Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 06.01.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 6. janúar 1995 MINNIN Cm ^ Zóphónías Ami Gylfason Fæddur 7. febrúar 1976 - Dáinn 1. janúar 1995 Kveðja frá KFUM og KFUK á Akureyri. Það var í fyrravetur sem þessi ungi drengur birtist eitt kvöldið á sam- komu í húsakynnum KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Þetta munu hafa verið hans fyrstu kynni af því starfi sem þama fór fram. Augljóslega líkaði Zóp- hóníasi félagsskapurinn, því hann varð fljótlega einn af trúfastari sam- komugestum. Allir eru velkomnir á þessar samkomur, en Zóphónías tók boðskapinn um fagnaðarerindið al- varlega og undir vor gekk hann formlega í aðaldeild félagsins okk- ar. Hann lét ekki mikið yfir sér þessi 18 ára drengur, en fljótlega komu í ljós hjá honum þeir kostir sem við fyrst og síðast munum minnast hans fyrir. Hann sá út verk- efni í samfélaginu sem hann sinnti af einstakri kostgæfni og svo mik- illi samviskusemi að hann var orð- inn ómissandi starfskraftur. Þetta voru ekki endilega þau verkefni sem mest bar á, en verkefni sem eftir var tekið ef þau voru vanrækt eða þeim ekki sinnt. Svo var það eina vikuna nokkru fyrir jól að Zóphónías birtist ekki á samkomum, og þá kom í ljós hve nauðsynlegur hann var orðinn. Við fréttum skömmu síðar að hann lægi alvarlega veikur á sjúkra- húsi. Viö sem trúum á mátt bænar- innar báðum fyrir honum, en Guði þóknaðist að taka hann til sín á fyrsta degi þessa árs. Auðvitað er mönnum sorg í brjósti þegar ungir menn deyja, en við sem höfðum gengið með Zóp- hóníasi síðasta árið vitum að nú er hann hjá Drottni sem hann þjónaði, tilbað og lofsöng hér á þessari jörð. Zóphónías trúði á Guð og þekkti fyrirheit hans um eilíft líf, nú lof- syngur hann, tilbiður og þjónar Guði á himnum. Mætti þessi stað- reynd verða móður hans og öðrum aðstandendum huggun í sorginni. Vió viljum þakka fyrir það starf og þá fyrirmynd sem þessi ungi drengur eftirlét samfélaginu okkar. Guð sendi okkur Zóphónías til að minna okkur á þjónustuna við sig. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins,“ sagði Job. Bjarni E. Guöleifsson. Fyrir átta, níu mánuðum eða svo fór Zóphónías að koma reglulega til okkar í KFUM - KFUK í Sunnu- hlíð. Hann virkaði frekar einn á báti til að byrja með, eins og oft vill veröa á nýjum stað, en fljótlega var hann farinn að mæta hvar sem eitt- hvað var um að vera og var hjartan- lega boðinn velkominn, enda féll hann strax í hópinn. Aður en langt um leið tók hann þá ákvörðun að ganga formlega í félagið okkar. Þegar hausta tók fórum við sjá að hann tók Guö mjög alvarlega og hann þráði samfélag við Guð og trúsystkin sín. Við urðum þess einnig snemma vör að eitthvað var að angra Zóphónías og síðar sagði hann okkur frá þessum sjúkdómi sem við skildum þó harla lítið í þá og þekktum ekki heldur einkenni eða afleiðingar hans. Þegar líða tók á veturinn fundum við að Guð var að gera eitthvað sérstakt í Zóphón- íasi, við sáum að Guð var að snerta við hjarta hans og að Hann var að kalla Zóphónías til sérstakrar þjón- ustu fyrir sig. Zóphónías fór að hafa það fyrir vana að koma manna fyrstur á staðinn og gera húsið til- búið fyrir samkomur og aðra mann- fagnaði. Hann hellti á könnuna, raðaði í salinn og margt fleira og þegar fólk mætti á staðinn tók hann á móti því og bauð það velkomið með vingjamlegu og einlægu brosi. Þetta voru í flestum tilfellum verk- efni sem aðrir höfðu nú ekki beint hlaupið í af sjálfsdáðum, en hann vann þessi verkefni glaður og af mikilli samviskusemi. Þessi þjón- usta sem honum var falin átti eftir að setja mark sitt á okkur hin eftir því sem vikurnar liðu, því að þessi þjónustulund, sem hann af mikilli trúmennsku og einlægni rækti svo vel, verður okkur hinum um langan tíma fordæmi um hlýðni við Guð, fúsleika, fórnfýsi, einlægni, trú- mennsku og kærleika til þess sam- félags sem Guð hafði leitt hann inn í. Þegar Guð snerti við hjarta hans fór Zóphónías að biðja Guð að lækna sig af sjúkdómi sínum, það var mikið beðið með honum og hann var viss um það að Guð ætlaði að lækna sig. En Guð cr óútreikn- anlegur Guð og oft skiljum við ekki hvað það cr sem hann ætlar okkur. En þaö var eitthvað annaó sem Guð hafði í hyggju meö Zóphónías. Síð- ustu vikurnar sem hann var á sjúkrahúsinu báðum viö Guð að gefa honum það í jólagjöf að hann mætti verða heill. Skömmu fyrir áramót vorum við að biðja fyrir honum og þá uppgötvuðum við að á síðustu mánuðum hafði Guð kallað hann til samfélags við sig svo að Zóphónías mætti eignast eilíft líf á himnum með sér. Er hægt að eign- ast betri gjöf en þá að mega dveljast meó Guði Föður vorum á himunum um eilífó? Þá skildum við að ef Guð ætlaði ekki að lækna hann hér á jörðinni þá átti hann cnn betra í vændum á himnum, heilbrigt, eilíft líf með Guði. Zóphónías eignaðist, á þessum fáu mánuðum sem hann átti eftir að lifa hérna á jörðinni, þessa dýrmætu gjöf og einnig fékk hann fyrir nafn Jesú Krists að gefa öðrum að sjá hvað einlægt og traust hjarta getur gert ef Guð fær að nota okkur eins og Hann vill. Guð hefur gefið okkur þessar dásamlegu minningar um góðan dreng og góð vcrk sem hann vann fyrir Drottinn sinn og Herra, til eftirbreytni, og ég bið hann að blessa það ríkulega. Að lokum vil ég biðja Guó að blessa fjölskyldu hans, að Hann sefi trega og sorg og gefi frió í hjarta þannig að minningarnar um dýrmætan dreng lifi um ókomna tíð og að þær megi vcrða til að minna okkur á það að Zóphonías er nú á himnum með Guði. Jóhannes Valgeirsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Zóphóníasar sem dó eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Eg þekkti hann ekki mikið en strax vió fyrstu kynni fann ég að hann var sérstakur. Hann byrjaði að koma á fundi KFUM og KFUK í byrjun árs 1994. Hann var hægur, hlédrægur en alltaf virtist honum líða vel. Hann var ábyrgur og fékk strax hlutverk sem hann sinnti mjög vel. Hann afgreiddi í sjoppunni og hit- aði kaffi eftir samkomur. Gjarnan kom hann með brauð sem hann hafði bakað handa okkur. Það var það sem gerði Zóphónías frábrugð- inn okkur hinum, það var þjónustu- lundin, hann var alltaf reiðubúinn að gera fyrir aöra og gefa af sér. Þegar Zóphónías varð veikur, báðum við mikið fyrir honum og fjölskyldu hans. Við báðum Guð um lækningu fyrir Zóphónías. Guð læknaði hann á annan hátt, nú er hann í fullkomlega heilbrigðum lík- ama hjá Guði. Oft er erfitt að skilja fyrirætlanir Guðs en Guð huggar okkur einnig í sorg. Hann gaf okkur Zóphónías sem var okkur hinum fyrirmynd. Þakka má Guði fyrir að Zóphónías þekkti hann og treysti honum þannig að hann gat hitt hann sáttur eftir dvöl sína hér. Guð blessi fjölskyldu hans og alla ástvini. „ Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyg&ju fyrir þér. “ (Sálm. 55.23.) Þórey Guðmundsdóttir. „Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbœr og afl- ar oss eilífrar dýrðar sem stórum yftrgnœfir allt.“ (II Kor. 4.16-17). Geta sorgin og gleðin átt sam- leið? Þessi spurning hefur gerst áleitin við mig nú í upphafi árs. Að kvöldi nýársdags hitti ég góða vin- konu mína og óskaði henni gleði- legs nýs árs. Hún var sorgmædd. „Guðmundur, hefurðu ekki heyrt það, hann Zóphónías er dáinn.“ Það þyrmdi yfir mig. Aður var ég glað- ur, nú var hryggö í huga mínum. Smám saman vann ég úr sorginni og hjarta mitt fylltist gleði. Ekki yf- ir því að kær vinur minn var dáinn. Nei, heldur vegna þess að ég vissi aó nú var Zóphónías í fangi Frels- ara síns, Jesú Krists. Hann hafði öðlast dýrðarlíkama eins og Páll postuli segir um í Fil. 3.21.: „Hann (Jesús) rnun breyta veikunt og for- gengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkanta sínum. “ Eg gladdist líka vegna þess að ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Zóphóníasi. Þau kynni vöruðu ekki lengi. Aðeins nokkra mánuói. Þau nægðu til að sýna að þar fór drengur sem hafði þjónustulund, hann var trúr, iðinn og samviskusamur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Eg vissi það ekki þegar ég kynntist honum að hann gekk með illvígan sjúkdóm. Hann bar það ekki með sér, hann kvartaði ekki. Að heimsækja Zóphónías meðan hann háði lokabaráttuna var mjög sérstakt. Hann átti svo mikla ró, svo mikinn styrk að ég fór ríkari í hjarta en ég kom. Það var líka svo gott að fá að biðja með honum, deila því sem við áttum sameiginlegt. Hann var svo þakklátur fyrir allt. Nú er hann horfinn sjónum okk- ar. Eftir sitja indælar minningar og vissan um að hann er í dýrðinni hjá Guði. Helga, Þröstur, Lovísa og Ragn- heiður. Eg og fjölskylda mín vott- um ykkur okkar innilegustu samúð í sorg ykkar og söknuði. Eg bið góðan Guð um að veita ykkur huggun og styrk. Megi minningar um ljúfan dreng veita ykkur gleði og huggun. Guðmundur Ómar Guðmundsson. Vinur er farinn. Ljósið er slokknað og tárin streyma. Þetta er svo ótrú- lega sárt. Eg kynntist Zóphóníasi þcgar ég kenndi honum í tólf ára bekk. Ég man svo vel þann sólbrúna, stælta strák sem bjó yfir svo miklum krafti, kímni og fjöri. Ég kenndi honum íslensku, í staðinn lærði ég ýmislegt af honum um jákvæðni, seiglu og þolgæði. Síðan þá höfum við átt margar góðar samverustundir, í gleði og sorg. Ofarlega í huganum eru þær stundir sem ég átti með honum þeg- ar hann heimsótti mig til Svíþjóðar. Þá var mikið ærslast og hlegið í góðra vina hópi, spáð og spjallað fram á nætur. Lífsgleði Zóphóníasar og bjart- sýni var smitandi þannig að ekki var annað hægt en hrífast með. Styrkur hans síðustu ævidagana var undravcrður. Ég skynjaði smám saman hversu hratt hann tók út and- legan þroska. Það var þroski hins hughrausta manns sem svo ungur horfðist í augu við dauðann. Þau Ijós sem skœrast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskœra sent skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllunt sent það kvaddi. Þótt burt úr heinti hörðum nú hverfi Ijósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar ntœdda hjarta. (Friórik G. Þórleifsson). Elsku Helga, Þröstur, Lovísa og Ragnheiður, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Megi hin góða minning um Zóphónías ylja okkur öllum um ókomin ár. Kristín S. Bjarnadóttir. ^ Sigfíts Jónsson IJ Fæddur 27. október 1913 - Dáinn 24. desember 1994 Sigfús Jónsson, fyrrverandi bóndi, fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal 27. október 1913. Hann Iést á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 24. desember 1994 síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Haraldsson frá Einarsstöðum í Reykjadal, f. 6. september 1888, d. 18. apríl 1958, og Þóra Sigfús- dóttir frá Halldórsstöðum í Reykjadal, f. 15. október, d. 14. apríl 1979. Sigfús var uppalinn á Einarsstöð- um og átti þar heima alla ævi. Hann var næstelstur 11 systkina en að auki átti hann einn hálfbróður, Ingi- mar Jónsson, sem er látinn. Hann bjó félagsbúi með bræðrum sínum, þeim Kristni og Einari, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Sigfús Jónsson var ókvæntur og barnlaus. Segja má að líf hvers manns sé í eðli sínu sérstakt og stórmerkilegt. Ut frá lífinu stafa geislar og þræðir spinnast um orð og athafnir. Islenskar sveitir hafa átt marga glæsta syni og dætur en örlögin haga því svo að öllum þarf að sjá á eftir til hinnar hinstu hvílu, fólki sem kemur aldrei aftur. Við fráfall Sigfúsar Jónssonar á Einarsstöðum í Reykjadal kveðjum við enn einn athafna- og hugsjóna- bóndann sem skilað hefur annasöm- um og árangursríkum starfsdegi til þjóðarinnar. Þingeyingar kveðja Sigfús meö þökk og virðingu, manninn sem trúði á möguleikana í héraðinu, manninn sem þorði að hafa skoðanir og manninn sem trúði því og sann- aði að hér væri allt til þess að lifa og dafna. Auðvitað er það alltaf einkenni- leg tilfinning að uppgötva þá stað- reynd aftur og aftur að smám saman hverfa samtíðarmennirnir hver af öðrum, en eftirsjáin er alltaf sú sama. Dauðinn er að vísu jafn eðli- legur fæðingunni og hægt er að sætta sig við orðinn hlut þegar þeir sem þreyttir eru lífdaga kveðja okk- ur hin. Minningin um manninn sem var heimilisvinur og kom oft á Land- Rover jeppanum með mikilvæg er- indi, skjöl og alls konar mál er að sönnu ljóslifandi og á sér langa líf- daga framundan. Manninn sem stóð á hlaðinu á Einarsstöðum og heils- aði svo glaðlega og sýndi fjósiö sitt með svo mikilli ánægju. „Sálin er ung,“ sagði Sigfús einu sinni við mig er hann fyrir réttu ári fékk mig til þess að aka sér heim í Einarsstaði frá dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík þar sem hann bjó síðast. Þetta var skemmtiferð sem í senn var fróðleg því Sigfús talaði rnikið á leiðinni og sagði frá lífshlaupi sínu og æskuárum. I huganum byggði hann skíðahótel í Kinnarfjöllum, lagði vegi í sumarhúsalöndum vest- an í Fljótsheiði, virkjaði ár og læki í Reykjadal til fiskeldis, lagði drög að nýjum kennsluháttum við Lauga- skóla og plantaði skógi á heimajörð- inni. Hann brosti yfir þessum áætl- unum sínum og horfði enn einu sinni yfir dalinn sinn, dalinn sem átti hug hans allan. „Fólk þarf aó trúa á það sem það er að gera,“ sagði Sigfús þegar hann sté út úr bílnum. Við héldum áleiðis austur túnið og enn sagði hann mér sögur, sögur af hestum, íþróttum, búnaðarfélögum og mörgu fleiru. Það var gaman að horfa yfir þennan stað, þar sem allt var svo vel byggt og skipulagt af mannanna höndum. Sigfús sagðist þurfa að stækka skjólbeltið lengra út í túnið, þarna yxu tré ef plægð væri jörðin og lagði á ráðin um framkvæmdina. Geislinn í andlitinu sagði meira en orð. Sigfús þarf ekki aó kynna fyrir þeim er til þekktu. Ahugi hans á landbúnaði var óþrjótandi og allt fram á þennan dag kvaddi hann sér hljóðs á fundum, gerði athugasemd- ir og hvatti til dáða. Stóra fjósið hans var honum ætíð hugleikið rétt eins og jörðin sem var hluti af sálinni og þó heilsunni hrak- aði hafói hann enn hugann við mörg stór verkefni. Seinast vildi hann fá fólk í umfangsmikla kynningu á reyktu sauðakjöti. Svona var Sigfús. Það var skammdegislegt jarðar- farardaginn er hann var lagður til hinstu hvílu í Einarsstaðakirkju- garói. Þama liggja sporin hans, sporin hans sem nú eru grasi gróin en byggðu upp stórt og glæsilegt býli. Reykjadalur sér á eftir einum af sínum bestu sonum en svolítill geisli á suðurhimninum gaf okkur sem eftir stöndum von um sól á himni og bjarta daga. Það boðar nýja geisla, ný orð og nýjar athafnir. Atli Vigfússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.