Dagur - 03.01.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. janúar 1995 - DAGUR - 5
Góðir íslendingar, góðan
dag og gleðilegt nýtt ár.
Við áramót þökkum við
landsmenn hver öðrunt
samferð á liðnu ári og
óskum þess af alhug að
farsæld megi fylgja okkur á hinu
nýja. Þessu sinni er ofarlega í
huga að á nýliðnu ári var efnt til
hátíðar sem lengi verður í minnum
höfð í tilefni af hál/rar aldar af-
mæli Lýðveldisins Islands. Enda
þótt svo óheppilega hafi tekist til
aö ekki komust allir þeir til Þing-
valla sautjánda júní sem þar vildu
vera er verðugra að minnast þess
sem vel tókst. Þaó var ógleyman-
legt að líta yfir vellina þennan
dag, sjá þá þéttskipaða fólki sem
naut þess fölskvalaust að vera
saman í vorþeynum. Þaö yljaði og
var örvandi í senn aó vita af öllurn
þessunt einstaklingum, og öðrurn
unt allt landið, sem þennan dag
vissu svo gjörla að þeir áttu sam-
stöðu í lífinu; að þeir nutu hlýju
hver af öðrum á vegferð sinni og í
vonum sínum að þeir voru sam-
einaðir í virðingu fyrir dýrustu
eign okkar allra; landinu og að
vera sjálfstæð þjóð með eigin rödd
og rctt í samfélagi þjóðanna. Hér
sem svo oft endranær skynjuðu
menn aö við eigum hvert annað á
Islandi með þeim hætti sem fáar
þjóðir aðrar þekkja. Það megum
við þakka fámenni þjóóarinnar
sem styrkir okkur í vitund um það
hver við erunt.
En um leið og viö íhugum
samstöu okkar og þjóðerni hljót-
um við líka að gera okkur grein
fyrir hinu, aö aldrei fyrr höfum
við verið jafn áþreifanlega tengd
öðrum þjóðum, jafn augljós hluti
hins alþjóðlega samfélags. Hér
birtist okkur ein af mörgum þver-
sögnum okkar tíma, sem heims-
kunnur framtíðarfræðingur, John
Naisbitt, fjallar um af skarp-
skyggni í nýútkominni bók, sem
nefnist „Alþjóðaþversögnin“. Þar
bendir hann reyndar á Islendinga
sem fróðlegt dæmi um þjóð er
verji og vcrndi tungu sína og hef-
ur greinilcga hrifist af því sem
hann var fræddur um hér á landi
fyrir ckki alllöngu. Ein af stað-
hæfingum þessa fræðings um nú-
tímann og framtíðina er svohljóð-
andi:
„Hagstjórn heimsins verður sí-
l'ellt alþjóðlegri og smám saman
mun margt annað fara í sömu átt.
En jafnframt verður hið átthaga-
bundna enn mikilvægara - og er
þar komið að einni þversögn sem
cr mikilvægur þáttur í alþjóða-
þversögninni: Því alþjóðlegri sem
við verðum, þeim mun átthaga-
bundnari verður hegðun okkar.
Þetta þykir okkur sem trúum á
góða framtíð Islands og Islend-
inga góð tíðindi. Jafnframt er ljóst
að alþjóðavæðingin leggur okkur
ntiklar kvaðir á herðar. Við verð-
um meðal annars að kosta kapps
um að gera kontandi kynslóðir
mæltar á sem allra flestar tungur,
þar með talið málfæri stærðfræð-
innar og veita þeim þannig greió-
ari aðgang að fjölþættu erlendu
samstarfi. Mikilvægt er hverja
stund að geta þcss að ensk tunga -
sem reynist svo áleitin - verði þó
ekki alltof áhrifamikil í íslenskri
hugsun og tjáningu. 1 því ljósi
sýnist brýnt að fyrsta erlenda mál-
ið sem kennt er í íslenskum skól-
um sé einhver önnur tunga, svo
sem mál einhvcrrar bræöraþjóðar
okkar á Norðurlöndum, sem ætíó
verður mikilvægt að halda sem
nánustum tengslum vió. En um
lcið verðum vió líka að leggja of-
uráherslu á að styrkja og efia
móðurtunguna, þennan stórkost-
lega lykil að sérkennum okkar,
minningum okkar og arfi, jal'nt
sem þekkingu í samtíð og framtíð.
Hún er einn meginþráðanna sem
spunnir eru í þann vef sem gerir
okkur að þjóð.
Island, farsœlda-frón og hag-
sœlda hrímhvíta móðir kvað Jón-
as. Það er vert að taka eftir því, að
í þessari lýðhvöt sinni skilur
skáldið að farsæld og hagsæld eru
tvö sjálfstæð hugtök. Það sýnist
mikil tíska á okkar tíð að tala urn
hagsældina og þá helst í einlold-
um reikningsdæmum. Allt þarf, ef
vcl á að vera, að skila sjáanlegum
hagnaði, stuðla að auknum hag-
vexti. En við mættum einnig leiða
hugann að því, að sönn farsæld rís
ekki sjálfkrafa upp af slíkri hag-
sæld. Til að hvort tveggja megi
vera til og dafna þarf ööru fremur
að sinna mannverunni sjálfri, ekki
síst þcim sem eru að búa sig undir
lífið, og huga sem best til framtíð-
Vigdís Finnbogadóttir.
Áramótaávarp forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur:
sjálfsaga
verða okkur flestar
leiðir torfærar“
ar aó þeirri virku og lifandi
menntun sem eflir hvern einstak-
ling til þroska þeirri þekkingu sem
gerir hverjum og einum kleift að
lcysa farsællega sérhverja þraut,
hvort heldur við framleiðslu varn-
ings eða í mcnningarlífi.
Við eigum góðar auðlindir; að
sjálfsögðu verður aldrei um of
brýnt fyrir mönnum að gæta þcirra
sem best. En alltof oft virðast
mcnn tala um þessar náttúrlegu
auólindir sem upphaf og endi alls.
Þó þarf ekki að skyggnast um
lengi á heimskringlunni til að sjá
aö ekki er alltaf samhengi milli
auólindacignar af því tagi og vel-
megunar. Þjóðir sem fáar auðlind-
ir ciga, eins og Danir eða Hollend-
ingar, hafa náð langt í hagsæld og
farsæld án þess að geta gengið í
hefóbundna auðlindasjóði og sótt
sér í hnefa. Og innst inni vitum
við líka öll að notkun okkar á arö-
bærum náttúruauðlindum er löngu
komin að ystu mörkum, ef ekki út
fyrir þau.
I raun eiga þær tvær þjóðir sem
hér voru nefndar, eins og allar
aðrar þjóðir, eina auðlind sem
aldrei þrýtur heldur beinlínis
styrkist sé hcnni sinnt af ræktar-
semi. Þessi uppspretta er mann-
auðurinn. Ræktarsemi við þann
auð er mikilvægari en allt annað,
því af þeim auði vex allur annar
auður. Hugvit og þckking eru
þættir sem verða þyngri á metun-
um með hverju árinu sem líður og
ræktun hugvits og þekkingar er
unt leið cfling þeirrar auðlindar
sem fólgin er í mannauðnum.
Ekki skal heldur litið framhjá því,
að með mikilvægri þekkingu, sem
er svo margþætt í nútímanum, fær
verndun sérstæórar þjóðmenning-
ar okkar byr í segl, því þckkingin
vill engu gleyma.
En sjaldan fær þjóðfélagið að
lifa einvörðungu við framtíðar-
drauma hversu raunhæfir og að-
kallandi sem þeir virðast. At-
vinnuleysi hel'ur þegar orðið sá
vandi í landi okkar sem ekki verð-
ur hjá komist að horfast í augu
við. Ollum er okkur ljóst hvílík
sóun það er á mannauðnum - það
lítillækkar einstaklinga, það
sundrar þjóðinni. Og síst má það
gleymast að öll berum við sam-
ábyrgð á því atvinnuleysi sem við
búum við á Islandi. Samúð okkar
og skilningur er ríkur og vió hljót-
um að geta tckið enn betur á til að
vinna á því bug.
Aldrei fyrr hefur tæknin sýnt
okkur jafnmarga möguleika og
um þessar mundir. Stundum er
talað um þekkingarsprengingu
sem orðið hafi á liðnum áratugum.
Nú blasir við okkur ný sprenging í
þekkingarmiðluninni. Á örskots-
stundu komumst við í samband
við upplýsingabanka um allan
heim, getum leitað okkur fróðleiks
frá fyrstu hendi, hvort sem við er-
um skólafólk á Kópaskeri eða í
Króksfjarðamesi eða starfsmenn í
Reykjavík eóa á Raufarhöfn. Allur
heimurinn liggur fyrir fótum okk-
ar. í þessurn efnum þarf hvorki að
há okkur einangrun né fámenni.
Það cr ekki spurt um fjöldann sem
myndar þjóð, heldur hverjir eru
kostir þessarar þjóðar, hvar sem
hún er stödd á þekkingarvegi,
hvað kann hún, hvað getur hún
gcrt?
Tæknin sem er að halda innreið
sína er svo ævintýraleg að henni
verður naumast lýst í orðum.
Kannski segir það citthvað að ég
nefni að geisladiskur fyrir tölvu,
jafnstór hinum sem flytur okkur
tónlist, getur geymt allt aó
200.000 blaðsíður af texta, ef ekki
er sett á hann annað efni. Það
myndi líklega jafngilda því að
ævistarf Halldórs Laxness kæmist
tíu sinnum á einn disk.
I útlöndum er þegar búið að
gefa út mikið námsefni og fróð-
leiksefni á slíkurn geisladiskum,
og er þar blandað saman texta,
hljóði, kyrrum og lifandi mynd-
um, ásamt línuritum og skýringar-
efni. Enn sem komið er eigum við
engan íslenskan upplýsingadisk.
Þar er verk aó vinna, því varla un-
um við því að ungir Islendingar
þurfi að leita sér allra nýjustu upp-
lýsinganna á erlendum málum
þegar fram líða stundir.
Erlendir forystumenn á ýmsum
sviðum hafa á undanfömum mán-
uðum fullyrt að það sem ráöa
muni úrslitum varðandi velgengni
einstakra þjóða í harðnandi sam-
keppni á komandi árum verði
menntun þeirra og þekking. Mitt-
erand, forseti Frakklands, skoraði
nú á haustdögum á alla stjórn-
málaflokka landsins að setja
menntamál í öndvegi þegar
stefnan yrói mörkuð fyrir kom-
andi kosningar. Hliðstæða áskor-
un ber ég nú fram gagnvart ís-
lcnskum stjórnmálamönnum og
bið þá að bera menntunina sér-
staklega fyrir brjósti svo kunnátta
okkar um haf og land, um vernd
og nýtingu sjávar, um uppgræðslu
lands og ræktun bústofna, og um
margbrotið völundarhús tækninn-
ar, megi verða kunn um allan
heim svo til verði vitnað.
En vitanlega gildir enn sem
fyrr að svo lítið stoðar okkur að
eignast allan heiminn að við látum
undir höfuð leggjast að rækta með
okkur vinarþel, sjálfsaga og virð-
ingu. Eg hcf nefnt það áður á
þessum vettvangi og nefni það
enn, að án sjálfsaga verða okkur
llestar leióir torfærar. Og sjálfsagi
rís upp af heiðarleika, heiðarleiki
rís á virðingu fyrir sjálfum sér og
öðrurn mönnum - öllu sínu um-
hverfi, í einu orði sagt: á siðgæði.
Það er sannfæring mín að með
aga, menntun og þekkingu, sem
eftir yrói tekið víóa á byggðu bóli
verði okkur allar leiðir færar, við
innri styrk íslensks þjóðfélags, því
mannauðinn erum við svo lánsöm
að eiga.
Árið 1994 var okkur ár þjóð-
minninganna. Á síðari þjóðhátíð-
ardegi þess, hinn fyrsta desember,
færði þjóðin sjálfri sér einhverja
glæsilegustu gjöf sem hægt er að
óska menningarþjóð, Þjóðarbók-
hlöðu. Við þann merka áfanga
varð þjóðin vitni að einstæðu
framtaki háskólastúdenta, gjörvu-
legrar æsku landsins, sem stóð
fyrir árangursríkri söfnun í þjóð-
bókasjóð til eflingar þessari mið-
stöð þekkingar. Þess er óskandi að
sem flestir leggi leið sína í hús
Þjóóarbókhlöðunnar til að skynja
hvílíkt afi er hægt að virkja til
varðveislu menningararfs okkar
og hvílíkan styrk rná sækja til
hans þegar við sækjum fram til
nýrra tíma með nýjurn hugmynd-
um og þeirn metnaði aó vera sterk
þjóð meðal þjóða, hvað sem fá-
menni og öðrum aðstæðum líður.
Góðir landar mínir. Hvert ár
ber með sér stundir gleði og sorg-
ar. Á liðnu ári vcit ég aó margir
hafa mikils misst og á þessunt
tímamótum votta ég öllum þeim
samúö mína sem um sárt eiga aó
binda, um leið og ég sameinast
þeim í endurminningunni og þökk
lýrir samvistir við þá sem nú eru
gengnir.
í ljóðinu „Hin efstu grös“ orti
skáldið Guðmundur Böðvarsson
17. júní 1944:
Vamti ég þess nú að litist um fold minna feðra
fylkingin hljóða, hin burtu kallaða sveit.
Ast hennar, lífsreynslafórnirogfyrirbtenir
fylgi þér, land mitt og þjóð mín,l
i hamingjuleit.
En heill yður hinum, þér verkamenn seml
voryrkjur kalla!
Veldur mér fógnuði hugsun um komandi ár:
Veit ég með stolti að starfsamarj
fórnfúsar hendur stefna að því
markvisst að grœða míns fóðurlands sár.
Skáldinu varð að ósk sinni. Það
vitum við 50 árum síðar. Og nú
óskum við okkur nýrra þjóðaraf-
reka til framtíðar.
Eg áma okkur öllum árs og
friðar og bió Guð að blessa ísland
og Islendinga.