Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 16
Veítíngastaðír í hjarta bæjaríns Vatnsútflutningur Akva hf. á síðasta ári: Rúmlega helmingi meiri en árið áður - „erum ennþá að fjárfesta í markaðssetningunni“ Fyrirtækið Akva hf. á Akur- eyri, sem staðsett er í Mjólk- ursamlagi KEA, flutti út tæp- lega 2,3 milljónir lítra af vatni til Bandaríkjanna á síðasta ári, eða rúmlega helmingi meira en árið áður. Vatninu er tappað á fjórar stærðir af plastflöskum, 1,5 lítra, 1 lítra, 1/2 lítra og 33 cl. og voru sendir út alls 115 gámar frá fyrirtækinu. Fyrirtækin Akva hf. og Akva USA, sem er mark- aðsfyrirtækið í Bandaríkjunum, eru bæði í eigu Kaupfélags Ey- firðinga. „Við erum cnnþá að tjárfcsta í markaðssctningunni í Bandaríkj- ununt og það hlutafé scm kom inn í fyrirtækið í sumar er notaó í hana. Viö stækkuðum markaðs- svæðið á síðasta ári. Við vorurn aðallega á Ncw England svæóinu en í haust fórum við líka að dreifa á Baltimore/ Washington," segir Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri og framkvæmda- stjóri Akva. Hann sagði of sncmmt að segja til um viðbrögð á nýja markaðs- svæðinu en þau væru samt alls ckkert ncikvæð. Þá er unnið vió að fjölga verslununt og dreifingar- aðilunt og um lcið að korna út meira magni. Kvennalistinn á Noröurlandi vestra: Framboðsþreif- ingar að hefjast Það hefur ekkert verið ákveð- ið í sambandi við framboðs- mál en við munum hittast í næstu viku og spá í spilin,“ sagði Anna Dóra Antonsdóttir, kennari á Frostastöðum í Skaga- firði og talsmaður Kvennalist- ans á Norðurlandi vestra. Kvennalistinn hefur aldrci átt þingkonu á Norðurlandi vestra en Skagafjörður: Ekiðá hrossahóp Igærmorgun var keyrt inn í hrossahóp í Blönduhlíðinni rétt sunnan við Miklabæ. Talið er að bílinn hafí lent á 2-3 hross- um. Þau hurfu hins vegar út í myrkrið og hafði lögreglan á Sauðárkróki ekki frekar frétt af málinu síðdegis í gær. Bflstjóri taldi hins vegar líklegt að a.m.k. eitt hrossið hefði meiðst. Bflinn, sem var fólksbfll, skemmdist talsvert en var þó ökufær. Síðdegis á mióvikudag var tilkynnt unt árekstur á Sauðár- króksbraut skammt norðan Varmahlíöar. Þar rákust saman tveir bílar og var þrennt ílutt á sjúkrahúsió á Sauðárkróki. Tjón á ökutækjum var talsvert en meiósl reyndust sem betur fer ekki mikil. HA Anna Dóra segir að engan bilbug sé aó finna á Kvennalistakonum í kjördæminu og þær séu ákveónar í því að bjóða fram. Hins vegar hafi ekki verið ákveöió hvaóa leið verði farin í uppstillingu listans, forval sé þó líklegast. „Viö teljum að tínii sé kominn til að í þessu kjördæmi verði kjörin kona á þing. Það hcl'ur víst aldrei gerst að kona hafi vcriö kjördæmakjörin hér," sagði Anna Dóra. Fyrir síð- ustu al|)ingiskosningar var Guðrún Lára Asgeirsdóttir á Prestbakka í efsta sæti hjá Kvennalistanum á Noróurlandi vestra. Elín hugsar málið Á Norðurlandi eystra eru Kvenna- listakonur komnar eilítið lengra í framboðsmálunum. Þar er lokið skoðanakönnun og fékk Elín Antonsdóttir, systir Önnu Dóru, besta útkornu. Elín vill ekki svara því enn sent komið er hvort hún leiði framboðslistann, hún segist liggja undir l'eldi og íhugi málið. óþh „Það allavega gengur þannig aó við reiknum meó að halda þessum rckstri ál'ram. Þetta er hins vegar ntjög brothætt cnnþá og það skýrist á næstu misserum hvort vió höfum peningalegt og andlegt úthald í þetta." Þegar nýja hlutaféð skilaði sér í sumar, voru ráðnir til starfa þrír sölumenn. Fyrir var Þorkell Páls- son og því eru nú fjórir starfs- menn hjá fyrirtækinu í Bandaríkj- unum. Áuk þess eru ráðnir starfs- menn á verktakasamningum eftir þörl'um, t.d. við bókhald, fjár- málastjórn, tollafgreiðslu, lager- hald, útkeyrslu og fleira. Aðspurður um markmið á nýju ári sagði Þórarinn: „Við erum svo oft búnir að setja okkur markmið og stundum óraunhæf. En mark- mið okkar í ár, er að halda þeint markmiðum sem vió settum okkur nú, bara fyrir okkur. Það er snjór og kuldi á sölusvæðum okkar í Bandaríkjununr og salan því í lág- marki sem stendur. Við reiknum því ekki meó að pakka meira af vatni fyrr en í mars eða apríl.“ KK Akva hf. tappar vatni á fjórar stærðir af plastflöskum fyrir Bandaríkja- markað. Tuttugu manns fá ekki endurráðningu hjá Fiskiöjunni hf.: Um 30% færra á atvinnu leysisskrá í Skagafirði Ollum starfsmönnum Fiskiðj- unnar hf. á Sauðárkróki var sagt upp störfum fyrir áramót vegna endurskipulagningar í rekstri fyrirtækisins, en m.a. er fyrirhugað að koma upp sér- stakri pökkunarstöð í húsnæði sem áður hýsti blautfóðurverk- smiðju, aðallega fyrir loðdýra- bændur. 20 starfsmenn fá ekki endurráðningu að sinni, en reynt verður að koma sem flest- um úr þeim hópi í vinnu af - en í ársbyrjun 1994 hálfu Fiskiðjunnar hf. en það kann að dragast fram á vor. Eitthvað kann að verða ráðið til viðbótar í saltfisk- og hausaverk- un Fiskiðjunnar hf. sem stöðugt hcfur verið að aukast, og er oróin stærsta saltfiskverkun landsins, en þar voru verkuð um 2.000 tonn af saltfiski á sl. ári. Nokkuð af því var Smugufiskur, sem var endur- saltaður og pakkaður cftir veiði- ferð ísfisktogara Skagllrðings hf. þangaö. Innanlandsflug Flugleiða árið 1994: í dag fá 94 einstaklingar grcidd- ar atvinnuleysisbætur á Sauðár- króki, en þeir eru úr öllurn Skaga- firði. Þeir 20 sem hafa misst at- vinnuna hjá Fiskiöjunni hf. eru ekki inn í þeirri tölu. Á ársbyrjun 1994 var tala atvinnulausra 140, en varahugavert er að bera þessar töl- ur saman því á fyrra ári var nokkuð um atvinnuleysi hjá fólki sem var í hlutastarfi. Nokkuð hefur verið um uppsagnir hjá rækjuverksmiðjum vegna kaupa á rækjufiokkara sem sparar vinnukraft, en engin slík kaup eru fyrirhuguð að sinni hjá rækjuverksmiðjunni Dögun hf. á Sauðárkróki. GG VEÐRIÐ Á Norðurlandi vestra verður noróan kaldi og dálítil él, framan af degi í dag, en vaxandi austanátt síðdegis og í kvöld gæti verið orðið allhvasst með snjókomu. Á Noróurlandi eystra verður allhvasst af norðri og él fyrst í stað, vestan og norðvest- an kaldi og dálítil él upp úr hádegi, vaxandi suðaustan- átt síðdegis eða í kvöld. m ■ ■ M * m m m mm ■ ■ - aauodntroKi. Aukning i farþegaflutnmg- r—— um til og frá Akureyri - flutningar til Noröurlands um 49% af heildarflutningum félagsins Verulcg aukning var á far- þegaflutningum til og frá Akureyri á vegum Flugleiða á árinu 1994. Alls voru fluttir 106.656 farþegar en árið 1993 voru þeir 100.374 og er aukning- in um 6,2%. Einnig varð aukn- ing í fraktflutningum á þessari Ieið. Árið 1994 voru flutt 574 tonn af frakt en árið áður 560 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Bergþóri Erlingssyni, umdæmis- stjóra Flugleiða á Norðurlandi, er ástæður þessarar aukningar, betri markaóssókn bæöi erlendis og innanlands og stundvísi. Aukning varð alla mánuói ársins, nema janúar en vegna veðurs gekk illa aó fijúga í mánuðinum. Flug féll niður í 10 daga á árinu og þar af í 5 daga í janúar. Farþegum til og frá Húsavík fjölgaði um 11,5% mest um sum- armánuðina. Alls fiuttu Flugleiðir 10.375 farþega á fiugleiðinni í fyrra, á móti 9.303 árið áður. Lít- ilsháttar samdráttur varð í vöru- ilutningum á Húsavík. Farþegum til og frá Sauðárkróki fækkaði um 1,7% á milli áranna 1993 og ’94. í fyrra voru fiuttir 8.650 farþegar á flugleiðinni en 8.803 árið áður. Á síðasta ári fiuttu Fluglciðir 258.070 farþcga innanlands á móti 250.211 árið 1993. Þar af voru flutningar til og frá Norðurlandi tæplega 49% af heildarllutningun- unt en voru 45% árið 1993. KK C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábært verð 39.900,- stgr. KAUPLAND Kaupangi • Sími 2356^j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.