- hagsstofnun geröi fyrir Samtök iðnaðarins. Heildarniðurstaðan úr þeirri könnun er sú að hagnaóur var að meðaltali 3,5% á fyrri helmingi ársins 1994 samanborið við 1,0% halla hjá sömu fyrirtækj- um fyrstu sex mánuði ársins 1993. Allt bendir þetta til að langþráður bati í rekstri iðnfyrirtækja sé loks að láta á sér kræla, þó ástandió sé auðvitað misjafnt eftir fyrirtækj- um og iðngreinum. Hagstætt raungengi Framleiðslukostnaður á Islandi í hlutfalli við framleiðslukostnað samkeppnislanda okkar, sem við í daglegu tali nefnum raungengi, hefur á undanförnum misserum þróast í hag samkeppnis- og út- flutningsgreina okkar. Hækkun kostnaðar hefur verið haldið í skefjum þrátt fyrir gengisfellingar í árslok 1992 og aftur um mitt ár 1993. Ef spá Seðlabankans fyrir árið 1995 gengur eftir þá verður verðbólga hér minni en í helstu viðskiptalöndum á næsta ári og raungengió lækkar þar með enn frekar. Ef þessar spár rætast verð- ur lækkun raungengis um 12% á tímabilinu 1991-1995 hvort sem mælt er á mælikvarða launa og verðlags. Þjóðhagsstofnun segir að vax- andi umsvif bendi til kaflaskila í efnahagslífinu og spáir 2% hag- vexti á árinu 1994. Batann má ugglaust aó mestu rekja til þeirra bættu starfsskilyrða sem hér að framan eru rakin og felast í því að kostnaðarhækkanir hér hafa verið minni en í okkar viðskiptalöndum. Fleira kemur þó til og má þar sér- staklega nefna lækkun vaxta og batnandi efnahagsástand á al- þjóðavettvangi sem valdið hefur vcrðhækkunum á okkar útflutn- ingsvörum. Allar nýjustu spár um efnahagshorfur í Evrópu eru á þann veg að efnahagsbatinn sé meiri og traustari en spáð var fyrr „Það má lítið út af bera til þess að það sem áunnist hefur fari fyrir lítið. Það er ein- mitt á þessum stað í hagsveiflunni sem við Islendingar höfum venjulega misst þráð- inn og tekið til við að skipta þeim feng sem við höldum að sé inn- an seilingar. Við erum svo margoft búin að reyna að reyta fuglinn áður en hann er í hendi.“ á þessu ári og þeir bjartsýnustu eru farnir að spá hagvaxtarskeiói fram til aldamóta. Miklir erfíðleikar að baki Erum við þá að sigla hraóbyri inn í nýtt góðæri og orðið tímabært að hækka kaupið og deila út þessum tekjuauka? Lítum aðeins á það sem á undan er gengið. Undanfar- Sveinn Hannesson. in sjö ár hefur starfsfólki í iönaði fækkað um nálega fjögur þúsund. Samdrátturinn í iðnaóarfram- leiðslunni er talinn hafa numið samtals um 19% á árunum 1988- 1993. Fjöldamörg iðnfyrirtæki hafa orðið gjaldþrota eða gengið í gegnum samruna, nauðasamninga eða aðra fjárhagslega endurskipu- lagningu. Það er vissulega ánægjulegt að sjá nú loks nokkra veltuaukningu í iðnaðinum en ef hún er skoðuð í samhengi kemur í ljós að við er- um varla búin aó gera betur en að vinna upp þriðjunginn af þeirri framleiðslu sem tapaðist á undan- förnum árum. Afkoma fyrirtækj- anna hefur að sönnu batnað en hún var líka hörmuleg undanfarin ár og nægir tæplega til að það fjármagn sem bundið var í iðnaði skili hóflegum vöxtum, hvað þá að nokkuð fáist til baka af tapi lið- inna ára. Stöðugleiki er nauðsyn Viðsnúningurinn í okkar efna- hagslífi er ánægjulegur en hann sýnir að iðnaðurinn er þess megn- ugur að nýta sóknarfæri þegar þau gefast en það tekur tíma að byggja upp iðnaö og hann þarf umfram allt stöðugleika í verðlagi og gengisskráningu auk þess sem starfsskilyrðin verða að vera sam- bærileg við það sem keppinaut- arnir búa við. Því mióur er það svo aö batinn í efnahagslífinu og þar með ekki síst í iðnaðinum stendur veikum fótum. Ymislegt í starfsskilyrðum svo sem á sviði skattamála og gjaldeyrismála hef- ur aó sönnu verið lagfært og sam- ræmt því sem þekkist með öðrum Evrópuþjóðum og ýmsu af því er sem betur fer ekki hægt að breyta í gamla farið vegna EES-samn- ingsins. Sá samningur tryggir okk- ur einnig aó mestu hindrunarlaus- an aðgang að okkar mikilvægasta markaðssvæði í Evrópu. En fjár- lagahallinn heldur áfram að ýta undir vaxta- og skattahækkanir. Þar er engu jafnvægi náð. Stóra vandann, hvernig tryggja á stöðugleika í verðlags- og geng- ismálum, hefur ekki tekist aó leysa. Án stöóugleika og festu í stjórn efnahagsmála er tómt mál að tala um iðnvæóingu á Islandi og í því sambandi gilda sömu lög- mál hvort sem vió erum aó tala um byggingariðnað, framleiðslu- eða fiskiðnað. Við þurfum að tryggja stöðugleikann og festa hann í sessi og koma í veg fyrir sveiflur sem eiga uppruna sinn í sjávarútveginum. Helsta markmið næstu ríkisstjórnar í efnahagsmál- um, hver sem hún verður, ætti aó vera að koma í veg fyrir þessar sveiflur. Okkar bestu hagfræðing- ar kunna svör við því hvernig þaö er hægt. Lærum af reynslunni Það má lítið út af bera til þess að það sem áunnist hefur fari fyrir lítið. Það er einmitt á þessum stað í hagsveitlunni sem við Islending- ar höfum venjulega misst þráðinn og tekið til við að skipta þeim feng sem vió höldum að sé innan seilingar. Við erum svo margoft búin að reyna að reyta fuglinn áð- ur en hann er í hendi. Afleiðing- arnar ættum við líka aó þekkja því þær eru alltaf hinar sömu, nefni- lega óóaverðbólga og útsala á gjaldeyri, síðan gengisfellingar og sértækar efnahagsaðgerðir fyrir útflutningsgreinar (nánar tiltekið sjávarútveg) og að lokum kjara- skerðing og atvinnuleysi sem bitn- ar þyngst á hinum lægst launuðu. Á nýju ári fæst úr því skorið hvort við íslendingar ætlum að feta okkur hinn vandrataða og erf- iða veg stöðugleika, hagvaxtar og atvinnuuppbyggingar eða slá und- an og fóma því sem unnist hefur fyrir skammtímahagsmuni og óljós markmið sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Erum við ekki búin að fara þá leið nógu oft? Það er talið bera órækt vitni um geðveiki aó endurtaka sömu aó- geróina sí og æ en eiga von á nýrri og bctri niðurstöðu í hvcrt sinn. Er ekki kominn tími til að við Islend- ingar lærum af biturri reynslu og hverfum frá sjálfskaparvíti okkar í efnahagsmálum? Sveinn Hannesson. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iónaó- arins. „Án stöðuglcika og festu í stjórn efnahagsmála er tómt mál að tala um iðnvæðingu á íslandi og í því sambandi gilda sömu lögmál hvort sem við erum að tala um byggingariðnað, framleiðslu- eða fiskiðnaö. Við þurfum að tryggja stöð- ugleikann og festa hann í sessi og koma í veg fyrir sveiflur sem eiga uppruna sinn i sjávarútvcginum,“ segir greinar- höfundur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.