Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 6. janúar 1995 FRÉTTIR Hcgrancs SK fiskaöi 2.263 tonn á síðasta ári og var aflaverömætið rúmar 244 milljónir. Sauöárkrókur: Hegranes SK annar afla- hæsti isfisktogari landsins Raufarhöfn: Mikill áhugi fyrir hesta- mennsku Mikill áhugi fyrir hestamennsku er á Raufarhöfn og í haust var þar stofnaður félagsskapur hestamanna sem nefnist Nes- hestar. Gjaldkeri félagsins er Garðar Friðgeirsson, en formað- ur hefur ekki verið kjörinn. I Neshestum eru 13 félagar sem samtals eiga 17 hross og voru þau hýst 28. des. í nýrri aðstöðu sem félagarnir höfðu innréttað, hest- húsi fyrir 22 hesta í hlöðu vió Höskuldarnes. Til stendur að stækka aðstöðuna í hlöóunni þannig að þar vcrði rými fyrir 32 hesta. „Það virðist vera töluveröur áhugi og nokkrir hafa áhuga fyrir að fá sér hesta meö vorinu. Það hefur staðið til lengi að bæta hér aðstöðu fyrir hestamenn, en hér hafa verið tveir alvöruhestamenn, auk manna sem verið hafa með hesta yfir sumarið," sagði Garðar. Hann sagði að hestamaður sem nýlega væri fluttur á staðinn og hefði víða búiö segist sjaldan hafa haft betri aðsööu fyrir hesta sína en í nýja húsnæðinu í Höskuldar- nesi. Félagarnir í Neshestum væru mjög ánægðir og montnir af að- stöðunni. IM Aftanákeyrsla í Fnjóskadal Um kl. 14 í gær varð aftaná- keyrsla rétt sunnan við Víðvelli í Fnjóskadal. Slæmt veður var á þessum slóðum í gær. Sjúkrabíll var sendur frá Akur- eyri og komst hann austur yfir Víkurskarð mcð góðri aðstoð Vegagerðarinnar. Tveir voru flutt- ir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en vonir stóðu til að meiðslin væru ekki alvarleg. HA Húsavík: Vonskuveður og færð Vont veður var á Húsavík í gær og enn verra í nærsveitum bæj- arins. Töluvert var að gera hjá lög- reglu við að aöstoða fólk vegna veðurs og ófærðar, en allmargir þurftu að fá bíla sína dregna úr sköflum eða þaðan sem þeir stöðvuðust í ófærðinni. IM Sjómannadeild Verkalýðsfélags Húsavíkur samþykkti heimild til verkfallsboðunar á fundi fyrir áramót. Jafnframt var sam- þykkt að fela Sjómannasam- bandi íslands samningsumboð fyrir deildina. Deildin sam- þykkti fyrir sitt leyti að viðhöfð yrði sameiginleg atkvæða- greiðsla ef samningar tækjust. Ákveðið hefur verió að reisa minnisvarða í Húsavíkurkirkju- garði um týnd sóknarböm, og stefnt aó formlegri athöfn við minnisvarðann 17. júní. Sjó- mannadeildin ákvað að leggja fram 107 þúsund krónur til þessa verkefnis. Enn sem komið er telj- ast flest eða öll týnd sóknarbörn frá Húsavík vera úr röðurn sjó- manna. ísfisktogarar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki öfluðu mjög vel á árinu 1994, eða alls 7.656 tonn og heildaraflaverðmæti 854 milljónir króna. Hegranes SK-2 var aflahæst með 2.263 tonn og aflaverðmæti 244,1 millj. króna og er togarinn annar aflahæsti ísfisktogari landsins samkvæmt þeim tölum sem liggja fyrir. „Á síðustu Qórum til sex árum hefur kjarasamningagerð á ís- Iandi einkennst af samfloti margra stéttarfélaga og samtaka þeirra og almennum kröfúm. Þetta hefur leitt til þess að þær miklu breytingar sem orðið hafa á skólastarfi á síðustu árum hafa ekki fengist ræddar við samn- ingaborðið. Það er ljóst að þörfin fyrir sérstaka kennarasamninga er orðin brýn vegna mikilla breytinga á störfum og starfs- umhverfi kennara á þessu tíma- bili.“ Þannig hefst ályktun full- - gerð minnisvarðans í Á fundinum var samþykkt að beina því til Hafnarstjórnar með bréfi að komið yrði upp neyðar- síma við Húsavíkurhöfn. Einnig var ákveðið að óska eft- ir því að Sæbjörg, skólaskip Bætur almannatrygginga verða framvegis greiddar út fyrsta dag hvers mánaðar. Áður var útborg- unardagur bóta þriðji virki dagur hvers mánaðar. Breytingar á lög- um um sérstaka heimilisuppbót tóku einnig gildi 1. janúar sl. Breyttur útborgunardagur gerir það að verkum, að umsóknir um Aflahæstur er „gamla“ Guð- björg ÍS-46 frá ísafirði með 2.859 tonn og 254,1 millj. króna afla- verðmæti, en þó var togarinn að- eins á veióum til 16. september, en fór þá til Noregs í skiptum fyrir nýtt frystiskip með sama nafni. Næstaflahæstur Sauðárkróks- togaranna er Skagfirðingur SK-4 trúaráðsfundar Kennarasam- bands íslands og Hins íslenska kennarafélags. Vísað er til þess að í skýrsu nefndar um Mótun menntastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, þar sem þessi atriði eru einmitt rakin. Fram kemur að í sameiginlegri kröfugerð félaganna tveggja frá 25. nóvember sl. sé tekið mið af þessum staðreyndum. Hins vegar finnst mönnum fálætis hafa gætt af hendi viðsemjenda, þ.e. ríkis- ins, síðan þetta gerðist. kirkjugarðinum styrkt Slysavarnaskóla sjómanna, kæmi til Húsavíkur næsta sumar. Þá veröa liðin þrjú ár frá því skipið var þar síóast, en talið er æskilegt aó ekki líði lengri tími milli þess sem sjómönnum gefst kostur á aö bætur almannatrygginga þurfa að berast fyrr en áður til Trygginga- stofnunar. Nú þurfa umsóknir að berast til stofnunarinnar fyrir 10. dag hvers mánaðar, ef greiðslur eiga að hefjast næsta mánuð á eft-. ir. Sérstök heimilisuppbót, sem áður féll nióur ef lífeyrisþegi hafði með 1.932 tonn og 238 milljónir í aflaverðmæti; Skafti SK-3 með 1.784 tonn og 210 milljónir króna og loks Drangey SK-1 með 1.677 tonn og 161,5 millj. króna afla- verðmæti en togarinn var bæði frá í einn mánuð vegna viðhalds og eins var minni útflutningur á afla al'þeim togara en hinum þremur. GG Fulltrúaráð kennarafélaganna hafa ákveóið að efna til atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls með- al félagsmanna sinna. Verði það samþykkt hefst verkfall 17. febrú- ar, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Fulltrúaráð kennarafé- laganna skorar á fjármálaráðherra að nota þann tíma til að ganga frá samningum og lýsa þau vilja sín- um til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samningar megi takast áóur en til verkfalls kemur HA sækja björgunarnámskeið. Einnig verður Slysavarnaskólinn tíu ára á árinu og hafa húsvískir sjómenn hug á að minnast þeirra tímamóta með því að fá Sæbjörgu til bæjar- ins. IM aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga, mun nú skeróast krónu á móti krónu við tekjur lífeyris- þega umfram almannatrygginga- bætur. Aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir, geta átt rétt á sér- stakri heimilisuppbót, segir í fréttatilkynningu frá Trygginga- stofnun. KK Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fyrsta bæjarráðsfundi Ak- ureyrarbæjar á þessu ári, sem haldinn var í gær, var lagt fram bréf frá rcktor Háskólans á Ak- ureyri þar sem hann þakkar bæj- aryfirvöldum stuðningsyfirlýs- ingu við uppbyggingu Háskól- ans á Sólborgarsvæðinu og greinir frá samþykkt Alþingis um heimild til fjármálaráðherra til kaupa á húsnæði að Sólborg og nauðsynlegra breytinga á því fyrir Háskólann. Jafnframt leitar hann upplýsinga um væntanlega áfangaskiptingu framkvæmda við Borgarbraut og Dalsbraut og annarra áætlaðra samgöngu; leiða á Sólborgarsvæóinu. í bókun frá bæjarráðsfundinum segir að áætlun um gatnagerðar- framkvæmdir á árinu 1995 sé til umfjöllunar hjá bæjarstjóm jafnframt því sem unnið sé að skipulagsvinnu á væntanlegu háskólasvæði. Þegar lokið verði skipulagsvinnu muni bæjarráð ákvcóa hvcr vcrði áfangaskipt- ing við framkvæmdimar. ■ Lagður var fram í bæjarráði listi frá bæjargjaldkera um bæj- argjöld sem hann og bæjarlög- maður tclja meö öllu töpuð, samtals að upphæð kr. 18.259.106, aó meðtðldum dráttarvöxtum. Fyrst og fremst er um aö ræða aðstöðugjöld sem tapast hafa við gjaldþrot fyrir- tækja. Bæjarráð samþykkti að þcssir fjármunir verði afskrifað- ir. ■ Skýrsla frá byggingadeild um framkvæmdir við félagsmiðstöð í kjallara Síðuskóla var lögð fram í bæjarráði. Skýrslan var lögð l'ram í tilcfni af fyrirspum Sigríðar Stelansdóttur bæjar- ráðsmanns. ■ Á bæjarráðsfundinum í gær var gengið frá cndurskoðun á frumvarpi að þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar um rekst- ur, fjármál og framkvæmdir árin 1995-1997. Sigríður Stefáns- dóttir (G) lagði frarn cftirfarandi bókun vcgna frumvarpsins: „Fyrsti hluti þessarar áætlunar er þegar afgreiddur með fjár- hagsáætlun fyrir árió 1995. Við þá áætlun komu fram breyting- artillögur og bókanir frá bæjar- fulltrúum Alþýðubandalagsins. Skoöanir eru óbrcyttar hvað þau atriði varóar. Ég lít svo á, að hér sé fyrst og fremst um áætlun meirihluta bæjarstjómar að ræða. Um marga liði cr cnginn ágreiningur, en að niínu mati þarf að leita allra leiða til aó unnt verði að ná meiri árangri í framkvæmdum og þjónustu við bæjarbúa. Skoðanir bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins munu að öðm lcyti koma fram við umræður í bæjarstjóm." Siguröur J. Sigurðsson (D) lagði einnig fram svohijóðandi bók- un: „Sú þriggja ára áætlun, scm nú liggur fyrir, er gcrð með sam- bærilcgum hætti og undanfarin ár, þó er horfið frá því mark- miði að stefna að lækkun skulda bæjarins, sem ég tel miður. Framlag til framkvæmda á veg- unt íþróttafélaga cr lækkað vemlega á ámnum 1996 og 1997, seni ég tel óraunhæft. Með þessum hætti em rekstrar- gjöld lækkuð, sern leiðir síðan til þess að sú fjárhæð sem ákvcðið cr að verja til fram- kvæmda verður þá heldur ekki raunhæf." Húsavík: Sjómannadeildin heimilar verkfallsboðun Fulltrúaráð kennarafélaga: Skora á fjármálaráðherra að ganga frá samningum Breytingar á greiðslu almannatrygginga: Greiddar út fyrsta dag hvers mánaðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.